Morgunblaðið - 27.02.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 27.02.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Málþing 29. febrúar -hlaupársdag Helgistaðir á Skálholtsleiðum pílagríma. Helgi Þorláksson sagnfræðingur leitar svara við því hvar helgistaðir muni hafa verið á Skálholtsleiðum pílagríma og hvað þeir geti helst sagt um ferðir þeirra. Hvar lágu leiðir ? Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknar- prófessor við Árnastofnun fjallar um leiðir Skálholtsbiskupa nær og fjær. Virkisveggir Skálholtsstaðar. Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali fjallar um staðarval Skálholts m.t.t. miðaldahugmynda um hervarnir og virkisveggi. Málþingið er á vegum Skálholtsfélagsins og Pílagríma, áhugamannafélags. Ókeypis – velkomin öll! í sal Þjóðminjasafnsins frá kl. 16 til 18 Helgi Þorláksson Guðrún Á. Grímsdóttir Bjarni Harðarson Fornar leiðir í nágrenni Skálholts um búinn. Víkingur segir að brunn- bátnum sé stýrt eftir sölunni. Flesta daga þessa vikuna voru teknir 2.700 laxar. Allt búið að selja fyrirfram. Hann bendir jafnframt á að ef spáð er stormi sé hægt að láta bátinn taka tveggja daga skammt og fiskurinn einfaldlega geymdur annan dag í tönkum skipsins við bryggju í Bíldudalshöfn. Ofurkæling lengir endinguna Slátrun hefst snemma morguns. Byrjað er á því að kæla laxinn vel niður í svokölluðum blæðingart- anki. Þá er hann slægður og öll inn- yfli sogin úr kviðarholinu. Slógið fer í sérstaka tanka sem fluttir eru í Borgarnes þar sem unnið er úr þeim lýsi og mjöl í lítilli verksmiðju sem sérhæfir sig í laxaslógi. Sem sagt: Hráefnið er gjörnýtt. Eftir slægingu fer fiskurinn aft- ur í kælitank þar sem hann er kældur niður fyrir frostmark, án þess þó að hann frjósi. Þessi kæli- tækni er ný í laxavinnslu og eru tækin hönnuð og smíðuð af Skag- anum og 3X Technology. Bendir Víkingur á að ofurkælingin skapi möguleika til að flytja fiskinn út án þess að ísa hann. Fiskholdið sjálft er svo kalt að það þarf ekki frekari kælingu. Hafa verið gerðar til- raunir með þetta sem sýna að geymslutími verður mun lengri en með ísun. Enn er settur smá ís í kassana, að ósk kaupenda, en smám saman er verið að draga úr því. Það sparar verulega mikla fjármuni í flutningskostnaði að losna við að flytja ísinn því greiða þarf fyrir hvert kíló af honum með sama hætti og afurðirnar. Jafn- framt er hægt að koma meiri laxi í kassana. Eftir þetta er afurðunum pakkað í viðeigandi umbúðir, heilum með haus og sporði. Flutningabíll sækir laxinn á hverjum degi og flytur fyr- ir skip eða flugvélar morguninn eftir, allt eftir því hvert varan á að fara. Laxinn kemst á markað í Evr- ópu, Bandaríkjunum eða Asíu ein- hvern næstu daga, ferskur eins og nýslátraður. Víkingur segir að slátrunar- og pökkunarlínan sé einföld og þurfi ekki mikið pláss en geti annað miklu magni. Til að ljúka uppbygg- ingunni þurfi að setja upp róbóta við pökkunarendann til að stafla kössunum og draga úr erfiði starfs- fólksins. „Þá getur þetta hús tekið við 10 þúsund tonnum af hráefni á ári. Eftir verða auðveld störf sem allir geta gengið í,“ segir Víkingur. Stækkað upp í 10 þúsund tonn Arnarlax er í miklu stækk- unarferli. Það hefur öll leyfi til að framleiða rúmlega 3.000 tonn af laxi á ári og er langt komið í ferli að fá leyfi fyrir alls 10 þúsund tonna framleiðslu, í sex staðsetningum í Arnarfirði. „Markmiðið er að framleiða að minnsta kosti 10 þúsund tonn. Til að geta það þurfum við að stækka seiðastöðina til að hafa nógu mörg seiði til að setja í sjó,“ segir Kristi- an. Seiðastöðin er í Tálknafirði og er hafinn undirbúningur að stækk- un hennar. Stöðin er fullnýtt nú. Þar eru milljón seiði sem sett verða út í sjókvíarnar með vorinu. Þessi þriðja kynslóð í laxeldinu hjá Arn- arlaxi mun skila um 4 þúsund tonna framleiðslu í fyllingu tímans. Eldið er kynslóðaskipt. Þegar lokið verður slátrun úr fyrsta ár- gangi verður svæðið hvílt í eitt ár. „Við þurfum einnig að bæta tæknibúnað okkar til að geta fram- leitt enn betri afurðir í framtíðinni og draga úr kostnaði,“ segir Kristi- an. Í framtíðaráætlunum Arnarlax- manna er enn frekari stækkun og bygging vinnslustöðvar fyrir laxa- bita. Þeir telja þó að það sé síðari tíma mál og í raun of stór biti fyrir samfélagið á Bíldudal. Þeir vilja einbeita sér að því að stækka upp í 10 þúsund tonn í sátt við sam- félagið. Það sé nægilega stórt verk- efni í bili. Stór og fallegur lax á land  Slátrun er að komast í fullan gang í nýju og fullkomnu laxasláturhúsi Arnarlax á Bíldudal  Fiskurinn fluttur lifandi til slátrunar í landi  Ofurkæling sparar ísun og flutningskostnað Pökkun Smá ís er enn settur í kassana, að ósk kaupenda. Búið er að kæla fiskinn það vel með ofurkælingu að óþarft er að borga flutning undir ísinn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýður og bullar Þrengt að laxinum í kvínni með nót til þess að auðveldara sé að soga hann inn í tanka brunnbátsins. Það er eins og sjóði og kraumi í kvínni þegar þröngt er orðið um fiskinn. Hann róast aftur í bátnum Stjórnendur Víkingur Gunnarsson og Kristian Matthíasson með vænan lax af pökkunarlínunni. Stór lax er eftirsóttur í Bandaríkjunum og Asíu. Á VETTVANGI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Slátrun er að komast í fullan gang í laxasláturhúsi Arnarlax hf. á Bíldu- dal. Sláturhúsið er það fyrsta hér- lendis sem byggt er upp að norskri fyrirmynd þar sem laxinn er fluttur lifandi úr sjókvíum í land. Auk þess er notaður búnaður til að kæla lax- inn strax niður, með aðferðum svo- nefndrar ofurkælingar, fyrir flutn- ing á erlenda markaði. „Ég er ánægður með hvað við er- um komnir langt á stuttum tíma. Það er þó enn mikil vinna eftir í að bæta eldið. Stóra myndin er komin. Ég er stoltastur af því að við skul- um hafa náð að byggja sterkan grunn sem gefur okkur tækifæri til að byggja ofan á,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax. „Markmið okkar er að verða stöð- ugt betri. Gera enn betur á morgun það sem við gerum vel í dag,“ bætir hann við. Slátrun stýrt með brunnbát Fyrstu laxaseiðin úr seiðastöð Arnarlax voru sett út í sjókvíar fyr- irtækisins í Arnarfirði vorið 2014. Slátrun á fyrstu kynslóðinni hófst nú í janúar. Hún fór hægt af stað enda verið að koma upp nýjum búnaði og þjálfa starfsfólk en hún er nú að komast á fullan skrið. Slátrað er fjóra daga vikunnar og reiknar Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi með því að í næstu viku fari 100 tonn af afurðum í gegnum slát- urhúsið og pökkunarstöðina og þaðan beint á erlenda markaði. Arnarlax hefur tekið í notkun brunnbát sem keyptur var frá Nor- egi. Gunnar Þórðarson BA er fyrsti liðurinn í slátruninni. Brunnbát- urinn fer að kvöldi út í sjókvíarnir og sækir þann skammt sem fara á í gegnum pökkunarstöðina daginn eftir. Þetta kvöld var skammturinn 2.000 laxar. Fiskurinn er stór og fallegur, að meðaltali rúm 6 kíló en þeir stærstu um 11 kíló. Þeir sprikla hraustlega þegar hert er að þeim í kvínni til að auðvelda flutn- inginn inn í tank brunnbátsins. Fiskurinn er geymdur í bátnum um nóttina en dælt lifandi eftir leiðslu inn í sláturhúsið snemma morguninn eftir. Báturinn getur flutt allt að 60 tonn af lifandi fiski og er vel tækj-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.