Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Stórar og litlar trésmíðavélar Slípivél osm 100 Slípikefli sem snýst og færist upp og niður. 6 mismunandi kefli fylgja með. Mótor 0,6 hö Verð 44.150 Þykktarhefill/afréttari WoodStar pt 85 Afréttaraborð 737 x 210 mm Þykktarhefill 120 x 204 mm Mótor 1,7 hö. Verð 72.000 Spónsuga Woodstar dc04 Afköst 183 m3/klst Barki 100 x 2000mm Tunna 50 l Mótor 1,5 hö Verð 29.500 Þykktarhefill/afréttari Scheppach 2600ci Afréttaraborð 1.040 x 310 mm Þykktarhefill 210/250 mm Mótor 3,2 hö. Verð 298.000 Bandsög Basa 3 Sögunarhæð 205 mm Sögunarbreidd 306 mm Mótor 1,1 hö Verð 191.900 Slípivél bts 800 100 mm breitt belti 150 mm slípiskífa Tenging fyrir ryksugu. Mótor 0,5 hö Verð 45.190 Tifsög ds 405 vario Tifsög fyrir atvinnuföndrara, öflug en hljóðlát. Mótor 225 w Verð 85.910 Súluborvél dp 16sl Verð 54.400 Rennibekkur dm 460t Bil milli odda 457 mm hæð yfir stöngum 152 mm Verð 73.400 Fræsari hf 50 Borð 610x360 mm Stiglaus hraði 8000-24000 sn/mín 1500 W Verð 64.970                                     !" ##$ !" $$ # %! $" "$ $%% &'()* (+(       ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  #$ "" $   $  #!% $ % " %$ $#%   #  !% # !$ $!$ #$"  $ %$ "  " $% !$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hagnaður Eimskipafélags Íslands á síðasta ári var 17,8 milljónir evra, sem jafngildir liðlega 2,5 milljörðum króna á núverandi gengi. Þetta er 30,8% meiri hagn- aður en árið 2014 þegar hann nam 13,6 milljónum evra. Rekstrartekjur Eimskips jukust um 10,6% á milli ára og námu rétt tæplega 500 milljónum evra í fyrra. Heildaraukning í magni í áætlunarsiglingum nam 4,2% frá árinu á undan, einkum vegna verulegs vaxtar í flutningum tengdum Íslandi, en einnig náðu flutningar í Noregi sér á strik þegar líða tók á árið. Tekjur af flutningsmiðlun jukust um 17,0% og námu þær 141,6 milljónum evra á síðasta ári. Rekstrargjöld námu alls liðlega 454 milljónum evra og jukust um 10,0%. Laun og launatengd gjöld jukust um 17,9% frá fyrra ári en annar rekstrarkostnaður um 8,1%. Hagnaður Eimskips fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 45,2 milljónum evra, jafngildi 6,4 milljarða króna, og jókst um 17,3% á milli ára. Heildareignir Eimskips í árslok námu 355 milljónum evra, eða ríf- lega 50 milljörðum króna. Nettó- skuldir námu 35,4 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall Eimskips 64,2% um í lok árs. Gylfi Sigfússon forstjóri segir rekstrarniðurstöðuna í samræmi við væntingar og að rekstrar- tekjur og EBITDA hafi ekki verið hærri frá árinu 2009. „Fyrstu vik- ur ársins lofa góðu í samanburði við síðasta ár, bæði hvað varðar magn og afkomu. Afkomuspá okk- ar fyrir árið 2016 er EBITDA á bilinu 46 til 50 milljónir evra.“ Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa sem nemur um 1,2 milljörðum króna, sem samsvarar 47,9% af hagnaði ársins 2015. sn@mbl.is Þriðjungi meiri hagnaður hjá Eimskip Morgunblaðið/RAX Eimskip Gyfi Sigfússon forstjóri. Alls bárust tilboð fyrir tæplega 4,6 milljarða króna í lokuðu út- boði VÍS á víkjandi skuldabréfum, sem lauk síðdegis á fimmtudag. Heildarvirði út- gáfunnar var 2,5 milljarðar króna og var því 82% umframeftir- spurn í útboð- inu. Arctica Fin- ance hafði fyrir útboðið skuld- bundið sig gagnvart VÍS til kaupa á heildarvirði skuldabréfa- útgáfunnar fyrir hönd fjárfesta, en auk þess yrði haldið lokað skuldabréfaútboð í þeim tilgangi að bjóða lífeyrissjóðum, verð- bréfasjóðum og öðrum fagfjár- festum að fjárfesta í skuldabréf- unum. Niðurstaða útboðsins var sú að bindandi kauptilboðið í heild- arvirði útgáfunnar var skorið nið- ur um 68% en hlutur annarra fjárfesta skertur töluvert minna. Útgáfa víkjandi skuldabréfa er liður í endurskipulagningu á fjár- magnsskipan VÍS og mun hún til- heyra eiginfjárþætti 2 (e. Tier-2). Eins og fram kom í tengslum við ársuppgjör VÍS hyggst stjórn fé- lagsins greiða hluthöfum 5 millj- arða króna í arð fyrir síðasta ár og er áætlað að gjaldþolshlutfall félagsins verði 1,55 eftir arð- greiðslu og útgáfu víkjandi bréfa. Skuldabréfin eru vaxtagreiðslu- bréf sem bera 5,25% fasta verð- tryggða vexti. Þau eru til 30 ára en í bréfunum er uppgreiðslu- heimild og þrepahækkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár. Markaðs- viðskipti Arctica Finance höfðu umsjón með útboðinu. sn@mbl.is Umfram- eftirspurn hjá VÍS Sigrún Ragna Ólafsdóttir  Víkjandi bréf seld fagfjárfestum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.