Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 U M H VE RF ISV I‹URKENNIN G 2015 umhverfis- og auðlindaráðuneytið Kuðungurinn 2015 Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en miðvikudaginn 23. mars nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á www.uar.is/kudungurinn Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður frá Flórída, gerði harða hríð að auðkýfingnum Donald Trump í sjónvarpskappræðum fimm fram- bjóðenda í forkosningum bandarískra repúblikana í Texas í fyrrakvöld. Rubio gagnrýndi m.a. viðskiptahætti auðkýfingsins og sakaði hann um hræsni í deilunni um ólöglega inn- flytjendur. Trump lét þó engan bil- bug á sér finna og virðist hafa staðist atlögu Rubio, að mati margra stjórn- málaskýrenda. „Vitið þið hvað Donald Trump væri núna hefði hann ekki erft 200 millj- ónir dollara? Að selja úr á Manhatt- an,“ sagði Marco Rubio í einni af rimmum keppinautanna tveggja. „Ég tók eina milljón og breytti henni í 10 milljarða dollara,“ svaraði Trump sem hefur lagt mikið upp úr sigrum sínum í viðskiptum og lofað að koma Bandaríkjunum á sigurbraut. Réð ólöglega innflytjendur Rubio gagnrýndi stefnu Trumps í innflytjendamálum, m.a. loforð hans um að reisa múr við landamærin að Mexíkó og flytja milljónir ólöglegra innflytjenda frá Rómönsku Ameríku úr landi. Rubio sagði að Trump hefði eitt sinn stutt breytingar á lögum til að gera óskráðum innflytjendum kleift að fá ríkisborgararétt í Banda- ríkjunum. Hann gagnrýndi einnig Trump fyrir að hafa ráðið „verulegan fjölda manna frá öðrum löndum í störf sem Bandaríkjamenn hefðu get- að fengið“ og minnti á að auð- kýfingurinn var dæmdur til að greiða sekt fyrir að ráða 200 ólöglega inn- flytjendur frá Póllandi þegar Trump- turninn á Manhattan var reistur á ní- unda áratug aldarinnar sem leið. „Ég hef ráðið tugi þúsunda manna,“ sagði þá Trump. „Þú hefur ekki ráðið einn einasta mann, lygari.“ Ted Cruz, öldungadeildarþing- maður frá Texas, réðst einnig snarp- lega gegn Trump, sagði hann koma úr röðum frjálslyndra Bandaríkja- manna þótt hann sæktist nú eftir at- kvæðum íhaldssamra repúblikana í forkosningunum. Cruz gagnrýndi Trump fyrir að hafa styrkt demó- krata með fjárframlögum, þ. á m. Hillary Clinton, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, sem er líkleg til að verða forsetaefni demókrata. „Við getum ekki sigrað í kosningunum í nóvember með forsetaefni sem er sammála Hillary Clinton og getur ekki sigrað hana í kappræðum og í kosningunum,“ sagði Cruz. Trump svaraði fullum hálsi og sagði að Cruz hefði getið sér orð fyrir að vera verst þokkaði þingmaður öldungadeildar- innar. „Þér semur ekki við neinn,“ sagði hann. „Þú hefur ekki fengið stuðning eins einasta manns í öld- ungadeildinni og þú vinnur með þess- um mönnum. Þú ættir að skammast þín!“ sagði hann. Trump skírskotaði til þess að margir þingmenn og ríkisstjórar úr röðum repúblikana telja Cruz vera of íhaldssaman og einstrengingslegan í samfélagsmálum til að eiga mögu- leika á að sigra Clinton ef hún verður forsetaefni demókrata. Margir þeirra styðja nú Rubio og telja hann eina frambjóðandann sem eigi möguleika á að sigra Trump í forkosningunum og síðan forsetaefni demókrata í kosningunum í nóvember. Rubio var gagnrýndur fyrir að tala oft eins og vélmenni í fyrri kapp- ræðum, endurtaka sömu þaulæfðu setningarnar aftur og aftur, en var miklu beinskeyttari í kappræðunum í fyrrakvöld. Margir stjórnmálaskýr- endur eru þó efins um að atlaga hans að Trump hafi mikil áhrif í forkosn- ingunum á þriðjudaginn kemur, 1. mars, stærsta deginum í kosninga- baráttunni. Efast um að atlagan að Trump dugi  Rubio og Cruz gerðu harða hríð að Trump fyrir mikilvæga lotu í forkosningum repúblikana  Trump sakaður um hræsni í innflytjendamálum  Gagnrýndur fyrir fjárframlög til demókrata Heimild: realclearpolitics, The Green Papers Alabama C C C P C C 26 1693 38 60 5037 40 116 42 37 109 49 42 43 252 155 117 76 76 58 79 Fjöldi kjörmanna Forkosning Kjörfundir Kjördæma- fundir Texas Arkansas 1. mars PP P P P P P P P Oklahoma Tennessee Georgía Virginía 28 10 C C Bandaríska Samóa Alaska Vermont Massachusetts Colorado Minnesota Stóri dagurinn nálgast Ríki þar sem þegar hefur verið kosið Kosið 1. mars 2.382 1.017 661 Lágmarksfjöldi til að ná kjöri 1.237 2.4724.763 51 51 4 6 17 17 81 Hillary Clinton Marco Rubio Donald Trump Bernie Sanders John Kasich Ted Cruz DEMÓKRATAR REPÚBLIKANAR xx Heildarfjöldi kjörmanna Kjörmenn kosnir 1. mars Fjöldi kjör- manna sem frambjóðendur hafa fengið Aldur: 68 ára 74 64 63 44 45 69 Ben Carson 29 Wyoming AFP Hörð rimma Marco Rubio, Donald Trump og Ted Cruz í kappræðum. Stórir dagar framundan » Á þriðjudaginn kemur verð- ur kosið í þrettán ríkjum sem eru með alls 661 af 2.472 kjör- mönnum sem velja forsetaefni repúblikana formlega. » Rúmlega 300 kjörmenn verða síðan kjörnir 5. og 8. mars. » Meira en 350 kjörmenn verða valdir 15. mars, á næst- stærsta deginum í baráttunni. » Frá og með þeim degi verður sú breyting að kjörmönnum hvers ríkis er ekki lengur út- hlutað í hlutfalli við at- kvæðafjölda frambjóðenda, heldur fær fylgismesti fram- bjóðandinn alla kjörmennina. Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur gefið Afríkusambandinu 300 kýr í von um að gera því kleift að vera óháð stuðningi ríkja utan Afr- íku. Forsetinn afhenti gjöfina form- lega á fundi með Erastus Mwencha, varaformanni Afríkusambandsins. Kýrnar eru þó enn geymdar í litlum bæ norðan við höfuðborgina Harare. Formaður utanríkis- nefndar þingsins í Simbabve sagði að Mugabe hefði lofað gjöfinni í fyrra þegar hann gegndi for- mennsku í Afríkusambandinu. Mugabe er 92 ára og hefur verið einráður í landi sínu í 36 ár. SIMBABVE Mugabe gefur Afríkusambandinu 300 kýr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.