Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu
Algengt er að persónugera stofnanir og fyrirtæki. Bankar erusagðir taka ákvarðanir og í fjölmiðlum er eitt og annað haft eftirþeim. Í Kjarnanum var til dæmis sagt að „Íslandsbanka hugn-aðist“ ekki hugmyndir kröfuhafa. Einnig hefur Seðlabanki Ís-
lands iðulega upp raust sína og „segir“ hvað honum „finnst“ um horfur í
efnahagslífinu. „Seðlabankinn segir“ til að mynda í Kjarnanum að sam-
setning hagvaxtar hafi breyst. Flestar stofnanir virðast hafa eitthvað til
málanna að leggja. Á vef Vísis stendur: „Póst og fjarskiptastofnun segir
það rangt að stofnunin hafi heimilað hækkun gjaldskrár …“ Slík dæmi er
víða að finna. Ofangreindum dæmum er því ekki ætlað að vera neinum til
háðungar.
Landssamband íslenskra útvegsmanna, sem var og hét fram í október
2014, var oft áhyggjufullt og ýmislegt var haft eftir því rétt eins og það
hefði rödd en ekki forsvars-
menn eða félagsmenn þess,
sbr. „LÍÚ hefur áhyggjur
vegna verkfalls“ (RÚV.is).
Þetta var augljóslega gert til
að losna við langlokuna „for-
svarsmenn Landssambands
íslenskra útvegsmanna“.
Auk þess má nefna að í ofangreindu orðasambandi laut forsetningin „af“
enn einu sinni í lægra haldi fyrir „vegna“, þ.e. að hafa áhyggjur af ein-
hverju, en það er efni í annan pistil.
Í úrskurði Tryggingastofnunar ríkisins segir að benda megi á „að skoð-
anir TR um að óæskilegt sé að fólk flakki á milli landa til að fá meiri bóta-
rétt“ hafi enga þýðingu og að „stofnunin [geti] ekki byggt niðurstöðu sína
á því hvað stofnuninni finnst“. Tryggingastofnun hefur sem sagt „skoð-
anir“ en getur ekki „byggt niðurstöðu sína“ á því sem henni „finnst“.
Það er ekki séríslenskt að stofnanir hafi skoðanir á mönnum og mál-
efnum. Í Ríkisútvarpinu var frétt um að alþjóðlegi bankinn HSBC bæðist
afsökunar á vefsíðu sinni. Í erlendum fréttum er frásögnin einnig á þann
veg í ýmsum miðlum, sem og í öðrum fréttum af fyrirtækjum og stofn-
unum.
Það er ekki nýtt að stofnanir séu persónugerðar í frásögnum. Í Eim-
reiðinni frá 1897 er eftirfarandi dæmi að finna: „gæti bankinn þá […]
heimtað hærra veð“; „ef bankinn yrði lipur viðureignar“; „gæti þá bankinn
leyft þeim að borga skuld sína“. Í Samvinnunni frá 1931 talar banki til al-
þýðunnar, sbr. „bankinn segir sem svo við alþýðu manna: „Trúið mér fyrir
fé yðar, á meðan þér bíðið eftir að koma því í lóg; ég skal geyma það …““.
Frá því að ég man eftir mér var hamrað á því að verslanir lokuðu ekki
heldur væri þeim lokað. Aftur á móti er ýmislegt haft eftir stofnunum rétt
eins og þær fari í viðtal, skeri úr um mál og svari fyrir sig án nokkurs tals-
manns. Í ljósi þess er vart forsvaranlegt að skammast yfir verslunum sem
opna og loka.
Eftir stendur að stjórnendur falla í skuggann þegar fyrirtæki, fé-
lagasamtök og stofnanir tjá sig í fjölmiðlum án forsvarsmanns, sem gefur
tilefni til að íhuga hver beri ábyrgð á því sem sagt er.
Hvað segja stofnanir?
Tungutak
Eva S. Ólafsdóttir
eva@skyrslur.is
Gamalt baráttumál um að sameign íslenzku þjóð-arinnar að auðlindum lands og sjávar verðibundin í stjórnarskrá er nú að komast í höfn.Stjórnarskrárnefnd sú, sem starfað hefur
undir forystu Páls Þórhallssonar (fyrrverandi blaða-
manns á Morgunblaðinu) frá hausti 2013 hefur nú lagt
fram tillögu um ákvæði í stjórnarskrá þar sem segir
m.a.:
„Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslenzku þjóðinni.
Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt og til hagsbóta lands-
mönnum öllum … Náttúruauðlindir og landsréttindi sem
ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn
getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar
eða varanlegra afnota og aldrei má selja þau eða veð-
setja … Að jafnaði skal taka eðlilegt gjald fyrir heimildir
til nýtingar auðlinda sem eru í eigu íslenzka ríkisins eða
þjóðareign.“
Samþykki Alþingi þessa tillögu, sem telja má víst í
ljósi þess að samstaða er um hana á milli fulltrúa allra
þingflokka í nefndinni og þjóðin í kjölfarið í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, sem telja verður öruggt er end-
anlegur sigur unninn í miklu
stríði sem staðið hefur í a.m.k.
aldarfjórðung og raunar lengur. Í
greinargerð með tillögunni kemur
fram að fyrstu hugmyndir í þessa
veru hafi komið fram árið 1962 en
stjórnarskrárnefnd dr. Gunnars Thoroddsens hafi lagt
slíka tillögu fram árið 1983. Í stjórnarsáttmála rík-
isstjórnar Davíðs Oddssonar vorið 2003 var ráðgert að
ákvæði um að auðlindir sjávar væru sameign íslenzku
þjóðarinnar yrði bundið í stjórnarskrá.
Það víðtæka pólitíska samkomulag, sem nú hefur
náðst um þetta ákvæði, sem nær til allra auðlinda sem
talist geta sameign þjóðarinnar er fyrst og fremst sigur
fyrir íslenzku þjóðina.
Vafalaust verður áfram deilt um upphæðir og fyr-
irkomulag auðlindagjalds en um grundvallaratriði þessa
máls verður ekki lengur deilt. Hér er um að ræða gríð-
arlegt hagsmunamál framtíðarkynslóða Íslendinga og
jafnframt glöggt dæmi um að stundum getur tekið lang-
an tíma að koma sjálfsögðum málum fram.
Í tillögum stjórnarskrárnefndar er jafnframt lagt til
að fyrstu skref verði tekin í átt til beins lýðræðis. Það er
líka mikill áfangi. Frá sjónarhóli þeirra, sem telja að
beint lýðræði eigi að vera grundvallarþáttur í stjórn-
skipan Íslands er tillaga nefndarinnar einungis fyrsta
skref en það er mikilvægt sem slíkt vegna þess að þar
með er stefnan tekin í rétta átt.
Í tillögum nefndarinnar segir:
„Fimmtán af hundraði kosningabærra manna geta
krafist þess að nýstaðfest lög frá Alþingi verði borin
undir þjóðina í almennri, leynilegri og bindandi atkvæða-
greiðslu … Fimmtán af hundraði kosningabærra manna
geta enn fremur krafist þess að ályktun Alþingis skv. 21.
gr. verði borin undir þjóðina í almennri, leynilegri og
bindandi atkvæðagreiðslu … Til að hnekkja lögum eða
ályktunum samkvæmt þessari grein þarf meiri hluti í
þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosn-
ingabærra manna, að synja þeim samþykkis.“
Í lagadeild Háskóla Íslands fyrir hálfri öld var okkur
kennt að 26. gr. stjórnarskrárinnar um synjunarvald for-
seta hefði aldrei verið beitt og mundi aldrei verða beitt.
Það breyttist sumarið 2004, þegar forseti Íslands synjaði
staðfestingu laga, sem tryggja áttu dreifðara eignarhald
á fjölmiðlum og koma í veg fyrir að viðskiptajöfrar legðu
þá undir sig. Á síðari árum hefur þeim fjölgað sem telja
að afnema eigi þetta ákvæði úr stjórnarskrá. Ekki er
gerð tillaga um það að þessu sinni en þó segir í grein-
argerð nefndarinnar:
„Hins vegar er eðlilegt að ákvæðið komi til sérstakrar
endurskoðunar með öðrum
ákvæðum er varða embætti for-
seta lýðveldisins.“
Þessi orð vekja vonir um fram-
haldið.
Gera má ráð fyrir að skiptar
skoðanir verði um hversu hátt eða lágt hlutfall kjósenda
eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög eða
þingsályktun. Sjálfum finnst mér að þetta hlutfall megi
ekki vera hærra en sjálfsagt verða margir þeirrar skoð-
unar að það megi ekki verða lægra. Alla vega er ljóst að
það er raunhæft að ná þessu marki og þess vegna er með
þessu ákvæði tekið fyrsta skrefið en jafnframt mikilvægt
skref í átt til þess að færa valdið frá hinum fáu til
fjöldans.
Það breytir hins vegar ekki því að hér má ekki láta
staðar numið heldur verður að halda áfram að þróa hug-
myndir um beint lýðræði, sem henti aðstæðum okkar og
æskilegt markmið er að ákveðin meginmál beri alltaf að
bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Loks er samstaða í nefndinni um nýtt ákvæði í stjórn-
arskrá um náttúru og umhverfi þar sem m.a. segir:
„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á
vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum
og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjón-
armiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi …“
Væntanlega mun þetta stjórnarskrárákvæði auðvelda
baráttu þeirra, sem telja að nóg sé komið af fram-
kvæmdum á hálendi Íslands og lengra skuli ekki ganga.
Svo og að koma í veg fyrir að aðrar náttúruperlur verði
fórnarlömb framkvæmdagleði. Hvað ætli líði langur tími
þar til gera verður ráðstafanir til að vernda náttúru
Hornstranda og nyrztu byggða Stranda?
Stjórnarskrárbreytingar hafa áður strandað á miðri
leið. Ganga verður út frá því sem vísu að betur muni til
takast nú.
Gríðarlegt hagsmunamál
framtíðarkynslóða Íslendinga
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Stjórnarskrárbreytingar –
sigur þjóðarinnar
Fyrir réttum sextíu árum urðuíslenskir kommúnistar fyrir
einhverju mesta áfallinu í sögu
sinni. Þá spurðist um heimsbyggð-
ina, að aðfaranótt 25. febrúar 1956
hefði Níkíta Khrústsjov, aðalritari
kommúnistaflokks Ráðstjórn-
arríkjanna, flutt leyniræðu á þingi
flokksins um margvísleg ódæði Jo-
sífs Stalíns. Fulltrúar Sósíal-
istaflokksins á þinginu í Moskvu,
Kristinn E. Andrésson og Eggert
Þorbjarnarson, höfðu ekki fengið
að vita af uppljóstrunum Khrúst-
sjovs og lásu fyrst um þær í blöð-
um á leiðinni heim.
Áratugina á undan höfðu ís-
lenskir kommúnistar lofsungið
Stalín. Í Gerska æfintýrinu hafði
Halldór Kiljan Laxness skrifað, að
Stalín væri í hærra meðallagi,
grannur og vel limaður. (Stalín var
smávaxinn, bólugrafinn og digur.)
Laxness hafði líka birt þýðingu
sína á kvæði eftir „Kasakhaskáldið
Dzhambúl“:
Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn
líka,
þú ert skáld jarðar.
Stalín, þú ert söngvari þjóðvís-
unnar.
Jóhannes úr Kötlum hafði ort lof-
kvæði um Stalín:
Því þetta er fólksins hermaður, sem
heldur þarna vörð,
um hugsjón hinna fátæka, um himin
þeirra og jörð.
Við lát Stalíns hafði Einar Olgeirs-
son skrifað: „Vér minnumst manns-
ins Stalíns, sem hefur verið elskaður
og dáður meir en flestir menn í
mannkynssögunni áður og naut slíks
trúnaðartrausts, sem fáir menn
nokkru sinni hafa notið, – en lét sér
aldrei stíga þá ást og aðdáun til höf-
uðs, heldur var til síðustu stundar
sami góði félaginn, sem mat mann-
gildið ofar öllu öðru.“
Nú viðurkenndi Khrústsjov, að
Stalín hefði verið grimmdarseggur
og látið pynda og skjóta fjölda sak-
lausra manna. Hann las jafnvel upp
úr svokallaðri „erfðaskrá Leníns“,
sem íslenskir kommúnistar höfðu
sagt falsaða. Það var að vonum, að í
þingkosningunum 1956 bauð Sósíal-
istaflokkurinn ekki fram, heldur Al-
þýðubandalagið.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Leyniræðan og ís-
lenskir kommúnistar