Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
✝ Runólfur B. Að-albjörnsson
fæddist að Hvammi
í Langadal 19. mars
1934. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Blönduósi 12. febr-
úar 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Björg
Rannveig Runólfs-
dóttir, f. 3. júní
1892 í Hólmi í Land-
broti, d. 10. apríl 1977, og Hólm-
geir Aðalbjörn Sigfússon, f. 25.
júlí 1898 í Hléskógum í Höfð-
ahverfi, S. Þing., d. 1. janúar
1967.
Systkini Runólfs eru Gerður
Aðalbjörnsdóttir húsfreyja í
Hólabæ í Langadal, f. 6. október
1932, d. 12. júlí 2007, og sam-
feðra Jóhann Viðar Þór Að-
albjörnsson á Blönduósi, f. 4.
mars 1942.
Hinn 11. apríl 1957 giftist
Runólfur eftirlifandi konu sinni,
Sigurbjörgu Hafsteinsdóttur frá
húsgagnasmiður í Reykjavík.
Maki Auður Elfa Hauksdóttir,
vinnur á leikskóla í Reykjavík.
Eiga þau fimm börn. 5) Svala, f.
24. júní 1967, héraðsskjalavörð-
ur A-Hún. Maki Benedikt Blön-
dal Lárusson tónlistarkennari.
Eiga eitt barn en áður átti hún
tvö börn og Benedikt þrjú.
Runólfur ólst upp í Hvammi í
Langadal og tók snemma við bú-
skap og var bóndi þar til hann
flutti ásamt konu sinni til
Blönduóss 1983. Þá vann hann í
Mjólkurstöð Húnvetninga og
líka við afleysingar á mjólkurbíl.
Einnig vann hann við skóla-
akstur á vetrum og keyrði rútu
um hálendið með ferðafólk á
sumrin.
Söngur og tónlist var hans
hjartans mál og spilaði hann á
trommur í hljómsveit á yngri ár-
um. Hann var í kirkjukór Holta-
staðakirkju og Blönduósskirkju
til fjölda ára svo og í Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps í meira
en hálfa öld. Hann starfaði í ung-
mennafélagi og ungmenna-
sambandinu, lék í leikritum,
bæði með karlakórnum og Leik-
félagi Blönduóss.
Útför Runólfs fer fram frá
Blönduósskirkju í dag, 27. febr-
úar 2016, klukkan 14.
Njálsstöðum, f. 1.
nóvember 1931.
Foreldrar hennar
voru Soffía Sigurð-
ardóttir húsfreyja,
f. 22. apríl 1908, d.
24. október 2002,
og Hafsteinn Jón-
asson bóndi, f. 5.
nóvember 1901, d.
11. júní 1975.
Börn Runólfs og
Sigurbjargar eru:
1) Hafsteinn Aðalbjörn, f. 21.
október 1957, starfsmaður á
Grundartanga. Maki Sigrún
Dúna Karlsdóttir, starfsmaður á
Grundartanga. Hann á eina dótt-
ur og Dúna tvo syni. 2) Rann-
veig, f. 10. desember 1958, bóndi
í Hvammi. Maki Gauti Jónsson
bóndi. Eiga þau fjögur börn. 3)
Njáll, f. 28. mars 1962, starfs-
maður í Léttitækni á Blönduósi.
Maki Ásta Þórisdóttir þroska-
þjálfi. Eignuðust þau fimm börn,
tvö létust eftir fæðingu. 4)
Bjarni, f. 28. nóvember 1963,
Elsku pabbi minn, nú ertu far-
inn og ég sem ætlaði að segja þér
svo margt, hvernig mér gengi í
náminu og hvað ég væri að gera,
því þú sýndir alltaf áhuga og það
var ætíð hægt að treysta því að
þú segðir það sem þér fannst. Þú
varst alltaf svo hreinn og beinn í
svörum. Það var alltaf ásetning-
urinn hjá mér þegar ég kom í
heimsókn, að segja þér frá öllu
því skoplega sem gerðist í lífi
mínu bara til að heyra þig hlæja,
en þá leið mér vel og ég vissi að
þér leið líka betur. Því að hlát-
urinn hefur ætíð verið okkar
beggja vörn gegn heiminum. Nú
veit ég að þér líður vel og bíður
eftir okkur hinum, ég mun passa
mömmu fyrir þig.
Kveð ég þig nú með ljóðinu
sem minnir mig á þig.
Þú Langi-Langidalur,
þú ljúfa sveitin mín.
Þú fríði fjallasalur,
mig fýsir oft til þín.
Þar Blanda bakka fyllir,
í blíðri aftanró.
Og sumarsólin gyllir,
þar sérhvern lund og mó.
Á þínum grænum grundum,
ég gekk mín fyrstu spor.
Í þínum faðmi fundum,
hið frjálsa æskuvor.
Og hér var glatt á hjalla,
þann heim ég muna skal.
Það tengir okkur alla,
sem áttum þennan dal.
Ég kem er kvölda tekur,
og kyndi ástarbál.
Því vorhugurinn vekur,
vor duldu hjartans mál.
Ég læðist létt um dalinn,
og læt ei heyrast hljóð.
Því framtíð mín er falin,
á forlaganna slóð.
(F.Hansen/A. Árnadóttir)
Þín dóttir
Svala.
Nú er komið að leiðarlokum,
elsku afi minn. Nú er ég búin að
hafa tvær vikur til að venjast
þeirri hugsun að þú sért farinn
og ég geti ekki fengið þitt hlýja
og yndislega faðmlag aftur. Erfið
er þessi hugsun. Lítil stúlkuhönd
í hlýjan lófa heyrir sögunni til.
Nú sit ég og hugsa um allar okk-
ar góðu minningar og alla þol-
inmæðina sem þú hafðir með
stúlkuskottinu þínu. Við gátum
verið saman í bílskúrnum svo
klukkustundum skipti og ekkert
var ósvaranlegt sem ég spurði
þig að. Hvort sem um var að
ræða hvað þú værir að gera í bíl-
unum þínum eða hvernig ég ætti
að pússa náttborðið. Ég brosi
hringinn bara við tilhugsunina
um það þegar við fórum heilt
sumar í sveitirnar á mjólkurbíln-
um. Ekki var neitt vandamál að
taka litlu skottuna með sér á
hvern bæinn á fætur á öðrum til
að ná í mjólkina og lyfta undir
rassinn til að leyfa mér að taka
mjólkursýni úr hverjum mjólkur-
tanki. Þetta er mér svo mikil-
vægt, elsku afi minn, hvað þú
varst alltaf tilbúinn að gera allt
fyrir mig. Hvort sem var að
draga úr mér tönn eða kenna
mér að fitja upp á prjóna. Ekkert
var of erfitt verkefni fyrir þig
þegar kom að því að gera allt
sem þú gætir fyrir litlu prinsess-
una þína. Elsku besti afi minn,
það sem ég á eftir að sakna þess
að heyra þig hlæja þessum inni-
lega hlátri þínum þegar ég sagði
eitthvað asnalegt og fyndið. Hver
á að hlýja mér á köldum fingrum
núna.
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
og við sjáumst aftur þegar minn
tími kemur.
Elska þig að eilífu. Afastelpan
þín,
Nína.
„Sæll granni,“ sagði hann Olli
alltaf þegar við hittumst, enda
vorum við nágrannar á Mýrar-
brautinni á Blönduósi. Oftar en
ekki þegar við hittumst ræddum
við um karlakórinn, lagaval,
komandi tónleika og uppákomur
ef einhverjar voru. Runólfur, eða
Olli eins og hann var kallaður,
hafði verið í kórnum í yfir 50 ár
og var orðinn heiðursfélagi kórs-
ins þegar hann hætti fyrir ekki
svo margt löngu. Hann mundi
tímana tvenna, strauma og stefn-
ur, og lagaði sig að þeim öllum.
Olli var mikill karlakórsmaður og
ekki síst dyggur stuðningsmaður
kórsins. Eftirminnilegt er pak-
kauppboð sem haldið var á
árshátíð karlakórsins fyrir ekki
svo löngu. Þar var nú veskið opn-
að. Nú síðustu ár var heilsan ekki
upp á sitt besta og svo fór sem
fór enda hafði Elli kerling færst
yfir og tekið völdin. Við kórfélag-
ar Olla ætlum að kveðja hann
með söng við útför hans og þakka
honum þar fyrir áralanga sam-
fylgd.
Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir
sofa,
meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin
við.
Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í
kofa.
Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta
frið.
Létt um vorgróna hlíð sveipast
þokubönd þýð.
Yfir þögulum skógi er næturró blíð.
Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er
hljótt.
Ég skal halda um þig vörð, meðan
sefur þú rótt.
(Jónas Tryggvason)
Með kveðju frá Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps,
Höskuldur Birkir Erlingsson,
formaður.
Einn af mínum bestu vinum og
söngbróðir um áratugaskeið er
nú farinn yfir móðuna miklu. Olli
í Hvammi, eins og hann var jafn-
an nefndur meðal vina, var fædd-
ur og uppalinn í Hvammi í
Langadal og bjó þar góðu búi
ásamt Sillu konu sinni. Þau létu
búið í hendur dóttur sinni og
tengdasyni og fluttu til Blöndu-
óss 1983. Eftir það stundaði Olli
mikið akstur, var skólabílstjóri,
stundaði rútuakstur um skeið og
var mjólkurbílstjóri hjá Mjólkur-
samlagi Húnvetninga.
Kynni okkar Olla hófust gegn-
um kórastarf. Hann var einn af
þeim sem lengst hafa starfað
með Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps og formaður kórsins um
skeið. Mér telst svo til að saman
höfum við sungið í fjórum kórum.
Alls staðar þar sem Olli var
mættur var húmor og glettni
allsráðandi, sem var honum mjög
eðlislæg. Hann var einstaklega
góður félagi og ég veit að ég
mæli fyrir munn okkar allra fé-
laga í Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps að við söknum hans mjög.
Nánast var þó starf okkar félag-
anna í kór Blönduóskirkju, þar
sem við sungum saman bassann
frá því er ég flutti til Blönduós
fyrir um tuttugu árum.
Ég tel að starf kirkjukóra sé
stórlega vanmetið. Þetta fólk
leggur á sig mikla vinnu við æf-
ingar bæði fyrir messu og aðrar
kirkjuathafnir. Í mörgum tilfell-
um er þetta algert sjálfboðastarf.
Olli vinur minn var frábær
fulltrúi þessa hóps, kórafólks
sem lætur sig aldrei vanta þegar
kirkjan kallar. Olli var gagnrýn-
inn á söng og vildi að menn
syngju rétt. Hann gat verið stríð-
inn og skemmtilega þrár. Hafði
ákveðnar skoðanir, sem hann lét
ekki auðveldlega af. Olli var
mjög fjölhæfur og mikil hag-
leikni í blóð borin, og hafði það úr
báðum ættum. Móðir hans Björg
Runólfsdóttir var systir völund-
arins Bjarna í Hólmi. Olli dund-
aði mikið í bílskúrnum á Sunnu-
braut 1, sem hann kallaði
athvarfið sitt. Fyrir fáum árum
tók hann sig til og innréttaði
gamla rútu sem hann átti og
gerði að húsbíl. Var það verk allt
listavel unnið.
Hjónaband Sillu og Olla var
einstaklega gott. Silla hefur
strítt við erfiðan taugasjúkdóm
um langt skeið. Olli annaðist
hana lengi vel einn heima en þeg-
ar heilsa hans sjálfs tók að bila
fluttu þau bæði uppá héraðshæl-
ið. Heilsu Olla hrakaði mjög á
síðasta ári. Og nú er hann allur.
Kórarnir sem hann starfaði
lengst með sakna vinar og góðs
félaga. Guð blessi minningu
hans. Ég flyt Sillu og afkomend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Sigurjón Guðmundsson.
Æskuárin, mótunarárin, setja
mark á ævina alla. Þau borgar-
börn fyrir 60 árum sem áttu þess
kost að dvelja á sumrin í sveit hjá
góðu fólki voru gæfusöm að njóta
þroskandi og yndislegrar lífs-
reynslu og uppeldis í skauti nátt-
úrunnar. Svo sterk tilfinninga-
bönd gátu myndast að sveitin
varð í huganum að ígildi átthaga
og sveitafólkið jafn nákomið og
fjölskyldan.
Það var mikil gæfa að fá að
vera fimm ljúf, löng sumur í
„nóttlausri voraldarveröld“ að
Hvammi í Langadal og svo djúp
lífreynsla fyrir ungan borgar-
dreng að taka þátt í og kynnast
lífsbaráttu fólksins í fjölskrúð-
ugri flóru mannlífsins í dalnum
að hann fann sig knúinn til að
skila henni frá sér í bókarformi
síðar á ævinni, þakka fyrir sig
eins og vert væri og gefa öðrum
að drekka af þeim brunni sem
hann hafði fengið að ausa af hjá
ömmusystur sinni, Björgu Run-
ólfsdóttir, einstæðri móður sem
bjó í Hvammi ásamt tveimur
börnum sínum, Runólfi og Gerði.
Fáir hafa gefið mér jafn mikið og
hún og verið jafn miklir áhrifa-
valdar. Hugsjónakona, barmafull
af kærleika, sem m.a. birtist í því
að hún tók að sér fjóra niðursetn-
inga, allt konur, sem kjör þeirrar
tíðar höfðu leikið grátt. „Athvarf
umrenningsins, inntak hjálpræð-
isins, líkn frá kyni til kyns.“
Fólkið á bænum þurfti að hafa
fyrir lífinu. Gerður giftist í burtu
þriðja sumarið sem ég var þar,
en Olli var mér sem bróðir öll
sumrin sem ég var í Hvammi,
einn minn allra nánasti og kær-
asti vinur allt til dauðadags. Eftir
að hann kvæntist Sigurbjörgu
Hafsteinsdóttur og eignaðist fjöl-
skyldu með henni var það fyrir
mig líkt og skylda pílagríms að
koma eins oft við í Hvammi og
mögulegt var, helst oft á ári.
Olli bar nafn afa síns, hins
líknandi öðlings og smá-
skammtalæknis í Hólmi í Land-
broti, og var ótrúlega líkur afa
sínum, ekki aðeins í útliti, heldur
einnig hvað snerti þær eigindir
afa síns og Bjarna, móðurbróður
síns, að hneigjast til annarra við-
fangsefna en búskapar. Bjarni
var landsfrægur brautryðjandi
og snillingur, reisti meira en
hundrað vatnsaflsvirkjanir á
stuttri ævi sinni, með aðeins
stuttan barnaskólalærdóm að
baki.
Þegar Olli og Silla tóku við
Hvammi af Björgu var ráðist í að
ræsa landið fram og stórbæta,
enda um vildarjörð að ræða sem
hafði beðið eins og prinsessa í
álögum eftir því að stórhuga
ungt fólk veifaði töfrasprota
tækninnar. Þá kom sér vel hví-
líkur skörungur nýja húsfreyjan
var. En véltæknin lokkaði og
þegar næsta kynslóð tók við jörð-
inni lá leiðin hjónanna í Hvammi
niður á Blönduós, þar sem þau
bjuggu eftir það og vélar og bílar
urðu svipuð undirstaða og bú-
stofninn hafði verið í framfrá.
Systkinin Olli og Dedda voru
tónelsk eins og faðir þeirra, hún
organisti og hann spilaði á nikku
og söng í kór. Með fráfalli Olla er
horfið á braut allt fólkið sem bú-
sett var í Hvammi á árunum
1950-54, árunum sem gerðu lífið
á bænum að óviðjafnanlegu æv-
intýri og upplifun á morgni lífs
ungs drengs úr Reykjavík, sem
varð aldrei samur maður eftir
það. Lýtur hrærður höfði í þökk
og sendir samúðarkveðjur til
þeirra sem nú syrgja góðan
dreng.
Ómar Ragnarsson.
Runólfur B.
Aðalbjörnsson
Fleiri minningargreinar
um Runólf B. Aðalbjörnsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og kær vinur,
GUNNAR ÁRNASON,
áður Gullsmára 9,
lést 19. febrúar á Hrafnistu, Reykjavík.
Jarðsett verður frá Digraneskirkju
mánudaginn 29. febrúar klukkan 11.
.
Kjartan Gunnarsson, Hrefna Sölvadóttir,
Þorgerður Gunnarsdóttir, Ásgeir G. Sigurðsson,
Svava Sigmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og kveðjur
vegna andláts og útfarar eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
STEFÁNS HÉÐINS
GUNNLAUGSSONAR.
.
Hugrún Engilbertsdóttir og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HAUKUR JÓNASSON
húsgagnabólstrari,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Siglufirði, þriðjudaginn 23. febrúar.
Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. mars
klukkan 14.
.
Rósa Magnúsdóttir,
Ómar Hauksson, Kristín Jónasdóttir,
barnabörn, makar og langafabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS ÁRNASONAR
flugvélaverkfræðings og flugstjóra,
Háaleitisbraut 139, Reykjavík,
sem lést 23. janúar síðastliðinn.
Við þökkum sérstaklega Ásgerði Sverrisdóttur lækni, starfsfólki
deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut og
hjúkrunarfræðingum hjá hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustunni
Karitas.
.
Ragnheiður S. Ísaksdóttir,
Anna Margrét Kristjánsdóttir,
Elísabet Kristjánsdóttir, Páll Jónbjarnarson,
Árni Kristjánsson,
Bjarki Freyr og Baldur Rafn.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
JÓHANNS SÆMUNDSSONAR,
Laufási 6, Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13E
Landspítalans við Hringbraut.
.
Hulda Eiríksdóttir, Gunnhildur Á. Jóhannsdóttir,
Sæmundur Jóhannsson, Diljá Ýr Halldórsdóttir,
Ester Erlingsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Jóhann A. Sæmundsson, Aldís S. Sæmundsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS KARLS GUNNARSSONAR
(KALLA),
Gullsmára 7,
201 Kópavogi.
.
Ingólfur Karlsson, G. Helga Jónsdóttir,
Hulda Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.