Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 ✝ Þorgils Björns-son fæddist í Ólafsvík 14. febr- úar 1928. Hann lést af slysförum 17. febrúar 2016. Foreldrar Þor- gils voru Björn Jónsson sjómaður, f. 1. október 1888, d. 29. mars 1937, og Kristín Bjarnadótt- ir, húsmóðir, f. 17. júní 1892, d. 21. mars 1979. Systkini Þorgils eru öll látin, en þau eru Bjarndís Inga, f. 22.5. 1918, Fríða Jenný, f. 22.5. 1918, gift Kristjáni Jenssyni, látinn, Jón Valdimar, f. 6.5. 1920, giftur Björgu Viktoríu Guðmunds- dóttur, látin, Helgi, f. 4.10. 1922, giftur Kristínu Petrínu Gunn- arsdóttur, látin, Sigríður Guðrún, f. 28.10. 1925, gift Jóni S. Bjarklind, látinn, Kristbjörg Bára, f. 17.9. 1930, Birna, f. 27.1. 1936, gift Marísi M. Gils- fjörð. Þorgils fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp, var ókvæntur og barnlaus. Hann vann mestallan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni sem vélamaður. Útför Þorgils fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 27. febr- úar 2016, og hefst athöfnin kl. 14. Hann Lilli frændi, maðurinn sem hefur verið okkur systk- inunum sem afi. er fallinn frá. Við erum ákaflega þakklát fyrir allar skemmtilegu, góðu og fal- legu minningarnar sem við eig- um um þennan einstaka mann til að ylja okkur við. Við teljum okkur vera ríkari fyrir að hafa haft hann í lífi okkar. Lilli frændi var hlédrægur, feiminn, þrjóskur, hlýr, sjálfum sér nógur, fróður og skemmti- legur. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og fullt af þolinmæði enda eru ófáar samverustund- irnar sem við áttum saman. Við strákarnir fórum margar skemmtilegar ferðir á bryggj- una að dorga. Við eyddum líka tímunum saman hjá honum að tálga byssur, sverð, báta og bara allt sem að okkur datt í hug. Lilli var einstaklega handlaginn og lék allt í höndunum á honum og við guttarnir fylgdumst með af mikilli aðdáun og lét hann allt eftir okkar. Hann var mikill dýravinur og hændust flest dýr að honum. Má þar nefna hund- inn okkar hann Krumma sem ætlaði úr skinninu í hvert skipti sem Lilli kom. Lilli dekraði við Krumma á tá og fingri þegar hann var að passa hann og tók hann með sér hvert sem hann fór, og þá sérstaklega á rúntinn þar sem þeir félagarnir nutu sín saman. Hann var einstaklega fróður um dýr og var mikill fuglaáhugamaður og voru farnar margar ferðir með honum í kríu- varpið í Rifi til að skoða og fræðast um fuglana. Hann lagði kapp sitt á að kenna okkur allt sem hann vissi. Það var einstaklega gaman að sitja með honum yfir góðum kaffibolla við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba og ræða um lífið og tilveruna. Við hlustuðum með miklum áhuga á hann segja frá gamla tímanum og átti hann ótrúlega margar skemmtilegar, áhugaverðar og góðar sögur. Hann hlustaði einnig áhugasam- ur á okkur segja frá því hvað við værum að gera í lífinu og fékk reglulega fréttir af okkur í gegnum mömmu og pabba. Einnig var einstakt fyrir okkur að sjá hvað samband hans og mömmu var sterkt og voru þau góðir félagar í gegnum lífið. Við systur fórum alltaf með mömmu ef við vorum heima og skreyttum fyrir jólin hjá Lilla frænda á Grundinni. Þá bakaði hann hveitikökurnar sínar góðu fyrir okkur sem við borðuðum með bestu lyst með hangikjöti og nutum þess að hlusta á jóla- tónlist og spjalla um allt milli himins og jarðar. Var þetta stór partur af jólahefðinni og þegar við vorum búnar að gera allt jólalegt og fínt hjá Lilla frænda máttu jólin koma. Öllum hátíð- um vörðum við með Lilla frænda og var hann stór hluti af okkur fjölskyldunni. Við munum sakna þessara gæðastunda sem við átt- um með honum. Lilli frændi þú varst einstak- ur, við elskum þig og söknum þín. Hvíldu í friði, elsku Lilli okk- ar. Systkinin, Lea Hrund, Sif, Magnús Darri og Gils Þorri. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir) Þetta ljóð kom upp í hugann 17. febrúar þegar sonur minn hringdi og tjáði mér að Lilli frændi væri dáinn. Sama dag fékk ég þær gleðifréttir að dótt- ir mín ætti von á litlum dreng. Einn kemur þá annar fer. Já, það er stutt á milli dýpstu sælu og þungrar sorgar. Frændurnir Atli og Lilli urðu samferða af Grundinni þennan dag, spjölluðu um daginn og veginn og Lilli hélt sína leið á bryggjufund þar sem hann naut þess að fylgjast með bryggjulíf- inu í Ólafsvík. Enginn ræður sínum nætur- stað stendur einhvers staðar og við sorgarfréttir setur okkur hljóð. Minningarnar þjóta fram og lífið á Grundinni verður ljóslif- andi. Það að alast upp með ömmu og Lilla á efri hæð Grundarinnar var ómetanlegt og eins sá mikli samgangur sem var á milli hæðanna. Ófáum stundum eyddi ég hjá þeim og eru minningarnar um dísætt mjólkurkaffi og harðar kringlur ljúfar og góðar sem og að hlusta á spjall þeirra bræðra, pabba og Lilla um Vegagerðina og fjárhúslífið. Þar voru línurnar lagðar með fjárstofninn og dag- ur á Fróðárheiði gerður upp. Í Lilla herbergi las ég Mogg- ann og Tímann, nánast á hverju kvöldi, Þjóðviljinn á neðri hæð- inni var ekki eins skemmtilegur. Ég dáðist að módelsmíði hans, þar sem hann setti saman listi- lega vel hvert módelið af fætur öðru. Ljósmyndir hans voru mér hugleiknar, hann var næmur ljósmyndari og átti um tíma gott safn ljósmynda. Það toppaði samt allt þegar okkur neðrihæð- arbúum var boðið í „bíó“ þar sem hann renndi í myndum af lífi okkar í gegnum slidesmynda- vélina. Það var ævintýri líkast. Jólaboð fjölskyldnanna á Grund og á Vallholtinu voru ein- stök og batt okkur sterkum fjöl- skylduböndum. Þar lék Lilli frændi við hvurn sinn fingur, hló og gantaðist eins og hans var von og vísa. Fjárbúskapur þeirra bræðra batt þá sterkum böndum, báðir einstaklega miklir dýravinir og sinntu sínu vel. Margar minn- ingar á ég úr fjárhúsunum, sauðburðinum og hjallinum góða þar sem rifið var úr þorskhausi eða ýsuroði. Minnisstætt er mér þegar við vorum við heyskap á Sveinsstöðum þegar við fengum við að keyra bláa Moskvichinn hans Lilla um túnið, hann skelli- hlæjandi og glaður. Samband pabba og Lilla var mjög sterkt, þeir unnu saman alla sína starfsævi hjá Vega- gerðinni. Grallaraskapur og glettni einkenndi oft á tíðum samstarf vinnufélaganna og var Lilli þar enginn eftirbátur. Hann var einstaklega orðheppin, fljótur til svara, gáskafullur og stríðinn. Vinskapur starfsmanna Vegagerðarinnar var honum mikils virði, þar var mikil vinnu- gleði í ábyrgðarmiklum og oft erfiðum verkefnum. Börnin mín nutu þess að alast upp með Lilla frænda og voru þá fjárhúsferðirnar vinsælar með þeim bræðrum. Eftir að ég flutti suður hitt- umst við Lilli sjaldnar, en alltaf yfir kaffibolla á Grundinni þegar ég átti leið vestur. Lilli var vinur vina sinna, sannur og trúr og var foreldrum mínum traustur vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín lifir. Sigurlaug. Nú er komið að því að ég kveð vin minn og félaga til margra ára, hann Þorgils, eða Lilla á Grund eins og flestir kölluðu hann. Með honum er genginn einn af þessum gömlu Ólsurum sem sett hafa svip sinn á bæinn og verið hluti af sam- félaginu okkar í langan tíma. Nú seinni árin eftir að Lilli hætti að vinna var hann gjarnan á ferð- inni á bíl sínum og fór um til að fylgjast með bæjarlífinu og hitta félaga en hann fór nú ekki hratt yfir. Lilla er ég búin að þekkja frá því ég var smápolli og var ég á þeim tíma oft að sniglast í Vél- smiðjunni Sindra. Lilli vann á vinnuvélum lengst af ævi sinnar hjá Vegagerð ríkisins og kom hann þá í smiðjuna til að fá við- gerð á vélunum sem hann vann á, ég var þá forvitinn að fylgjast með enda átti ég heima í húsinu við hliðina á smiðjunni. Árið 1957 var Lilli að vinna á jarðýtu við að ýta upp vegi við Húsanes í Breiðuvík. Hann var í mat og gistingu á Litla Kambi þar í sveit hjá þeim Sigurlaugu og Guðmundi, en ég var þetta sum- ar eins og mörg önnur þar sem vinnumaður, það sumar kynntist ég Lilla betur. Ég var gjarnan sendur rétt fyrir hádegi með mat og kaffi til hans. Þá fékk ég að taka í ýtuna hjá honum og þótti það ekki leiðinlegt og Lilli hló að mér. Þetta voru sælu- tímar hjá okkur þó að aldurs- bilið væri nokkurt og ég ein- ungis 12 ára. Síðar, þegar ég var komin með bílpróf, vorum við mjög oft að vinna saman bæði við snjómokstur og í vegavinnu á sumrin. Þá var oft glatt á hjalla þegar hafst var við í vinnuskúrum heilu sumrin. Vinnuferðir okkar að vetri til við snjómokstur voru oft langar og vörðu heilu sólarhringana í einu, það var ekkert verið að gefast upp, slík var seiglan. Seinni árin eftir að Lilli hætti að vinna kom hann mjög oft við hjá mér í vinnuskemmunni út á bökkum til að spjalla. Var þá farið inn í kompu þar sem hægt var að setjast og spjallað um gamla tíma og nýja. Við gátum rætt um vegakerfið fram og til baka og var vegurinn um Fróð- árheiði okkar óskaleið. Lilli hafði frá mörgu að segja frá gamla tímanum og ekki síst hvað baráttan var hörð þegar faðir hans lést frá öllum barna- hópnum og Kristín móðir þeirra stóð ein eftir með börnin. Þor- gils bjó með móður sinni alla tíð meðan hún lifði, en eftir það bjó hann einn, en hafði stuðning frá systur sinni Birnu þar til hún flutti suður. Þá tóku við systra- börn hans, þau Kristín Björk og Ómar sem hafa verið honum allt. Okkar vinátta hefur staðið í nær 60 ár og aldrei borið þar skugga á. Lilli var einstakur maður, fór ekki víða, aðeins til Reykjavíkur ef nauðsynlegt var. En svona er lífsins gangur, eng- inn er eilífur þó að allir hefðu viljað að brotthvarf hans hefði borið að með öðrum hætti. Kæri Lilli, hafðu þökk fyrir allar okk- ar samverustundir, þú varst sannur vinur. Jón Eggertsson. Þorgils Björnsson  Fleiri minningargreinar um Þorgils Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ SigurgeirKristinsson fæddist í Norð- urgarði vestri í Vestmannaeyjum 6. desember 1935. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 18. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Gísli Kristinn Aðalsteinsson, f. 31.12. 1903, d. 13.6. 1963, og Guðbjörg Sigríður Einarsdóttir, f. 21.12. 1905, d. 12.8. 1972. Sigurgeir var næstelstur af sjö systkinum, þau eru: 1. Ástrós Eyja Kristinsdóttir, f. 7.11. 1933, d. 31.3. 2012. 2. Guð- bjartur Kristinn Kristinsson, f. 12.4. 1937, d. 3.5. 2015. 3. Sveinsína Krist- insdóttir, f. 19.7. 1938. 4. Alfreð Kristinsson, f. 29.11. 1939, d. 10.9. 1974. 5. Árný Ingi- ríður Krist- insdóttir, f. 20.12. 1940. 6. Ásta Guðfinna Krist- insdóttir, f. 18.9. 1945. Útför Sigurgeirs fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag, 27. febrúar 2016, klukkan 14. Það var árið 1986 sem Sig- urgeir, alltaf kallaður Geiri, kom til mín þegar ég var að byggja verkstæðið og forvitnaðist eftir vinnu hjá mér. Ég spurði „hve- nær geturðu byrjað?“ og hann sagðist byrja strax, sem hann gerði, enda tilbúinn með hamar í skottinu á bílnum. Eftir það var hann hjá okkur, þar til hann hætti að vinna fyrir tveimur ár- um. Ekki leið á löngu þar til ég útbjó fyrir hann íbúð á verk- stæðinu, þar leið honum mjög vel og vildi helst hvergi annars staðar búa, þrátt fyrir að margir vildu koma honum þaðan, hann mátti ekki heyra á það minnst. Á hverjum einasta morgni kom Geiri heim til okkar Lauf- eyjar í morgunkaffi, en þá var hann búinn að fara í fjárhúsið og gefa kindinni og hrútunum. Geiri átti sitt eigið fjárhús þar sem hann var alltaf að dunda sér. Þar var hann með nokkrar kindur og hrútinn Dorra. Hann hugsaði mjög vel um sínar skepnur. Þegar við Laufey ákváðum að fara að byggja okkur íbúðarhús, þá hjálpaði Geiri okkur við það og vildi klára þetta á mettíma. Eins þegar við byggðum sum- arhúsið, þá var hann mættur eldsnemma á morgnana upp í Úthlíð til að hjálpa til við að byggja. Geira þótti gaman að vinna, sérstaklega þó að fúa- verja. Geiri fylgdist vel með krökk- unum okkar og vildi vita hvað þau væru að aðhafast. Talaði alltaf um „strákinn og stelpuna“ svo ekki var alveg ljóst um hvern var að ræða. Eins talaði hann alltaf um „hann og hana“ þegar hann ræddi við annað fólk, en við lásum yfirleitt á milli lín- anna og áttuðum okkur á um hvern ræddi. Geiri hafði mjög gaman af bíl- um og eignaðist hann þá marga. Eins hafði hann mikið gaman af mótorhjólum og átti slíkt. Hann var í mótorhjólaklúbbi í Vest- mannaeyjum sem heitir Drullu- sokkarnir og var hann þar gerð- ur að heiðursfélaga númer 14. Geiri hafði gaman af því að ferðast og fór hann með okkur og strákunum í Trésmiðju Heim- is í nokkrar ferðir til útlanda og talaði oft um hversu gaman hon- um hefði þótt í þessum ferðum. Seinustu tvö árin bjó Geiri á 9-unni í Þorlákshöfn og líkaði honum vel að vera þar. Eftir að Geiri hætti að keyra, keypti hann sér rafskutlu sem hann fór á um þorpið og kom víða við og alveg reglulega hjá vinum sínum í Olís þar sem farið var yfir mál- in og fengnar nýjustu fréttirnar. Geiri var einn af þessum kar- akterum sem maður kynnist ekki oft á ævinni. Hann var einn af þessum kynlegu kvistum, sem öllum þykir vænt um. Sem barn veiktist hann, sem markaði spor sín á hann það sem eftir var. Hann var þó alltaf sjálfstæður, vann og hugsaði mjög vel um dýrin sín. Geiri var mikill mann- vinur og flestallir í Þorlákshöfn vissu hver Geiri var og tóku hon- um bara nákvæmlega eins og hann var, engum öðrum líkur. Elsku Geiri, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hvíl í friði, kæri vinur. Laufey, Heimir og krakkarnir. Fallinn er frá Sigurgeir Krist- insson frá Norðurgarði í Vest- mannaeyjum. Við hjónin vorum heppin að hafa fengið að kynnast honum Geira gamla. Hann var mikill dýravinur og átti bæði fjárhús og kindur. Alltaf þurfti að vera til nóg hey í hlöðunni fyrir skepnurnar. Þær mátti aldrei skorta neitt. Hann kom ófáar ferðir niður að Forsæti til að sækja heyrúllur. Hann fékk sér- valið hey í kindurnar og þær rúllur voru geymdar á góðum stað og vandlega merktar með G. Í þessum heimsóknum kíkti hann iðulega í fjósið og heilsaði upp á skepnurnar. Svo tókum við oft rúnt í kringum kartöflu- garðana líka til að skoða hvernig sprettan væri. Einnig var fastur punktur að hella á könnuna og hlusta á Geira segja frá eins og honum einum var lagið og ekki þótti honum verra ef til var ný- bakað með kaffinu. Hann var mikið náttúrubarn og fór snemma á fætur til gegn- inga. Yfirleitt var dagurinn löngu byrjaður hjá honum þegar aðrir þorpsbúar skriðu á fætur. Svo kláraði hann vinnudaginn í Trésmiðjunni. Geiri gamli naut þess að vera hluti af samfélaginu. Hann átti þeim heiðurshjónum Heimi og Laufeyju mikið að þakka og eins strákunum á verkstæðinu, því með þeirra hjálp fékk hann að starfa og lifa góðu lífi og vera hann sjálfur. Það verður sjónarsviptir að Geira gamla og mun hans verða saknað. Kristján og Anna, Forsæti IV. Sigurgeir Kristinsson ✝ Einar HrafnAronsson fædd- ist 4. febrúar árið 1976 í Hallkels- staðahlíð í Hnappa- dal. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 17. febrúar 2016. Móðir hans er Halldís Hallsdóttir, fædd 13. febrúar 1945. Faðir hans er Aron Magnússon, fæddur 18. júlí 1951. Hálfsystur Einars eru tví- burasysturnar María og Fjóla, fæddar 26. október árið 1977, og hálfbróðir hans er Ólafur, fædd- ur 9. apríl 1990. Einar Hrafn ólst upp í Hall- kelsstaðahlíð til ellefu ára aldurs ásamt móður sinni og móðurfólki. Móð- ir hans giftist síðar Jóel H. Jónassyni á Bíldhóli í Dalabyggð Skógarströnd. Einar eignaðist við það stóran hóp fóstur- systkina; Evu Maríu, Láru, Jón Geir, Reyni og Björk. Einar stundaði nám í Lauga- gerðisskóla, var um tíma í Stykkishólmi en fluttist svo til Reykjavíkur. Hann stundaði ýmsa vinnu, bæði í Hallkelsstaðahlíð og á Bíldhóli og á Grundarfirði. Jarðarför Einars Hrafns fer fram á Kolbeinsstöðum í dag, 27. febrúar 2016, klukkan 14. Kæri vinur og bekkjarbróðir. Nú er komið að kveðjustund allt of fljótt. Við þökkum þér fyrir að hafa verið vinur okkar, þú varst sá sem alltaf var hægt að leita til. Þú varst traustur vinur og mikið gátum við hlegið saman og haft gaman. Alltaf var fjör í kringum þig alla okkar grunnskólagöngu. Þú varst vanur að finna spaugi- legu hliðar allra mála og fórst oft þínar eigin leiðir, hvort sem kenn- ararnir voru sammála eður ei. Eftir að grunnskólanum lauk og við útskrifuðumst með rós í hnappagatinu árið 1992 lágu leiðir okkar allra hver í sína áttina. Þú fetaðir ótroðnar slóðir sem leiddu þig inn á þá þrautagöngu sem þú barðist við allt þitt líf. Nú er þeirri göngu lokið og svefninn langi tek- ur við. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Minning um góðan og kátan dreng sem fékk okkur til að brosa. „Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þínir vinir og bekkjarfélagar úr Laugargerðisskóla frá 1982-1992, Ásgrímur Karl, Björn Ingi, Halldór Örn, Halldóra, Helga Hrund, Hrólfur Már, Kristín Lilja, Lára, Sigríður, Tómas Freyr. Einar Hrafn Aronsson  Fleiri minningargreinar um Einar Hrafn Ar- onsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.