Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 37

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 ✝ Halldór Jó-hannesson fæddist að Brekk- um í Mýrdal 17. desember 1925. Hann lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Hjallatúni í Vík 19. febrúar 2016. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hannes Stígsson, f. 20.3. 1884, d. 18.4. 1934, og Jónína Helga Hróbjartsdóttir, f. 18.10. 1884, d. 26.7. 1980. Systkini Halldórs: Jóhanna, f. 14.8. 1919, Jóhannes Óskar, f. 24.8. 1920, Elín Ágústa, f. 23.12. 1921, Guðjón, f. 30.11. 1922, Steingrímur, f. 5.12. 1923, Ásdís, f. 19.12. 1924, Guðlaugur, f. 17.4. 1927, Ólaf- ur Ágúst, f. 5.7. 1928, Sig- urbjartur, f. 9.11. 1929, Sig- urbjörg, f. 20.2. 1932, Jóhannes, f. 28.7. 1933. Eft- irlifandi eru Sigurbjartur, Sig- urbjörg og Jóhannes. Eiginkona Halldórs var Guðlaug Guðrún Vilhjálms- steini Þorkelssyni og áttu þau eitt barn og annað í móð- urkviði sem létust ásamt móð- ur sinni þann 12.3. 1995. Halldór ólst upp á Brekkum en missti föður sinn þegar hann var á níunda ári. Tók hann þá strax þátt í bústörf- unum með móður sinni og systkinum. Halldór fór ungur að vinna í Reykjavík við bíla- viðgerðir og byggingavinnu, m.a. við byggingu Þjóðleik- hússins. Hann vann við Sogs- virkjanir, Ljósafossvirkjun og var á vertíðum í Vest- mannaeyjum. Vörubílsstjóri á eigin vörubíl í vegavinnu, fjár- flutningum bæði á sláturfé og líflömbum í fjárskiptunum svo og vöruflutningum úr Reykja- vík. Halldór fær til ábúðar jörðina Brekkur 3 árið 1950, var með garðrækt til að byrja með. Engin hús voru á jörð- inni nema eitt ónýtt fjárhús. Byggðu þau hjónin upp öll hús, ræktuðu tún og komu upp bústofni. Var búið orðið eitt stærsta kúabú sýslunnar á áttunda áratugnum. Halldór var ötull skógræktarmaður á efri árum eins og nágrenni bæjarins ber vitni um. Halldór verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju í dag, 27. febrúar 2016, og hefst athöfn- in klukkan 14. dóttir, Unna, f. 22.9. 1932, d. 11.5. 1997. Þau gengu í hjónaband 7. júní 1954. Börn Halldórs og Unnu eru:1) Ómar Heiðar, f. 7.3. 1954, d. 11.3. 2014, kvæntur Guðrúnu Sigríði Ingvarsdóttur. Þau eiga fimm börn, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn. 2) Helga, f. 17.6. 1955, gift Ögmundi Ólafssyni. Þau eiga þrjú börn, þrjú tengdabörn og átta barnabörn. 3) Arnar Viggó, f. 21.7. 1958, kvæntur Hrafnhildi S. Guðmundsdóttur. Þau eiga þrjú börn, tvö tengdabörn og tvö barnabörn. Jóhannes, f. 8.11. 1960, kvæntur Unni Sig- urðardóttur og eiga þau eina dóttur. 4) Sævar, f. 18.9. 1965, kvæntur Höllu Guðlaugu Em- ilsdóttur og eiga þau fimm börn, tvö tengdabörn og þrjú barnabörn. 5) Hafdís, f. 18.9. 1965, d. 12.3. 1995, gift Þor- Þegar ég nú kveð pabba minn hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem hann kenndi mér og gaf mér í veganesti út í lífið. Strax frá unga aldri vorum við systkinin höfð með í verkum bæði úti og inni og lærð- um því snemma til verka. Pabbi var vinnusamur, féll sjaldan verk úr hendi og hafði gott lag á að virkja okkur með sér. Þó mér væri, að hætti þess tíma, oft ætlað frekar að vinna að heimilis- störfum með mömmu en vera í úti- verkum var ég ekki gömul þegar mér var falið að vinna á dráttar- vélunum til jafns á við bræður mína. Ekkert þýddi að nota ég vil ekki eða get ekki þegar pabbi var annars vegar, hann sagði til verka og ekki datt okkur í hug að and- mæla því. Stungið var út úr fjár- húsunum og við krakkarnir bár- um skánina út í fanginu, grýttur melur var ræktaður í tún og við tíndum grjótið upp á kerru. Þetta var strembin vinna en skilur eftir skemmtilegar minningar. Síðar var Óli minn í sveit hjá afa sínum og ömmu og naut sín vel þar og var hændur að afa. Óli er bóndi í dag og er ég sannfærð um að hann hafi fengið áhugann og gott vega- nesti í bernsku hjá afa sínum. Pabbi fylgdist alltaf vel með nýjungum í landbúnaði og var fljótur að tileinka sér þær. Hann ræsti fram mýrar og ræktaði tún. Snyrtimennska var honum í blóð borin og var sama hvert litið var utandyra eða innan, allt var í röð og reglu, fjósið sópað og þrifið og húsum og tækjum vel við haldið. Hin síðari ár varð trjárækt hans aðaláhugamál. Eyddi hann löngum stundum í að gróðursetja og hlúa að plöntunum sínum svo úr varð fallegur skógarlundur við hús hans. Lengi framan af voru húsverk ekki í hans verkahring en í veik- indum mömmu tók hann gjarnan til hendinni innandyra. Eftir að mamma fór að heiman vegna veik- inda sinna sýndi hann góða til- burði í húsverkunum, var vel sjálf- bjarga í eldhúsinu og bauð gjarnan upp á dýrindis steikur þegar gesti bar að garði. Margs er að minnast og margar ánægjulegar stundirnar þó veik- indi og áföll hafi knúið dyra og tekið drjúgan toll. Með árunum dapraðist sjónin og minnið tók að bila og flutti pabbi þá á Hjallatún í Vík. Honum gekk frekar illa að sætta sig við flutninginn og var hugurinn alltaf í sveitinni heima. Bíltúr um Mýrdalinn með við- komu á Brekkum og jafnvel smá gönguferð um trjálundinn veittu honum gleði og þá sagði hann mér sögur frá gamalli tíð, rifjaði upp minningar úr vegavinnu og fjár- flutningum. Síðustu árin ágerðist heilabilunin og svo fór að sögurn- ar hljóðnuðu og þögnin tók við. Ég trúi að hann hafi verið hvíld- inni feginn og mamma, Hafdís og Ómar hafi tekið á móti honum opnum örmum. Elsku pabbi minn, ástarþakkir fyrir samfylgd alla. Guð blessi þig. Þín dóttir, Helga. Nú er tengdafaðir minn, Hall- dór Jóhannesson, búinn að fá hvíldina. Þegar ég kynntist Hall- dóri og fjölskyldu á Brekkum 3 sumarið 1973, er mér minnissætt að hann var alveg viss um að ég væri framsóknarmaður, en létti þegar hann heyrði að ég kæmi frá sjálfstæðisheimili. Það voru nota- legar stundir í stofunni á Brekk- um, þegar allir horfðu á sjónvarp- ið saman, Unna að prjóna og Halldór kominn úr sokkunum vegna fótapirrings. Hafdís og Sævar að fíflast í Ómari stóra bróður, enda voru þau bara 8 ára. Það var gaman að sjá Halldór við búskapinn, sjá hvað allt var mynd- arlegt hjá honum, enda mikill bóndi sem hugsaði vel um skepn- urnar. Svo leið tíminn og Ómar fór að hugsa um að læra húsasmíði hjá Sigfúsi á Selfossi. Það líkaði Halldóri ekki, vildi hafa hann áfram heima, enda vildi hann helst hafa öll börnin sín nálægt sér. En við fórum að búa á Selfossi og Ómar að læra húsasmíði, en komum oft í sveitina, alltaf sama góða stemningin í stofunni á Brekkum. Oft var farið í bíltúr á Dyrhólaey eða til Hönnu og Fúsa. Alltaf togaði sveitin, svo við tókum þá ákvörðun að drífa okkur í sveitina eða að Suður-Hvammi og búa þar. Þá gladdist Halldór, en af því að við gátum ekki tekið strax við búinu, eða 1. mars eins og um var samið, bauðst Halldór þá til að reka búið þangað til við kæmumst austur. Sem var ómet- anleg hjálp. Halldór var alltaf tilbúinn að veita okkur aðstoð ef á þurfti að halda. Það var gaman að hlusta á sög- urnar um þegar Unna og Halldór byggðu upp á Brekkum 3. Gamla kálfafjósið klætt að innan, með Morgunblaðinu að sjálfsögðu, svo þau gætu búið í því meðan þau byggðu húsið, en fluttu síðan í það hálfklárað. Nú, gaman var að fara með þeim á bílstjóraballið og síðan þorrablótin, Halldór með stríðni og húmorinn í lagi. Oft var glens og gaman í garðinum á Brekkum, haldin grillveisla og var Hafdís dugleg að hugsa um að grillið væri haldið. Unna greindist með Parkinson aðeins 41 árs og var oft erfitt vegna veikinda hennar. Síðan þurfti hann að fá pláss fyrir hana á Hjallatúni en hún var ekki orðin sextug þegar hún fór þangað sem var ekki auðvelt fyrir Halldór. Eins þegar Hafdís og börn hennar dóu í bílslysi ’95, sem var mjög erf- itt hjá honum enda voru þau mjög náin. Þá vorum við að byggja við húsið í Hvammi. Kom hann þá og hjálpaði okkur og vorum við þá saman í sorginni. Síðan bjó hann einn í sínu húsi en börnin voru dugleg að kíkja í heimsókn og hann líka duglegur að kíkja í heimsókn til okkar. Þegar við svo hættum búskap, og fluttum á Sel- foss, reyndum við að kíkja austur til hans eins oft og við gátum. Þeg- ar Halldór fór að eiga erfitt með að hugsa um sig fór hann á Hjal- latún. Halldór var glettinn og hafði sinn húmor. En hann rifjaði stundum upp erfiða æsku sína enda aðeins níu ára þegar hann missti föður sinn og þá átti hann að fara á annað heimili, en ég bara strauk heim, sagði Nú er hann afi minn, Halldór Jóhannesson frá Brekkum 3 í Mýrdal, fallinn frá. Þegar ég hugsa til baka koma upp margar minningar um afa Halldór eins og ég kallaði hann og finn ég fyrir þakklæti, söknuði og heimþrá. Ég minnist þess að sitja í eldhúsinu og stofunni á Brekkum og spjalla við afa um bústörfin og heimsmálin frá unga aldri. Einnig koma upp í hugann fjölskyldu- grillin á sumrin og Jólaboðið á Brekkum þar sem stórfjölskyldan hittist. Hugur minn reikar áfram og Dyrhólaey blasir við mér, það er nýslegið og dráttarvélar um öll tún, Mýrdalurinn skartar sýnu fegursta. Ég var búinn að hristast um á dráttarvél allan daginn og minnist ég þess að hafa þurft að hafa mig allan við til að fylgja á eftir afa Halldóri, hvort sem hey- skapurinn var á Brekkum eða í Suður-Hvammi. Afi Halldór var alltaf mættur þar sem hjálpina þurfti og á ég margar minningar um hin ýmsu bústörf þar sem afi fór fremstur í flokki. Afi var mikill skapmaður, ákveðinn og hafði miklar skoðanir á því hvernig ætti að gera hlutina. Afi kenndi mér ýmislegt enda átt- um við ágætlega saman þó ég hafi iðulegt gert mitt í að synda á móti straumnum og jafnvel fíflast þeg- ar mér fannst afi full-alvarlegur. Þegar ég varð eldri kynntist ég annarri hlið á afa þar sem hann sagði mér frá því þegar hann kynntist ömmu og hvað hann starfaði áður en hann varð bóndi. Afi Halldór, ég minnist þín með söknuði og þakklæti. Ingvar Helgi Ómarsson. Það er ennþá erfitt að trúa að við fáum aldrei að hitta elsku afa aftur. Hann var ákveðinn maður og á köflum jafnvel þrjóskur. Þessi þrjóska nýttist honum þó í baráttunni sinni seinustu árin og þrátt fyrir að vera orðinn mjög veikur hafði hann alltaf styrkinn. Innst inni var hann þó einn yndislegasti maður sem hægt er að finna. Hann var einstaklega barngóður og dýrkaði barnabörn- in sín útaf lífinu. Hann var svo blíður og man ég eftir að vera lítil stelpa sem fékk að sofa upp í hjá honum þegar mig dreymdi illa og hann knúsaði mann alltaf og kyssti. Jafnvel seinustu árin þegar hann var kominn á elliheimilið og vissi lítið sem ekkert hver maður væri tók hann alltaf í höndina á manni og kyssti mann til baka þegar maður kvaddi. Margar af bestu minningum mínum síðan ég var lítil eru frá því að vera á Brekkum hjá honum. Hann fór í gönguferðir um skóg- inn og gat talað um hvert einasta tré sem hann sá. Hann fór með okkur í fjárhúsið og leyfði okkur að halda á lömbunum og hjálpa sér við allt. Hann keyrði líka með okkur krakkana upp í fjárhús eða kartöflugarða á gamla gifsa og fannst honum æðislegt að keyra gamla veginn á þessum eldgamla bíl sem honum þótti svo vænt um. Ég mun aldrei geta þakkað honum nóg fyrir allar þessar minningar eða í raun kveðja hann almennilega en við munum öll reyna. Ég ætla ekki að ljúga og segja að það verði auðvelt en við munum alltaf eiga yndislega minningu um þennan ótrúlega mann. Takk elsku afi minn fyrir allt, ég mun aldrei gleyma þér. Hafdís Rós Jóhannesdóttir. Halldór bóndi á Brekkum var sveitamaður og stoltur af því. Hann hugsaði um sínar kýr og kindur og gerði það af mikilli alúð og eljusemi. Hann þurfti að hafa fyrir því að hefja búskap í sinni sveit, en gat ekki hugsað sér neitt annað. Ég kynntist Halldóri árið 1991 þegar ég hóf sambúð með Hafdísi dóttur hans. Þá fann maður þetta baráttuþrek og elju. En Halldór átti aðrar hliðar, hann vildi alltaf eiga góða bíla til að ferðast, en samt hélt hann alltaf við gamla Austin Gypsy sem hann kom í gegnum skoðun á hverju ári. Einnig minnist ég annars sem tengist nýtni og ráðdeild Halldórs. En það var þegar ég lét hann hafa flíspeysur sem ég hafði hætt að nota í tengslum við starf mitt í björgunarsveit. Bóndinn á Brekk- um III taldi það gæðaflíkur sem hann notaði árum saman og hefði alveg getað notað fleiri ef þær hefðu verið til. Eftir að við misstum Hafdísi og börnin í umferðarslysi árið 1995 átti ég alltaf traustan samastað hjá Halldóri. Minnist ég sérstak- lega þess þegar ég um páskana 1998 var í ferð á Hvannadalshnjúk og gekk þar upp á skírdag og ætl- aði að brenna heim um kvöldið úr Skaftafelli. Þá tók Halldór ekki annað í mál þegar ég stoppaði hjá honum. Hann var búinn að hita læri og á endanum sá ég að eina vitið væri að sofa á Brekkum eins og hann lagði til, áður en ég brenndi í bæinn daginn eftir. Núna þegar kallið er komið vil ég þakka Halldóri fyrir mig og segja: „Takk fyrir samveruna vin- ur.“ Þorsteinn Þorkelsson. hann. Held það hafi verið mjög kært með honum og móður hans, ég upplifði það þegar þau hittust hér áður. Þakka notalegar sam- verustundir, hjálpsemi og hlýju. Guðrún S. Ingvarsdóttir og fjölskylda. Halldór Jóhannesson ✝ Björg MargrétIndriðadóttir fæddist í Lind- arbrekku í Keldu- hverfi 25. maí árið 1930. Hún lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 15. febrúar 2016. Björg var dóttir hjónanna Indriða Hannessonar frá Kelduneskoti og konu hans Kristínar Jónsdóttur frá Keldunesi. Hún átti eina eldri systur, Ingibjörgu, f. 19. apríl 1929, d. 15. maí 1998. Þá átti hún tvo yngri bræður, tvíburana Gunnar og Gunnlaug, fæddir 10. nóvember 1932. Gunnar lést 9. desember árið 2000. Björg ólst upp í Lindarbrekku við störf og kjör síns tíma. Sem unglingur og ung stúlka vann hún á hóteli foreldra sinna sem þau ráku í Lindarbrekku. Um tvítugsaldur stundaði Björg nám í Húsmæðraskólanum á Lauga- landi einn vetur. Eiginmaður Bjargar var Har- aldur Þórarinsson, fæddur 27. maí 1928, dáinn 4. júlí 2010. Þau gengu í hjónaband þann 12. nóvember 1952. Sonur þeirra er Indriði Vignir, bóndi í Kvistási, fæddur 15. júlí 1956. Þau eign- uðust dreng sem fæddist þann 5. febrúar árið 1953, en lifði aðeins tvo daga. Stofnsettu þau Haraldur og Björg nýbýlið Kvistás í landi Laufáss og byggðu sér íbúðar- hús sem þau fluttu inn í árið 1959. Björg var húsmóðir alla tíð. Hún starfaði nokkuð utan heim- ilis við fiskeldi. Björg söng í Kór Garðskirkju um árabil og var virkur félagi í Kvenfélagi Keld- hverfinga fyrr á árum. Útför Bjargar fer fram frá Garðskirkju í dag, 27. febrúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar ég sest niður og skrifa nokkur orð til að minnast Bjargar Margrétar Indriðadótt- ur, leitar hugur minn óneitanlega til æskuáranna. Björg var konan hans Haraldar Þórarinssonar í Kvistási í Kelduhverfi, eða Mannsa frænda eins og hann var alltaf nefndur heima. Þeir voru stórfrændur, pabbi og hann. Ég var 11-12 ára gömul þegar mér stóð til boða að dvelja hjá þeim í Kvistási og þangað fór ég í nokkur skipti vor og haust og kynntist þá þessu góða fólki, Björgu, Mannsa og Indriða Vigni syni þeirra. Við Indriði urðum fljótt góðir vinir og höfum verið svo alla tíð. Þetta var ekki eiginleg sveitadvöl í þeirri merkingu því Mannsi frændi var ekki bóndi með skepnuhald, held- ur rak hann verkstæði og var því á kafi í vélum og slíku og þótti ráð- snjall og úrræðagóður til þeirra verka. En það var Björg sem stóð vaktina á heimilinu, enda ótrúleg- ur gestagangur því yfirleitt var viðskiptavinum vísað inn í kaffi til Bjargar á meðan gert var við, eða allir komu inn að verki loknu. Hún sá til þess að enginn fór ómettur frá Kvistási. Matur, kaffi eða hvorutveggja. Allt frá því ég kom til þeirra í fyrsta sinn lét hún mig finna það á einlægan hátt hversu velkomin ég var og alltaf umvafði hún mig með sinni einskæru hlýju og væntum- þykju. Sú væntumþykja var gagn- kvæm. Það var alltaf gott að koma í Kvistás, fara inn og banka á eld- húshurðina og bíða eftir að heyra Björgu segja: „Kom.“ Sjá hana gleðjast og brosa svo bjart að fitj- aðist upp á nefið og heyra hlát- urinn um leið og hún fagnaði gest- unum. Þá var hitað kaffi og farið með disk og annan inn í búr og allslags góðgæti borið fram um leið og innt var frétta af fjölskyld- unni. Svo var talað og rifjað upp, hlegið og talað meira. Og tíminn varð einhvern veginn alltaf sá sami í þessu eldhúsi – þarna sem ég lærði að drekka kaffi. Og þó, margt hefur breyst enda líður tíminn og fólk eldist. Áhugi Indriða á búskap og skepnuhaldi jókst með árunum og í dag er hann bóndi með kindur og geitur sem eru hans líf og yndi. Ég veit að Björg hafði oft áhyggjur af framtíð Indriða en hún naut þess líka að sjá hann vaxa og dafna við bústörfin og hún var mjög stolt af honum og það mátti hún líka vera. Eftir fráfall Mannsa í júlí 2010 fór að halla á heilsu Bjargar og svo fór að hún flutti að lokum á Hvamm, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Hún gat þó vel fylgst með hvernig Indriða syni þeirra gekk að vera sinn eigin herra og sjá um sig sjálfur og búskapinn. Henni þótti einnig gott að vita til þess að Indriði er ekki einn því að í Kelduhverfi býr einstakt fólk sem er annt um nágranna sinn og lítur til með honum og gerir hon- um kleift að halda áfram að lifa því lífi sem hann kýs og að vinna áfram við það sem hann getur og kann. Slíkt verður seint fullþakk- að. Ég þakka Björgu samfylgdina, minning þeirrar góðu konu lifir og ég bið góðan Guð að styrkja Indr- iða frænda minn á sorgarstund. Sigríður Ingvarsdóttir. Björg Margrét Indriðadóttir Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.