Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 38
Kær systir og frænka,
SVANFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á heimili sínu Seljahlíð, 4. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
.
Sigurður Stefánsson, Stefanía M. Sigurðardóttir,
Ólöf Pálsdóttir og aðstandendur.
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
✝ Steingerður Al-freðsdóttir
fæddist 26. desem-
ber 1933 í Hlíð í
Ljósavatnshreppi
(nú Þingeyjarsveit).
Hún lést 16. febrúar
2016.
Hún var dóttir
hjónanna Alfreðs
Ásmundssonar
bónda í Hlíð, f. 23.
júní 1898, d. 30. júlí
1981, og Dagrúnar Jakobsdóttur
húsfreyju, f. 22. júní 1912, d. 28.
maí 1992. Þau giftust 10. júlí
1932. Steingerður átti fjórar
systur, Bryndísi, f. 12. nóvember
1932, d. 1. apríl 2010, Guðrúnu, f.
22. september 1935, Ástu, f. 7.
september 1943, og Kristínu, f.
9. nóvember 1953. Einnig eign-
uðust þau hjónin Alfreð og Dag-
rún dreng árið 1951, sem dó í
bernsku sama ár. Heima í Hlíð
ólust einnig upp Áslaug Krist-
Steingerður og Ingvar eign-
uðust tvö börn. 1) Elín Svava, f.
11. desember 1972, í sambúð
með Haraldi Bergi Ævarssyni, f.
7. september 1972, þau eiga þrjú
börn: Jóhönnu Margréti, f. 23.
ágúst 2008, Freydísi Ósk, f. 8.
maí 2011, og Kristján Val, f. 5.
júlí 2012. 2) Kári, f. 16. apríl
1979, giftur Ástu Eybjörgu Þor-
steinsdóttur, f. 15. nóvember
1983, þau eiga tvö börn: Írisi
Hrönn, f. 29. júlí 2007, og Ingvar
Örn, f. 8. febrúar 2012.
Steingerður stundaði búskap
ásamt manni sínum í Árlandi allt
þar til hann lést. Fluttist hún þá
til Akureyrar, þar sem hún bjó
sér heimili í Hamarstíg 39 þar til
hún fluttist á Dvalarheimilið
Hlíð í nóvember 2013. Stein-
gerður var alla tíð virk í fé-
lagsstarfi og söng með Kirkju-
kór Þóroddsstaðarkirkju en
einnig með Kvennakórnum Lissý
og síðast kór félags eldri borg-
ara á Akureyri „Í fínu formi“.
Útför Steingerðar fer fram
frá Þóroddsstaðarkirkju í dag,
27. febrúar 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Þóroddsstað-
arkirkjugarði.
jánsdóttir, f. 14.
september 1927, en
hún og Dagrún
voru systradætur,
og tveir synir Ás-
laugar, Kristján, f.
11. janúar 1950, d.
24. apríl 2011, og
Valtýr, f. 22. maí
1951.
Steingerður
hlaut hefðbundna
barnaskóla-
menntun þess tíma á heimaslóð-
um en fór síðan í Húsmæðraskól-
ann á Laugum.
Þann 2. september 1973 giftist
Steingerður Ingvari Kárasyni,
bónda í Árlandi í sömu sveit, f.
16. október 1931, d. 30. nóv-
ember 2001. Foreldrar hans
voru Kári Arngrímsson, f. 28.
mars 1888, d. 9. september 1967,
og Elín Ingjaldsdóttir, f. 2. ágúst
1891, d. 5. ágúst 1969, bóndi og
húsfreyja í Staðarholti.
Ég vissi strax hvað klukkan sló
þegar hringt var í mig og sagt að
Steingerður, Denga, eins og hún
var kölluð, ætti skammt eftir ólif-
að. Það kom ekki á óvart þar sem
höfuðmein hafði hægt og bítandi
dregið úr henni þrótt næstliðin ár.
Nú er hún öll.
Eins og jafnan við þessar
kringumstæður leitar hugurinn til
baka. Denga átti mikinn þátt í því
að mér finnst ég hafa átt dásam-
lega bernsku. Ungur var ég tek-
inn í fóstur í Hlíð, þegar Áslaug
móðir mín fékk berkla. Þar eign-
aðist ég nýja foreldra, Dagrúnu og
Alfreð sem reyndust mér afar vel.
Það gerðu einnig dætur þeirra all-
ar. Denga mín var mér allt í senn,
dásamleg systir, góður vinur og
einnig á yngri árum sem besta
móðir þegar gott var að eiga
margar mömmur og vera dálítið
dekraður.
Denga hlaut hefðbundna
menntun þess tíma í farskóla
sveitarinnar og fór síðan í Hús-
mæðraskólann á Laugum. Hún
vann Hlíðarheimilinu mikið en
einnig var hún stundum fjarri
heimahögum í ýmsum störfum.
Árið 1971 var mikið ár örlaga
og tímamóta fyrir Dengu. Þá hóf-
ust náin kynni hennar og Ingvars
Kárasonar, bónda í Árlandi. Hún
fluttist þangað og þar bjuggu þau
allan sinn búskap. Þar hlotnaðist
Dengu mesta hamingja lífsins
þegar hún eignaðist börnin sín El-
ínu Svövu og Kára.
Á glöðum stundum kom ég
gjarnan í Árland ásamt góðum
vinum í sveitinni og þá var jafnan
mikið sungið. Eitt af skyldulögun-
um var ljóð og lag eftir Jónas
Tryggvason.
Ég skal vaka í nótt,
meðan svanirnir sofa,
meðan sólgeislar fela sig
bláfjöllin við.
Yfir dalnum er hljótt
og nú dimmir í kofa.
Inn í draumheima svíf þú
hinn ljúfasta frið.
Létt um vorgróna hlíð
sveipast þokubönd þýð.
Yfir þögulum skógi
er næturró blíð.
Ég skal vaka í nótt,
meðan húmið er hljótt.
Ég skal halda um þig vörð,
meðan sefur þú rótt.
Eftir að yfir lauk hjá Ingvari
30. nóvember 2001 fluttist Denga
til Akureyrar þar sem hún bjó sér
heimili í Hamarstíg 39 þangað til
hún fluttist á Dvalarheimilið Hlíð í
nóvember 2013. Denga var alla tíð
virk í félagsstarfi og söng með
Kirkjukór Þóroddsstaðarkirkju
en einnig með Kvennakórnum
Lissý og síðast kór félags eldri
borgara á Akureyri „Í fínu formi“.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Að leiðarlokum er full ástæða
til að þakka fyrir gengnar gleði-
stundir og viðurgjörning allan,
bæði til sálar og líkama í Árlandi
og síðar á Akureyri. Minningarn-
ar ylja og verða aldrei frá manni
teknar og ég vil þakka vináttu sem
hefur verið mér mikils virði. Með
þessum hinstu orðum kveð ég
Dengu mína. Hvíli hún í Guðs
friði.
Henni fylgja kærar kveðjur frá
eftirlifandi systrum, ástvinum
þeirra og ættingjum sem mér er
ljúft að koma á framfæri.
Afkomendum öllum, aðstand-
endum og vinum Steingerðar Al-
freðsdóttur votta ég mína dýpstu
samúð.
Valtýr Sigurbjarnarson.
Hún Denga mín í Hlíð er látin,
82 ára gömul. Þó að árin hafi liðið
og aldurinn færst yfir þá var
Denga alltaf sama unga konan í
mínum augum og varð í raun aldr-
ei gömul fyrr en veikindin fóru að
hrjá hana. Fyrir mér var hún allt-
af Denga í Hlíð. Frá því að ég man
eftir mér var hún nágranni okkar í
sveitinni og góður vinur sem gott
var að leita til og það sama má
segja um þær allar Hlíðarsystur.
Eftir lát Ingvars flutti hún til
Akureyrar og settist að í næstu
götu við mig og hófst þá að nýju
sami, gamli nágrannakærleikur-
inn. Denga var falleg og þokkafull
kona sem alltaf bar með sér hlýju.
Hún Denga var hógvær en hafði af
svo mörgu fallegu að státa, mér
efst í huga, af svo ótal mörgu, er
ótrúleg hæfni í laufabrauðsút-
skurði og efast ég um að nokkur
geti fetað í hennar spor. Öll
handavinna lék í höndum hennar
og eru það mér dýrmætar minn-
ingar, stundirnar sem við sátum
saman við þá iðju. Ég á henni ótal
margt að þakka, hún kenndi mér
svo mikið, hlustaði á mig þegar ég
þurfti á að halda og veitti mér oft
hjálp og stuðning. Minni Dengu
tel ég hafa verið sérstaklega gott
og þá ekki síst á textum og ljóðum
og sögum úr sveitinni okkar, frá-
sagnahæfileiki hennar var ein-
stakur og er ég svo heppin að hafa
fengið að njóta þess. Ein er sú
minning sem birtist mér daginn
sem hún dó, að hún stóð í stofunni
heima á kvöldvöku í Ystafelli og
söng silfurtærri röddu lagið „Ég
stóð um nótt“. Það lag er og verð-
ur alltaf lagið hennar.
Ég stóð um nótt við stjórn á völtu fleyi,
er stjörnur lýstu svala vetrardröfn,
og var að harma þessa víðu vegi,
sem vekja þrá, en sýna hvergi höfn.
(Ísólfur Pálsson)
Elín, Halli, Kári, Ásta og börn,
ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð fylgja
ykkur.
Elsku Denga mín, hjartans
þakkir fyrir mig og mína.
Ég mun sakna þín.
Helga Ingólfsdóttir.
Steingerður
Alfreðsdóttir
✝ Guðrún Mar-grét Árnadótt-
ir fæddist á Bjargi
við Bakkafjörð 17.
ágúst 1921. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Nausti 16. febrúar
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Árni
Friðriksson útvegs-
bóndi, f. 1. júlí
1890, d. 21. janúar 1975, og
Petrína Pétursdóttir húsmóðir
frá Bergholti á Bakkafirði, f.
1.desember 1883, d. 11. apríl
1966. Systkini Guðrúnar voru
Eyþór Bergmann, f. 1.12. 1915,
d. 5.5. 1990, Friðmar Bachmann,
f. 17.6. 1918, d. 30.7. 1998, Sig-
urður, f. 26.12. 1919, d. 25.4.
1979, og Pétur Bergmann, f. 8.5.
1924, d. 19.2. 2013.
Guðrún giftist Njáli Halldórs-
syni sjómanni á Bakkafirði 31.
desember 1959. Njáll var fædd-
ur 2. október 1915, dáinn 11.
júní 2007. Foreldrar Njáls voru
Halldór Runólfsson kaupmaður
á Bakkafirði. Börn hans og
Brynhildar Óladóttur eru: a)
Guðrún Margrét. b) Njáll. c)
Himri. d) Þórey Lára. 4) Hilma
Hrönn, f. 1.5. 1958, í sambúð
með Áka Hermanni Guðmunds-
syni útgerðarmanni, búsett á
Bakkafirði. Börn þeirra eru: a)
Sólveig Helga, gift Andra Árna-
syni. Börn þeirra eru: Áki Hlyn-
ur, Hekla Hrund og Hilma Haf-
rún. b) Guðmundur Hlífar. c)
Flosi Hrannar. 5) Árni Bragi, f.
31.1. 1967, sjómaður, í sambúð
með Ana Rabevska, búsett á
Bakkafirði.
Guðrún ólst upp í Bergholti á
Bakkafirði.Guðrún gekk í far-
skóla sem tíðkaðist þá. Veturinn
1943-1944 var Guðrún á Hús-
mæðraskólanum á Hallorms-
stað. Í Reykjavík lærði hún
kjólasaum hjá Henny Ottoson og
var þá kennt líka að sauma í
pallíettur og perlur. Guðrún og
Njáll hófu búskap árið 1946 og
voru fyrstu árin í Kaupmanns-
húsinu á Bakkafirði, en flytja
1957 í Vík, sem þá var nýbyggt.
Þau hjónin bjuggu allan sinn bú-
skap á Bakkafirði. Guðrún vann
að mestu heima við og einnig í
fiskvinnslu þeirra hjóna.
Útför Guðrúnar Margrétar
fer fram frá Skeggjastaðakirkju
í dag, 27. febrúar 2016, klukkan
14.
í Höfn á Bakkafirði,
f. 1. október 1870,
d. 27. ágúst 1920,
og kona hans Sól-
veig Kristjana
Björnsdóttir, f. 18.
júní 1883, d. 14.
nóvember 1964.
Börn Guðrúnar
og Njáls eru: 1)
Reynir, f. 15.4.
1947, fisktæknir,
giftur Sigþrúði
Rögnvaldsdóttur verkstjóra, bú-
sett á Höfn í Hornafirði. Börn
þeirra eru: a) Njáll Fannar, gift-
ur Þóru Þorgeirsdóttur. Börn
þeirra: Fanney Rós, Iðunn
Embla og Eva María. b) Rögn-
valdur Ómar, í sambúð með El-
isabeth Kruger. Börn þeirra
eru: Franz Reynir, Phillip Máni
og Frída Lind. c) Ágúst Ragnar,
í sambúð með Aðalheiði Dagmar
Einarsdóttur. Börn þeirra eru:
Hilmar Freyr og Heiðdís Freyja.
Fyrir átti Aðalheiður Erlend
Rafnkel og Tinnu Rut. 2) Stúlka,
f. 9.5. 1950, d. 1950. 3) Halldór,
f. 29.3. 1953, sjómaður, búsettur
Svo ástrík var hún mamma mín
Og merk er hennar saga
Því yndi kærleiks ennþá skín
Á alla mína daga.
Hlý og blíð hún hjá mér stóð,
minn helsti leiðarvísir,
af mildi sinni gaf hún glóð
sem gæfuspor mín lýsir.
Er æskuslóð um gróna grund
Gekk ég fyrir skömmu
Þá sá loga ljúfa stund
Ljósið hennar mömmu.
(Höf. Kristján Hreinsson)
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Reynir, Halldór, Hilma
og Árni Bragi.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minning þín lifir, elsku amma.
Þín,
Áki Hlynur, Hekla Hrund
og Hilma Hafrún.
Þannig týnist tíminn var sagt í
einu af uppáhaldslögunum okkar
ömmu. Með sanni er hægt að
segja það núna þegar komið er að
kveðjustund. Þar segir einnig:
„Þar er ég, þar ert þú, þar er allt
sem ástin okkur gaf.“ Þetta er
góð lýsing á okkur, við vorum
góðar vinkonur og það var mjög
kært á milli okkar alla tíð. Þú
varst amma sem hafði mikið að
gefa og varst okkur krökkunum
einstaklega góð. Þú hlúðir að
okkur öllum með mikilli ást og
vináttu. Þú áttir sérstakan stað í
hjörtum okkar. Í Vík óluð þið afi
upp börnin ykkar, hlúðuð að okk-
ur barnabörnunum og lang-
ömmubörnunum. Það er erfitt að
lýsa því en Vík var fullkominn
staður. Fjölskyldan kom yfirleitt
saman við eldhúsborðið og átti
yndislegar stundir þar. Þú varst
fljót að setja kleinur á borðið og
hella kaffi í bolla. Þið afi voruð
miklir máttarstólpar í fjölskyld-
unni. Það voru alltaf margir gestir
hjá ykkur og tókuð þið gestum
fagnandi og voruð einstaklega
gestrisin.
Minningarnar eru margar og
góðar. Þegar ég loka augunum
finnst mér ég vera stödd í Vík, ég
heyri glamrið í prjónunum þínum
og malið í kettinum. Ég hafði sofið
á dýnu inni á gólfi hjá ykkur afa
eins og svo oft áður. Amma kallar
á mig og segir: „Ég ætla að sýna
þér svolítið.“ Hún sækir smjörið,
setur smáslettu á stórutána á mér
og ýtir við kettinum. Hann sleikir
smjörið og úr verða mikil hlátra-
sköll. Amma hlær og telur að nú
séum við tilbúnar í önnur verk.
Ömmu féll aldrei verk út hendi,
henni var það eðlislægt að halda
vel áfram. Hún var vandvirk og
metnaðargjörn, sumt sem hún
gerði var hreinlega fullkomið.
Minnist ég þess þegar ég var að
læra að sauma, gat ég þá alltaf
komið heim og fengið aðstoð hjá
henni. Amma var mikil húsfreyja
og var rómuð fyrir góðar pönnu-
kökur. Hún var 93 ára þegar hún
stóð enn við og steikti. Fiskiboll-
urnar hennar voru líka algjört
lostæti. Amma prjónaði alla tíð og
sá til þess að karlarnir ættu alltaf
nýja sokka á sjóinn. Hún gerði
sokka og vettlinga á barnabörnin
og barnabarnabörnin. Hún var
ekki hrifin af því að sjá kalda fing-
ur eða tær á krökkum og við erum
enn að taka vettlinga og sokka úr
skúffunni hennar.
Amma Gunna var frábær kona,
hún var geðgóð en kunni þó alveg
að hafa orð á hlutunum. Hún var
skemmtileg og maður naut hverr-
ar mínútu með henni. Amma var
hjá okkur Andra í Reykjavík, það
var skemmtilegur tími og mikil-
vægur fyrir krakkana mína.
Elsku amma, þið Áki Hlynur vor-
uð dugleg að spila saman og áttuð
þið góðar stundir. Þið Hekla
Hrund lékuð ykkur að dúkkum og
spiluðuð. Svo kom litla Hilma
Hafrún sem þú hittir í sumar,
þrátt fyrir að vera orðin veik þá
tókstu hana í fangið og söngst fyr-
ir hana. Þú hafðir engu gleymt
þegar börn voru annars vegar.
Ég kveð þig, elsku amma, með
gríðarlegu þakklæti fyrir allan
þann góða tíma sem við fengum
saman. Minningin um þig kemur
til með að lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Ég læt fylgja með vísu eftir
Halldór afa:
Sofðu vært hinn síðasta blund.
Sæt er lausn frá heimsins þrautum.
Guðs á helgum himnabrautum.
Ástvinir fá endurfund.
Þín,
Sólveig Helga Ákadóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku Gunna frænka er farin.
Mig setti hljóðan og ég fór að
hugsa um allan þann tíma sem ég
hef setið í eldhúsinu hjá frænku,
rætt um menn og málefni ásamt
því að gæða mér á pönnukökum,
lummum eða öðru góðgæti. Ég
var ekki hár í loftinu þegar ég átti
það til að gá hvort Gunna ætti
ekki pönsur, gat alltaf sagt að ég
væri að leita að Árna Braga, enda
lékum við okkur mikið saman.
Enda gætti frænka þess að eiga
alltaf eitthvað til. Eftir að ég flutti
í burtu og ferðum fækkaði austur
á Bakkafjörð, þá var það alltaf
fastur punktur að koma við hjá
Gunnu. Það kom þó fyrir að ég
kom ekki við og þá var ég ævin-
lega minntur á það næst, hvers
vegna ég hefði nú ekki litið við síð-
ast. Hún vildi fylgjast með hvern-
ig gengi og uppvexti barnanna.
Hún átti í manni hvert bein og
börnunum líka. Hún fylgdist líka
vel með og gat frætt mann um
hvað væri að frétta. Þótt fyrsta
svar væri gjarnan „ég veit ekkert
um það“ þá kom það nú fram á
endanum. Elsku Reynir, Halldór,
Hilma, Árni Bragi og fjölskyldur,
ykkur sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Ómar.
Guðrún Margrét
Árnadóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann