Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 39
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
✝ SteinunnYngvadóttir
fæddist á Húsavík
1. nóvember 1945.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Lundi á Hellu 19.
febrúar 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Ingvi Karl
Jónsson, f. 16. mars
1920, látinn 2. maí
1998, og Guðbjörg
Jónsdóttir, f. 25. nóvember
1922, látin 12. september 2002.
Alsystkini eru Margrét Inga,
f. 1944, d. 1944, Elínborg, f.
1948, d. 2003.
Sammæðra: Hermundur
Svansson, fæddur 1952, Jón
Tómas Svansson, fæddur 1958.
Samfeðra: Jón Norbert,
fæddur 1952, Georg Bergmann,
fæddur 1953, Reynir Baldur,
fæddur 1955, Ingvi Carles
Ingvason, fæddur 1956, látinn
1999.
Steinunn hóf búskap 1963
með Kristjáni Gísla Kristjáns-
syni sjómanni, fæddur 13. júní
1941, látinn 19. júní 2008.
Foreldrar Kristjáns Gísla
voru Kristján Ágústsson og
Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Börn Steinunnar og Kristjáns
Gísla eru: 1) Kristbjörg Stein-
unn, fædd 11. október 1963, gift
Bjarna Ragn-
arssyni, fæddur 11.
janúar 1954, og
eiga þau synina
Gísla Ragnar, f. 23.
febrúar 1987, og
Sverri Tómas, f. 16.
september 1991.
Bjarni á dótturina
Melissu Katrínu, f.
23. desember 1975.
2) Kristján Jón,
fæddur 14. apríl
1971. 3) Magnús Tómas, fæddur
4. júlí 1976, kvæntur Margréti
Berglindi Einarsdóttur, fædd
18. febrúar 1976. Þau eiga börn-
in Gísla Þór, f. 8. júní 2008, og
Írisi Lilju, f. 16. janúar 2010.
Steinunn fluttist frá for-
eldrum sínum sex ára gömul á
Hofsós til ömmu sinnar og afa,
Steinunnar Jónsdóttur og Jóns
Tómassonar, og ólst upp hjá
þeim á Hofsósi. Á Hofsósi
kynntist hún manni sínum og
hófu þau búskap 1963. Steinunn
hefur unnið ýmis störf sem hafa
fallið til í gegnum tíðina, t.d. við
fiskvinnu, á saumastofu, sem
húsvörður, en lengst af vann
hún við að matreiða í mötuneyt-
um.
Útför Steinunnar fer fram
frá Hofsóskirkju í dag, 27. febr-
úar 2016, klukkan 11.
Meira: mbl.is/minning
Elsku mamma mín, þá er kom-
ið að því að kveðja þig í síðasta
sinn. Og mér finnst það ekki eins
erfitt og mér hefði þótt það ein-
hvern tímann fyrr, því þú ert búin
að fara í gegnum svo margt á
þinni ævi.
Öll þín ár hefur þú verið að ann-
ast einhvern, og engan þekki ég
sem hefði gert það eins vel og þú
hefur gert. Ég hef svo oft sagt þér
það að þú gerðir þér ekki grein
fyrir hvað við systkinin vorum
þakklát fyrir síðustu umönnun
þína sem stóð yfir í 10 ár. Þegar
þú tókst ákvörðun um að hlúa að
pabba heima hjá ykkur.
En þú byrjaðir lítil stelpa að
hugsa um aðra og gerðir fram á
síðustu stundu, því margir gestir
sem komu á hjúkrunarheimilið
þar sem þú varst héldu að þú vær-
ir sjálfboðaliði þar, en ekki heim-
iliskona, slíkur var krafturinn í
þér og dugnaðurinn.
Þú annaðist umhverfið þitt á
svo margan hátt og veit ég að það
eru ófáir einstaklingarnir sem þú
ert búin að metta í gegnum árin.
Ég man fyrst eftir þér að elda
fyrir aðra þegar pabbi var á sjó frá
Grindavík og þú að elda og ég að
skottast með þér eins og alltaf á
vertíðum. Alltaf farið á vertíð á
veturna og þið höfðuð ekki neina
barnapíu þannig að ég var bara
tekin með og oft höfum við rifjað
þau ævintýri upp og hlegið að
þeim.
Alltaf man ég eftir ykkur pabba
að vinna saman, þið gerðuð allt
saman. Ég man að einu sinni var
ég eitthvað að hvetja þig til að
endurnýja ökuskírteinið þitt og
fara að keyra meira svo þú gætir
stokkið það sem þér dytti í hug án
þess að biðja pabba að skutla þér
og þá sagðirðu við mig: „Elskan
mín, ég þarf ekkert að fara neitt
sem pabbi þinn fer ekki líka.“
Svona voruð þið.
Þú varst svo kát og glöð með
góðan húmor sem hefur ábyggi-
lega hjálpað þér í gegnum öll þau
verkefni sem þú fékkst. Já,
mamma mín, þú varst einstök og
nú þegar ég hugsa um þig þá finn
ég fyrir gleði því nú veit ég að þú
ert komin heim, heim til pabba
sem var þér allt. Þið voruð svo
samrýmd og flottar fyrirmyndir
fyrir okkur sem að ykkur stönd-
um. Og þá er ég ekki síst að meina
ömmustrákana þína sem þú hugs-
aðir um eins og þið ættuð þá og
alltaf áttu þeir annað heimili hjá
ykkur, hvar sem þið voruð á land-
inu. Og hafa þeir báðir talað um
hvað þeir voru heppnir með ykkur
sem ömmu og afa.
En ég finn að stundum kemur
upp í hugann að ég hefði viljað að
þú hefðir fengið hjálp fyrr við þín-
um sjúkdómi því hann var farin að
láta á sér kræla fyrir svo mörgum
árum. En enginn sá það nema þín-
ir nánustu og erfitt fyrir okkur að
fá ekki hjálp fyrir þig en það verð-
ur ekki á allt kosið í þessu lífi eins
og þú sagðir stundum.
Elsku mamma mín, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið mér, sem
þú hefur kennt mér og sem þú
hefur sagt mér. Gullkornin þín og
minning lifir áfram með okkur,
elska þig. Þú skilar kveðju frá
okkur.
Þín dóttir,
Kristbjörg.
Elsku Steinunn okkar, þú varst
kraftmikil, glaðlynd og skemmti-
leg kona með endalausa orku og
útgeislun. Mikið sem við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og þínum og að eiga
vinskap þinn öll þessi ár. Þú varst
gull af manni og stóðst þig vel í
öllu því sem þú tókst þér fyrir
hendur, hvort sem það var heima
fyrir eða í störfum þínum annars
staðar, alltaf varstu boðin og búin
til að hjálpa þeim sem á þurftu að
halda. Þú varst listakona sem
skapaði ótrúlega fallega muni úr
fjölbreyttum efnum sem fundust í
náttúrunni. Við munum eftir
steinunum og víðihekkinu sem þú
komst með frá Hofsósi og kuðung-
unum sem Magnús kom með af
sjónum, allt varð þetta að lista-
verkum hjá þér. Elsku Steina, nú
er hvíldin komin og við vitum að
þú fylgist vel með öllum þínum.
Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn
og söknuður hug okkar fyllir.
Nú minningar vakna um vinskap og
tryggð
er vorsólin tindana gyllir.
Nú þakkað skal allt sem við áttum með
þér,
það ætíð mun hug okkar fylla.
Brátt sumarið kemur með sólskin og
yl
þá sólstafir leiðið þitt gylla.
(Aðalheiður Hallgrímsdóttir)
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við til fjölskyldu þinnar.
Unnur Þormóðsdóttir,
Víðir Óskarsson,
Þórey Axelsdóttir.
Steinunn
Yngvadóttir
Smáauglýsingar 569 1100
Húsgögn
Rúm úr gegnheilli eik til sölu
Til sölu sérsmíðað rúm úr gegnheilli
eik. Rúmið er 163x82cm og svamp-
dýna fylgir með. Verð: 15.000 kr.
Nánari upplýsingar fást hjá Úlfhildi í
síma 823 1650.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
SUMARHÚSALÓÐ Í
ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Á BESTA STAÐ VIÐ GOLFVÖLLINN
(hola 11). EINSTAKT TÆKIFÆRI.
Ómetanlegt útsýni yfir golfvöllinn og
nærsveitir. Nánari uppl. í síma
8661712 eða plommi61@gmail.com
Sumarhúsalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ca 45 km frá Rvk. Vaxtalaus
lán í allt að eitt ár. Allar nánari
upplýsingar í síma 896-1864.
Iðnaðarmenn
RH SMÍÐAR EHF.
Getum tekið að okkur verkefni, stór
sem smá, t.d.: Innréttingar, parket-
lögn, hurða- og gluggaísetningar,
gifsveggir o.fl. 25 ára reynsla, Gerum
tilboð eða tíma vinna.
rhsmidar@internet.is
eða 626-9899, 626-9099.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Þjónusta
! " #$ %&& ' ''
((()*)
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Teg: 2205 Mjúkir og þægilegir inni-
skór úr leðri,með hælbandi og still-
anlegum ristarböndum. Stærðir:
37 - 41 Verð: 13.550.-
Teg: 922 Mjúkir og þægilegir inni-
skór úr leðri, með stillanlegum
ristarböndum. Stærðir: 36 - 42
Verð: 12.900.-
Teg: 607 C76 Léttir og þægilegir
„ömmu inniskór“ Stærðir: 36 - 42
Verð: 3.650.-
Laugavegi 178
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Sendum um allt land
Erum á Facebook.
Veiði
20 ára
1995-2015
• Reynsla
• Þekking
• Gæði
Grásleppunet
Skötuselsnet
Silunganet
Þorskanet
Kola- og Flundrunet
Ála- og Bleikjugildrur
Felligarn
Flot og Blýteinar
Vinnuvettlingar o.m.fl.
Höfðabakka 1 | 110 Rvk
S. 892 8655
Trúlofunarhringar, gamaldags og
nýmóðins. Gömul þjóðtrú segir að á
hlaupársdegi megi ekki hafna bón-
orði. Í nokkrum Evrópulöndum er sú
hefð að aðeins á hlaupársdegi megi
kona biðja sér manns. Hafni maður-
inn bónorðinu þarf hann að greiða
konunni par af vönduðum hönskum,
nokkra aura og einn koss.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.isÖkukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Getum bætt við okkur verk-
efnum í viðhaldi, breytingum
og nýsmíði fasteigna.
Fagmenn á öllum sviðum.
Upplýsingar í síma 856 2600.
brhus@simnet.is
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Húsaviðhald
o.fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com