Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 43
2008 og hefur haldið henni úti síðan. Hann hefur skrifað þrjár bækur um vín: Heimur vínsins (2000), Vín – frá þrúgu í glas (2013) og Vín – um- hverfis jörðina á 110 flöskum (2015). Hver er uppáhaldsþrúgan? „Hin frábæra samsetning Cabernet og Merlot eins og hún birtist í Bor- deaux, en svo hafa mörg önnur lönd tekið upp þessa blöndu með undra- verðum árangri eins og í Kaliforníu. Af hvítu þá eru auðvitað flest bestu vínin úr Chardonnay en önnur þrúga sem hefur alltaf heillað mig er Albarino. Hún er spænsk og er mikið ræktuð í Galisíu á Norður- Spáni. Stórkostleg þrúga og vín.“ Steingrímur hóf starfsferil sinn á Morgunblaðinu. „Ég byrjaði sem sumarmaður á Mogga 1986 og ílengdist í starfi. Var þegar upp er staðið viðloðandi blaðið í tæpa tvo áratugi og skrifaði mest um stjórn- mál og alþjóðamál.“ Hann var enn fremur fréttastjóri þar og leiðara- höfundur. Steingrímur var einnig fréttaritari fyrir Associated Press 1999-2001 og ritaði greiningar fyrir Jane’s Intelligence Unit 2000-2002. Eftir að Steingrímur hætti störf- um hjá Morgunblaðinu var hann að- stoðarmaður menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, frá 2004 til 2009 og hefur síðan starfað sem ráðgjafi hjá Capacent á sviði stjórnunar og stefnumótunar frá 2010 og var einnig markaðs- stjóri Capacent til 2012. Steingrímur hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum. Meðal ann- ars í stjórn SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna 1991-1993, hann var framkvæmdastjóri NUU, Nord- iska Ungkonservativa Unionen1993- 1994, formaður undirbúnings- nefndar vegna þátttöku Íslands sem heiðursgests á bókasýningunni í Frankfurt 2008-2009, sat í skóla- nefnd MH 2009-2013, var fulltrúi í Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar 2008-2009 og formaður Varðar, full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2010-2012. Áhugamál Steingríms fyrir utan vín og matargerð eru lestur bóka og hjólreiðar. „Ég les mikið, bók- menntir, reyfara og um alþjóðamál. Ég hef hjólað mikið frá því að ég var unglingur, hef stundað hjólreið- arnar mismikið í gegnum tíðna en bara verið nokkuð öflugur síðustu árin.“ Fjölskylda Eiginkona er María Guðmunds- dóttir, f. 23.1. 1966, viðskiptafræð- ingur og vinnur hjá Promennt. For- eldrar hennar: Guðmundur Knútur Egilsson, f. 15.10. 1928, og k.h. Her- vör Guðjónsdóttir, 27.1. 1931. Börn Steingríms og Maríu: Helga Sigríður, f. 23.2. 1994, Ragnheiður Rannveig, f. 8.7. 1998, og Brynhild- ur Birna, f. 19.9. 2007. Systkini Steingríms: Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, f. 21.5. 1968, hundaræktandi, Solveig Ýr Sigur- geirsdóttir, f. 23.9. 1973, tölvunar- verkfræðingur, og Embla Sigur- geirsdóttir, f. 21.10. 1978, keramikhönnuður. Foreldrar Steingríms: Sigurgeir Steingrímsson, f. 2.10. 1943, cand- .mag. og fv. sérfræðingur við Stofn- un Árna Magnússonar. og k.h. Helga Gunnarsdóttir, f. 15.10. 1943, d. 16.5. 1991, tónlistarfræðingur. Núverandi eiginkona Sigurgeirs er Ragnheiður Jónsdóttir, sóknar- prestur í Mosfellsbæ Úr frændgarði Steingríms Sigurgeirssonar Steingrímur Sigurgeirsson Helga Guðrún húsfr. í Rvík, dóttir Helga Helga- sonar, kaupm., smiðs, stofnanda Lúðraþeytarafél. Rvíkur og tónskálds (Öxar við ána) Einar Hermannsson prentari frá Brekku í Rvík, einn af stofnendum Gutenberg, form. Hins íslenska prentarafélags Sigríður Einarsdóttir fulltr. hjá Ferðamálaráði í Rvík Gunnar Steindórsson form. ÍR, einn af eigendum Íslendingasagnaútgáfunnar Helga Gunnarsdóttir tónlistarfr. í Rvík Sigríður Steingrímsdóttir líffræðingur og menntaskólakennari Eiríkur Pálsson bæjarstj. í Hafnarfirði, skattstj. og forstjóri Sólvangs Steinunn Steindórsdóttir píanókennari í Rvík Einar Steindórsson langferðabílstj. Páll Eiríksson geðlæknir Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona í Rvík Höskuldur H. Einarsson fyrrv. form. Landssambands slökkviliðsmanna Sigurður Hreiðar Hreiðarsson fyrrv. ritstj. og blaðam. Sigríður Hagalín fréttakona Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands Herborg Sigríður Kristjánsdóttir húsfr. á Knútsstöðum Karl Sigurðsson b. á Knútsstöðum í Aðaldal Emilía Karlsdóttir húsfr. í Rvík Steingrímur Pálsson cand.mag. í Rvík Sigurgeir Steingrímsson cand.mag. í Rvík Filippía Margrét Þorsteinsdóttir húsfr. á Ölduhrygg Páll Hjartarson b. á Ölduhrygg í Svarfaðardal Helga Margrét Reykdal framkvstj. Truenorth Jóhannes Reykdal tæknim. Hjá RÚV Birna Gunnars- dóttir fulltr. við HÍ Guðrún Guðnadóttir húsfr. í Rvík, frá Keldum Vilborg Guðnadóttir húsfr. í Rvík Steindór Björnsson frá Gröf í Grafarholti, kennari og síðar efnis- vörður Landssímans Helga Björnsdóttir húsfr. á Hulduhólum og á Engi í Mosfellssveit ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Doktor Laugardagur 100 ára Axel Jóhannesson 90 ára Ingibjörg Betúelsdóttir Ragnar B. Steingrímsson 85 ára Gestheiður Þorgeirsdóttir Sigurjón R. Hrólfsson 80 ára Anna Dís Björgvinsdóttir Haukur H. Eiríksson Jón Helgason 75 ára Karl Ágúst Ragnars Móeiður M. Þorláksdóttir Þórarinn Hrólfsson 70 ára Aðalsteinn Ásgeirsson Anna Magnea Charlesdóttir Árni Oddsteinsson Gísli Valtýsson Guðfinna Eydal Guðný Guðmundsdóttir Guðrún Eyja Erlingsdóttir Rósa Jóna Jóakimsdóttir Sjöfn Guðmundsdóttir 60 ára Benedikt Egilsson Dóra Sigrún Gunnarsdóttir Friðþjófur Johnson Fríða Björk Gunnarsdóttir Harpa Vilbergsdóttir Hulda Björk Nóadóttir Jónína Halla Sigmarsdóttir Kristján H. Erlendsson Magnús Birgisson Pétur Filipp Jörundsson Sigurleifur Kristjánsson Tadeusz Fryn Tryggvi Gunnarsson Þorleifur Sívertsen 50 ára Baltasar K. Baltasarsson Dóra Björg Diego Guðbjörg Bjarnadóttir Gylfi Þór Markússon Haukur Haraldsson Kristján Ágústsson Margrét Björk Agnarsdóttir Sólveig Rósa Ólafsdóttir Steingrímur Sigurgeirsson Svava Mathiesen 40 ára Andrea Bergmann Halldórsdóttir Auður Kristín Þorgeirsdóttir Berglind Rúnarsdóttir Gísli Páll Guðjónsson Hrönn Jensdóttir Ingibjörg Sigríður Viðarsdóttir Marilin Biye Obiang Phayathai Plaennak Rósalind Guðmundsdóttir Unnur Þórólfsdóttir 30 ára Franz Viktor Kjartansson Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir Hörður Guðmundsson Jón Ágúst Sigurðsson Matthías Matthíasson Ólöf Elsa Guðmundsdóttir Sandra Pálsdóttir Stefanía Sara Jónasdóttir Tinna Lóa Ómarsdóttir Þorsteinn Guðmundsson Þorsteinn Jónsson Sunnudagur 85 ára Reynir Þórðarson Sigurveig Ragnarsdóttir Viðar Þórðarson 80 ára Ámundi Ólafsson Birna Unnur Valdimarsdóttir Bjarney Valgerður Tryggvadóttir Gunnlaug Björk Þorláksdóttir Ingibjörg Einarsdóttir Ólafía Sigríður Brynjólfsdóttir Ólafur Jónsson Páll Gunnlaugsson Rannveig Sigurbjörnsdóttir Sigríður Einarsdóttir 75 ára Bragi Jóhann Jónsson Bryndís Ármannsdóttir Guðrún Árnadóttir 70 ára Anna María Sampsted Hilmar Clarence Jónsson Kaj Anton Larsen Soffía Óskarsdóttir 60 ára Arnhild Mölnvik Axel Bragi Bragason Birgir Hólm Ólafsson Guðbjörg Vernharðsdóttir Gunnar Kristinsson Jóhanna Elka Geirsdóttir Kristín Lilja Diðriksdóttir Kristján Bjarni Sigmundsson Lárus Hinriksson Sigurður Hinriksson Valdimar Erlingsson Valgerður Björg Ólafsdóttir 50 ára Ari Benediktsson Bergljót Rist Bjarni Jónsson Björn Árnason Guðjón Bragason Hrefna Magnúsdóttir Jóhanna Ploder Jón Gunnarsson Lilja Þrastardóttir Ólafía Anna Þorvaldsdóttir Ragnheiður Hreiðarsdóttir Sigurður Magnús Jónsson Steinar Þór Kristinsson Wieslaw Jan Fuksa Þorvarður Guðmundsson Þóranna Halldórsdóttir 40 ára Birgir Þór Leifsson Guðlaug Kristjánsdóttir Hrönn Þráinsdóttir Ingibjörg Jósefsdóttir Jón Viðar Ásmundsson Kristín Jóhannesdóttir Lóa Björg H. Björnsdóttir 30 ára Axel Kristinn Davíðsson Bjarki Einar Birgisson Bjarki Snær Jónsson Bjartmar Pálmason Claudia Andrea Werdecker Guðjón Vídalín Magnússon Guðmundur Marteinn Hannesson Haraldur Gunnarsson Heiða Kristín Helgadóttir Hildur Evlalía Unnarsdóttir Jose Antonio Bermudez Garcia Kamila Kaca Katrín Inga Gísladóttir Ketill Einarsson Michal Marcin Sierpien Olga Margrét Ivonsdóttir Roman Wieliczko Sandra Björk Aðalsteinsd. Steinar Þór Jónsson Sunneva Tómasdóttir Tinna Ásdís Jónasdóttir Til hamingju með daginn Bjarki Þór Elvarsson hefur hlotið dokt- orsgráðu í tölfræði frá Raunvísindadeild HÍ. Ritgerðin ber heitið Tölfræðileg líkön af fjölstofna sjávarvistkerfum (Stat- istical models of marine multispecies ecosystems). Leiðbeinandi var dr. Gunn- ar Stefánsson, prófessor við HÍ. Efni ritgerðarinnar má í stórum drátt- um skipta í tvennt: 1) Þróun á aðferða- fræði til þess að meta mátgæði, fá óvissumat og aðstoða við val á líkönum og 2) beitingu aðferðanna við rannsókn á sambandi hrefnu og þorsks á haf- svæðinu í kringum Ísland. Þessum rann- sóknum er lýst í fimm greinum. Í grein I er gerð grein fyrir niður- stöðum greiningar á fæðuvistfræði hrefna á Íslandsmiðum. Helstu niður- stöður gefa til kynna að sandsíli virðist vera mikilvægur þáttur í fæðu hrefna. Þorskfiskar voru stærra hlutfall fæðu hrefnunnar en áður var talið. Niður- stöður rannsóknanna eru settar fram með óvissumati byggðu á endurvals- aðferð þar sem sérhver hvalur er með- höndlaður sem úrtaksstærð. Í grein V er lýst tveggja stofna líkani af viðgangi hrefnu og þorks á Íslandsmiðum þar sem afrán hrefnu er metið út frá niður- stöðunum úr grein I. Í grein II er endur- valsaðferð fyrir eðlisólík gagnasett þróuð og beitt á líkan fyrir viðgang þorsks á Íslands- miðum. Aðferðin er því næst borin saman við hefð- bundnar normaln- álganir á óvissu þar sem samdreifnifylkið er nálgað með andhverfu Hessian-fylkisins af neikvæð- um logra sennileikafallsins fengið við lággildi. Niðurstöðurnar gefa það til kynna að endurvalsaðferðin henti betur en Hessian-nálganir við mat á óvissu fyr- ir þenan flokk líkana. Grein III lýsir þróun á RGadget, R pakka sem inniheldur safn tóla sem nota má við þróun líkana með Gadget. Í grein IV er prófstyrksreikn- ingum fyrir hugsanlegar erfðamerkinga- tilraunir sem ætlaðar eru til saman- burðar tveggja tilgátna um stofnsam- setningu á grundvelli erfðafræðilegrar sifjagreiningar lýst. Það að rannsaka sifjar, jafnframt því að beita hefð- bundnum merkingaraðferðum, styrkir umtalsvert niðurstöður rannsókna á litlum stofneiningum eins og lang- reyðum í Norður-Atlantshafi. Bjarki Þór Elvarsson Bjarki Þór Elvarsson er fæddur 1981. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 2000, BSc-prófi í stærðfræði frá HÍ 2003 og MSc-prófi frá Háskólanum í Warwick, Eng- landi. Bjarki hlaut styrk frá Hafrannsóknastofnun við doktorsnámið. Meðfram því starfaði hann sem ráðgjafi hjá tölfræðimiðstöð HÍ og á veiðiráðgjafarsviði Haf- rannsóknastofnunar. Bjarki er giftur Lindu Maríu Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn, Ríkarð Flóka, Guðbjörgu Elísu og Þorstein Hilmar. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil Ný stærri og glæsilegri verslun Kíktu í heimsók n L i f and i v e r s l un Verð að eins 13.900 kr. Elite fiskabúr TILBOÐ • 54 l. • Ljós og ljósastæði • Lok • Dæla • Hitari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.