Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016
TENERIFE
21.mars í 11 nætur
Netverð á mann frá kr. 127.900 m.v. 2 fullorðna og 2
börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.900 m.v.
2 fullorðna í íbúð.
Villa Adeje
Beach
SÉRTILBOÐ
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
127.900
m/allt innifalið
Njóttu
páskanna í
sólinni
Axel Jóhannesson húsgagnasmiður á
Akureyri fagnaði 100 ára afmæli á
laugardaginn með fjölmennu kaffi-
samsæti á dvalarheimilinu Hlíð, þar
sem hann er nú búsettur.
Axel er fæddur á Móbergi í Langa-
dal í Austur-Húnavatnssýslu, sonur
Jóhannesar Halldórssonar og El-
ísabetar Þorleifsdóttur.
yngstur níu systkina. Þrjú þau
elstu urðu 91 árs, 96 ára og 98 ára.
Kona Axels var Birna Björnsdóttir.
Þau höfðu verið gift í 69 ár þegar hún
lést í ársbyrjun 2010, 87 ára að aldri.
Börn þeirra eru fjögur. Axel og El-
ísabet bjuggu lengst af á Ægisgötu 15
á Akureyri. Hann bjó þar þangað til í
júlí 2014 er hann datt og lærleggs-
brotnaði og lagðist þá fyrsta sinni á
sjúkrastofnun, 98 ára.
Nú eru á lífi 36 Íslendingar á aldr-
inum frá 100 ára til 106 ára. Átján
aðrir en Axel gætu náð þeim áfanga á
árinu að verða hundrað ára.
Ljósmynd/Ragnar Hólm
Óskalög Álftagerðisbræðurnir skagfirsku, Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir, sungu óskalög fyrir Axel.
Söngur og fjör í aldarafmæli
Til hamingju! Margt manna heiðraði Axel með nærveru sinni, m.a. bæjar-
stjórahjónin, Eiríkur Björn Björgvinsson og Alma Jóhanna Árnadóttir.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þarna var í fyrsta sinn verið að taka
saman framleiðslu, dreifingu og sýn-
ingar kvikmynda og sjónvarpsefnis
hér á landi,“ sagði Hallgrímur Krist-
insson, stjórnarformaður FRÍSK –
Félags rétthafa í sjónvarps- og kvik-
myndaiðnaði, um skýrslu sem Capa-
cent vann fyrir félagið um umsvif
kvikmynda og sjónvarpsiðnaðar á Ís-
landi. Úttektin sneri að framleiðslu-
fyrirtækjum, kvikmyndahúsum og
sjónvarpsstöðvum 2014. „Við teljum
að þetta hafi ekki minnkað á árinu
2015 en verið á svipuðu róli þá,“ sagði
Hallgrímur.
Skýrslan segir að skatttekjur rík-
isins vegna kvikmynda- og sjón-
varpsiðnaðarins árið 2014 hafi verið
um 12 milljarðar króna. Framlög rík-
isins til kvikmynda og sjónvarps,
þ.m.t. Ríkissjónvarpsins, hafi hins
vegar verið um 5,9 milljarðar á sama
tíma, eða tæpur helmingur af skatt-
tekjunum.
„Okkur finnst mjög áhugavert að
ríkið sé að fá tvöfalt meiri tekjur af
þessu en það leggur fram að með-
töldum framlögum til Ríkissjón-
varpsins,“ sagði Hallgrímur. Hann
sagði að Capacent væri með nokkrar
tillögur í skýrslunni, þar á meðal um
aukna styrki til framleiðslu á inn-
lendu sjónvarpsefni í ljósi þessarar
niðurstöðu.
„Það þarf að jafna samkeppnina og
gera hana sanngjarnari. Það þarf að
lækka virðisaukaskatt sem er lagður
á bíómiða, myndefnisveitur og mynd-
diska í 11% til samræmis við skatti
sem er lagður á bækur og tónlist.“
FRÍSK bendir á að séu tilteknir tón-
leikar gefnir út á geisladiski beri þeir
11% vsk. en 24% vsk. séu þeir gefnir
út á mynddiski.
Endurgreiðslur mikilvægar
Virðisauki greinarinnar var rúmir
11 milljarðar árið 2014 en allt að 27
milljarðar með óbeinum og afleiddum
áhrifum, samkvæmt skýrslunni. Sé
einungis litið til framleiðslu á kvik-
myndum og sjónvarpsefni var veltan
15,5 milljarðar en velta sjónvarps- og
útvarpsgerðar var 14,2 milljarðar ár-
ið 2014.
Lagt er til í skýrslu Capacent að
gildistími laga um tímabundnar
endurgreiðslur vegna kvikmynda-
gerðar á Íslandi (43/1999) verði fram-
lengdur. Að óbreyttu falla lögin úr
gildi 31. desember 2016.
„Ég tel að það eigi að hækka
endurgreiðsluhlutfallið úr 20% til að
laða að okkur fleiri erlend kvik-
myndaverkefni,“ sagði Hallgrímur.
Hann sagði að sum nágrannalönd
byðu nú 25% endurgreiðslu af fram-
leiðslukostnaði sem til félli í því landi.
„Velta í greininni jókst um 37% frá
2009 til 2014. Ég tel að það megi
rekja stóran hluta aukningarinnar til
þessara endurgreiðslna. Það er nauð-
synlegt að framlengja þetta og jafn-
vel hækka endurgreiðslurnar,“ sagði
Hallgrímur.
Mikið umfang kvikmyndagerðar
Ný skýrsla Capacent um umfang framleiðslu, dreifingu og sýningar kvikmynda og sjónvarpsefnis
Ríkið fær tvöfalt meiri tekjur af greininni en þeir fjármunir eru sem það leggur til hennar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvikmyndagerð Unnið að tökum kvikmyndarinnar Fyrir framan annað fólk, eftir Óskar Jónasson. Hún var frum-
sýnd í síðustu viku. Gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis er orðin stór atvinnugrein hér á landi.
„Það kom
fram í könn-
uninni að
83% lands-
manna telja
textun og
talsetningu
erlendra
kvikmynda
og sjón-
varpsefnis
mikilvæga.
Ríkið ætti að styrkja talsetn-
ingu og textun,“ sagði Hall-
grímur Kristinsson, stjórn-
arformaður FRÍSK. „Íslenskar
sjónvarpsstöðvar og kvik-
myndahús eru skyldug að tal-
setja eða texta erlent efni og
borga yfir 300 milljónir á ári
fyrir það. Á sama tíma eru þess-
ir aðilar í samkeppni við t.d.
Netflix sem ber engin skylda til
að texta eða talsetja sitt efni.
Það þarf að lagfæra þann
ósanngjarna mun.
Félagsmenn okkar þurfa að
innheimta 24% vsk. af bíó-
miðum, myndefnisveitum (VOD)
og DVD-mynddiskum. Netflix
borgar engan virðisaukaskatt
hér á landi.“
Ójöfn
samkeppni
KEPPT UM ÁHORFENDUR
Hallgrímur
Kristinsson
Þrír erlendir ferðamenn slösuðust
þegar bíll þeirra valt síðdegis í gær á
Stykkishólmsvegi við Álftafjörð.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LIF, var kölluð út um klukkan hálf
fjögur og var komin í loftið skömmu
síðar. Flaug hún með ferðamennina
á Landspítala Háskólasjúkrahús og
lenti þar um klukkan hálf sex.
Ítölsk kona liggur á gjörgæslu
með alvarlega áverka eftir slysið, en
líðan hennar er stöðug. Tveir aðrir
ítalskir ferðamenn voru með henni í
bílnum, þeir eru einnig á spítalanum
en ekki jafn þungt haldnir.
Alvarlega slösuð eftir
veltu við Stykkishólm
TF-LIF Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð út til að sækja þá slösuðu.