Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016
Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500
• Frí heimsending lyfja
• Góð kjör fyrir eldri
borgara og öryrkja
• Gerðu verðsamanburð
• Mówimy po polsku
góð þjónusta
ogPersónuleg
Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00
Heilbrigð skynsemi
Heilsugæsla
efra Breiðholts
Gerðuberg
Lyf á lægra verði
● Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að
leggja 18 milljóna króna stjórnvaldssekt
á Almenna lífeyrissjóðinn vegna brots á
lögum um verðbréfaviðskipti. Fjármála-
eftirlitið segir lífeyrissjóðinn hafa búið yf-
ir innherjaupplýsingum þegar hann í
marsmánuði 2015 keypti skuldabréf út-
gefin af HS Veitum.
Við ákvörðun sektarinnar var m.a. tek-
ið tillit til þess að hagnaður af viðskipt-
unum var óverulegur.
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sent
frá sér athugasemd þar sem ákvörðun
FME er mótmælt. Í tilkynningu sjóðsins
segir að farið verði nánar yfir niðurstöðu
FME og viðbrögð sjóðsins við henni.
Almenni lífeyrissjóð-
urinn sektaður
● Neteftirlit kínverskra stjórnvalda hef-
ur lokað fyrir aðgang auðjöfursins Ren
Zhiqiang að samskiptavefnum Weibo,
sem oft er kallaður kínverski Twitter.
Ren hefur fengið viðurnefnið „Fall-
byssan“ en hann þykir gjarn á að skjóta
föstum skotum á stjórnvöld og tala
tæpitungulaust. Ren auðgaðist af fast-
eignaviðskiptum og hefur það, auk
skoðanagleðinnar, orðið til þess að hon-
um er gjarnan líkt við hinn bandaríska
Donald Trump.
Ren hafði um 38 milljón fylgjendur á
Weibo. Í yfirlýsingu kínverskra stjórn-
valda segir að lokunin stafi af því að
Ren hafi dreift „ólöglegum upplýs-
ingum sem hafi haft neikvæð áhrif“.
Þagga niður í
„Kínverska Trump“
STUTTAR FRÉTTIR ...
Bill Gates, annar stofnenda Micro-
soft, varar við því að verðmat eftir-
sóttustu sprotafyrirtækjanna kunni
að vera uppblásið. Fjöldi efnilegra
sprotafyrirtækja hefur sprottið upp í
Kísildal á síðustu árum og reiknast
Financial Times til að um 150 fyr-
irtæki tilheyri hópi svokallaðra „ein-
hyrninga“; ungra undrafyrirtækja
sem sem eru verðmetin á yfir einn
milljarð dala. Gates segir allar líkur
á að verðmat þessara fyrirtækja
muni lækka frekar en hækka á næstu
tveimur árum. „Það er ákveðin upp-
stokkun að eiga sér stað,“ segir hann
í viðtali við FT, „[Fjárfestingar í
sprotum] ættu ekki að snúast um að
loka augunum, og segja sem svo:
„Þetta er tæknifyrirtæki – hendum í
það peningum“. Sú nálgun hefur
virkað í um tvö ár en nú þarf að opna
augun og gaumgæfa fyrirtækin.“
Verðmat sprotafyrirtækja hefur
verið til umræðu upp á síðkastið,
m.a. vegna vonbrigða með hlutafjár-
útboð sprota eins og greiðslumiðl-
unarinnar Square og gagnageymsl-
unnar Box.
Bjartsýnn til lengri tíma litið
„Ef ég fengi í hendurnar körfu af
einhyrningum myndi ég ekki vita,
þessa stundina, hvort ég ætti að taka
skortstöðu eða gnóttstöðu í þeim,“
segir Gates. Hann kveðst mögulega
myndu taka skortstöðu til tveggja
ára en ekki til lengri tíma enda
myndi það vera ávísun á mikið tap ef
aðeins eitt sprotafyrirtækjanna í
körfunni nær að vaxa af svo miklum
krafti að það myndi lenda í hópi
verðmætustu fyrirtækja.
Bendir Gates þó á að þrátt fyrir
skiptar skoðanir um verðmat og
óvissu um frammistöðu sprotafyr-
irtækja séu sprotar áhugaverður
fjárfestingarkostur á tímum lágra
stýrivaxta.
Tilefnið fyrir ummælum Gates
var að hann hyggst, í félagi við aðra
milljarðamæringa, fjárfesta í fjölda
sprotafyrirtækja í orkugeira. Fjár-
festingarnar tengjast loftslags-
ráðstefnunni í París og miða meðal
annars að því að stemma stigu við
loftslagsbreytingum. ai@mbl.is
Væntir uppstokkunar
hjá „einhyrningum“
Reuters
Bóla? Bill Gates segir ekki hafa verið vandað nægilega til við fjárfestingar í
sprotum. Fjárfestar hafi „hent peningum“ í sprotana. Mynd úr safni.
Segir fjárfesta hafa verið of ákafa
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Warren Buffett sendi á föstudag frá
sér árlegt bréf sitt til hluthafa
Berkshire Hathaway. Að vanda voru
margir spenntir að sjá hvað „véfrétt-
in frá Omaha“ hefði að segja um
rekstur Berkshire og horfurnar á
mörkuðum almennt.
Jákvæður tónn er í Buffett að
þessu sinni, og það þrátt fyrir að
hlutabréfaverð Berkshire hafi lækk-
að um 12% á síðasta ári, en eiginfjár-
staða fyrirtækisins batnaði á sama
tíma um 15,4 milljarða dala. Hagn-
aður jókst á milli ára úr tæplega 19,9
dölum á hlut upp í rétt rúmlega 24
dali á hlut.
Eignast meira í „fjórum stóru“
MarketWatch greinir frá því að
frammistaða sumra stærstu fjárfest-
inga Berkshire hafi ekki staðist
væntingar en engu að síður jók fé-
lagið hlut sinn í „fjórum stóru“, fyr-
irtækjunum sem mynda kjarnann í
eignasafninu: American Express,
Coca Cola, IBM og Wells Fargo.
Í bréfinu lýsir Buffett meðal ann-
ars ánægju sinni með að stærsta
rekstrareining Berkshire, lesta-
fyrirtækið BNSF, hafi stórbætt
þjónustu sína og haldið flutnings-
magni uppi á sama tíma og sam-
dráttur hefur verið í vöru- og hráefn-
isflutningum í lestageiranum í heild
sinni. Fjárfestirinn bindur líka mikl-
ar vonir við Precision Castparts, sem
Berkshire eignaðist í janúar og
greiddi 32 milljarða dala fyrir.
Tvær síður í 30 síðna bréfinu fjalla
um Clayton Homes, fyrirtæki í eigu
Berkshire sem bæði selur forsmíðuð
og færanleg hús og býður upp á fjár-
mögnun fyrir kaupunum. Hefur fyr-
irtækið verið sakað um óheiðarlega
viðskipahætti. Buffett segir við-
skiptavinum Clayton gert það ljóst, á
mjög skýru máli, að þeim standi aðr-
ar fjármögnunarleiðir til boða. Hafa
stjórnvöld skoðað starfsemina ítrek-
að á undanförnum tveimur árum og
aðeins leitt til minniháttar sekta.
Bjartsýnn á framtíðina
Buffett er þekktur fyrir að hugsa
langt í fjárfestingum sínum og gerir
hann neikvæðnina í bandarísku
stjórnmálaumræðunni að umtalsefni
sínu. Segir hann kolrangt að sú kyn-
slóð sem nú er að vaxa úr grasi geti
orðið sú fyrsta til að hafa það verra
en kynslóðin sem kom á undan.
„Börn sem koma í heiminn í Banda-
ríkjunum í dag eru lánsamasti ár-
gangur sögunnar,“ segir hann og
kveðst þess fullviss að landsfram-
leiðsla muni halda áfram að aukast
jafnt og þétt. Hafa margir áhyggjur
af að hagvöxtur verði ekki nema í
kringum 2% um fyrirsjáanlega fram-
tíð. Segir Buffett að þótt gaman væri
ef hagvöxtur væri meiri skili 2%
vöxtur „undraverðum“ framförum
þegar til lengri tíma sé litið.
Reiknar Buffett út að með tilliti til
fólksfjölgunar muni hagvöxtur upp á
aðeins 2% skila dæmigerðri fjögurra
manna fjölskyldu jafnvirði 76.000
dala aukningar í árstekjum að ald-
arfjórðungi liðnum.
„Ekkert jafnast á við markaðs-
hagkerfið þegar kemur að því að
framleiða það sem fólk langar í, og
það sem meira er; að framleiða það
sem fólk veit ekki enn að það langar
að eignast,“ segir milljarðamæring-
urinn og minnir á að þegar hann var
á fimmtugsaldri hafi t.d. ekki hvarfl-
að að honum hvað einkatölvan gæti
orðið honum verðmætt tæki. Segist
Buffett núna spila bridds á netinu tíu
klukkustundir í viku og reiða sig á
leitarvélar við skrif hluthafabréfsins.
„En ég er samt ekki enn tilbúinn
fyrir Tinder,“ gantast hann.
Reuters
Framfarir Buffett gefur lítið fyrir
bölsýni um framtíðina.
Buffett brattur í
bréfi til hluthafa
Gagnrýnir neikvæða umræðu um
framtíð Bandaríkjanna Ánægður
með BNSF og ver Clayton Homes
● Á heimsvísu drógu fjárfestar jafnvirði
60 milljarða dala út úr verðbréfasjóðum
í janúarmánuði. Mest var útstreymið í
Evrópu þar sem verðbréfasjóðir endur-
greiddu fjárfestum jafnvirði 47 milljarða
evra, samkvæmt mælingum Thompson
Reuters Lipper.
FT segir þetta mesta útstreymi fjár-
magns úr verðbréfasjóðum á einum
mánuði síðan fjármálakreppan náði
hámarki.
60 milljarðar dala úr
verðbréfasjóðum