Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Stelpurnar eru þónokkrirlestrarhestar og við foreldr-arnir lesum líka fyrir þær áhverju kvöldi,“ segir Mó- heiður Geirlaugsdóttir þar sem hún skoðar, spáir og spekúlerar í bók- unum ásamt dætrum sínum, Ísold 11 ára og Karólínu 9 ára. Móheiður segir þær hafa nýlega tekið þátt í átakinu Allir lesa og Kar- ólína er fljót að bæta við: „Við skráð- um niður í hversu margar mínútur við lásum á dag. Ég held ég hafi lesið í meira en þrjúhundruð mínútur.“ Þær mæðgur byrja í barnadeild- inni og eru fljótar að reka augun í þýddar barnabækur eftir David Walliams, sem er breskur höfundur, en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur heim til Íslands eftir að hafa bú- ið í Skotlandi í þrjú ár. Karólína velur sér eina bók eftir þann skoska, sem heitir Amma glæp- on. „Pabbi hefur verið að lesa fyrir mig bækur eftir hann og þær eru mjög skemmtilegar.“ Og Ísold velur sér líka eina eftir hann, sú heitir Grimmi Tannlæknirinn. Þær taka allar þrjár andköf þeg- ar þær sjá bækur um Tracy Beaker, en þær þekkja þá stelpu úr sjón- varpsþáttum í Skotlandi. „Mamma elskar þessa þætti. Þetta er um stelpu sem er á töku- heimili og hún er alltaf að öskra,“ seg- ir Ísold og rekur upp nokkuð reiðilegt óp máli sínu til stuðnings. „Tracy Beaker er alltaf að tala um mömmu sína og segja að hún sé leikkona í Hollywood en enginn trúir henni. Samt er það satt.“ Vel læsar og talandi á ensku Systurnar eiga greinilega mikið af bókum því þær eru sífellt að benda Mæðgur skreppa saman á bókamarkað Þær Ísold og Karólína Arnarsdætur fóru í vetrarfríinu sínu með mömmu sinni, Móheiði Geirlaugsdóttur, á bókamarkaðinn í Laugardalnum og sóttu sér lesefni. Mæðgurnar hafa allar mikið yndi af því að lesa en áhugasviðin eru ólík. Grúsk Móheiður með bunkann sinn við ljóðabókaborðið og dætur að baki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman Ísold og Karólínu finnst skemmtilegt að skoða allskonar bækur. Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, sem margir þekkja sem Ævar vísindamann, fjallar um lestr- aruppeldi barna kl. 17.15 til 18 í dag í Borgarbókasafninu í Spönginni. Er- indið, Að lesa eða ekki lesa – þarna er efinn, er í fyrirlestraröðinni Í leið- inni sem safnið stendur fyrir síðasta mánudag hvers mánaðar. Ævar Þór hefur verið athafnamikill á sviði barnamenningar og unnið með margvíslegum hætti að því að hvetja börn til lesturs. Í erindi sínu mun hann m.a. fjalla um lestur, bæk- ur fyrir börn og reynslu sjálfs sín af lestrarhvatningu. Um þessar mundir stendur hann í annað skipti fyrir um- fangsmiklu lestrarátaki fyrir grunn- skólabörn. Fimm verðlaunahöfum úr átakinu hlotnast sá heiður að verða persónur í nýrri bók Ævars sem kem- ur út með vorinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Morgunblaðið/Eggert Leikari og rithöfundur Ævar Þór er athafnamikill á sviði barnamenningar. Að lesa eða ekki lesa í leiðinni Nú þegar hitastigið úti er farið að hækka og snjórinn bráðnar meira og meira dag frá degi (í það minnsta fyr- ir sunnan) er engu líkara en blessað vorið sé handan við hornið. Og hvað er þá betra fyrir andann og skrokkinn en að bregða sér út úr húsi og draga djúpt ofan í lungu súrefnið og loftið hreina? Útivera er mannbætandi og innipúkar ættu að skottast út í þetta dásemdarveður, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Ekki er nú síður gaman að viðra sig úti í frosti og hressandi kulda; það eina sem þarf að hafa í huga er að klæða sig sam- kvæmt veðri. Koma svo! Endilega … …andið að ykkur súrefni Morgunblaðið/Ómar Útivera Hún bætir, hressir og kætir. Sigurður Ben Jóhannsson opnaði í morgun sýningu á 24 splunkunýj- um olíumálverkum á 2. hæð í Do- mus Medica. Fyrir helgina hafði hann tekið niður önnur sem voru til sýnis í Geysi Bistro í þrjá mánuði. Nóg að gera hjá eldri borgurum, að minnsta kosti sumum. Verk eftir Sigurð prýða heimili allmargra landsmanna, hann hefur haldið nokkrar einkasýningar und- anfarin ár og er býsna afkastamik- ill málari. Á sínum yngri árum bæði teiknaði hann og málaði í tóm- stundum sínum og hugur hans stóð til myndlistarnáms. Þó fór svo að hann lærði rafvirkjun og starfaði lungann af starfsævinni sem fram- kvæmdastjóri hótelreksturs hjá varnarliðinu á Miðnesheiði. „Heima á Ísafirði þótti ekki praktískt að vera listamaður þegar ég var að alast upp,“ útskýrir hann. Löngu áður en Sigurður var í rauninni tilbúinn til að láta af störf- um og setjast í helgan stein, full- frískur og aðeins 65 ára, fór herinn og þar með fauk starfið. Samhliða vinnu hafði hann haldið áfram fyrri iðju og dundað sér við að teikna og Málverkasýning Sigurðar Ben Jóhannssonar í Domus Medica Skemmtilegast að mála gömul hús, abstrakt og fígúratíft Morgunblaðið/Kristinn Í vinnustofunni Sigurður Ben Jóhannsson við eldhúsborðið heima hjá sér. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.