Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 ✝ Gunnar Árna-son fæddist í Vestmannaeyjum 11. desember 1928. Hann lést 19. febr- úar 2016. Foreldrar Gunn- ars voru hjónin Árni Sigurður Böðvarsson útgerð- armaður og rakari í Vestmannaeyjum sem fæddur var að Eyvakoti á Eyrarbakka 28. júní 1890 og María W.H. Eyvind- ardóttir sem fædd var í Reykja- vík 25. febrúar 1901. Árni var af Höfðabrekkuætt í föðurætt en móðir hans, Mál- fríður, var af ætt Síðupresta. María var dóttir Eyvindar Árna- sonar útfararstjóra í Reykjavík og konu hans Sophiu K. Heil- mann. Systkini Gunnars voru Fríða Soffía Böðvars, fædd 1921 og lést aðeins 13 ára gömul, Sem ungur maður starfaði Gunnar við hraðfrystihús föður síns í Fífuhvammslandi í Kópa- vogsdal, bæði við hráefnisöflun og verkstjórn í vinnslusal. Árið 1956 stofnuðu Gunnar og bræð- ur hans Víbró, sem framleiddi hleðslusteina og plastein- angrun. Árni faðir þeirra seldi hraðfrystihúsið og þeir bræð- urnir keyptu lóðina við hliðina. Nokkrum árum síðar réðust þeir í byggingu skrifstofu- og verslunarhúss þar sem nú er Hamraborg í Kópavogi og frystihúss við Bátalón í Hafn- arfirði. Vann Gunnar allan sinn starfstíma í fyrirtækjum þeirra bræðra þar til um síðustu alda- mót að þeir seldu fyrirtæki sín. Nokkrum árum eftir andlát eiginkonu sinnar kynntist Gunn- ar Svövu Sigmundsdóttur. Síð- ustu árin dvaldi Gunnar á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hann lést. Útför Gunnars verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 29. febrúar 2016, klukkan 11. Erna Böðvars, fædd 1922 og látin 2008, Eyvindur, fæddur 1926 og lát- inn 2012, Böðvar, fæddur 1927 og lát- inn 2010 og Gott- freð, fæddur 1932 og lifir systkini sín. Gunnar kvæntist 8. september 1951 Stefaníu Stef- ánsdóttur, sem fædd var í Neskaupstað 12. október 1931 en ólst upp á Djúpavogi. Stefanía lést 6. des- ember 1995. Börn Gunnars og Stefaníu eru Kjartan, fæddur 1951, kvæntur Hrefnu Sölva- dóttur, Þorgerður, fædd 1955, gift Ásgeiri G. Sigurðssyni, og Anna María sem var fædd 1962 og lést 2006. Hún var gift Nils Möller-Jensen. Barnabörn Gunnars eru níu talsins og lang- afabörnin eru 13 talsins. Við andlát elsku pabba, Gunn- ars Árnasonar, er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans í nokkr- um orðum. Pabbi var ljúfur og ástríkur faðir. Hann var glaðsinna og hrifnæmur að eðlisfari þó svo hann gæti vissulega skipt skapi ef svo bar við en hann var aldrei meiðandi í garð annarra. Upp í hugann koma minningabrot úr æsku; það fyrsta sem ég man, lík- lega um þriggja ára aldurinn, er að ég sit alsæl í fangi pabba um kvöldmatarleytið og hann nýkom- inn heim úr vinnu. Það er gaman hjá okkur og mér líður vel og finn að ég er örugg í fangi hans. Ég skríki og pabbi leyfir mér að toga í bringuhárin sem læðast upp úr hálsmálinu. Þetta hlýtur að hafa valdið honum sársauka en hann leiddi hann hjá sér og náði smám saman að beina athygli minni að öðru. Einhverju síðar er ég að hlaupa niður heimtröðina á alltof stórum hælaskóm og pabbi er kominn á eftir mér til að forða falli. Ég er reið og vil ekki láta ná mér því ég er á leið til vinkonu til að sýna mig. Ég lét ljót orð falla í garð pabba og hafði í hótunum en hann tók því ljúflega, lét sem vind um eyru þjóta og náði sátt við mig eins og fyrir töfra. Ég man hvað ég skammaðist mín lengi fyrir ljótu orðin en slík hafði ég aldrei áður látið falla og allra síst vildi ég segja neitt ljótt við þennan góða mann. Pabbi festi kaup á grammófóni til að spila vínylplötur. Hann spil- aði helst píanókonserta sem hann táraðist yfir og hreif mig með. Ég deili sömu hrifingu á sömu verk- unum enn þann dag í dag og er löngu farin að tárast eins og hann. Pabbi söng einnig betur en karl- arnir í útvarpinu, helst þó í baði. Á sumrin var fjölskyldan vön að heimsækja móðurforeldrana á Djúpavogi. Þá fórum við krakk- arnir og mamma á undan en pabbi sótti okkur norðurleiðina þar sem suðurleiðin var enn ófær. Á heim- leiðinni þreyttist pabbi ekki á að benda okkur á náttúrufegurðina. Hann stoppaði bílinn á útsýnis- stað uppi á Möðrudalsöræfum til að berja Herðubreið augum sem var að hans mati fegursta fjall landsins. Einhvern veginn varð ferðalagið svo miklu skemmti- legra og líflegra þegar hann var með í för og hughrifin sem hann tendraði sitja enn. Á menntaskólaárunum keyrði hann mig ósjaldan í skólann úr Kópavogi svo dóttirin grútsyfjaða þyrfti ekki að taka strætó eld- snemma. Honum fannst gaman að keyra og við áttum þarna góðar stundir saman. Þegar börnin mín komu eitt af öðru var hann ein- stakur afi sem allt vildi fyrir þau gera en þau mamma hjálpuðu okkur oft með börnin. Það er þó eitt af mörgum viðvikum hans mér til hjálpar sem ég er einstak- lega þakklát fyrir. Þá kom hann oft síðdegis, alla leið út á Álftanes, til að hjálpa mér eftir að ég eign- aðist yngsta barnið mitt. Þá gekk hann með óværa afastelpuna sína um gólf svo stressaða unga móð- irin gæti eldað kvöldmat, sinnt leikskólabarninu og haldið stóra bróður að heimanáminu. Pabbi vildi nefnilega allt fyrir mann gera sem var í hans valdi. Ástríki hans og umhyggja búa innra með mér á meðan ég lifi. Þorgerður Gunnarsdóttir. Kær tengdafaðir minn, Gunnar Árnason, er allur. Hann var ein- stakt ljúfmenni, léttur í lund, hjartahlýr og bar hag allrar fjöl- skyldunnar fyrir brjósti. Strax við upphaf okkar kynna tók hann mér vel og aldrei bar skugga á samskipti okkar. Við fjölskyldan nutum þess hversu liðlegur og bóngóður hann var, alltaf reiðubúinn að hjálpa til, hvort sem það var að skutla barnabörnunum á þeim tíma sem við foreldrarnir vorum upptekin eða að snúast eitthvað fyrir okk- ur. Fyrir það er ég ævinlega þakklát. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á áhuga hans á bílum og ekki síst eyðslu þeirra. Oft heyrð- ist setningin: „Ertu búinn að mæĺ- ann?“ Þá var mikið spáð og spek- úlerað í eyðslunni, hverju bílinn eyddi í blönduðum akstri og/eða utanbæjarakstri. Minna var spáð í kaupverð bílsins, enda þegar búið að kaupa hann. Hann hafði dálæti á landinu okkar og vorum við í stöðugu símasambandi þegar við fjöl- skyldan ferðuðumst um landið. Hann var með í anda. Ferðalögin til útlanda voru þó sennilega fleiri en innanlands og naut hann þeirra vel. Úti sit eg, og enn er vor. Þakkir flyt eg þeim fornu minnum, gleymi aldrei svo góðum kynnum þó eg eldist og þyngist spor. (Bragi Björnsson) Ég þakka Gunnari samfylgd- ina, betri tengdaföður er ekki hægt að óska sér. Hrefna Sölvadóttir. Elsku afi minn. Þá er þinn tími hér liðinn. Mik- ið sem ég á eftir að sakna þín. Sakna hlátursins, brossins, um- hyggjuseminnar, ljúfmennskunn- ar. Þrátt fyrir mikla heilabilun þessi síðustu ár varstu alltaf sama ljúfmennið. Óskaðir mér ávallt góðs gengis þegar þú kvaddir mig, þótt lítið annað hefði verið sagt í heimsóknunum. Það var greinilegt að þér var hlýtt til ár- anna þegar þú varst lítill peyi í Eyjum og þegar ég var yngri rifj- aðir þú oft upp sögur frá þeim tíma. Sumarið ’98 var eftirminnilegt því þá fórum við, ásamt mömmu og Atla bróður, til Danmerkur að heimsækja Önnu Maríu frænku og fjölskyldu. Við tvö kíktum eitt sinn í stórmarkað þarna úti og þar sá sú stutta forláta glimmernagla- lakk sem hún varð að eignast. Af- inn sagði að sjálfsögðu já við mik- inn fögnuð þeirrar stuttu og flaug þá sú fræga setning: „Afi. Þú ert besti afi í heimi.“ Það mátti vart sjá hvort var ánægðara, sú yngri með nýja naglalakkið eða sá eldri með nýju heiðursnafnbótina. Nafnbót sem þú stóðst svo sann- arlega undir og meinti ég þessi orð af öllu hjarta. Þú sýndir mér ávallt svo mikla hlýju og umhyggju. Mættir reglu- lega á píanótónleika hjá mér og varst alltaf svo spenntur að heyra mig spila þegar þú kíktir í heim- sókn. Þú hafðir unun af tónlist, hlustaðir mikið á klassíska tónlist og fannst ekki leiðinlegt að setjast sjálfur við píanóið og spila nokkur lög. Hjartans þakkir fyrir allar góðu stundirnar og fyrir að vera besti afi í heimi. Hvíl í friði, elsku vinur. Þín afastelpa, Ásta Rún. Elsku afi minn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, þótt ég hafi reyndar oft kvatt þig undir það síðasta. Þegar ég var lítil baðstu um knús og koss á kinn. Seinna þegar þú varst hættur að þekkja fólkið þitt kyssti ég þig á ennið í kveðju- skyni; þá birti yfir þér. Nú fylgi ég þér til grafar og vona að þú hafir fengið þá hvíld sem þú áttir svo sannarlega skilið. Ég sé þig fyrir mér að borða hnallþórur og ís, áhugi sem ég og börnin mín höf- um erft frá þér. Mig langar að þakka þér fyrir alla alúðina og kærleikann sem þú sýndir mér alla tíð. Þú varst ein besta og ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Klara Rún Kjartansdóttir. Gunnar Árnason Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HEIÐRÚN GUÐBJÖRG ALFREÐSDÓTTIR, Bæ á Höfðaströnd, lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu Gautaborg fimmtudaginn 25. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. . Símon Ingi Gestsson, Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Helgi Sig-urjónsson fæddist í Kollu- gerði í Glæsibæjar- hreppi 19. janúar 1919. Hann lést 20. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Sigurjón Benediktsson bóndi Kollugerði, f. 19.8. 1882, d. 27.10. 1973, og Sigurveig Hálfdánardóttir vinnukona Kollugerði, f. 14.11. 1897, d. 3.8. 1929. Hálfsystkini samfeðra: Helga, f. 1921, d. 2015, Sig- urlína Dagný, f. 1923, d. 2005, Gunnar Jóhann Baldvin, f. 1925, d. 2004. Hálfbróðir sammæðra: Kristján Óskarsson, f. 1927, d. 2008. 8. júní 1946 kvæntist Helgi Sigríði Ketilsdóttur frá Finna- stöðum í Eyjafjarðarsveit, f. 23.9. 1925. Börn þeirra: 1) Smári Helgason, f. 1946, kvænt- ur Önnu Jóhannesdóttur, f. 1947. Börn þeirra: Ingibjörg, f. 1968, Sólrún, f. 1969, og Jó- hannes, f. 1976. 2) Ketill, f. 1947, fyrri kona Erna Guðrún Jó- hannesdóttir, f. 1948. Börn þeirra: Ármann, f. 1967, Sigríð- ur Ásný, f. 1969, Guðný, f. 1970, og Helena, f. 1975. Seinni kona Ósk, f. 1987. 8) Hólmfríður, f. 1960, d. 2008, sambýlismaður Örn Þórisson, f. 1958 (skildu), barn þeirra Bernharð, f. 1979. 9) Gunnhildur, f. 1966, barns- faðir Björn Axelsson, f. 1968, barn þeirra Guðni Þór, f. 1991, eiginmaður Ragnar Stefán Brynjarsson, f. 1958 (skildu), börn þeirra Bjarki, f. 1993, og Lísa María, f. 1998. Helgi ólst upp hjá móður sinni í Glerárþorpi til 7 ára ald- urs er hún giftist Óskari Krist- jánssyni frá Vatnsenda og þau hófu búskap hálflendunni á Hól- um í Eyjafirði. Eftir að móðir hans lést 1929 bjó hann hjá Ósk- ari stjúpa sínum til 1934. Þá var hann í vinnumennsku og við jarðvinnslu þar til hann giftist Sigríði. Fyrstu árin voru þau til heimilis á Finnastöðum. Frá 1947 til 1955 vann hann á skurð- gröfu hjá Ræktunarfélagi Hrafnagils- og Saurbæj- arhrepps. Bjuggu þau á Hóla- koti í Saurbæjarhreppi 1955- 1964, Torfum í Hrafnagils- hreppi til 1977 og fluttu þá til Akureyrar og bjuggu í félagsbúi með Níels syni þeirra og Svein- björgu. Meðfram búskap vann hann á skurðgröfunni. Á Ak- ureyri vann hann fyrst við jarð- vinnslu og akstur en lengst af í timburporti KEA. Útför Helga verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 29. febr- úar 2016, klukkan 13.30. Anna Gunnbjörns- dóttir, f. 1958. Börn þeirra eru Gunn- björn Rúnar, f. 1980, Svanhildur Ósk, f. 1982, og Hólmfríður Katla, f. 1986. 3) Sigurjón, f. 1948. Fyrri kona Björk Guðlaugs- dóttir, f. 1957, son- ur þeirra Helgi, f. 1975. Seinni kona Sólrún Anna Sveinbergsdóttir, f. 1955, fósturbörn Sigurjóns, börn Sólrúnar: Arnar, Hjörtur og Helga Maren Birgisbörn. 4) Níels, f. 1951, kvæntur Svein- björgu Helgadóttur, f. 1950, börn þeirra Helgi, f. 1972, Sig- urbjörg, f. 1974, Sigurlaug, f. 1979, Þórir, f. 1980, og Þor- björg, f. 1987. 5) Jónína Sig- urveig, f. 1953, kvænt Kristjáni Gunnþórssyni, f. 1945, börn þeirra Gunnþór, f. 1974, Harpa, f. 1975, og Viðar, f. 1976. 6) Guðjón Þór, f. 1956, kvæntur Erlu Halls, f. 1938, fósturdóttir þeirra Iris Rún Andersen, f. 1981, dótturdóttir Erlu. 7) Reg- ína, f. 1958, barnsfaðir Gunnar Steingrímsson, f. 1957, barn þeirra Sædís Eva, f. 1979, barns- faðir Sveinbjörn Sveinbjörns- son, f. 1953, barn þeirra Birgitta Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Já, margs er að minnast og margs er að sakna nú þegar pabbi hefur fengið langþráða hvíld, 97 ára gamall. Minning- arnar munu ylja áfram og hug- urinn reikar aftur um mörg ár í sveitina þegar ég var lítil stubba og trítlaði innan um lambærnar úti á túni með pabba til að athuga hvort ekki væri nú allt í lagi. Pabbi raulaði lagstúf og ég val- hoppaði við hlið hans með litlu höndina mína í stóru hendinni hans. Þessi minning kom upp í hugann þegar ég sat við rúmið hans á Hlíð nokkru áður en hann dó og hélt í höndina á honum. Ennþá fannst mér að mín hönd væri lítil í hans hendi og enn var hönd hans sterk. Minning um mig um það bil sjö til átta ára, á heimleið í skólabílnum í sveit- inni, það var blindbylur og allt í einu birtist pabbi gangandi út úr hríðinni. Hann hafði þá ákveðið að ganga á móti bílnum til að sækja mig, hann tók mig á bakið og bar mig þessa eins kílómetra leið sem var heim að bænum frá þjóðveginum. Já, pabbi var karl í krapinu en hann var líka mikill unnandi góðra bóka og sérstak- lega ljóðabóka. Hann átti reið- innar býsn af bókum og hann kenndi mér að meta bækur og lestur góðra bóka með því að lesa mikið fyrir mig þegar ég var lítil. Oft á kvöldin og þegar hann hafði tíma þá sat hann með mig og söng fyrir mig lög og kenndi mér texta jafnvel sem hann lærði þegar hann var lítill strákur. Hann kenndi mér líka að meta gömul einsöngs- og kóralög sem ég nýt góðs af í dag, syngjandi í kór. Pabbi var fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hafði lifað tím- ana tvenna. Á unglingsárunum fannst mér hann svolítið gamall þar sem ég var yngst af níu systkinum og pabbi orðinn 47 ára þegar ég fæddist. En það breytt- ist og ég fór að meta allt sem hann kenndi mér og hafði að segja um það sem hann hafði lif- að. Við pabbi vorum ekki alltaf sammála, enda tvær Steingeitur sem stundum þurftu að „berjast“ og höfðu sterka réttlætiskennd. Sennilega hef ég alltaf verið litla stelpan, örverpið, í hans augum og erfitt fyrir hann að sjá mig sem fullorðinn einstakling sem tók sjálfstæðar ákvarðanir. Í dag er ég svo þakklát fyrir þennan sterka, hlýja mann sem gerði svo margt fyrir mig og með mér, þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann svona lengi hjá mér og að börnin mín, Guðni Þór, Bjarki og Lísa María, fengu að kynnast honum og muna hann. Pabbi var trúaður maður og vissi að sín biði annar heimur og kveið því ekki að kanna hann. Ég veit líka að nú hefur Hoffa systir tekið á móti honum og leiðir hann áfram hinum megin. Minn- ingin um pabba og afa mun lifa áfram í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Gunnhildur. Elsku pabbi minn. Ég sakna þín svo mikið, þú varst alltaf svo góður við mig og dætur mínar, en ekki er nú alltaf víst að ég hafi átt það skilið. Mér finnst mjög leitt að geta ekki kvatt þig endanlega því þú ákvaðst að gera þetta á þinn hátt og svo fljótt að enginn náði á staðinn til að kveðja. Ég met það svo mikils að hafa átt þig að sem pabba og er oft búin að hugsa um það hvað það var gam- an að alast upp í sveitinni . Og hvað ég elskaði að fara í fjárhús- in með þér, en fjósið fannst mér ekki eins skemmtilegt og reyndi að komast hjá því að fara í fjós – en það þýddi nú ekkert því þér varð að hlýða. En núna ert þú bú- inn að fá hvíldina sem þú varst búinn að þrá og ekki efast ég um að það verður vel tekið á móti þér og mun þar fara fremst í hópi hún systir mín. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín dóttir, Regína. Í dag kveðjum við öldunginn Helga Sigurjónsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast Helga fjölskyldubönd- um fyrir rúmum þrem áratugum. Helgi var heiðarlegur, traust- ur, og stóð jafnan fast á sínum skoðunum og ákvörðunum. En hann var líka hlýr persónuleiki og afar barngóður. Þar sýndi hann mannkosti sína, er hann umvafði fósturdóttur okkar hjóna hana Irisi Rún, innilegri afahlýju eins og honum var ein- um lagið. Bókelskur var hann mjög og ljóð honum afar hugleik- in. Þar áttum við sameiginlegt áhugamál. Það á því vel við að þessi er- indi Davíðs Stefánssonar úr ljóð- inu „Sálmur bókasafnarans“ fylgi Helga í ný heimkynni. Frá barnæsku var ég bókaormur, og bækurnar þekkja sína. Það reynist mér bezt, sé regn og stormur, að rýna í doðranta mína. Og þegar ég frétti um fágætan pésa, þá fer um mig kitlandi ylur. Að eigin bækur sé bezt að lesa er boðorð, – sem Hjartað skilur. En bráðum skil ég við borg og strendur og bækurnar mínar allar. Ég vona, að þær komist í vinarhendur, er vörðurinn til mín kallar. Sé fjara handan við feigðarpollinn og ferjan mín nær þar landi, bíður Pétur með prótokollinn í purpurarauðu bandi. (Davíð Stefánsson.) Ég þakka Helga tengdaföður mínum ánægjulega samveru og veit að eftir langt og farsælt ævi- starf varð hvíldin honum kær- komin. Erla Halls. Helgi Sigurjónsson  Fleiri minningargreinar um Helga Sigurjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.