Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 Myndlistarkonan Arna Gná Gunn- arsdóttir opnar á morgun, 1. mars, myndlistarsýningu í Listasal Evr- ópuráðsins í Strassborg í Frakk- landi. Sýninguna kallar hún Winter in Strasbourg og vinnur þar út frá menningarumhverfi sínu í Frakk- landi og á Íslandi. Arna Gná (fædd 1974) býr og starfar í Strassborg. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við Listaháskólann í Bergen og Kung- liga konsthögskolan í Stokkhólmi. Eftir að Arna lauk námi hefur hún tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Aurum í Bankastræti og í Gallerí Vegg. Í tilkynningu um sýninguna segir listakonan að hún vinni út frá um- hverfinu, reglum og hefðum sam- félagsins, tungumáli þess og menn- ingu. „Hver staður hefur sínar reglur, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Nýju tungumáli fylgir nýtt auðkenni einstaklings í ókunnugu samfélagi.“ Menningarumhverfi Sýninguna kallar Arna Gná Winter in Strasbourg. Arna Gná sýnir í sal Evrópuráðsins Fánalög á Fil- ippseyjum eru álíka ströng og á Íslandi; ekki má klæðast fánanum eða láta hann snerta jörðu. Söngkonunni Madonnu var ekki kunnugt um þetta þegar hún kom fram í Manilla fyrir helgi og sveipaði sig þjóðfána landsins auk þess sem fáninn snerti sviðið. At- hæfið var gagnrýnt harðlega og sagt að söngkonan fengi mögulega ekki að snúa aftur og tónleikahöld- urum kynni að vera refsað. Madonna þekkti ekki fánalögin Madonna TRIPLE 9 8, 10:25 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 6, 8 ZOOTROPOLIS 2D 5:40 ÍSL.TAL ZOOTROPOLIS 2D 5:40 ENS.TAL DEADPOOL 8, 10:20 ZOOLANDER 2 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar -T.V., Bíóvefurinn –– Meira fyrir lesendur ÍMARK DAGUR Föstudaginn 4. mars gefur Morgunblaðið út sérblað, tileinkað ÍMARK deginum PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA Fyrir kl. 12, þriðjudaginn 1. mars NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Háskólabíói 4. mars. Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar var ótvíræður sigurvegari Eddunnar 2016 þegar verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi og sjónvarpað beint, í opinni dagskrá á fjórum sjónvarpsstöðvum. Hrútar hlaut alls ellefu Eddur, m.a. sem besta mynd, fyrir kvik- myndatöku og klippingu auk þess sem Grímur var verðlaunaður fyrir bæði leikstjórn sína og handrit. Sig- urður Sigurjónsson þótti besti leikarinn í aðahlutverki og Theodór Júlíusson besti leikarinn í auka- hlutverki. Hrútar hafði verið tilnefnd til samtals 13 verðlauna. Fast á hæla myndinni fylgdu Fúsi með 12 og Þrestir með 11 tilnefningar en síðastnefndu myndirnar tvær unnu engin verðlaun þetta árið. Ófærð hlaut þrjár Eddur Næstflestar Eddur í ár, þrjár talsins, hlaut Ófærð, en þátturinn hafði verið tilnefndur til fjögurra verðlauna. Þátturinn var verðlaun- aður sem leikið sjónvarpsefni ársins og fyrir bestu brellur auk þess sem Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðna- dóttir og Rutger Hoedemækers voru verðlaunuð fyrir tónlist sína. Leikkonur ársins sem þóttu bera af komu báðar fram í Rétti, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir þótti besta leikkonan í aðalhlutverki og Birna Rún Eiríksdóttir besta leik- konan í aukahlutverki. Ævar Þór Benediktsson hlaut tvenn verðlaun, því þáttur hans Ævar vísindamaður þótti bæði vera barna- og unglingaefni ársins og lífsstílsþáttur ársins. Helgi Seljan var valinn sjón- varpsmaður ársins og Kastljós frétta- og viðtalsþáttur ársins. Skemmtiþáttur ársins var Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár, meðan menningarþáttur ársins var valin Öldin hennar. Heimildarmynd árs- ins var Hvað er svona merkilegt við það? Eddan 2016 Morgunblaðið/Styrmir Kári Eddan 2016 Kvikmyndin Hrútar var valin besta myndin og hlaut alls ellefu Eddur í gærkvöldi. Hrútar fóru með sigur af hólmi með ellefu Eddur  Sigurður Sigurjónsson í Hrútum og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Rétti valin bestu leikarar ársins Kvikmynd ársins Hrútar Leikstjórn ársins Grímur Hákonarson fyrir Hrúta Handrit ársins Grímur Hákonarson fyrir Hrúta Leikari ársins í aðalhlutverki Sigurður Sigurjónsson fyrir Hrúta Leikkona ársins í aðalhlutverki Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Rétt Leikari ársins í aukahlutverki Theodór Júlíusson fyrir Hrúta Leikkona ársins í aukahlutverki Birna Rún Eiríksdóttir fyrir Rétt Leikið sjónvarpsefni ársins Ófærð Heimildarmynd ársins Hvað er svona merkilegt við það? Stuttmynd ársins Regnbogapartý Sjónvarpsmaður ársins Helgi Seljan Frétta- eða viðtalsþáttur ársins Kastljós Menningarþáttur ársins Öldin hennar Skemmtiþáttur ársins Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár Barna- og unglingaefni ársins Ævar vísindamaður Lífsstílsþáttur ársins Ævar vísindamaður Leikmynd ársins Bjarni Massi Sigurbjörnsson fyrir Hrúta Búningar ársins Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benedikts- dóttir fyrir Hrúta Gervi ársins Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Hrúta Kvikmyndataka ársins Sturla Brandth Grövlen fyrir Hrúta Klipping ársins Kristján Loðmfjörð fyrir Hrúta Tónlist ársins Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers fyrir Ófærð Hljóð ársins Huldar Freyr Arnarsson og Björn Vikt- orsson fyrir Hrúta Brellur ársins Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX fyrir Ófærð Heiðursverðlaun Ragna Fossberg Verðlaun veitt í 24 flokkum auk heiðursverðlauna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.