Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 1 6
Stofnað 1913 47. tölublað 104. árgangur
ÁRLEG
MATARMENN-
INGARHÁTÍÐ FINNSK ÞJÓÐLAGASVEIT
MÖRG GÆFUSPOR
TIL BETRI AND-
LEGRAR HEILSU
TÓNLEIKAR 30 LEYST ÚR LÆÐINGI 10FOOD & FUN 24 SÍÐUR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dæmi eru um að leigusalar fari nú
fram á tugprósenta hækkanir á leigu
atvinnuhúsnæðis á höfuðborgar-
svæðinu. Húsaleiga vegur þungt í
rekstri verslana og gæti þessi þróun
því komið fram í verðlagi á næstunni.
Verslunareigandi sem ræddi við
Morgunblaðið í trausti nafnleyndar
sagði eitt stærsta fasteignafélag
landsins nú fara fram á 40-50%
hækkun á húsaleigu. Slík hækkun sé
þungt högg fyrir reksturinn.
Jóhann Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Hótel Cabin, segist á síðustu
tveimur árum hafa fengið mörg til-
boð á mánuði um leigu á húsnæði
undir hótelrekstur á höfuðborgar-
svæðinu. Leigan sé hins vegar svo há
að reksturinn muni ekki bera sig.
Magnús Árni Skúlason, sérfræð-
ingur hjá Reykjavík Economics, seg-
ir hátt kaupverð fasteignafélaga á
eignum í miðborginni skapa þrýsting
á hækkun húsaleigu. Hækkun verð-
lags sé hættumerki í ferðaþjónustu.
Konráð S. Guðjónsson, sérfræð-
ingur hjá greiningardeild Arion
banka, segir vísbendingar um að ör
vöxtur ferðaþjónustu geti haft ruðn-
ingsáhrif í hagkerfinu. Mikil fjárfest-
ing í hótelum, fólksfjölgun, vaxandi
kaupmáttur og hækkandi fasteigna-
verð sé efniviður í þenslu. Hækkun
íbúðaverðs geti orðið meiri en ella.
Upp um tugi prósenta
Kaupmaður segir stórt fasteignafélag krefjast 40-50% hækkunar á húsaleigu
Sérfræðingur segir hátt kaupverð fasteigna skapa þrýsting á hækkun leigunnar
MÞróun leiguverðs »4
Nýta sér ákvæðin
» Magnús Árni Skúlason hag-
fræðingur segir fasteignafélög
nýta sér endurskoðunarákvæði
í húsaleigusamningum.
» Félögin horfi til þessara
ákvæða, og möguleikans til að
hækka húsaleiguna, þegar þau
kaupa fasteignir.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., segir að fyrirtækinu verði að
óbreyttu lokað í sumar og engin
starfsemi verði í Hvalstöðinni í
Hvalfirði. Hann hafi gefist upp í bar-
áttunni við skrifræði embættis-
manna í Japan.
Fluttar voru út hvalaafurðir til
Japans frá Íslandi á árunum 2010 til
2015 fyrir um 7,7 milljarða króna,
samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofunnar.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir í
samtali við Morgunblaðið í dag að
fyrirhuguð lokun í Hvalfirði sé sorg-
artíðindi.
Gunnar Bragi Sveinsson utanrík-
isráðherra segir að þrátt fyrir til-
raunir ráðuneytisins hafi ekki tekist
að þoka málum Hvals hf. áleiðis í
Japan. »12
Hval hf.
lokað í
sumar
Morgunblaðið/Júlíus
Hvalskip Hvalur 8 og 9 við Ægis-
garð í Reykjavíkurhöfn.
Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður opn-
aður klukkan tíu í dag, en líkt og undanfarin ár verður hann staðsettur í
Laugardal, nánar tiltekið undir vesturstúku Laugardalsvallar.
Starfsfólki bókasafna og fleirum var boðið að heimsækja markaðinn í
gær. Fjöldi fólks þáði boðið, lagði leið sína að bókaflóðinu, þar sem á gaf að
líta bækur um hin fjölbreytilegustu málefni, og gerði þar góð kaup.
Bókaflóð við þjóðarleikvanginn í Laugardal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðskiptabankarnir þrír, Arion
banki, Íslandsbanki og Landsbank-
inn, högnuðust samtals um 106,7
milljarða króna á síðasta ári. Þetta
er 25,5 milljörðum króna meiri
hagnaður en árið 2014 þegar bank-
arnir högnuðust um 81,2 milljarða
króna samanlagt. Heildarhagnaður
bankanna var 64,6 milljarðar árið
2013.
Landsbankinn birti í gær afkomu
sína fyrir árið 2015 og var hagnaður
bankans 36,5 milljarðar króna. Fyrr
í vikunni greindi Íslandsbanki frá
20,6 milljarða króna hagnaði bank-
ans á síðasta ári og Arion banki til-
kynnti um 49,7 milljarða króna
hagnað á árinu 2015.
Heildareignir viðskiptabankanna
þriggja í lok síðasta árs nema sam-
tals 3.176 milljörðum króna og juk-
ust eignir bankanna um 234 millj-
arða á síðasta ári. »16
Viðskiptabankarnir þrír skiluðu samanlagt
107 milljarða króna hagnaði á síðasta ári
Samsett mynd/Eggert
Afkoma Eignir viðskiptabankanna þriggja
eru nú komnar yfir 3 þúsund milljarða.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Lagaheimild endurupptökunefndar
innanríkisráðuneytisins til að fella úr
gildi dómsniðurstöður Hæstaréttar
fer í bága við Stjórnarskrá Íslands,
en Hæstiréttur komst að þessari nið-
urstöðu í dómi sínum í gær.
Ákvæði laga um meðferð saka-
mála var breytt í þessa veru árið
2013, en áður var dómstólum falin
ákvörðun um endurupptöku dóma
sinna og endurskoðun.
Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar, hæstaréttarlögmanns og fyrr-
verandi hæstaréttardómara, mátti
búast við því að Hæstiréttur kæmist
að þessari niðurstöðu, allt frá því
lögum um meðferð sakamála var
breytt. „Það sem merkilegast er í
dóminum er að það sé talið að það
standist ekki stjórnarskrá að stjórn-
sýslunefnd sé fengið það vald í lög-
um að fella úr gildi dóma Hæstarétt-
ar sem handhafa dómsvalds. Mér
finnst það hafa blasað við alla tíð að
það fengi ekki staðist að fela stjórn-
sýslunefnd þetta vald,“ segir hann.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
sagðist í samtali við Morgunblaðið
ekki geta tjáð sig um niðurstöðu
Hæstaréttar fyrr en hún hefði kynnt
sér dóminn. »2
Óheimilt að ógilda dóma
Heimild endurupptökunefndar fer í bága við stjórnarskrá
Morgunblaðið/Sverrir
Hæstiréttur Ekki heimilt að ógilda.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra segir að nýtt fyr-
irkomulag heilsugæslustöðva feli
ekki í sér einkavæðingu. „Þvert á
móti ætlar ríkið að hafa afskipti af
þessum rekstri,“ segir hann. Bæði
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,
og Sigríður I. Ingadóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, segjast and-
vígar þessum áformum og stjórn
BSRB hefur mótmælt þeim. »4
Ekki einkavæðing,
segir ráðherra