Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 4
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Skiptar skoðanir eru á Alþingi um
væntanlegar breytingar á starfs-
umhverfi heilsugæslustöðva á höf-
uðborgarsvæðinu sem Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra
kynnti í gærmorgun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, þegar hún var
spurð um afstöðu flokks hennar til
fyrirhugaðra breytinga: „Við erum
andvíg einkarekstri í heilbrigð-
isþjónustu, sérstaklega þegar kem-
ur að grunnheilsugæslunni og
sjúkrahúsunum. Þó að þarna sé tek-
ið fyrir að hægt sé að taka arð út ur
heilsugæslunni, þá teljum við þetta
ekki réttu leiðina við að byggja upp
heilsugæsluna, að fara einkareknu
leiðina. Okkur líst þannig ekki vel á
þessar breytingar. Við höfum vitn-
að til þess að það er verið að tala
um að fjármagnið eigi að fylgja
sjúkingunum. Við höfum áhyggjur
af því varðandi reynslu erlendis
frá, hvaða afleiðingar þetta hefur
haft, varðandi skipulag þjónust-
unnar og minnum á að félagsleg
heilbrigðiskerfi hafa komið best
út.“
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
svaraði sömu spurningu og Katrín
var spurð svona: „Þetta er þekkt
aðferðafræði, þar sem þú fjár-
sveltir stofnun og þegar í óefni er
komið þá er tækifærið notað til þess
að boða einkarekstur.
Við tökum undir það að heilsu-
gæslan þarf á skipulagsbreytingum
að halda og auknu fjármagni, en
með þessum breytingum er ekki
verið að boða sérstaklega nýtt fjár-
magn inn í kerfið og það á að bjóða
út þrjár heilsugæslur. Ríkið ætlar
ekki að stjórna staðsetningu þeirra
og það teljum við vera alvarlegt,
því það er auðvitað ríkisvaldið sem
á að ákveða hvar á að veita nær-
þjónustu við íbúana.“
VG og Samfylking á
móti einkavæðingu
Samstiga í gagnrýni á breytingar
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Ofurfæða!
biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur
Grísk jógúrt,
vara sem er stútfull af
góðri fitu og próteini
Morgunmatur:
Grísk jógúrt + múslí
+ skvetta af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt + kakó + agave
+ chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt
+ handfylli rifinn gúrka
+ 2 hvítlauksrif
+ salt og pipar
Jón Birgir Eiríksson
Orri Páll Ormarsson
Sunna Sæmundsdóttir
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra boðaði í gær endurbætur
á starfsumhverfi heilsugæslustöðva
á höfuðborgarsvæðinu.
Að hans sögn hefur lengi verið
ljóst að heilsugæslan geti ekki að
óbreyttu staðið undir því hlutverki,
sem sátt er þó um að hún eigi að
þjóna, að vera fyrsti viðkomustaður
fólks í heilbrigðiskerfinu. Breyting-
arnar leiði einnig af sér hagkvæmari
rekstur, betri þjónustu og aukinn
sveigjanleika fyrir notendur.
Heilsugæslustöðvum fjölgar
Stefnt er að því að fjölga heilsu-
gæslustöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu um þrjár á þessu ári en Sjúkra-
tryggingum Íslands hefur verið falið
að auglýsa eftir rekstraraðilum.
Rekstur þeirra verður annaðhvort í
höndum opinberra stofnana eða fé-
laga sem stofnuð verði sérstaklega
um hverja stöð, þar sem starfsmenn
hennar yrðu eigendur.
Í dag starfa alls sautján heilsu-
gæslustöðvar á höfuðborgarsvæð-
inu. Fimmtán þeirra eru ríkisreknar
og tvær af einkaaðilum.
Ný fjármögnunaraðferð
Fjármögnunarlíkan heilsugæsl-
unnar mun taka stakkaskiptum sam-
kvæmt áætlunum ráðherra. Stefnt
er að því að lýðfræðilegir þættir,
ásamt eðli og gæðum þjónustunnar,
hafi bein áhrif á dreifingu fjár-
magnsins, en aðferðin er þekkt víða
og hefur meðal annars verið notuð í
Svíþjóð.
Byggist hún á því að sá hópur sem
skráður er á hverri heilsugæslustöð
sé skilgreindur eftir líklegri þörf
fyrir þjónustu og að fjármagn fylgi
notendum. Hver heilsugæslustöð fái
þannig meira greitt vegna sjúklings
sem er t.d. aldraður með þunga
sjúkdómsbyrði en þá sem ungir eru.
Jafnræði með rekstraraðilum
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt-
isins segir að í dag séu rekstr-
arframlögin ójöfn til heilsugæslu-
stöðvanna, enda starfi þær ekki allar
á sama rekstrargrundvelli. Rík-
isreknar stöðvar fái úthlutað fé í
fjárlögum, en einkareknar stöðvar
starfi á grundvelli samninga við hið
opinbera. Nýtt fyrirkomulag tryggi
fjármögnun byggða á sama kerfi,
óháð rekstrarformi.
Miðað er við að 90% fjármögnunar
hverrar stöðvar verði í samræmi við
áðurgreint líkan, en 10% ráðist af
þáttum, sem snúi að gæðum veittrar
þjónustu sem metin er samkvæmt
skilgreindum mælikvörðum.
Óheimilt verður að taka út arð í
rekstri heilsugæslustöðvanna, ætl-
ast er til að ávinningur af rekstr-
inum verði nýttur til úrbóta og upp-
byggingar í þágu notenda
þjónustunnar.
Lagst gegn áformum ráðherra
Stjórn BSRB sendi í gær frá sér
harðorða ályktun vegna fyrirhug-
aðra breytinga ráðherrans. Leggst
hún alfarið gegn breytingunum, en í
ályktuninni segir m.a. að „það ætti
að vera skýrt markmið stjórnvalda
að allur mögulegur „hagnaður“ af
rekstri heilbrigðisþjónustu renni
beint til frekari uppbyggingar þjón-
ustunnar, en ekki í vasa einkaaðila.“
Kristján Þór segir að ekki sé um
hreina einkavæðingu að ræða.
„Ef þetta væri hrein einkavæðing,
þá myndi ríkið gefa frá sér og ekki
hafa nein afskipti af þeim heilsu-
gæslustöðvum sem myndu fara í
rekstur samkvæmt þessu líkani.
Þvert á móti ætlar ríkið að hafa af-
skipti af þessum rekstri með þeim
hætti að búið hefur verið til fjár-
mögnunarlíkan fyrir rekstur þess-
ara stöðva og gerð kröfulýsing um
hvaða vinnu heilsugæslustöðvar eiga
að inna af hendi,“ segir hann.
Boðar breytingar á heilsugæslunni
Heilbrigðisráðherra kynnti í gær nýja stefnu heilsugæslustöðva Fjárveitingar fylgi notendum
þjónustunnar Þrjár stöðvar bætast við á árinu Stjórn BSRB ályktar harðlega gegn áformunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heilsugæsla rjár nýjar heilsugæslustöðvar verða jafnvel opnaðar á árinu.
Nýtt fjármögnunarlíkan leiðir til betri þjónustu að sögn ráðherra.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jóhann Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Hótels Cabin, segir uppsett
leiguverð á húsnæði undir hótel-
rekstur oft á tíðum svo hátt að úti-
lokað sé að reksturinn beri sig.
„Leiguverðið á markaðnum er að
mínu mati orðið alltof hátt. Síðustu
tvö ár hefur mér verið boðið að taka
þátt í nokkrum verkefnum á mánuði
[sem varða leigu á húsnæði undir
hótel]. Það á við um öll verkefnin að
ég get ekki reiknað arðsemi út úr
þeim. Boginn er spenntur alltof
hátt. Það er komið hálfgert gull-
grafaraæði í greinina. Byggingar-
verktakar ráða orðið hótelbransan-
um. Menn þurfa að taka þessi hús á
alltof hárri leigu. Þegar ferðaþjón-
ustan lendir í mótvindi munu mörg
rekstrarfélaganna sem leigja húsin
standa ansi illa,“ segir Jóhann sem
kemur einnig að rekstri Hótels
Kletts í Reykjavík og Hótels Arkar í
Hveragerði.
Verslunareigandi sem Morgun-
blaðið ræddi við í trausti nafnleynd-
ar sagði leigusala nú fara fram á 40-
50% hækkun húsaleigunnar hjá sér.
Leigusalinn, eitt stærsta fasteigna-
félag landsins, nýti sér endurskoð-
unarákvæði til að knýja fram hækk-
un. Maðurinn rekur vinsæla verslun
á fjölförnum stað austan við mið-
borg Reykjavíkur. Hann segist að-
spurður hafa fjárfest svo mikið í
húsnæðinu að flutningar komi vart
til greina. Þá muni það kosta mikið
fé að auglýsa nýja staðsetningu.
Mikill aflsmunur í samningum
Annar viðmælandi, sem starfar í
hótelgeiranum og óskaði nafnleynd-
ar, sagði stóru fasteignafélögin
komin í þá stöðu að stýra verð-
myndun á leigumarkaði. Mikill afl-
smunur sé milli félaganna og ein-
yrkja sem reka verslanir. Taldi
viðmælandinn einsýnt að félögin
hefðu keypt eignir á háu verði með
hækkanir á leigunni í huga. Þessi
þróun geti ekki verið sjálfbær.
Mörg fyrirtæki muni enda lenda í
erfiðleikum með að standa undir
slíkum hækkunum.
Magnús Árni Skúlason, sérfræð-
ingur hjá Reykjavík Economics,
flutti erindi á ráðstefnu um fast-
eignamarkaðinn í Hörpunni í gær.
Hann segist aðspurður deila
áhyggjum margra af því að leigu-
verð sé í sumum tilfellum að hækka
skart á höfuðborgarsvæðinu.
„Ég er sammála því að leiguverð
geti hækkað of skart. Ég ræddi við
verslunareiganda sem selur vörur
til ferðamanna. Hann sagði versl-
unina geta borið svo hátt leiguverð
þar sem hann væri með mikla veltu
á fermetra. Hann væri hins vegar
ekki viss um að venjuleg verslun
gæti staðið undir leigunni.“
Magnús Árni tekur svo dæmi af
kaupum tveggja fasteignafélaga á
reitum í miðborg Reykjavíkur.
Kaupverðið hafi verið hátt og kaup-
in fjármögnuð með rúmlega 3%
raunvöxtum. „Þá þurfa félögin að ná
hærri ávöxtun á húsnæði. Því þurfa
þau að nýta endurskoðunarákvæði
leigusamninga. Eftir efnahagshrun-
ið voru gjarnan gerðir skammir
leigusamningar til að geta hækkað
leigu síðar þegar betur áraði.“
Magnús Árni segir uppganginn í
ferðaþjónustu eiga þátt í skorti á
vissum tegundum húsnæðis.
„Það er skortur á 100 til 200 fer-
metra skrifstofuhúsnæði í Borgar-
túni og miðborginni. Það er mikið
innstreymi af erlendum ríkisborg-
urum. Landsmönnum er að fjölga.
Ungt fólk er að koma inn á vinnu-
markað og atvinnustig er að batna
verulega. Eftirspurn eftir starfs-
stöðvum mun aukast. Viðmælendur
mínir á fasteignamarkaði sjá fram á
vandræði við að útvega stórt skrif-
stofuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði, til
dæmis undir geymslur og léttan
iðnað,“ segir Magnús Árni.
„Höfum við gæðin til þess?“
Hann segir aðspurður að þessi
þróun geti farið að birtast í verðlagi
á Íslandi. Með sama áframhaldi
verði verðlag orðið svo hátt að það
geti farið að hafa áhrif á eftirspurn
ferðamanna.
„Maður hefur áhyggjur, þá bæði
af offjárfestingunni og því hvort við
getum verið svona dýrt ferða-
mannaland. Höfum við gæðin til
þess? Þegar verðlagningin í sumum
tilfellum er farin að nálgast hágæða-
ferðamannastaði í Evrópu með
langa sögu þá fer maður að staldra
við,“ segir Magnús Árni Skúlason.
Þróun leiguverðs þykir
áhyggjuefni í versluninni
Stór fasteignafélög sögð nýta sér endurskoðunarákvæði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rýnt í stöðuna Fasteignaráðstefnan, sem svo er nefnd, var haldin í fyrsta
sinn í Hörpu í gær. Arion banki var aðalbakhjarl ráðstefnunnar.