Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Hummel
Útsöluaðilar:
Útilíf – allar verslanir
Intersport – allar verslanir
Skór.is – allar verslanir
Debenhams
Steinar Waage
Englabörn
Sportver Akureyri
Toppmenn og
Sport Akureyri
Nína Akranesi
K Sport Keflavík
Borgarsport Borgarnesi
Siglósport Siglufirði
Sentrum Egilsstaðir
Pex Reyðarfirði
Sportbær Selfossi
Axel Ó Vestmannaeyjum
Músik & Sport
Efnalaug Vopnafirði
Verið getur að auglýstar vörur
séu ekki til hjá útsöluaðila.
Umboðsaðili: DanSport ehf.
Nýjar vörur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls 245 erlendir ferðamenn slös-
uðust á Íslandi á síðasta ári, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum lögreglu.
Þar af slasaðist 91, eða 37% af heild-
inni, í umdæmi
lögreglu á Suður-
landi, sem nær
frá Hellisheiði og
austur fyrir
Hornafjörð.
Framangreindar
tölur haldast í
hendur við fjölg-
un erlendra
ferðamanna sem
koma til Íslands,
en í fyrra voru
þeir um 1,3 milljónir sem var 29%
aukning milli ára.
Slys á erlendum ferðamönnum,
sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu
sinnti í fyrra, voru 51, 38 á Suð-
urnesjum og 28 á Norðurlandi
eystra.
Misjöfn að alvarleika
„Mikil fjölgun mála þar sem er-
lendir ferðamenn eiga í hlut eykur
álag á lögregluna. Oft verður ekki
hjá því komist að lögregla fari á vett-
vang með sjúkraliði. Er þetta þá
hrein viðbót við annað í okkar starfi.
Umdæmi Suðurlandslögreglunnar
er afar víðfeðmt og oft þarf að fara
um langan veg í útköll. Þeir staðir
sem flestir sækja eru yfirleitt tugi
kílómetra frá næstu lögreglustöð.
Við erum á ystu nöf öryggismarka,
það verður að segjast eins og er,“
sagði Oddur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn á Suðurlandi, í samtali við
Morgunblaðið.
Slysin þar, sem erlendir ferða-
menn eiga í hlut, eru misjöfn að al-
varleika, rétt eins og þau eru mörg.
Lögregla fer þó á vettvang þeirra ef
þarf og einnig þegar bráðaveikindi
ber að, svo sem hjartaáfall eða slíkt.
Þannig fór lögreglan á Suðurlandi í
fyrra til aðstoðar 37 útlendingum
sem veikst höfðu skyndilega. Þá
voru dauðaslys í umdæminu, þar
sem fólk af erlendu þjóðerni var á
ferð, sjö alls.
245 erlendir ferðamenn slösuðust
Tölur fyrir árið 2015 liggja fyrir 91 slasaðist á Suðurlandi og sjö létust Rúmlega 51 slys á
höfuðborgarsvæðinu á sama tíma Fjölgun ferðamanna og slysa virðist vera í ákveðnu jafnvægi
Geysir Hundruð þúsunda ferðamanna koma á hverasvæðið á hverju ári.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reynisfjara Ýmsar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar eftir banaslys þar.
Oddur
Árnason
Erlendir ferðamenn á
Suðurlandi síðustu ár
2012 2013 2014 2015
Látnir 5 4 2 7
Bráðaveikindi 17 22 21 37
Slasaðir 40 26 27 91
Það sem af er þessu ári hafa tveir erlendir ferðamenn farist af slysförum
á Suðurlandi. Japanskur ferðamaður lést í árekstri tveggja bifreiða á ein-
breiðri brú í Öræfasveit snemma í janúar og Kínverji fyrr um hálfum mán-
uði þegar alda í Reynisfjöru í Mýdal hreif hann út. Þar í fjöru hefur lög-
regla frá því slysið varð haft varðstöðu, sem lauk nú í vikunni enda var
hún aðeins hugsuð til skamms tíma. Það atvik segir Oddur Árnason að
sýni þó í stóra samhenginu þörfina á efldri löggæslu – og annarri upp-
byggingu innviða – víða um land vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.
Einbreið brú og alda í fjöru
TVEIR ÚTLENDINGAR LÁTIST Í SLYSUM Á SUÐURLANDI Í ÁR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða
hvernig á að bregðast við ef fram-
andi gæsategundir fara að hasla sér
völl hér á landi, að mati dr. Arnórs
Þóris Sigfússonar, dýravistfræðings
hjá Verkís. Hann sendi umhverfis-
og auðlindaráðuneytinu minnisblað í
desember 2014 þar sem málið var
reifað. Arnór hefur ekki enn fengið
svar við erindinu.
Arnór benti á mikinn vöxt flestra
þeirra gæsastofna sem ýmist verpa
hér eða fara hér um á leið sinni milli
varp- og vetrarstöðva. Allir stofn-
arnir hafa verið í örum vexti að und-
anskilinni blesgæs. Heiðagæs og
grágæs eru helstu varpstofnar gæsa
hér á landi.
Ör fjölgun helsingja
Helsingjavarp hófst hér í ein-
hverjum mæli undir lok 20. aldar.
Þrjú pör urpu í A-Skaftafellssýslu
árið 1988 og árið 1999 urpu sex hels-
ingjapör í V-Skaftafellssýslu. Árið
2014 urpu um 500 helsingjapör í
austursýslunni. Vöxturinn samsvar-
aði að meðaltali um 25% aukningu á
ári í austursýslunni og var ívið meiri
í vestursýslunni.
Talið er að íslenski helsingjastofn-
inn telji nú a.m.k. 2-3 þúsund fugla
og fari svo sem horfir má búast við
að stofninn telji margar þúsundir
fugla á næstu árum. Þá gætu hels-
ingjar farið að valda bændum
áhyggjum vegna ásóknar í akra og
önnur ræktunarlönd á haustin.
Helsinginn í Skaftafellssýslum
hefur verið friðaður fyrir veiðum til
25. september en veiðar á grágæs og
heiðagæs hefjast 20. ágúst ár hvert.
Arnór varpaði því fram hvort Íslend-
ingar hefðu sett sér markmið og
hvort ástæða væri til að vernda
þennan stofn áfram með þessari
seinkun veiðitímans.
Langt að komnar gæsategundir
Kanadagæs, taumgæs og snjógæs
hafa einnig reynt hér varp og sumar
komið upp ungum. Kanadagæs og
snjógæs eru af amerískum uppruna
en taumgæs kemur frá Himalaja-
fjöllum. Þessar gæsir voru fluttar til
Bretlands og hafðar þar í fuglagörð-
um en var sleppt eða sluppu þaðan
og urðu villtar. Arnór segir að því
megi líta á þær sem innfluttar teg-
undir í Evrópu og jafnvel ágengar.
Umhverfisráðherra hefur ekki aflétt
friðun af þessum tegundum og því er
ekki leyfilegt að veiða þær. Arnór
telur líklegt að Kanadagæsin reyni
frekara landnám hér á næstu árum.
„Reynslan frá helsingjanum sýnir
okkur að t.d. Kanadagæsavarp sem
hæfist hér gæti vaxið hratt og þar
sem um mun stærri gæs er að ræða,
stærri en grágæs jafnvel, væru þær
líklegri til að valda tjóni í kornrækt.
Þá gætu þær keppt við innlendar
gæsir, t.d. grágæs og haft áhrif á
stofnstærð og útbreiðslu þeirra,“
skrifaði Arnór í minnisblaðinu til
umhverfisráðuneytisins.
„Sé ekki vilji til að landnám fram-
andi gæsa eins og Kanadagæsa eigi
sér stað tel ég rétt að brugðist verði
við því strax. Ef þær reyna varp að
því sé þá eytt og rétt væri einnig að
leyfa veiðar á þeim samhliða veiðum
á öðrum gæsum. Sé aftur á móti vilji
til að þær fái að nema hér land þá
verði verndun þeirra haldið áfram.“
Framandi gæsir gera
sig heimakomnar hér
Spurt um afstöðu stjórnvalda til landnáms þeirra
Ljósmynd/Arnór Þórir Sigfússon
Útlendar gæsir Fremst má sjá Kanadagæs og er hún í fylgd með tveimur
blesgæsum. Kanadagæsin er auðþekkt á hvítum bletti í kverkinni.
Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands
(Skotvís) samþykkti nýverið að taka
við keflinu í baráttu fyrir því að leyft
verði að nota hljóðdempara á riffla
hér á landi.
Undirskriftasöfnun stendur yfir á
netinu þar sem skorað er á innanrík-
isráðherra að fella niður núgildandi
vinnureglur stofnana innanríkis-
ráðuneytisins varðandi bann við
notkun hljóðdempara. „Við þurfum
að stíga skrefið inn í heim siðmennt-
aðra veiðiþjóða, heyrnar okkar
vegna,“ segir m.a. í áskoruninni.
Þess má geta að leyft er að nota slíka
dempara á riffla í nágrannalöndum
okkar, t.d. á Norðurlöndum.
Einnig er vísað í umsögn Um-
hverfisstofnunar sem hún gaf um
frumvarp til breytinga á vopnalög-
um árið 2012. Frumvarpið var ekki
afgreitt frá Alþingi á sínum tíma. Í
umsögninni segir m.a.: „Umhverfis-
stofnun leggur því til að heimilt verði
að útbúa stærri riffla með hljóð-
dempurum án sérstakrar skráning-
arskyldu og að slíkt leyfi sé ekki ein-
göngu bundið við „eyðingu vargs eða
meindýra í þéttbýli,“ eins og það er
orðað í frumvarpinu.“
Aðalfundur Félags leiðsögumanna
með hreindýraveiðum 2015 fól stjórn
félagsins að leit allra leiða „til að fá
undanþágu frá Ríkislögreglustjóra
varðandi notkun hljóðdeyfa fyrir
leiðsögumenn með hreindýraveiðum
og hreindýraveiðimenn almennt“.
Rökin voru m.a. þau að hætta væri á
að leiðsögumenn biðu skaða á heyrn
vegna starfs síns. gudni@mbl.is
Veiðimenn vilja fá að
nota hljóðdempara
Leyft verði að setja dempara á riffla