Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 8

Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Andríki vekur athygli á að HelgiHrafn, þingmaður Pírata, full- yrði að Birgitta Jónsdóttir þingmað- ur hafi opinberlega rægt annað fólk „þó nokkuð oft og mik- ið“ og að Erna Ýr Öldudóttir, formað- ur framkvæmdaráðs Pírata, hafi gagn- rýnt Birgittu fyrir að taka sér leyfis- laust titil formanns eða leiðtoga flokks- ins opinberlega. Þessi óvænta innsýn í Pírata-flokkinn ætti að vekja áhuga í ljósi fylgis við flokk- inn í skoðanakönn- unum.    En, spyr Andríki, „vilja allir að al-menningur fái að heyra af þessu? Svanur Kristjánsson, stjórn- málafræðiprófessor og fyrrverandi kosningastjóri Pírata, segir á Facebook að það sé þyngra en tárum taki að Erna Ýr hafi gagnrýnt Birg- ittu opinberlega. Það sé nefnilega „nauðsynlegt að fólk í æðstu stöðum njóti trúnaðar alls flokksfólks“.    Hvað hefði fólk sagt ef svona við-horf heyrðust úr röðum „fjór- flokksins“? Að „fólk í æðstu stöðum“ eigi einfaldlega að njóta trúnaðar „alls flokksfólks“ og gagnrýni eins og þessi megi ekki koma fram? Ætli það hefði ekki verið enn ein rök- semdin fyrir því að fá „nýtt fólk“ til valda? „Gegnsæi“. „Allt upp á borð- ið“?    Og ef annar helsti forystumaðurstjórnmálaflokks segði op- inberlega að hinn helsti forystumað- urinn gerði mikið af því að rægja annað fólk, hvernig yrði því tekið? Annað hvort er annar forystumað- urinn mikið í því að rægja annað fólk, eða hinn ber slíkt ranglega upp á hann opinberlega.“ Svanur Kristjánsson Þöggun úr nýrri átt STAKSTEINAR Helgi Hrafn Gunnarsson Veður víða um heim 25.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 alskýjað Bolungarvík -4 heiðskírt Akureyri -9 heiðskírt Nuuk -11 snjókoma Þórshöfn 0 alskýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 4 léttskýjað Brussel 3 skýjað Dublin 5 skýjað Glasgow 2 skýjað London 6 léttskýjað París 6 léttskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 3 skúrir Berlín 2 skýjað Vín 4 skýjað Moskva 1 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -8 léttskýjað Montreal 1 súld New York 10 alskýjað Chicago 1 alskýjað Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:47 18:35 ÍSAFJÖRÐUR 8:59 18:33 SIGLUFJÖRÐUR 8:42 18:16 DJÚPIVOGUR 8:19 18:03 Tveir ungir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í 3 árafangelsi hvor fyrir bankarán, sem þeir frömdu í útibúi Lands- bankans við Borgartún í Reykjavík í desember sl. Mennirnir, sem eru báðir tvítug- ir, heita Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson. Þeir fóru inn í bankann, vopnaðir hnífi og eft- irlíkingu af skammbyssu, ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum og höfðu á brott með sér peninga, 558 þúsund íslenskar krónur og jafn- virði um 180 þúsund króna í gjald- eyri. Mennirnir gáfu sig fram við lög- reglu eftir að lýst var eftir þeim, skiluðu ránsfengnum og játuðu sekt sína fyrir dómi. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar en dómurinn segir einnig að líta verði til þess að þeir frömdu vopnað rán á óvenjugrófan hátt. Mennirnir voru dæmdir til að greiða sakarkostnað og málsvarn- arlaun, samtals 1,7 milljónir króna. 3 ára fang- elsi fyrir bankarán Bankarán Bíll sem ræningjarnir notuðu. Svo til engar takmarkanir eru á því hvernig fé sem veitt er til stjórn- málaflokka eftir alþingiskosningar er notað. Eins og fram hefur komið fá tveir flokkar sem ekki eru á þingi, Dögun og Flokkur heim- ilanna greiðslur úr ríkissjóði þar sem flokkarnir fengu yfir 2,5% fylgi í alþingiskosningunum 2013. Námu þessar greiðslur t.a.m. 9,2 milljónir til Flokks heimilanna og 9,4 millj- ónum kr. til Dögunar, á árinu 2015. Fram kemur í skriflegu svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn blaðsins að í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda og um upplýsingaskyldu þeirra sé hvorki að finna nánari fyr- irmæli um ráðstöfun framlaga sem stjórnmálasamtökin fá úr ríkissjóði né skilgreiningu á því hvað falli undir stjórnmálastarfsemi. „Fram- lögin eru með öðrum orðum ekki bundin neinum kvöðum eða skil- yrðum öðrum en þeim að viðkom- andi stjórnmálasamtök fá því aðeins framlagið hafi þau fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisend- urskoðunar, þ.e.a.s. skilað stofn- uninni ársreikningi sbr. 9. gr. lag- anna,“ segir í svarinu. Þá segir jafnframt að stjórnmálasamtök séu einungis bundin af eigin lögum, reglum og samþykktum þegar kem- ur að ráðstöfun aflaðra tekna. Úr innanríkisráðuneytinu fengust þau svör að reglur um ráðstöfun stjórnmálaflokka væru ekki til end- urskoðunar. vidar@mbl.is Engar takmarkanir á ráðstöfun tekna  Reglur um fjármál stjórnmálaflokka ekki til skoðunar í innanríkisráðuneytinu Morgunblaðið/Ómar Kjörkassi Engar takmarkanir eru á notkun tekna stjórnmálaflokka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.