Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 9

Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Umhverfisstofnun veitti 61 leyfi vegna kvikmyndagerðar, ljós- myndataka og framkvæmda á frið- lýstum svæðum á síðasta ári. Þar af voru a.m.k veittar 22 heimildir til kvikmyndatöku auk þess sem heim- ildir voru veittar til framkvæmda eða rasks vegna kvikmyndagerðar. Það sem af er ári hefur Umhverfs- isstofnun veitt sex leyfi og þar af eru þrjú vegna vegna kvikmyndgerðar. „Yfirleitt er það þannig að umsóknum fjölgar um og upp úr febrúar, hvort sem um er að ræða kvikmyndatökur eða eitthvað annað. Menn hafa reynt að vera skipulagðari og að setja sig í samband við okkur fyrr en áður. Stundum er samt mjög lítill fyrirvari. En það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla að koma til Íslands til að kvikmynda og við finnum fyrir aukn- ingu. Enda eru margar perlurnar sem vekja áhuga,“ segir Sigrún. Taka ber fram að víða eru svæði sem ekki eru háð leyfi til kvikmynda- töku á Íslandi og því ómögulegt að segja til um heildarfjölda kvikmynda- taka í atvinnuskyni í landinu út frá þessum tölum. Sigrún segir að hana reki ekki í minni til þess að borið hafi á því að ekki hafi verið vel gengið um þar sem kvikmyndatökufólk hafi verið að störfum. „Þessi stærri fyrirtæki sem eru vön að vinna að þessum verk- efnum passa þetta mjög vel,“ segir Sigrún. Vinsælir staðir víða um land Nokkrir staðir eru vinsælli en aðrir til kvikmyndatöku hérlendis. Af lista um leyfisveitingar Umhverfisstofn- unar má sjá að fólkvangur á Suður- landi, Dyrhólaey, Gullfoss, Geysir, Fjallabak og Skógafoss eru dæmi um vinsæla staði til kvikmyndatöku. Það sem af er ári hefur Umhverf- isstofnun veitt þrjú leyfi sem snúa að kvikmyndagerð á friðlýstum svæð- Vel gengið um friðlýst svæði  Á þriðja tug leyfa vegna kvikmynda- töku á friðlýstum svæðum árið 2015 Morgunblaðið/Birkir Fanndal Framkvæmdir Við Mývatn er hafin smíði einhvers sem notast á við við tök- ur á Fast and the Furious 8 sem tekin verður að hluta upp hér á landi. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Tjöld Á Álftabáru og við Gig Hótel eru risin stór tjöld vegna verkefnisins. um. Eitt leyfið snýr að kvikmyndinni Fast and the Furious 8. Til stendur að sökkva nk. eftirlíkingu af bíl í Mý- vatn. Í umsögn frá Umhverfsstofnun segir að um sé að ræða bíl sem búið er að hreinsa allt innan úr, alla vökva, vél, rafgeyma og gler. Þessi grind er búin loftbelgjum og búnaði á vír til að draga grindina fljótt upp aftur. Þar kemur jafnframt fram að í skilyrðum Umhverfisstofnunar komi fram að ef farið verði eftir skilyrðum komi verknaðurinn ekki til með að hafa óá- sættanleg áhrif á lífríki Mývatn, sem er á rauðum lista Umhverfisstofn- unar yfir friðlýst svæði. Annað leyfið snýr að heimild til utanvegaaksturs í fjörunni við Ölfusárós. Er um að ræða kvikmyndatöku vegna auglýs- ingar. Þá var veitt heimild til að grafa gröf á Hólmsnesi vegna vinnu við þættina Fortitude. Á annað hundrað umleitanir og umsóknir berast Umhverf- isstofnun árlega. Stundum kemst umsóknarferlið aldrei á það stig að vera hafnað og formleg umsókn er ekki lögð fram, en í öðrum tilfellum hafn- ar Umhverfisstofnun leyfisveit- ingu eftir umsóknarferli. Dæmi eru um að kvikmyndagerð- armönnum hafi verið meinað að sigla á Mývatni til að vernda líf- ríki, að fljúga þyrlu í Dyrhólaey til að vernda fuglalíf og aðhaf- ast í Gróttu til að vernda dýralíf. Þá eru einnig dæmi um að kvik- myndagerðarmönnum hafi verið óheimilt að aka utan vega við myndatöku. Engin þyrla í Dyrhólaey STUNDUM HAFNAÐ Vítaplús hágæða fjölvítamín Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Fylgist með okkur á faceboock Leðurjakkar 59.990 Við höfum lækkað vöruverð Í gær ógilti Hæstiréttur úrskurð yfirfasteignanefndar frá 30. maí 2012 þar sem staðfest var ákvörð- un Þjóðskrár frá árinu 2011 um að byggja fasteignamat Hörpu á byggingarkostnaði hússins. Harpa stefndi Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg en Hæstiréttur sýknaði borgina. Í maí á síðasta ári féllst Héraðs- dómur Reykjavíkur á úrskurð yf- irfasteignamatsnefndar um að fasteignamatsvirði Austurbakka 2 sé rúmir 17 milljarðar króna. Sam- kvæmt dómnum þurfti Harpa að greiða um 400 milljónir króna í fasteignagjöld á ári. „Ég ætla ekki að leyna því að ég er alveg svakalega ánægður með þetta. Við erum búin að eyða fjór- um árum í þetta,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is í gær, en Hall- dór sagði að rekstur Hörpu stæði ekki undir þess háttar greiðslum. „Úrskurðurinn í dag [í gær] þýð- ir að það þurfi að endurmeta hús- ið,“ sagði Halldór en fast- eignamatsvirði hússins er í dag 22 milljarðar. „Við erum að borga 380 milljónir í fasteignagjöld á þessu ári. Rekstur sem skilar 1.000 millj- ónum á ári getur það ekki, sama hvað við reynum.“ Hæstiréttur dæmdi Hörpu í vil Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa Tekur á sig ýmsar myndir, hérna í frönsku fánalitunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.