Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Árið 2007 var Jenný Mar-grét Henriksen, nemi ígrafískri hönnun í Mynd-listaskóla Akureyrar, búin að skipuleggja „slys“, sem yrði einni manneskju að bana. Henni sjálfri. Þessari kvíðnu og þunglyndu konu sem ekki yrði til nokkurs nýt í sam- félaginu, börnunum sínum þremur byrði og öllum til ama og leiðinda. Þannig hugsaði Jenný þegar hún sökk í sitt dýpsta þunglyndi. Hún fyllist ennþá ónotatilfinningu þegar hún keyrir framhjá Jökulsá á Fjöll- um, fyrirhuguðum vettvangi „slyss- ins“. Fyrir tilstuðlan Stefáns Magn- úsar Jónssonar, manns hennar, sem á þeim tíma var reyndar fyrrverandi, var hún lögð inn á geðdeild. Hún hafði fengið taugaáfall. „Upp frá þessu hefur baráttan þó bara verið upp á við. Löng og ströng en alltaf barátta,“ segir Jenný, sem hyggst ásamt fleirum segja reynslusögu sína á málþinginu Leyst úr læðingi á veg- um Geðhjálpar. Áhrif erfiðra uppeld- isaðstæðna og áfalla á andlega heilsu eru í brennidepli. Þótt hún ætti ást- ríka foreldra fellur saga hennar að þemanu. Áföllin í æsku eru að hennar mati rót alvarlegs þunglyndis sem hún hefur glímt við árum saman og virðist loks vera að ná tökum á með góðra manna hjálp. Að minnsta kosti er hún ekki lengur andlega nið- urbrotinn 100% öryrki heldur í fullu starfi sem verslunarstjóri í Te og kaffi á Akureyri þar sem hún býr með Stefáni, börnum og barnabarni. „Ég man varla eftir mér öðruvísi Sjálfskoðun og glíma við drauga fortíðar Fyrir nokkrum árum var Jenný Margrét Henriksen svo mikil mannafæla að hún þorði varla út úr húsi. Hún er sannfærð um að þunglyndi og ofsakvíði sem hún hef- ur átt við að stríða nánast frá því hún man eftir sér séu afleiðingar kynferðisofbeldis sem hún var beitt sem barn. Undanfarið hefur hún tekið mörg gæfuspor í átt til betri andlegrar heilsu og ætlar að segja sögu sína á málþinginu Leyst úr læðingi. Getty Images Geðheilsa Þunglyndi og andleg vanlíðan getur átt rætur að rekja til erfiðra uppeldisaðstæðna og áfalla af ýmsum toga í æsku. Það er svo óskaplega margt sem við mannfólkið getum gert okkur til ynd- is og ánægju án þess að það þurfi að kosta einhvern helling. Og það þarf ekki endilega að fara að heiman, það er gaman að bjóða heimilismeðlimum að leggjast með sér á gólfið og gera nokkrar teygjur og hláturæfingar, því fylgir vellíðan og jafnvel hlátursköst, og það er aldrei nóg af einfaldri sam- veru. Fyrir þá sem vilja dekra við sig er um að gera að skella sér í ilmandi freyðibað, kveikja á kertum og grípa bók með sér ofan í baðið. Eiga svo notalega gæðastund með sjálfum sér, nú eða bjóða einhverjum ofan í. Endilega … …farið í freyðibað Morgunblaðið/Ernir Emmsjé Gauti Hann fílar freyðibað. Leikfélag Verkmenntaskólans á Akur- eyri frumsýndi í gær söngleikinn Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Verkið er söngleikur með tónlist frá hippatímabilinu og í tilkynningu kemur fram að í sýning- unni séu meðal annarra lög eins og Leyndarmál, Glugginn, Dimmar rósir, Ég elska alla, Undarlegt með unga menn og fleiri frá því tímabili. Sögusviðið er frá blómatímanum og segir frá Jakobi, 17 ára strák sem kemur úr Reykjavík og ræður sig í vinnumennsku á Gili. Sá sveitabær er frekar ástand en heimili. Ekkert raf- magn, ekkert klósett og amman á bænum sefur í líkkistu. Á bænum býr meðal annarra ung stúlka sem heitir Gunnvör, og henni líst vel á Jakob. Á næsta bæ, Hvammi, er ástandið gjör- ólíkt ástandinu á Gili. Þar er nóg raf- magn, kók og prins póló eins og menn geta í sig látið og allt miklu nú- tímalegra. Dóttir hjónanna þar, ungfrú Ausa, sem er á svipuðum aldri og staðráðin í að ná í Jakob, enda vön að fá það sem hún vill fá. Jakob þarf því að velja á milli þessara stúlkna. Um 40 manns koma að sýningunni sem er lífleg og býður upp á gleði, Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk fyrir norðan Jakob þarf að velja á milli stúlknanna Gunnvarar og Ausu Ausa og Jakob Þegar ástin grípur hjörtu unga fólksins flækjast málin. Við Íslendingar erum svoæðisleg. Í þeim skilningiað við elskum að takaþátt í hinu og þessu æð- inu. Tískubylgjum mætti líklega kenna um flest af þessu æði, ég man til dæmis ansi sterklega eftir Buffalo-skónum sem ég einfald- lega varð að eignast um aldamótin, þá 10 ára gömul. Ég varð hins vegar að láta mér nægja HOT-skó úr Hagkaupum. Í seinni tíð hef ég reynt að taka meðvitaða ákvörðun um að falla ekki í hverja æðis- gryfjuna á fætur annarri, heldur reyna að þróa minn eigin fágaða smekk. Omaggio-vasann minn fékk ég til dæmis í útskriftargjöf, ég hefði aldrei keypt hann sjálf (hóst). Ég skil heldur ekki alveg hvernig ég þurfti allt í einu að fara að telja Iittala- kertastjakana á heimilinu á fingrum beggja handa, þetta voru örugglega allt gjafir. Æði tengd tölvuleikjum og vörumerkjum líkt og Candy Crush og Frozen hef ég hins vegar alltaf reynt að forðast eins og heitan eldinn. Þang- að til einn góðan veð- urdag þegar 6 ára göm- ul bróðurdóttir mín komst í símann minn, þið vitið hvernig yngsta kyn- slóðin og snjallsímar virka, og náði að hlaða niður Frozen-leik þar sem Elsa hvetur mann áfram að sprengja kristalla í öllum regn- bogans litum. Ég varð nú að prófa leikinn til að ganga úr skugga um að hér væri á ferðinni viðeigandi leikur fyrir 6 ára stúlku. Til að gera langa sögu stutta hefur sú stutta ekki fengið að prófa leikinn aftur og ég er orðin háð, komin í level 249 af guð má vita hve mörgum. Ég var svo að komast að því að um er að ræða Candy Crush í Fro- zen-útgáfu. Æði. »… ég man til dæmisansi sterklega eftir Buffalo-skónum sem ég ein- faldlega varð að eignast um aldamótin, þá 10 ára göm- ul. Ég varð hins vegar láta mér nægja HOT-skó úr Hagkaupum. Heimur Erlu Maríu Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.