Morgunblaðið - 26.02.2016, Side 12
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Movie Star hvíldarstóll
Verð frá 433.000,-
Morgunblaðið/Ómar
Hvalskurður Allt bendir nú til þess að hvalveiðar Hvals hf. og hvalskurður fyrirtækisins leggist af í sumar, þar sem
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur gefist upp á því að eiga við japanska embættismannakerfið.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., segir að fyrirtækinu verði að
óbreyttu lokað í sumar. Hann sé
einfaldlega búinn að gefast upp á
endalausu skrifræði þeirra í Japan
og verði engin breyting þar á, sé
sjálfhætt.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að engar stórhvalaveiðar
verði í sumar og ástæðan sé mikl-
ar hindranir í Japan við að koma
afurðum Hvals hf. á markað.
„Þetta er búið að vera að gerj-
ast lengi. Þetta gengur ekkert
lengur og við lokum í sumar ef
þessu verður ekki breytt. Við höf-
um auðvitað verið að vinna í þessu
og alltaf eitthvað að nudda, en
Japanirnir hreyfa sig ekkert,“
sagði Kristján í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Japan eina landið
Kristján bendir á að í alþjóða-
samningum sé stuðst við svo-
nefnda CODEX samræmingu séu
út af FAO og WHO (Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni) hafi komið á
laggirnar og Japan hafi verið eitt
af stofnríkjunum. Þessir stuðlar
samræmi efnagreiningaraðferðir,
prufutökur og fleira, þannig að ef
maður flytur vöru frá einu landi,
sem styðst við CODEX, til ann-
ars lands, séu notaðar sömu
efnagreiningaraðferðir þar.
„Þetta er viðtekin venja alls
staðar, en í Japan eru þeir með
aðra aðferð, sem eflaust hefur
verið ágæt fyrir rúmum 40 árum
síðan. Japan er eina landið í
heiminum sem notar þessa aðferð
og því er ekki hægt að bera
greiningar þeirra og okkar sam-
an. Það má því segja við séum
bara í rússneskri rúllettu, hvað
þetta varðar. Við sendum vöruna
frá okkur til Japans og bíðum
svo bara með krosslagða fingur
eftir niðurstöðum frá Japan um
það hvort þetta er í lagi eða
ekki,“ sagði Kristján.
Hættum þessu bara
Aðspurður hvort einhver starf-
semi væri hjá Hval hf. í Hvalfirði
núna, sagði Kristján svo ekki
vera. „Við höfum bara verið í við-
haldsstörfum og verðum áfram
fram í júní. Svo hættum við þessu
bara, ef ekkert breytist hjá þeim í
Japan. Embættismannakerfið í
Japan er bara þannig að þeir þora
ekki að breyta neinu. Stjórn-
málamenn ráða nær engu í Japan,
því það er embættismannakerfið
sem stjórnar landinu,“ sagði
Kristján Loftsson.
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra sagði, spurður hvað
honum fyndist um þessa ákvörð-
un Kristjáns Loftssonar: „Ástæð-
an er auðvitað augljós. Hvalur hf.
getur ekki stundað stór-
hvalaveiðar með það að markmiði
að flytja út til Japans, miðað við
það viðskiptaumhverfi sem er þar
í landi.
Það er alveg ljóst að eitthvað
þarf að breytast í Japan, til þess
að það borgi sig að halda þessum
veiðum áfram.“
Utanríkisráðherra segir að ut-
anríkisráðuneytið hafi vitanlega
gert það sem því ber, að gæta
hagsmuna fyrirtækisins erlendis,
„en staðan er bara eins og kom
fram í samtali Morgunblaðsins við
Kristján, að það hefur lítið breyst
og lítið þokast,“ sagði utanríkis-
ráðherra.
Þetta eru sorgartíðindi
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, sagðist
í samtali við Morgunblaðið í gær,
harma ákvörðun Hvals hf. um að
hætta stórhvalaveiðum.
„Ég skil svo sem alveg ástæðu
þess að Kristján Loftsson tekur
þessa ákvörðun. Hann er í sölu-
vandræðum úti í Japan og það
þarf ekkert að fara í grafgötur
með það að Hvalur hf. í Hvalfirði
hefur skipt samfélagið hér á Akra-
nesi og í nærsveitum miklu máli.
Starfsemin hefur skapað umtals-
verða atvinnumöguleika fyrir okk-
ar fólk, þannig að þetta eru sorg-
artíðindi hvað það varðar,“ sagði
Vilhjálmur.
„Ég gleymi því ekkert árið 2009
þegar tilkynnt var að Hvalur hf.
myndi hefja hvalveiðar á ný. Þá
héldum við fjölmennan fund hér í
Bíóhöllinni á Akranesi, og fylltum
höllina. Fundarmenn fögnuðu
þessu vel og innilega. Þetta var á
þeim tíma sem Einar K. Guðfinns-
son ákvað að heimila þessar veiðar
á ný, en þáverandi stjórnvöld ætl-
uðu að afturkalla þetta leyfi og því
vildum við mótmæla hressilega og
héldum því þennan samstöðuf-
und,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að hvalveiðarnar
hafi skipt sveitarfélögin miklu
máli, vegna þess að útsvarstekjur
af starfseminni hafi hjálpað sveit-
arfélögunum á svæðinu mikið eftir
hrun.
Góð tíðindi
Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands, sagði
aðspurður hvað hann segði um
þessa frétt af Hval hf.
„Ég tel þetta vera góð tíðindi og
við hjá Náttúruverndarsamtökum
Íslands erum ánægð með þessa
ákvörðun. Mér finnst gott hjá
Kristjáni Loftssyni að sjá að þetta
er ekki að ganga og taka þess
vegna ákvörðun um að hætta stór-
hvalaveiðum.“
Hvalur hættir að óbreyttu í júní
Kristján Loftsson búinn að gefast upp á endalausu skrifræði í Japan Utanríkisráðherra segir
að lítið hafi breyst, þrátt fyrir tilraunir ráðuneytisins til að gæta hagsmuna fyrirtækisins í Japan
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Kristján segist hafa verið í Japan í byrjun mánaðarins.
Þar hafi hann lesið viðtal við fulltrúa Ford Motor Cor-
poration í dagblaðinu Japan Times. Hann hafi gefið það
út að Ford ætlaði að hætta að selja bíla sína í Japan frá
og með næstu áramótum. Þeir hafi selt 5 þúsund bíla í
fyrra, sem væri alltof lítið og þeir mættu eintómum
hindrunum í japanska embættismannakerfinu.
„Ástæðan er nákvæmlega sú sama og ég var að gefa
upp við þig. Ford er búið að gefast upp á skrifræðinu í
Japan og segir að það sé bara ekkert eigandi við þetta.
Þannig að við erum eiginlega á sama báti og Ford Motor
Company!,“ segir Kristján og hlær við.
Hvalur á sama báti og Ford
SKRIFRÆÐI EMBÆTTISMANNAKERFISINS Í JAPAN
Kristján
Loftsson
Útflutningur á hvalaafurðum 2006-2015
*Bráðabirgðatölur. Tölur fyrir 2016 hafa ekki verið birtar.
Tölur eru á verðlagi hvers árs.
Fob-verð (Free on board)= verð vörunnar þegar hún er komin um borð í flutningsfar í útflutningslandi.
Í heildartölunni eru 3 kíló af hvalkjöti sem flutt var til Grænlands árið 2009. Fob-verð var 5.442 kr.
Fryst
hvalkjöt
Aðrar frystar
hvalaafurðir
Frystar hvala-
afurðir, ótaldar
annarsstaðar
Ár Land
Magn,
kíló
Fob-verð,
ISK
Magn,
kíló
Fob-verð,
ISK
Magn,
kíló
Fob-verð,
ISK
2006 Færeyjar 450 325.000
2008 Færeyjar 909 722.927
Japan 81.774 94.038.488
2009 Grænland
2010 Færeyjar 650 2.256.019
Japan 764.272 1.294.392.217
Lettland 250 306.781
2011 Japan 635 486.189
Japan 940.946 1.232.419.147
2012 Grænland 10 32.233
Japan 1.041.412 1.268.106.992
2013 Japan 386.504 292.989.883
Noregur 950 93.853
2014 Japan 2.325.235 1.750.073.356
2015* Japan 1.815.713 1.791.521.425
Alls 84.678 98.167.637 1.705.218 2.526.811.364 5.569.814 5.102.785.509
Samtals 7.735.129.665