Morgunblaðið - 26.02.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 26.02.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016                                     !"# $# " $%% $ "!% $# % $% &'()* (+(       ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   %$ $!# ! $  " "!!" $% %  # $  % $"$ !%# $"" % "!"  %" $" ! $# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Tólf mánaða verðbólga mælist nú 2,2% samkvæmt nýjustu tölum Hag- stofunnar. Þannig hækkar vísitala neysluverðs um 0,68% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis hækkar hinsvegar um 0,69%. Vetrarútsölur eru víða gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,4% milli mánaða og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 11,7%. Spár greiningaraðila um verð- bólgu febrúarmánaðar reyndust allar vanáætlaðar. Spár bankanna um hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar voru á bilinu 0,3% til 0,6%. Verðbólgan er 2,2% í febrúarmælingunni ● Leigufélagið Klettur, sem er sjálfstætt dótturfyrirtæki í eigu Íbúðalánasjóðs, hefur verið auglýst til sölu. Virðing mun annast söluferlið fyrir hönd sjóðsins. Leigufélagið var stofnað í janúar 2013 og samanstendur eignasafn þess af 450 íbúðum sem eru í útleigu. Markmið fé- lagsins er að bjóða almenningi upp á íbúðir til tryggrar langtímaleigu. Þeir fjárfestar sem hyggjast bjóða í félagið munu þurfa að skila inn óskuldbindandi tilboði í síðasta lagi mánudaginn 4. apríl. Leigufélag í eigu Íbúða- lánasjóðs auglýst til sölu STUTTAR FRÉTTIR ... Sigurður Nordal sn@mbl.is Hagnaður Landsbankans nam 36,5 milljörðum króna á síðasta ári, en það er 6,8 milljörðum króna meiri hagnaður en á árinu 2014. Það hefur veruleg áhrif á afkomuna að Lands- bankinn gerði á árinu 18 milljarða króna tekjufærslu vegna virðis- breytingar á útlánum, sem einkum á rætur að rekja til bakfærslu á eldri varúðarfærslu sem gerð var vegna óvissu um gengistryggð lán. Sam- bærileg tekjufærsla vegna virðis- breytinga útlána var einnig gerð árið 2014 og nam þá um 20 milljörðum króna fyrir skatta. Hreinar vaxtatekjur Landsbank- ans jukust um 4,3 milljarða króna á milli ára og námu 32,3 milljörðum króna á síðasta ári. Vaxtamunur eigna og skulda hækkaði úr 1,9% ár- ið 2014 í 2,2% í fyrra. Hreinar þjónustutekjur hækkuðu um 1,0 milljarð króna milli ára og námu liðlega 6,8 milljörðum árið 2015, sem er 17% hækkun. Skýrist það af auknum umsvifum í markaðs- viðskiptum og eignastýringu, auk breytinga á kortamarkaði sem skila auknum þjónustutekjum. Laun og launatengd gjöld hækk- uðu um 1% hjá Landabankanum en annar rekstrarkostnaður lækkaði um 5% á milli ára. Heildareignir Landsbankans námu 1.119 milljörðum króna í lok ársins og hækkuðu um 20,3 milljarða á síðasta ári. Þar af námu útlán til viðskiptavina 811 milljörðum króna en útlán jukust um 93 milljarða króna á milli ára. Aukningin er að stærstum hluta vegna aukinna íbúð- arlána til einstaklinga ásamt aukn- um lánveitingum til fyrirtækja. Eigið fé Landsbankans um ára- mótin var 264,5 milljarðar króna, tæplega 14 milljörðum króna meira en í árslok 2014, þrátt fyrir að geidd- ur hafi verið 23,7 milljarða króna arður til hluthafa. Eiginfjárhlutfall í árslok 2015 var 30,4%. Greiða 80% hagnaðar í arð Steinþór Pálsson bankastjóri seg- ir í afkomutilkynningu að góður gangur hafi verið á nánast öllum sviðum hjá Landsbankanum á síð- asta ári, en stórir og óvenjulegir liðir hafi haft töluverð áhrif. „Viðbúið er að hagnaður muni lækka töluvert á næstunni þar sem ekki er reiknað með áhrifum af þessum óvenjulegu liðum í rekstri bankans til framtíð- ar.“ Stjórn bankans hyggst leggja til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa eða sem nemur tæplega 80% af hagnaði ársins 2015. Landsbankinn með 36 milljarða hagnað Morgunblaðið/Eggert Ársreikningur Eiginfjárhlutfall Landsbankans var 30,4 % í lok síðasta árs.  Stjórn bankans leggur til 28,5 milljarða króna arðgreiðslu Hagnaður vátryggingarfélagsins Varðar var 658 milljónir króna á síð- asta ári og jókst um 71% á milli ára. Munar þar mest um mikinn vöxt í fjárfestingartekjum sem voru 1.164 milljónir króna og jukust um 718 milljónir á milli ára, eða um 161%. Iðgjöld námu tæplega 5,8 milljörð- um króna á síðasta ári og jukust um 8,5%. Tjón námu hins vegar nærri 4,6 milljörðum og jukust um 17,4% á milli ára. Rekstrarkostnaður hækk- aði um 11% og var kostnaðarhlutfall óbreytt á milli ára, 22,1%. Samsett hlutfall samstæðu Varðar versnaði nokkuð frá árinu á undan og var 105,8% á síðasta ári, en sam- setta hlutafallið var 98,3% árið 2014. Hækkunin skýrist einkum af aukn- um tjónakostnaði í ökutækjatrygg- ingum. Heildareignir félagsins námu 11,3 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 10,4% yfir árið. Eigið fé var 3,5 milljarðar og var eig- infjárhlutfall 30,7% í lok árs 2015. Stefnt að sölu á fyrri hluta árs Guðmundur Jóhann Jónsson for- stjóri segir afkomu Varðar þá bestu í sögu félagsins og þar ráði mestu góð afkoma af fjárfestingarstarfsemi sem var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Á móti var afkoma vá- tryggingarstarfseminnar undir væntingum sem skýrist helst af auk- inni tíðni ökutækjatjóna og hækkun viðgerðarkostnaðar,“ segir Guð- mundur í afkomutilkynningu. „Það er verulegt áhyggjuefni hvað tjónum hefur fjölgað síðustu tvö ár.“ Vörður er í eigu færeyska bank- ans Bank Nordik sem hyggst ganga frá sölu félagsins til Arion banka á fyrri hluta þessa árs, með fyrirvara um að viðskiptin uppfylli kröfur eftirlitsaðila. Morgunblaðið/Eggert Tryggt Guðmundur forstjóri segir afkomuna þá bestu í sögu Varðar. Góð ávöxtun eyk- ur hagnað Varðar  Fjölgun tjóna er mikið áhyggjuefni, segir forstjórinn Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 2,7 milljarða króna hagn- aði á árinu 2015. Felur það í sér mikil umskipti frá fyrra ári þeg- ar félagið tapaði 8,7 milljörðum króna. Tap síðasta árs skýrðist fyrst og fremst af gjaldfærslu vegna þróunarkostnaðar. Þannig lækkar rannsókna- og þróun- arkostnaður félagsins um rúm 80% milli ára, fer úr rúmum 11 milljörðum í tæpa 2,2 milljarða á nýliðnu ári. EBITDA-hagnaður nam 4,1 milljarði samanborið við 1,3 millj- arða á árinu 2014. Heildareignir CCP námu 10,4 milljörðum í lok árs. Eiginfjár- staða fyrirtækisins hefur styrkst til mikilla muna frá fyrra ári þegar eigið fé þess var neikvætt um 2 milljarða. Nam það í lok síðasta árs 4,6 milljörðum og var eiginfjárhlutfall 44%. Vaxtaberandi skuldir fyrirtæk- isins lækkuðu um 600 milljónir milli ára og námu 2,9 milljörðum í árslok. Þá var handbært fé félagsins 7,3 milljarðar á sama tíma. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson Forstjóri CCP Hilmar V. Pétursson. CCP úr tapi í hagnað  Eigið fé félagsins að nýju orðið jákvætt BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir ka hlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Ka snittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- TapasSmáréttir Kaltborð P innamatur Góð fe rming ar- SÚPA BRAUÐOG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla 12-14 Verð frá kr. 2.760 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16-19 Verð frá kr. 3.950 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17-20 Verð frá kr. 3.600 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 5.160 TERTU OGTAPASBORÐ Miðdegisveisla 13-15 Verð frá kr. 4.370 FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.450 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.850 Samanlagður hagnaður við- skiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Lands- bankans, nemur 106,7 millj- örðum króna á árinu 2015. Þetta er 25,5 milljörðum króna meiri hagnaður en árið á undan þegar samanlagður hagnaður bankanna var 81,2 milljarðar. Hagnaður beggja áranna litast mjög af einskiptisliðum en áætla má að hagnaður af reglu- legri starfsemi nemi um eða yfir 50 milljörðum króna fyrir bank- ana þrjá á síðasta ári. Hagnaðurinn 107 milljarðar AFKOMA BANKANNA 2015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.