Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Félagar í Seyðfirska Alpaklúbbn- um, SF-Alp, héldu upp á 30 ára af- mæli sitt í ítalska skíðabænum Selva 11. febrúar sl. Klúbburinn var stofnaður 1986 í Sölden í Austurríki. Þeir félagarnir hafa haldið vel hópinn og farið ár- lega suður eftir í Alpana á skíði. Síð- ustu 19 ár hafa þeir farið til Selva- Val-Gardena sem er eitt fjölbreytt- asta og stærsta skíðasvæði í Evrópu. Í tilefni afmælisins var haldin vegleg afmælishátíð á Hótel Aaritz þar sem þeir kynntu gestum heimabæinn Seyðisfjörð og mannlífið þar, tilgang klúbbsins og meðlimi hans. Mynd- skreytt afmælisrit var gefið út og vegleg söngbók leiddi menn í fjör- ugan fjöldasöng . Gestasöngvari var vinur þeirra félaga, þýskur stór- tenór, en ung ítölsk stúlka lék undir á fiðlu. Fyrir liggur að búið er að ákveða og panta 20. ferðina til Selva á sama tíma og á sama hótel næsta ár 2017. Einkunnarorð þeirra félaga eru: „Engin miskunn“ (E.Þ.) Eftirfarandi lýsingu má finna í af- mælisritinu: Í Sf-Alp halda menn númeri sínu til æviloka Seyðfirski Alpaklúbburinn, Sf- Alp, hefur verið til frá árinu 1986. Stofnandi hans er Þorvaldur Jó- hannsson, alltaf kallaður Foringinn með stóru effi. Aðrir meðlimir, sem eru tíu að tölu, verða að vera „alvöru Seyðfirðingar“, góðir skíðamenn og félagar. Það er ekki hægt að sækja um aðild að Sf-Alp, heldur eru menn (karlmenn) valdir í klúbbinn með handafli. Félagarnir bera allir núm- er, frá einum og upp í tíu, eftir því hvenær þeir komu í félagsskapinn. Nokkrir hafa helst úr lestinni en halda þó sínu númeri til æviloka. Klúbbmeðlimir hafa í gegn um ár- in valið sér nokkra heiðursfélaga, sem geta verið hvaðan sem er af landinu, en þeim þarf að þykja vænt um Seyðisfjörð og klúbbinn okkar og okkur þarf að þykja vænt um þá. Heiðursfélagar SF-Alp eru fimm að tölu . Sf-Alp hefur mörg markmið en aðeins eitt þeirra er á margra vit- orði, en það er að stunda skíði við bestu mögulegar aðstæður. Í upp- hafi var skíðað í Austurríki en und- anfarin ár hefur ætíð verið haldið til Norður-Ítalíu. Alltaf á sama tíma árs, alltaf á sama skíðasvæðið (Selva, Val Gardena), alltaf er dvalið á sama hótelinu, alltaf er skíðað í sömu brekkunum (tvær á dag) og alltaf eru sömu hádegisstaðirnir valdir. Á hverju ári eru greidd at- kvæði um það hvert skuli halda að ári liðnu og alltaf er niðurstaðan sú sama. Þess má þó geta að enginn fær að skoða atkvæðaseðlana nema Foringinn. Eins og af þessu má lesa er formfestan mikil undir dyggri stjórn Foringjans. Í skíðaferðum er það ekki síst fé- lagsskapurinn sem skiptir miklu máli og menn halda hópinn frá sól- aruppkomu og fram á nótt. Fyrst er skíðað, þá er matast og svo er skíðað meira. Fyrir kvöldmat er gjarnan farið í gufu og sund og menn klæða sig síðan upp fyrir kvöldið. Kvöld- verðurinn er hátíðleg stund og ein- staka sinnum bresta menn í söng. Engan skíðahóp hef ég hitt sem er eins formfastur og um leið skemmti- legur og Sf-Alp. Seyðfirðingar hafa alltaf kunnað að njóta félagsskapar og þeir kunna líka að skemmta sér og hrífa aðra með. Það er meðal ann- ars þess vegna sem það er gott að vera Seyðfirðingur og tilheyra SfAlp. (Gísli Blöndal, Sf-Alp-félagi nr.9.) Sf-Alp skíða-klúbburinn 30 ára í Selva á Ítalíu Eftir Þorvald Jóhannsson »Einkunnarorð Sf- Alp eru: Engin mis- kunn, félagar. (E.Þ.) Höfundur er eldri borgari á Seyðisfirði. Í Selva Sf-Alp félagar í góðum gír í afmælishófinu. Ljósmynd/Ingimar Sigurðsson Kappar F.v: Adolf Guðmundsson, Þorvaldur Jóhannsson, Andrés Svanbjörnsson, Sigurður Gíslason, Theodór Blöndal, Sigurður Jónsson, Jónas A.Þ.Jónsson og gestur, Ceca Kostic. Mikilvægi lesturs er nær daglega til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Í öllum pistl- um er tekið undir nauðsyn þess að auka þessa færni. Ég vil því benda á nokkrar aðferðir sem hafa gagnast mér og mín- um og kalla eftir fleiri hugmyndum þvi ég veit að kennarar og foreldrar búa yfir ýmsu sem að gagni má koma. Þær tillögur sem settar eru fram eru ekki frá mér komnar heldur að- ferðir sem hafa gagnast vel. Hljóðin eru ein af undirstöðum lesturs og því er mikilvægt að leika með þau á meðan börn eru lítil.  Leikið með orð sem ríma en til þess eru vísur og þulur upplagðar.  Látið börn finna feluorð í orð- um. Hvaða orð er í felum í orðinu björn eða mamma?  Hvað gerist ef tiltekinn stafur hverfur úr orði, t.d. j úr björn?  Hvað gerist ef skipt er um fremsta staf í orði og annar látinn í staðinn? Byrjið á stuttum orðum en fjölgið stöfunum er börnunum vex ásmegin. Hús - Lús - Mús - Fús o.s.frv. Hér er gott að vekja athygli á því hvað er sameiginlegt og hverju ólíkir stafir breyta.  Hvað er hægt að búa til mörg orð sem byrja t.d. á snjó?  Umræður við matarborð fjöl- skyldunnar geta verið frjóar. Auka má orðaforðann með því að stinga upp á óalgengum eða nýjum orðum og fjölskyldumeðlimir geta skiptst á að gera það. Hvað merkir orðið goggolía?  Taka má fyrir málshætti og merkingu þeirra. Um leið er hægt að leika sér með málshætti sem hafa orðið til við mismæli eða í gríni. – Þetta er ekki upp í nös á ketti - Þetta er ekki upp í kött á nesi.  Skoða má merkingu orðtaka og reyna að finna hvaðan þau koma. – Hvað merkir að safna í sarpinn? Að leggja árar í bát?  Á mjólkurfernum má finna ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt varðandi málið.  Er til samheiti við orðið? Er til andheiti við orðið? Margir foreldrar kvarta yfir því að erfitt sé að fá börnin til að lesa heima.  Verið fyrirmynd, látið barnið sjá ykkur lesa bækur.  Lesið fyrir barnið og flettið bókum með því um leið og tækifæri gefst. Skoðið í sameiningu hver höf- undurinn er, spáið í söguþráðinn, framvindu sögunnar og gefið barninu tækifæri til að endursegja hana.  Þegar barn lærir stafina getur það tengt hvern þeirra manneskju eða hlut með því að teikna það sem við á. Þessar myndir má hengja upp og lesa af og til.  Orðaaðferðin er ein leið. Kenn- ið barninu orðmyndir með því að merkja hluti með heiti þeirra, þ.e. merkja hurðina með orðinu hurð og gluggann með orðinu gluggi o.s.frv. Eftir ákveðinn tíma eru spjöldin með orðunum fjarlægð af hlutunum og lesin ein og sér. Einnig má teikna hluti á spjaldið með orð- myndinni og kenna orðið þannig.  Vekið athygli barnsins á um- hverfinu, götuheitum, auglýsingum, o.s.frv. Eins og litli bróðir minn sagði þegar hann var að byrja að lesa „Ég veit hvað stendur á ísskápnum.“ „Hvað stendur?“ spurði ég. Hann svar- aði: „B O S C H, það þýðir ísskápur“.  Lesið allt árið um kring en ekki eingöngu á skólatíma.  Lesið með barninu.  Lesið aðra hverja málsgrein, frá punkti í punkt.  Lesið hálfa blaðsíðu á móti barninu.  Hljóðið í gegnum löng og erfið orð svo að lesturinn verði ekki taf- samur og leiðinlegur.  Leggið áherslu á að barnið haldi fingri undir orðunum þegar það les, það getur aukið leshrað- ann.  Látið barnið lesa þrisvar sinn- um yfir texta í byrjun en hættið því þegar meiri leikni er náð svo að barnið drepist ekki úr leiðindum með endurtekningunni. Í tónlist- arnámi og íþróttum er alltaf talað um að æfingin skapi meistarann en endurtekning í skóla hefur gjarnan verið kölluð „stagl“, þessu viðhorfi þarf að breyta. Hér gildir það sama, æfa sig til að ná leikni, verða meistari.  Notið tímamælingu. Stillið á 10 mínútur eða látið barnið gera það sjálft þá getur það lesið þar til klukkan hringir. Með aukinni færni má fjölga mínútunum (og sleppa klukkunni). Vaxi það barninu í aug- um að lesa í 10 mínútur í einu er um að gera að skipta tímanum í styttri lotur. Kennið barninu að lesa orð með samstæðum samhljóðum því það er erfitt að að hljóða í þau. Dæmi: Strákur, múrbrjótur, skríða, hrjóta.  Gætið þess að lesefni sé fjöl- breytt og þyngd við hæfi.  Útskýrið ný orð svo að barnið venjist því að gefa gaum að því sem það les og skilji það.  Ákveðið fyrir fram hver áherslan er í hvert skipti, t.d. hraði, framburður og tjáning en forðist að tuða: „Framburður þinn er ekki góður, þú lest of lágt, of hratt o.s.frv.“  Munið að hrósa og tengið hrósið lestrinum. Gangi illa skuluð þið forðast að segja eitthvað sem er niðurlægjandi fyrir barnið, annars getið þið komið inn hjá því van- máttarkennd og hún er lífseig. Margt gagnlegt og skemmtilegt efni er í boði á netinu, ókeypis og annað sem þarf að greiða fyrir, Árnastofnun, Námsgagnastofnun og margskonar orðabækur, svo eitthvað se nefnt, og ekki má gleyma bókasöfnunum. Eigi barn í lestrarerfiðleikum er gott að leita til umsjónarkennara. Sum börn þurfa meiri stuðning en önnur en með samvinnu heimilis og skóla verður leiðin léttari. Að lokum skora ég á þá sem búa yfir fleiri aðferðum og þá sem þekkja vel til námsforrita og náms- leikja á tölvutæku formi að koma með ábendingar. Hollur er heima- fenginn baggi Eftir Ölmu Vestmann Alma Vestmann » Þær tillögur sem settar eru fram eru ekki frá mér komnar heldur aðferðir sem hafa gagnast vel. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Gísli og Leifur Kópavogsmeistarar Aðaltvímenningi Bridsfélags Kópavogs lauk sl. fimmtudag. Eftir þrjú kvöld af barómetertvímenningi stóðu Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson uppi sem sigurvegarar með 57,3% skor. Lokastaðan: Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánss. 57,3 Júlíus Snorrason - Eiður Mar Júlíusss. 56,4 Loftur Pétursson - Kristín Þórarinsd. 55,3 Björn Jónsson - Þórður Jónsson 53,9 Sigurður Sigurjónss. - Ragnar Björnss. 52,9 Næsta keppni er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni sem hefst fimmtu- daginn 25. feb. Skráning hjá Jör- undi, s. 699-1176, og thordur- ing@gmail.com eða mæta tímanlega fyrir kl. 19. Vélasalan Reykjanesmeistari Reykjanesmótið í sveitakeppni 2016 var spilað um síðustu helgi. Átta sveitir tóku þátt, þar af ein gestasveit, þannig að sjö sveitir kepptu um sex sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins 2016. Sveit Sverris Þórissonar sigraði í svæðakeppninni en sveit Vélasölunnar sem varð í öðru sæti er hins vegar Reykjanes- meistari þar sem efsta sveitin var skipuð spilurum utan Reykjaness. Reykjanesmeistararnir eru Bern- ódus Kristinsson, Ingvaldur Gúst- afsson, Ragnar Björnsson, Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson. Með Sverri spiluðu Haraldur Ingason, Þórir Sigursteinsson, Jón Þorvarðarson, Gísli Steingrímsson og Gabríel Gíslason. Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára mánudaginn 22. febrúar. Úrslit í N/S: Auðunn Guðmss. - Ragnar Jónsson 225 Guðm.Pálsson - Sveinn Símonarson 216 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 201 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 200 A/V Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 200 Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 197 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 196 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 190 Einni umferð ólokið í meistaratvímenningnum á Suðurnesjum Einni umferð er ólokið í meistar- atvímenningnum á Suðurnesjum.G- unnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson leiða með 58,2% skor. Garðar Garðarsson og Guðjón Svav- ar Jensen eru með 52,75%, Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson eru með52,1% og Oddur Hannesson og Sigurjón Ingibjörns- son fjórðu með 51,4%. Kolbrún Guðveigsdóttir og Haf- steinn Ögmundsson urðu efst síðasta spilakvöld með 57,3%. Þorgeir Ver og Garðar Þór í öðru sæti með 51% Garðar og Svavar urðu efstir þann 18. með 60,7%. Arnór og Gunnlaugur voru með 59,5% og Bjarki og Guðni með 57,1% Síðasta umferðin verður spiluð á miðvikudagskvöld kl. 19. Þrátt fyrir að mót standi yfir er öllum heimilt að mæta og spila sér til ánægju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.