Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
✝ Sigurbjörg Ósk-arsdóttir fædd-
ist 11. september
1926 á Hnapp-
stöðum á Skaga-
strönd. Hún lést á
Landspítalanum,
Fossvogi, 11. febr-
úar 2016.
Foreldrar hennar
voru Helga Vilhelm-
ína Sigurðardóttir,
f. 15. apríl 1902, d.
18. mars 1974, og Óskar Lauf-
dal, f. 22. janúar 1885, d. 24. jan-
úar 1946. Sigurbjörg var ein af
átta systkinum. Þorsteinn Lauf-
dal er einn eftirlifandi.
Sigurjónsdóttir. Þau eiga tvo
syni og átta barnabörn. 2.
Bylgja Björk, f. 8. apríl 1948,
maki Bragi Ingvason. Þau eiga
þrjú börn og sex barnabörn. 3.
Óskar Karl, f. 12. ágúst 1949,
maki Helga Guðný Jónsdóttir.
Þau eiga einn son. 4. Vilhelm, f.
6. apríl 1952. Hann á fjögur
börn og þrjú barnabörn. 5.
Gunnbjörn, f. 6. apríl 1952, maki
Kristjana Möller. Þau eiga þrjár
dætur og fimm barnabörn. 6.
Sigurbjörn Laufdal, f. 8. febrúar
1959, maki Halldóra Sigurþórs-
dóttir. Þau eiga þrjú börn og
fimm barnabörn.
Sigurbjörg var húsfreyja
lengst af og vann ýmis fisk-
vinnslustörf sín seinni ár eða
þar til hún fór á eftirlaun.
Útför Sigurbjargar verður
gerð frá Grindavíkurkirkju í
dag, 26. febrúar 2016, og hefst
athöfnin kl. 14.
Sigurbjörg gift-
ist 2. febrúar 1948
Guðmundi Karls-
syni skipstjóra, f.
10. október 1919,
d. 28. júlí 2001.
Sigurbjörg og
Guðmundur hófu
sinn búskap á
Skagaströnd en
bjuggu lengst af í
Grindavík. Þau
fluttu síðan í
Kópavog þar sem þau eyddu síð-
ustu æviárunum. Börn Sigur-
bjargar og Guðmundar eru: 1.
Hreinn Sveinsson, f. 15. desem-
ber 1943, maki Svanhildur
Elsku mamma mín.
Í dag kveð ég þig með sorg og
söknuði í hjarta en hugga mig við
það að þú ert komin til pabba sem
þú saknaðir ávallt eftir að hann
lést. Þú barst aldurinn mjög vel
og hafðir gott minni allt fram und-
ir það síðasta. Þú varst með ágæta
heilsu þar til þú fórst í uppskurð í
júní í fyrra og eftir áramót varst
þú svo til föst á sjúkrahúsi. Þú
mundir allan aldur og afmælis-
daga og var nóg að hringja í þig og
spyrja ef minni mitt brást. Þú
varst góð mamma og yndisleg
amma. Börnin mín elskuðu þig og
ég tala nú ekki um hvað lang-
ömmubörnin elskuðu þig mikið.
Þú varst dýravinur og mikil hann-
yrðakona. Þú saumaðir allan fatn-
að á okkur systkinin, prjónaðir
mikið, saumaðir fallega hluti og
gerðir öll kort handa fjölskyldum
og vinum. Eftir þig liggur margt
fallegt handverkið. Þú misstir
mikið þegar pabbi féll frá. Þá
misstir þú stóru ástina í lífi þínu,
besta vininn og ferðafélagann og
þann missi ræddum við oft. Það
besta sem þú gerðir eftir að hann
dó var að flytja í Gullsmárann þar
sem margt var í boði fyrir eldri
borgara og þú naust þess að vera
með vinkonum þínum í alls kyns
tómstundum. Í Gullsmáranum
kynntist þú góðu fólki og yndis-
legu vinkonur þínar Kristín og El-
ísabet hugsuðu hlýtt til þín og
fylgdust vel með þér í veikindum
þínum. Við vorum mjög nánar
mæðgur og höfðum mikið sam-
band hvor við aðra. Ég hef saknað
heimsóknanna til þín og símtal-
anna síðan slokknaði á þeim. Við
áttum yndislega tíma saman og
þú varst dugleg að koma í heim-
sókn og vera hjá mér. Einnig átt-
um við ófáar samverustundir í
sumarbústaðnum þar sem minn-
ingin um ykkur pabba lifir að ei-
lífu.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín. Ég veit að þú ert núna komin
í Sumarlandið til pabba og fjöl-
skyldunnar þinnar.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Bylgja Björk
Guðmundsdóttir.
Elsku amma og langamma, nú
ertu komin heim í sælureitinn
sem afi hefur undirbúið vel fyrir
komu þína ef við þekkjum hann
rétt. Það gleður okkur jafn mikið
að þú sért komin í hlýjar hendur
hans eins og það syrgir okkur að
hafa misst þig. Góðar og fallegar
minningar eru svo sannarlega
eitthvað sem þú skilur eftir þig
fyrir okkur að eiga í framtíðinni
og allar sögurnar sem þú sagðir
okkur frá þínum yngri árum, sem
þú mundir eins og þær hefðu
gerst í gær. Minnugri konu höfum
við aldrei kynnst og það varstu
fram á þinn síðasta dag. Þú sagðir
reglulega að það hafi verið vegna
þess að þú smakkaðir aldrei dropa
af áfengi eða reyktir aldrei á þinni
ævi og varst stolt af því og það
máttir þú svo sannarlega vera.
Við vildum að margir myndu
hugsa svona um sig eins og þú
gerðir og þegar við skrifum þessa
grein þá áttum við okkur á því að
við hefðum átt að gera heimild-
armynd eða skrifað bók um þig
því við erum hrædd um fá okkar
muni hlutina eins vel og þú gerðir.
Þín lífssýn einkenndist af ein-
stöku æðruleysi og hógværð sem
við lærðum svo sannarlega mikið
af og verður gott veganesti fyrir
okkur í framtíðinni. Það er ein-
faldlega svo margt fallegt og gott
sem þú skilur eftir þig og við eig-
um öll eftir að sakna. Lítið en gott
dæmi um það eru pönnukökurnar
þínar, en enginn gerir þær betri
en þú enda voru þær það fyrsta
sem Karen minntist á þegar frétt-
irnar bárust okkur að þú værir
farin. Það var unun að fylgjast
með þér töfra fram alla fallegu
handavinnuna þína, afköstin voru
hreint út sagt ótrúleg án þess þó
að bitna á vandvirkninni. Nú
geymum við þetta eins og dýr-
gripi. Þú máttir aldrei aumt sjá
eða lítinn unga finna, þá varstu
ávallt komin til aðstoðar. Alla þína
tíð hefur þú haft mikla ástríðu fyr-
ir börnum og dýrum, ef dýrin bíða
eftir okkur hinum megin líka þá
er heill dýragarður sem tekur á
móti þér ásamt afa. Við vitum þá
líka hvert Dimma myndi fara þeg-
ar hún verður komin á aldur.
Amma og langamma, við eigum
eftir að sakna þín en þú getur
flogið hreykin í burtu á þínum
stóru englavængjum sem þú
vannst þér svo sannarlega vel inn
í þessu lífi. Takk fyrir að hafa ver-
ið til og mundu eftir að kyssa afa
frá okkur.
Helgi Rúnar, Hildur Ýr,
Karen Lind og Dimma.
Elsku amma.
Nú ert þú komin í Sumarlandið
þitt og við sitjum hér eftir og ylj-
um okkur við minningarnar sem
við eigum um þig. Þú varst ynd-
isleg manneskja og góðhjörtuð
kona. Stundirnar sem við áttum
saman eru okkur dýrmætar.
Stundirnar þegar við sátum og
spjölluðum um alla heima og
geima. Stundirnar þegar við vor-
um saman hér á Blómsturvöllum,
í sumarbústaðnum og í Hvalfirði.
Þú varst dugleg að koma og eyða
tíma þínum hjá okkur og það er
okkur fjölskyldunni ómetanlegt.
Þú sast við hannyrðir og ég dund-
aði í eldhúsinu og við ræddum um
lífið og tilveruna. Þið afi eydduð
miklum tíma í bústaðnum og þar
áttum við líka margar gæðastund-
ir með ykkur. Þú gerðir heimsins
bestu pönnukökur og þegar þær
voru á borðum slógu þær alltaf í
gegn jafnt hjá ungum sem öldn-
um. Þú varst snyrtimenni og vild-
ir ávallt hafa hreint í kringum þig
og heimili þitt bar þess glöggt
merki. Við eigum mikið af fallegu
handverki eftir þig því þú varst
mikil hannyrðakona og eyddir
ófáum stundum við að prjóna og
sauma út. Þú varst rólyndismann-
eskja, umhyggjusöm og mikill
dýravinur. Undir það síðasta
varstu stundum lituð af skoðun-
um Útvarps Sögu og tókst djúpt í
árinni varðandi ýmis málefni líð-
andi stundar en það var nú bara
okkur hinum til skemmtunar.
Þú varst ánægð fyrir mína
hönd þegar við Siggi kynntumst
og við hófum búskap. Stelpurnar
mínar, Sigrún Björk og Bylgja
Björk, voru mjög nánar þér og þú
fylgdist vel með þeim og því sem
þær voru að gera. Það var líka svo
að ef eitthvað merkilegt gerðist í
þeirra lífi þá var það viðkvæðið að
hringja í langömmu og láta hana
vita. Þú sýndir mikinn innri styrk
í veikindum þínum og æðruleysi
þitt var algjört. Það hefði nú farið
með flesta að þurfa að ganga í
gegnum þessa hrinu veikinda en
þú tókst þessu með stóískri ró og
settir allt þitt traust á læknana.
Þú sagðir mér að þú hefðir það að
markmiði að komast í ferminguna
hennar Sigrúnar Bjarkar og
helgina áður en þú kvaddir varstu
að spá í hverju þú ættir að klæð-
ast í fermingunni. Ég er viss um
að þú verður með okkur þann
merkisdag því þú varst mikil sel-
skapsmanneskja og þér þótti
gaman að vera í veislum. Við
kveðjum í dag góða konu sem
vildi að allir lifðu í sátt og sam-
lyndi, ekki síst stórfjölskyldan.
Þú varst okkur á Blómsturvöllum
mjög kær og við söknum þín en
vitum af þér í yndislegum faðmi
afa.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Hvíl í friði, elsku amma.
Þín
Guðrún Inga Bragadóttir.
Manni finnst stundum að sum-
ir séu nánast ódauðlegir og amma
var ein af þeim. Hún var alltaf svo
heilsugóð og hress og virtist ekk-
ert eldast, nema rétt undir það
síðasta þegar heilsunni fór að
hraka.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum er ég þakklátur fyrir hinar
fjölmörgu samverustundir okkar
ömmu. Amma og afi áttu alltaf
sérstakan stað í mínu hjarta,
enda var heimili þeirra á Túngöt-
unni mitt annað heimili á mínum
yngri árum. Þar var amma alltaf
til staðar hvort sem ömmustrák-
urinn þurfti aðstoð eða til að spila
á spil, sem mikið var gert af.
Einnig átti ég margar góðar
stundir í sumarbústaðnum í
Þrastarskógi hjá ömmu og afa og
margt skemmtilegt var brallað
þar.
Amma var einstök og góðhjört-
uð kona sem fylgdist vel með
hvernig mér og fjölskyldu minni
gekk. Hún var meðal annars stolt
af góðu gengi í körfuboltanum,
fyrst hjá mér og Sirrý en síðar hjá
strákunum okkar.
Amma undi sér alltaf vel með
fjölskyldu og vinum í samkvæm-
um hvers konar. Í brúðkaupi okk-
ar Sirrýjar lék hún á als oddi og
hafði gaman af. Mér þótti mikið
vænt um eitt óvæntasta atriði
brúðkaupsins; þegar amma steig
á svið og söng sitt uppáhaldslag,
Undir bláhimni, fyrir okkur brúð-
hjónin.
Og svo dönsum við dátt, það er gaman,
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason)
Amma var ávallt bindindis-
manneskja á áfengi og tóbak og
sannarlega góð fyrirmynd fyrir
afkomendur sína.
Í samverustundum okkar
ömmu í seinni tíð hefur verið gam-
an að rifja upp eldri tíma, en sér-
staklega eftirminnilegt var þegar
hún og afi heimsóttu okkur fjöl-
skylduna til Þýskalands og dvöldu
hjá okkur í tvær vikur. Amma
hafði gaman af að passa Ingva
Þór og Jón Axel og talaði mikið
um hversu góðir þeir voru alltaf
hjá henni. Við gerðum margt
skemmtilegt saman og að sjálf-
sögðu var gripið í spil á kvöldin.
Amma dvaldi hjá okkur fjöl-
skyldunni nokkra daga í haust
þegar hún var að jafna sig eftir
sjúkrahúsdvöl. Þetta voru
ánægjulegir dagar sem stóð til að
endurtaka um leið og heilsa
ömmu leyfði, en því miður gekk
það ekki eftir. Þarna kom enn í
ljós hversu vel amma náði saman
með strákunum og dvöl hennar
skilur eftir dýrmætar minningar
hjá þeim.
Elsku amma mín, nú þegar við
kveðjum þig í hinsta sinn þá þökk-
um við fjölskyldan fyrir alla þá
hlýju og ást sem þú hefur gefið
okkur í gegnum árin.
Minningin um yndislega ömmu
og langömmu mun lifa.
Guðmundur, Stefanía
og synir.
Sigurbjörg
Óskarsdóttir
✝ Unnur Björg-vinsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. maí 1941. Hún
lést á heimili sínu í
Kingsburg í Kali-
forníu í Bandaríkj-
unum 14. desember
2015.
Unnur var dóttir
hjónanna Björgvins
H. Björnssonar, f.
1915, d. 1944, og
Ástu S. Þorkelsdóttur, f. 1915, d.
2008. Systir Unnar, Björg Hall-
dóra, er fædd 1944. Börn hennar
og Valdimars Karlssonar eru
Kristinn Benedikt og Ásta Björg.
Unnur giftist James E. Morg-
an 4. júlí 1961 og flutti með hon-
um til Kaliforníu. Þá var Björg-
vin ættleiddur af Ástu og Þóri.
Unnur eignaðist tvö börn með
manni sínum, Önnu Kristínu, f.
19. apríl 1962, gift Rick Pender-
grass og eiga þau tvo syni, Luke
og Danny, og Jim, f. 30. sept-
ember 1965, fráskilinn og barn-
laus. Unnur og Jim slitu sam-
vistum 1986.
Unnur lærði hjúkrun í Banda-
ríkjunum og vann við hana þar til
hún hætti störfum 2007. Lengst
bjó hún í Rancho Cucamonga en
hafði flutt þaðan til Kingsburg,
þar sem Anna Kristín býr, í októ-
ber 2015.
Bálför og minningarathöfn
fóru fram í Rancho Cucamonga
16. janúar sl.
Kveðjuathöfn fer fram í Há-
teigskirkju í dag, 26. febrúar
2016, kl. 15.
Seinni maður Ástu
var Þórir Benedikt
Sigurjónsson, f.
1915, d. 2003, og áttu
þau Steinunni, f.
1950. Börn hennar
og Björns S. Jóns-
sonar eru Jón Viðar,
Hildur og Þórir
Benedikt.
Unnur eignaðist
með Jimmy L.
Richardson soninn
Björgvin, f. 11. desember 1959,
kvæntur Helgu Jónatansdóttur.
Hún átti fyrir dótturina Ragnheiði
Valdimarsdóttur, en fóstursonur
þeirra er Hermann Björgvinsson.
Elskuleg systir mín hefur
kvatt þennan heim og þá er tími
til að hugsa aftur í tímann.Við
systurnar vorum alltof stutt sam-
an og allt of langt á milli okkar.
Þegar Unnur fæddist bjuggu
foreldrar okkar á Sólvallagötu
hjá ömmu Önnu og afa Birni. Þau
festu fljótt kaup á 75 fm íbúð á
Hringbraut 107, þó að þeim hafi
liðið vel á Sólvallagötu þá vildu
þau vera út af fyrir sig. Þegar
íbúðin var tilbúin fluttu þau þrjú
inn í íbúðina. En faðir okkar fékk
ekki að vera lengi hjá okkur,
hann fórst á sjó 11. janúar 1944.
Unnur saknaði föður okkar mjög
mikið og þegar ég fæddist 29.
febrúar þá beindist athygli fólks
að nýja barninu. Þó að Unnur
hafi verið ung þá komst hún aldr-
ei yfir föðurmissinn og mundi
alltaf eftir þessum tíma. Unnur
var mér ótrúlega góð og dró mig
með sér og burðaðist með mig um
íbúðina.
Unni var hampað og hossað af
stórfjölskyldunni á Sólvallagötu.
Afi kenndi henni að lesa og var
hún orðin læs 5 ára. Hún sótti
mikið í að fara upp á Sólvallagötu
og leyfði mamma henni það, en
fyrst þurfti hún að hringja í
ömmu. Fór hún þá til Margrétar,
nágranna okkar, og var með 25
aur í litla lófanum og bað um að
gjöra svo vel og leyfa sér að
hringja og var það auðsótt. Mar-
grét náði í skammel svo hún næði
upp í símann sem var á veggnum,
setti peninginn í skál á borðinu og
valdi fjögurra stafa númerið hjá
ömmu og auðvitað mátti hún
koma til ömmu. Mamma fylgdi
henni út að horni á Sólvallagötu
og þar tók amma við.
Unnur fór á barnaheimili á
Löngumýri og ég í Reykholt svo
mamma gæti unnið. En svo fékk
mamma vinnu á Vesturvallagötu-
róló og þá gátum við verið hjá
henni. Unnur var mjög góður
námsmaður og þurfti lítið að hafa
fyrir náminu. Hún las mikið t.d.
Judit Bolton og Rósu Bennet. Og
svo safnaði hún leikaramyndum,
en mín kona klippti ekki út úr
blöðum, nei, hún sendi bréf út á
einhverjar skrifstofur og fékk
myndirnar undirritaðar af leikur-
unum.
Unnur flutti til Bandaríkjanna
þegar ég var 16 ára. Drengurinn
hennar varð eftir hjá mömmu og
Þóri. Þetta var erfiðasta kveðju-
stundin okkar allra, ég hélt ég
myndi aldrei sjá hana aftur.
Þetta var svo svakalega langt.
Unnur reyndi að koma heim á
fjögurra ára fresti, en við heim-
sóttum hana sjaldnar.
Þegar hún kom heim þá voru
alltaf veisluhöld hjá fjölskyldunni
okkar og naut ég góðs af. Sér-
staklega voru fjölskylduböndin
sterk hjá föðurfólki okkar.
Unnur kom heim í heimsókn í
sumar og þá var ég með frænku-
boð í föðurætt og Steinunn systir
í móðurætt.
Góð vinkona mín sagði að okk-
ur hefði verið stýrt, eins og undir-
búningur að því sem koma myndi
væri hafinn.
Elsku Björgvin, Anna og
Jimmý, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ykkar frænka,
Björg H. Björgvinsdóttir
(Böggý).
Unnur Björgvins-
dóttir MorganElskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,langafi, bróðir og mágur,
ÓLAFUR PÉTURSSON
hagfræðingur,
lést 20. febrúar síðastliðinn í Ósló.
.
Tryggvi Ólafsson, Marianne Thorvaldsen,
Pétur Magnús Ólafsson, Laila Huseby,
Valdís Björgvinsdóttir,
Soffía Pétursdóttir, Gunnar Örn Ólafsson,
Pétur Björn Pétursson, Kristín Blöndal,
Borghildur Pétursdóttir, Ólafur Haukur Johnson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FREYDÍS TH. LAXDAL
ljósmóðir,
Akureyri,
lést sunnudaginn 21. febrúar. Útförin
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. mars klukkan 10.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Sjúkrahússins á Akureyri.
.
Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, Stefán S. Ólafsson,
Harpa Ævarrsdóttir,
Haraldur B. Ævarsson, Elín S. Ingvarsdóttir,
Andri Fannar, Alma, Atli Snær, Ævarr Freyr,
Jóhanna Margrét, Freydís Ósk, Kristján Valur
og Embla Sif.