Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 ✝ Þóra Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 22. maí 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnús Jochums- son, póstmeistari í Reykjavík, f. 14. ágúst 1889 á Ísa- firði, d. 11. nóvember 1973, og Guðrún Geirsdóttir Zoëga, hús- freyja, f. 20. júlí 1897 í Reykjavík, d. 3. nóvember 1978. Þóra átti fjögur systkini, þau Helgu Aðalbjörgu, f. 1927, d. 2012, Sigrúnu, f. 1929, d. 2005, Ástríði, f. 1931, d. 1999, og Geir, f. 1933. Einnig ólust upp með f. 2008. 3) Katrín Lovísa, f. 1964, maki Páll Baldvin Baldvinsson, f. 1953, og eiga þau synina Magnús Jochum, f. 1997, og Kára Ingva, f. 2002. Páll Baldvin átti áður Vigdísi Hrefnu, f. 1977, Solveigu, f. 1985 og Pál Zophanías, f. 1986. Þóra var alin upp á Vestur- götu 7 og bjó þar uns hún gifti sig. Hún var í Miðbæjarskólanum og stundaði nám við Verslunar- skóla Íslands. Eftir nám starfaði Þóra m.a. hjá Olíuverslun Íslands og hjá Póstinum. Lengst af starfaði hún þó við verslunarstörf, frá 1970 til ársins 2011. Þóra rak verslun Geirs Zoega við Vesturgötu um langt skeið og síðan sem versl- unarkona hjá Verslun Sævars Karls og öðrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur. Þóra verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 26. febrúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. henni systur- dæturnar Guðrún, f. 1947, og Þóra Hrönn, f. 1951. Þóra giftist 9. mars 1957 Ingva Guðjónssyni, deild- arstjóra hjá SÍS, f. 2. júlí 1937, d. 22. janúar 2006. Börn Þóru og Ingva eru: 1) Kristín, f. 1957, maki Hilmar Karlsson, f. 1944, og eiga þau dótturina Þóru, f. 1983, maki Þór Elíasson, f. 1987. 2) Magnús, f. 1960, maki Olga Björt Þórðardóttir, f. 1972. Magnús á dæturnar Birnu Ýri, f. 1991, og Brynju Kristínu, f. 1995. Olga Björt átti fyrir dæturnar Agnesi, f. 2003, og Þórdísi Björt, Í dag fylgi ég yndislegri móður minni síðasta spölinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Að kveðja móður sína er eins og að kveðja stóran hluta af sjálfum sér. Ég er og verð alltaf mömmu- strákur. Móðir mín var Miðbæjarkona. Hún fæddist í Miðbænum og vann lengst af í Miðbænum. Það var síðan rökrétt að eftir að faðir minn dó fyrir 10 árum fluttist hún úr Austurbænum vestur í bæ. Þar bjó hún á fallegu heimili til æviloka. Hún var alltaf til staðar og allt- af var hægt að ræða við hana um margvísleg málefni. Hún fæddist inn á frekar blátt heimili og hélt sig við bláa litinn allt til enda. Það var helsta ástæðan fyrir því að oft strönduðu pólitískar umræður hjá okkur, en þá var bara tekið til við að ræða eitthvað annað. Hún var mikill sóldýrkandi. Ef sólin gægðist fram úr skýjunum að sumri til, þá var hún mjög oft komin út á svalir eða út í garð, helst með einhverja bók og þar lá hún og las og lét sólina baka sig. Móðir mín var líka mikil skvísa og lét sjaldan sjá sig án þess að vera almennilega tilhöfð. Hún var jú gömul fegurðardrottning úr Verslunarskólanum. Hún var alltaf mjög ungleg og ef ég hefði fengið, þó ekki væri nema 100 krónur í hvert skipti sem einhver sagði móður mína glæsilega og unglega, þá væri ég mjög vel staddur í dag. Móðir mín vann lengst af við verslun og var framúrskarandi verslunarkona. Lengst af starfs- ævinni starfaði hún í verslunum með fágaða og dýra vöru. Enginn var kurteisari, liðlegri eða hafði meiri þjónustulund til að bera en hún enda var hún eftirsóttur starfskraftur og fékk mörg at- vinnutilboð. Hún vann fram á átt- ræðisaldur og hefði örugglega getað unnið eins lengi og hún vildi, en henni fannst kominn tími til að setjast í helgan stein. Hún hafði unun af ferðalögum, jafnt innanlands sem utan. Sólar- landaferðirnar voru fleiri en tölu verður á komið og eins er óvíst hversu marga hringi um Ísland hún og faðir minn fóru, en þeir voru allmargir. Oft fengu barna- börnin að ferðast með og það var mikill spenningur að komast í slíkar ferðir á sumrin. Það verður sérstakt að geta ekki lengur heimsótt hana, hringt í hana og heyrt röddina hennar eða faðmað hana, en ég á margar ríkulegar minningar sem ég mun geyma vel. Hvíl í friði, elsku mamma. Þinn sonur, Magnús. Þóra systir mín dó hetjudauða. Hún greindist með æxli fyrr í vetur, fór í uppskurð, en mein- semdin var óviðráðanleg. Flest okkar hefðu lagst í sút og sorg en hún tók þessu með jafnaðargeði. Hún flutti á líknardeild og lýsti herberginu fyrir mér, hornher- bergi með útsýni í tvær áttir. Umhyggja starfsfólks einstök. Hún mátti fara og koma eins og heilsan leyfði og hélt boð fyrir vini heima hjá sér og fór í búðir með dætrunum. Foreldrar okkar giftu sig 1924. Mamma var þá 27 ára og pabbi 35. Þau voru bæði mjög hlédræg og létu tilfinningar sínar sjaldan í ljós. Ég bjó með þeim í tuttugu ár og sá þau aldrei sýna hvort öðru ástarhót í orði eða verki, utan einu sinni. Pabbi kom hýr heim og ætlaði að faðma mömmu og kyssa en hún forðaði sér og bað guð að hjálpa sér. Því segi ég frá þessu, að við börnin ólumst upp við að halda tilfinningum okkar fyrir okkur sjálf og sýndum ekki eins mikla ástúð og væntumþykju hvort öðru og við ættum. En svona var þetta þá. Svo komu börnin, Helga 1927, Sigrún 1929, Ástríður 1931 og ég 1933. Ég held að þau hafi orðið eitthvað skelkuð þegar ég kom því ekkert barn kom næstu fjögur árin, en þá fæddist engill- inn, hún Þóra. Hún var fjarska fallegt barn, það hélzt alla ævi. Okkur kom vel saman en oft var ég afbrýðisamur út í hana, fannst mamma halda meira upp á hana en mig. Mamma kallaði hana oft litla blómið sitt. Það varð Þóru dýrkeypt eitt sinn uppi í sumarbústað í Rauðhólunum. Hún var nýorðin þriggja ára. Mamma var að reyna að rækta blóm, sem var ekki auðvelt, jarð- vegur lélegur og garðarollur ágengar. Einn dag bað hún mig um að vökva blómin. Ég fyllti garðkönnu og gekk út í garð. Þóra elti mig. Þegar í garðinn kom gerði ég mér lítið fyrir og tæmdi könnuna yfir Þóru. Hún hljóp grátandi heim og þegar mamma spurði mig hví í ósköpunum ég hefði gert þetta setti ég upp sakleysissvip og sagði að hún hefði beðið mig um að vökva blómin og að hún kallaði Þóru litla blómið sitt. Þóra fór í Verzlunarskólann eftir barnaskólanám. Man ég að hún var þar kosin fegurðar- drottning og átti hún það skilið, hún var gullfalleg. Eftir að hún lauk námi vann hún við verzlunarstörf. Rak Geirsbúð og seldi þar danskt postulín. Seinna vann hún í verzlun Sævars Karls og seldi þar rándýr karlmannaföt. Voru þau öll svo krumpuð að það var eins og fullur maður hefði sofið í þeim. Þegar ég fann að þessu sagði Þóra með andakt að þetta ætti að vera svona, sá heimsfrægi skreðari Hugo Boss hefði mælt svo fyrir. Síðan hefur Hugo sparað mér mikinn tíma, ég fer nefnilega í fötin beint úr þurrkaranum og finni einhver að, segi ég að þetta sé allt hannað af Hugo Boss. Svo fann Þóra hann Ingva sinn og það var gæfufundur fyrir hana og alla fjölskylduna. Hann var mesti völundur og gat gert við allt. Pabbi tók honum tveim höndum og urðu þeir hinir mestu mátar. Ingvi hafði gaman af stangveiðum sem faðir minn stundaði mikið. Ingvi féll frá fyrir aldur fram fyrir réttum tíu árum. Þau Ingvi höfðu mikið barna- og barna- barnalán. Þóru verður mikið saknað af okkur, sem þekktum hana. Geir Magnússon. Margs er að minnast þegar ég hugsa til baka og rifja upp kynni mín af tengdamóður minni, Þóru Magnúsdóttur. Hún tók mér strax opnum örmum fyrir fjöru- tíu árum þegar Kristín kynnti mig fyrir henni og þar með hófst vinskapur sem stóð traustum fót- um allt þar til hún lést. Þóra var skemmtileg og inni- leg kona sem lét sér annt um sína nánustu og mátti ekkert aumt sjá. Hún var glæsileg kona sem hafði næmt auga fyrir fallegum og góðum hlutum og var við hæfi að megnið af starfsævi sinni skyldi hún vinna við verslunar- störf, þar sem hún eignaðist marga vini sem oftar en ekki leit- uðu ráða hjá henni. Það var henni mikill missir þegar eiginmaður hennar, Ingvi Guðjónsson, lést fyrir tíu árum, en þau höfðu verið mjög sam- rýnd. Í kjölfarið flutti hún búferl- um á æskustöðvarnar í Vest- urbæinn. Var þá komin á Bræðraborgarstíginn í nágrenni við okkur Kristínu. Frá heimili sínu var hún dugleg að fara í gönguferðir í miðbæinn og var fljót að pikka út verslanir sem henni líkaði við og myndaði vin- skap við afgreiðslufólk í nokkrum þeirra. Og þegar kom að leiðar- lokum og hún fór í sína síðustu ferð í miðbæinn kom hún við í verslunum til að kveðja þær kon- ur sem hún hafði myndað vinskap við. Fjölskyldan var samt alltaf í fyrirrúmi hjá Þóru og hún pass- aði vel upp á sína nánustu og var í góðu sambandi við barnabörnin sem öll dýrkuðu hana. Við Kristín fórum í ferðalög með henni og Ingva bæði innanlands og utan og alltaf var hún jákvæð og skemmtilegur ferðafélagi. Dóttir okkar, Þóra, sem er ekki aðeins nafna ömmu sinnar heldur á sama afmælisdag, naut góðs af ferðaáhuga afa ömmu og býr lengi að þeirri þekkingu og reynslu sem hún bar úr býtum eftir að hafa farið í mörg ferðalög með þeim, stundum allan hring- veginn. Komið er að ferðalokum hjá Þóru en minningin lifir um frá- bæra konu sem auðgaði líf allra sem í kringum hana voru, mann- eskju sem hafði sterka skoðun á flestum hlutum, fylgdist vel með tilverunni og á stórt rými í hugum allra sem hana þekktu. Hilmar Karlsson. Elsku amma mín. Frá því að ég fæddist á afmæl- isdaginn þinn höfum við alltaf átt einstaklega fallegt og gott sam- band. Mér þykir mjög vænt um að hafa komið í heiminn sem af- mælisgjöf til þín og bera sama nafn og þú. Þú varst alltaf allra glæsilegasta kona alveg fram á síðasta dag og hafðir mikinn húmor og það var ávallt gaman að spjalla við þig. Við eigum margar góðar minn- ingar saman ég og þú; endalausar útilegur um landið allt þar sem við gistum í tjaldi í blíðu og stormi og alltaf var stutt í spilin og gamanið. Það er sterkt í minn- ingunni minni að sitja með þér og afa á kvöldin með kakó og spil í tjaldvagninum og hafa það nota- legt. Þá finnst mér stundum eins og það hafi verið í gær þegar ég var lítil að leika mér hjá þér þeg- ar þú og afi áttuð heima í Búland- inu, þar sem mér leið alltaf mjög vel og gisti oft. Ég er ánægð með að við náðum oft að halda saman upp á afmæl- isdaginn okkar og er mér minn- isstætt eitt skiptið þegar við héld- um upp á afmælisdaginn okkar í París, sátum á kaffihúsum, skoð- uðum söfn, drukkum kampavín í görðum og röltum um borgina. Allar þessar minningar og fleiri samverustundir eru mér nú ofar- lega í huga. Þú varst alltaf svo stolt af mér og sagðir það oft við mig, sem gladdi mig mjög mikið. Takk fyr- ir allt, elsku amma mín. Ég sakna þín mjög mikið og mun halda áfram að hugsa til þín og gera þig stolta. Þín Þóra. Þegar ég hugsa til Þóru þá sé hana alltaf fyrir mér í Búlandinu, inni í eldhúsi með kaffibolla. Hún var kannski ekki mikið fyrir elda- mennskuna en heimilið hennar var alltaf óaðfinnanlegt, svona eins og hún sjálf. Meira að segja þegar ég sá hana tveimur dögum áður en hún kvaddi okkur þá var hún glæsileg, með fallega slæðu, skartgripi og varalit. Þóra var ein af glæsilegustu konum landsins og fylgdist vel með í tískunni. Sumir eru bara með þetta og hún var ein af þeim. Ég man hvað það var gaman að koma til hennar í búðina á Vesturgötunni og þá sérstaklega að skoða lagerinn og dótið sem var geymt bakvið. Ég held að Þóru hafi liðið vel í kringum fal- lega hluti, hvort heldur sem það var postulín, hágæða tískufatnað- ur eða heimili. Svo var hún líka gift stórglæsilegum manni, hon- um Ingva móðurbróður mínum, sem mér þótti ákaflega vænt um. Ég átta mig núna á því hvaðan börnin þeirra, þau Kristín, Magn- ús og Katrín, hafa þennan góða smekk sem þau hafa, þó Maggi hafi líklegast sína tískugáfur frá pabba sínum, a.m.k. hvað litrík jakkaföt varðar. Þóra var glaðleg kona, hló mik- ið og lengi, en ekki endilega hátt. Í minningunni engdist hún oft um af hlátri og verkjaði í magann af gleðinni. Og þá var nú oft hlegið hjá Jensu á Laugarvatni, a.m.k. allar verslunarmannahelgar sem ég man eftir í æsku. Mamma og ég hittum þær mæðgur, Þóru, Kristínu og Kötu, á Jómfrúnni um daginn, finnst eins og það hafi verið í gær en samt er nokkuð síðan. Það minnir mig á að njóta og rækta stórfjöl- skylduna betur, en á sama tíma er ég full af þakklæti fyrir allar góðu og gleðilegu stundirnar sem ég átti með elskulegu Þóru. Það er sárt að missa mömmu sína, ömmu sína, tengdamóður, vinkonu og frænku. Ég veit líka að það er stórt skarð í hjarta mömmu minnar sem er ekki bara að missa mágkonu sína heldur líka ástkæra vinkonu. Þóra er nú hjá Ingva sínum, ég veit að hann hefur tekið vel á móti henni með opnum örmum, börð- um kótelettum og rauðvíni. Guð geymi Þóru og alla í kring- um hana. Jensína Kristín. Þóra Magnúsdóttir var glað- sinna kona og glæsileg, umtals- fróm og velviljuð öllum. Hún bar sig jafnan vel, kurteis svo af bar og átti auðvelt með að blanda geði við alla. Hún sýndi barnabörnum sínum umhyggju og kærleika, átti félag við þau af elskusemi og virðingu. Hún var jafnan prúðbú- in og lét sér annt um að vera æv- inlega fallega til fara og vel til- höfð. Uppruni hennar var úr versl- unarstétt: faðir hennar var af stórum ættboga sem kenndur var við Skóga í Þorskafirði en upp- runninn úr eyjunum. Afi hennar, Jochum, og langafi, Magnús Jochumsson, í föðurætt bjuggu og störfuðu á Ísafirði. Magnús faðir hennar ólst upp í Djúpinu, sótti menntun til Danmerkur og Frakklands og var þekktur mað- ur í Reykjavík fyrir póststörf sín. Guðrún, móðir hennar var dóttir Geirs gamla Zoëga, útgerðar- manns, föður Reykjavíkur eins og hann var nefndur af samferða- mönnum sínum, og síðari konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Stóra-Ármóti í Hraungerðis- hreppi. Rætur Þóru lágu víða um Suður- og Vesturlandið. Hún fæddist í Sjóbúðinni við Grófina, uppsátrið undan Vestur- götunni sem nú er horfið undir uppfyllingar. Leiksvæði bernsku hennar var Vesturgatan og höfn- in í hjarta Reykjavíkur og þar átti hún eftir að starfa stóran hluta ævi sinnar. Hún var verslunar- kona, menntuð í Verslunarskól- anum gamla, einstaklega flink af- greiðslukona enda eftirsótt og þekkt meðal verslunarfólks og viðskiptavina sinna. Þóra giftist, rétt tvítug, Ingva Guðjónssyni, glæsilegum dugn- aðarmanni. Hjónaband þeirra var farsælt og missir hennar var mikill þegar Ingvi féll frá rétt í þann mund sem þau ætluðu að setjast í helgan stein. Henni tókst þó að slíta sig frá Fossvoginum þar sem þau reistu sér heimili og móta líf sitt að nýju skammt frá fornum heimaslóðum. Henni var ákaflega annt um að hafa snyrti- legt í kringum sig enda snyrti- menni að eðlisfari um alla háttu fram til hinsta dags. Þóra var grannholda, meðal- kona á hæð, bar sig af þokka og reisn. Veikindi liðins sumars og hausts skóku hana en hún lét hvergi undan þeim kröfum sem hún gerði jafnan til sjálfrar sín. Þegar krabbinn gaus upp í lík- ama hennar um hátíðarnar tók hún veikindum sínum af því æðruleysi sem var henni tamast. Og nú er hún öll og við kveðj- um hana í dag í þökk fyrir þá um- hyggju sem hún sýndi okkar öll- um sem nutum samfylgdar hennar. Fari hún í friði. Páll Baldvin Baldvinsson. Gleymdu ekki gömlum vin þótt gefist aðrir nýir. Þeir eru líkt og skúraskin skammvinir en hlýir. Þóra var vinkona mín frá barn- æsku. Við vorum bekkjasystur í Miðbæjarbarnaskólanum og vor- um í ballettnámi í Þjóðleikhúsinu. Við stallsystur vorum miðbæjar- börn. Þóra bjó neðst á Vesturgöt- unni og ég í Ingólfsstrætinu, þessi rúntur á milli okkar og þar um kring varð ævilangt okkar á milli sér heimur. Þóra fór eftir grunnskóla í Verslunarskólann en ég í Kvennó. Við giftumst ungar. Ég flutti eftir skóla til Ameríku og bjó þar í hartnær 60 ár,við hittumst stöku sinnum gegnum árin þegar ég kom til Íslands, skiptumst svo á sendibréfum eftir aðskilnað okk- ar fram eftir árum og lestur bréf- anna grætti mig ósjaldan af sökn- uði eftir Þóru vinkonu minni. Það er ekki oflof þótt ég segi að Þóra var öllum kostum búin. Falleg, ljúf, há og tíguleg og afburða smekkvís. Glæsileg kona sem sópaði að. Til að gera langa sögu stutta þá flutti ég aftur til landsins fyrir þremur árum síðan og það varð einsog gerst hafi í gær. Við Þóra rifjuðum upp okkar gamla vin- skap sem varð til þess að við hitt- umst svo til daglega og gengum þvers og kruss um gamla kjarn- ann okkar Skólavörðustíginn, Laugaveginn og Þingholtin, þar sem sagan lifnaði við. Við minnt- ust þess hvar þessi eða hinn hafði átt heima og hvað varð um þessa eða hina, svo rifjuðust upp við- burðir sem höfðu legið í láginni svo lengi. Kallinn á kassanum og Hjálpræðisherinn eru t.d. ekki á Lækjartorgi lengur. Stundum fórum við vestur fyrir læk eins og það var orðað í þá gömlu góðu daga. Röltum um Suður- götukirkjugarðinn að vitja gam- alla vina og ættingja sem þá urðu ljóslifandi í hugum okkar. Nú skiljast leiðir okkar um sinn. Söknuðurinn er sár. Drottning miðbæjarins í mínum augum hef- ur kvatt. Fjölskyldunni votta ég inni- lega samúð mína. Halldóra Einarsdóttir (Dóra). Við Þóra þekktumst frá æsku- árunum því sumarhúsalóðir for- eldra okkar við Helluvatn við Rauðhóla lágu saman og sam- gangurinn var mikill. Þangað fluttu fjölskyldurnar snemma vors og í bæinn aftur í veg fyrir skólann. Hjá foreldrum Þóru voru börnin fimm, en hjá okkur vorum við samtals sex. Feðurnir gengu niður á Suðurlandsveg á morgnana til að taka strætó í vinnuna í bænum og keyptu inn á leið sinni uppeftir aftur. Leiksvæðið stækkaði eftir því sem við eltumst: Aðgrunnt vatnið í víkunum framan við bústaðina, hólarnir og engin út frá þeim þar sem gengu hestar sem stundum Þóra Magnúsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.