Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Rakel Sævarsdóttir var á skíðum í Austurríki þegar blaðamaðurhafði samband við hana. „Ég hef aðallega verið á snjóbrettumen það er gaman að fara út fyrir þægindarammann þegar
maður er fertugur og prófa eitthvað nýtt.“
Rakel er með BA-gráðu í listfræði og MA í hagnýtri menningar-
miðlun, hvort tveggja frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið að reka
vefverslunina kaupstaður.is, netgalleríið Muses.is og síðast Dags-
son.com sem er heimasíða Hugleiks Dagssonar. „Það hefur verið svo
mikið að gera við að reka Dagsson.com að ég hef ekki haft tíma til að
sinna hinum heimasíðunum. Við Hugleikur byrjuðum með Dags-
son.com fyrir einu og hálfu ári en ég hafði verið að selja verk eftir
hann á Muses.is. Það var svo mikil eftirspurn eftir verkunum hans að
við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og vera með sérsíðu um
Hugleik. Þar erum við að selja alls konar varning eftir hann, boli og
bolla ásamt bókunum, teikningunum og plakötunum. 95% af kaupend-
unum eru útlendingar og Hugleikur er orðinn alþjóðlegt merki. Ég sé
um að framleiða vörurnar og pakka þeim inn en við seljum þær einnig
í Epal, Hörpu og Listasafni Reykjavíkur.
Áhugamálin eru þetta týpíska, ferðast og vera með fjölskyldunni,
hlusta á góða tónlist og vera með vinum og halda matarboð. Svo er
vinnan náttúrlega helsta áhugamálið.“
Eiginmaður Rakelar er Gunnar Hólm Friðriksson, sjómaður hjá
Brimi, og börn þeirra eru Ísar Hólm sem er að verða 10 ára og Katla
Hólm 6 ára.
Morgunblaðið/Eggert
Við Reykjavíkurhöfn Rakel fyrir utan skrifstofuna sína.
Selur verk Hugleiks
Dagssonar á netinu
Rakel Sævarsdóttir er fertug í dag
S
igtryggur fæddist á
Akureyri 26.2. 1966 og
ólst þar upp: „Ég ólst
upp á Brekkunni frá
átta ára aldri, miðja
vegu milli Barnaskólans, Gagn-
fræðaskólans og Menntaskólans.
Þetta var afskaplega praktísk
staðsetning á heimilinu enda var
ég aldrei meira en tvær mínútur
að ganga í skólann.
Að öðru leyti voru þetta frá-
bærar æskuslóðir, stutt út í nátt-
úruna í allar áttir, ekki síst upp
með Glerárgili og Súlurnar ekki
langt frá. Svo dundaði maður sér
við að dorga á Höfnersbryggju
sem er gamla bryggjan í Inn-
bænum.
Sigtryggur gekk í Barnaskóla
Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar, stundaði nám við MA og
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður – 50 ára
Á ferðalagi Sigtryggur og Tinna með Baldvini Hrannari, Hallbjörgu Emblu og Tryggva Kolviði í Flateyjardal 2008.
Sækir innblástur og
hvíld í Héðinsfjörðinn
Ermarsund Olíumálverk á striga, eftir Sigtrygg. Verkið var málað 2014.
Hafnarfjörður Al-
exander Árni
Gunnarsson
fæddist 5. febrúar
2015 kl. 15.22.
Hann vó 3.950 g
og var 51,5 cm
langur. Foreldrar
hans eru Gerður
Ósk Grétarsdóttir
og Gunnar Þór
Árnason.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Þú gerir ekki
*samkvæmt dekkjaprófun
haustið 2014
Ipike W419Winter i'cept
Korna-
dekk
– Síðan 1941 –
Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj
Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi
Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080
betri kaup!
Áberandi gott
skv. FÍB*