Morgunblaðið - 26.02.2016, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Verður er verkamaður launa sinna.
Því er augljóst að því meira sem lagt er á sig
þeim mun meiri verður umbunin. Hið sama
gildir um ráðagerðir tengdar menntun og
lögfræðilegum efnum.
20. apríl - 20. maí
Naut Byrinn blæs aldeilis með þér því það er
eins og allt gerist af sjálfu sér. Gömul verk-
efni hvíla þó á þér. Láttu því slag standa áður
en þú bognar undan álaginu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur á tilfinningunni að fólk ef-
ist um hæfileika þína. Gættu þess líka að
setja sjálfum þér ekki of stífar reglur. Mundu
að allir eiga sína útgáfu af hamingjusama
endinum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér ætti að ganga flest í haginn í dag.
Lífið kemur til þín þegar þú reynir ekki of
mikið til þess og bíður ekki í úthugsuðum
stellingum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú óttast að þú munir ekki ná settu
marki. Hafðu ekki áhyggjur af öðrum þegar
þessi þörf kemur yfir þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert í innkaupaskapi í dag. Um-
ræðuefnið er óvenjulegt og aðstæður frá-
brugðnar. Maður getur orðið háður því alveg
óvart.
23. sept. - 22. okt.
Vog Meðan fólkið í kringum þig nýtur augna-
bliksins í kastljósinu, skaltu reyna að apa
ekki eftir því. Notaðu tækifærið. Reyndu að
vera vingjarnleg/ur og þolinmóð/ur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þemað hjá þér er að eiga við
sterka karaktera. Komdu hlutunum í lag og
þá geturðu um frjálst höfuð strokið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú situr á fleiri góðum galdra-
brögðum en sjálfur Houdini. Núna er ekki
góður tími til að taka ákvarðanir sem krefjast
skýrrar hugsunar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki láta vin koma þér úr jafnvægi
í dag. Leggðu þig fram um að styrkja tengslin
við vini og vandamenn. Láttu niðurstöðurnar
ekki koma þér á óvart en notaðu þær eins og
þér best hentar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sýndu öðrum næga tillitssemi,
sérstaklega þar sem um sameiginleg fjár-
hagsmálefni er að ræða. En líttu ekki of lengi
um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekkert stöðva þig í að hrinda
áhugamálum þínum í framkvæmd. Farðu þér
því að engu óðslega því tíminn vinnur með
þér og þeim fyrirætlunum sem þú hefur.
Ólafi Stefánssyni þykir gamanað þessum ensku limrum,
orðaleiknum og „viðlaginu“, og
spreytti sig þess vegna á því að
snúa þeim á íslensku:
There was a young fellow named
Skinner
who took a young lady to dinner.
they started to dine
at quarter to nine –
and at twenty to ten it was in ’er.
The dinner? No,Skinner.
Skinner was in ’er before dinner.
There was a young fellow named
Tupper
who took a young lady to supper.
They sat down to dine,
at quarter to nine,
and at twenty to ten it was up ’er.
Not the supper – not Tupper – it was
some son-of-a-bitch named Skinner.
Hér kemur svo þýðing Ólafs:
Hann var grallari gaurinn Jósafat,
sem Gyðríði sætu bauð út í mat.
Veglegt var átið,
vel útilátið,
en um tíuleytið var troðið í gat.
Troðið mat? Nei, Jósafat.
Tróð þá í gat hann Jósafat.
Hann var líka á ferð þá, hann Finni,
sem frakkur bauð stúlḱ upp á kynni.
Þau settust að mat
en súpan var frat,
og um miðnætti mest allt var inni.
Þú meinar Finni, – var hann þá inni?
Nei, – ekki Finni, – en helvískur jaxlinn
Jósafat.
Það væri skemmtilegt ef eitt-
hvert tónskálda okkar semdi lag
við þetta limruafbrigði, sem menn
skemmtu sér síðan við að syngja á
góðri öl-stund!
Páll Imsland heilsaði Leirliði árla
dags með þeim ummælum, að
fuglafræði nútímans fengi innspýt-
ingu með orðaleikjum:
Við ströndina buslar oft straumönd
og í störinni bælir sig sefönd,
en uppi í skóla
við skræður má dóla
ein skýrleiks og fróðleiksþyrst nemönd.
Páll setti síðan aðra orðsendingu
á Leirinn að bragði, sagði, að „þeg-
ar ég sendi limruna áðan datt í hug
mér gömul limra með ættartengsl.
Hvort hún hefur áður sést á leir
man ég ekki:
Þar er landslag á bökkunum loðið
en lausagrjót mest allt þó soðið.
Þarna loftbólur sulla.
Þar er leir bæði og drulla.
Allt af hverfuglum trampað og troðið.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af gaurnum Jósafat,
nemöndum og hverfuglum
Í klípu
„ÞÚ ERT ENN Í ÖNDUNARVÉL. HVAÐA
HLUT AF „Á LÍFI“, SKILUR ÞÚ EKKI?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ FÆRÐ PULSU ÞEGAR ÞÚ FERÐ HEIM
OG SKIPTIR Í JAKKA OG BINDI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einhver sem leysir úr
flækjunum þínum.
KANARÍFUGLS-
LASAGNA!
MAÐUR LIFANDI! ÞÚ VEIST
ALDREI HVENÆR SNILLIGÁFAN
FER Í GANG!
ÉG VIL ÞÍNA
BESTU STEIK! EN ÞANNIGFRAMREIÐUM
VIÐ FILET
MIGNON!
EN EKKI GEFA MÉR
PÍNULÍTINN SKAMMT
EINS OG SÍÐAST
MÉR ER ALVEG
SAMA UM HANN…
ÉG VIL
ALVÖRU
STEIK!
Ef það er ekki í Morgunblaðinuskiptir það ekki máli, sagði
ágætur maður fyrir margt löngu.
Þessi staðhæfing lifir ekki aðeins
góðu lífi, að mati Víkverja, heldur
eykst mikilvægi hennar eftir því sem
áreiti fjölmiðla og einkum og sér í
lagi samskiptamiðla verður meira.
x x x
Á hverjum degi eru sagðar fréttir íljósvakamiðlum og gjarnan vitn-
að í Morgunblaðið, en þó ekki alltaf.
Helsta forsíðufrétt Moggans í gær
um ákvörðun Hvals hf. að stunda
ekki hvalveiðar í sumar var til dæm-
is síðan birt á mbl.is og í kjölfarið
tekin upp á öllum öðrum helstu net-
og ljósvakamiðlum landsins. Í öllum
tilfellum nægði frétt Moggans um
málið.
x x x
Á tímum flokksblaða fór Víkverjisamviskusamlega yfir öll blöðin
en eftir að þau hættu og fríblöð tóku
við hefur hann látið Moggann duga,
minnugur þess að ef það er ekki í
Mogganum skiptir það ekki máli.
x x x
Víkverji áréttaði enn einu sinni íspjalli yfir tebolla í gær að hann
væri ekki með reikning á Facebook,
Tinder, Snapchat, Twitter eða In-
stagram og væri alvarlega að hugsa
um að endurnýja ekki farsímann
þegar hann gæfi upp öndina.
x x x
Einn viðstaddra varð orðlausvegna fyrrnefndrar yfirlýsingar
og botnaði ekki í því hvernig væri
hægt að komast í gegnum daginn án
þess að vera að minnsta kosti á
Facebook. Það hefur Víkverji gert,
ekki misst af neinu, sem skiptir máli,
og lifað góðu lífi.
x x x
Reyndar passar Víkverji illa inn íþjóðarmynstrið. Hann hefur til
dæmis aldrei farið í ljós og aldrei
farið í leik á tölvu. Ekki einu sinni
lagt kapal í tölvu, en þegar hann var
yngri var spilastokkurinn aldrei
fjarri og margir kaplarnir lagðir á
milli þess sem tekið var í spil. Þegar
landlínan verður lögð niður hefur
hann þó alltaf Moggann til að fá
fréttirnar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Himinn og jörð munu líða undir lok
en orð mín munu aldrei undir lok
líða. Mark. 13:31
Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I
LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND