Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Japanski tónlistarmaðurinn Dai-
suke Tanabe verður með tónleika
á lofti Gamla-bankans, Austurvegi
21, á Selfossi í kvöld, föstudag,
klukkan 20. Tanabe leikur einkar
persónulega raftónlist sem er sögð
blanda af hiphopi, elektróník,
þjóðlaga- og djasstónlist sem hefur
hlotið talsvert lof.
Tanabe var búsettur í Lund-
únum um tíma og samdi þá meðal
annars tónlist fyrir Gilles Peterson
og Zero DB, sem eru þekktir á
sviði raftónlistar. Um helgina
kemur hann síðan fram á Græna
hattinum á Akureyri og í Mengi í
Reykjavik.
Listamaðurinn Tanabe blandar saman
ýmsum áhrifum í raftónlist sinni.
Daisuke Tanabe
leikur á Selfossi
Rokksveitin Metallica hefur verið
valin sérstakur sendiherra hljóm-
plötuútgáfunnar fyrir alþjóðlegan
dag plötunnar,sem ber upp á laug-
ardaginn 16. apr-
íl í ár. Af því til-
efni sendir
sveitin þá frá sér
plötu með hljóð-
ritun frá tón-
leikum sínum í
Bataclan-
tónleikahöllinni í
París, þar sem
hryðjuverka-
menn myrtu 89
tónleikagesti í nóvenber. Platan
mun heita Liberté, Egalité, Frat-
ernité, Metallica! - Live at Le Ba-
taclan, Paris, France - June 11th,
2003. Allur ágóði rennur til fórn-
arlamba hryðjuverkanna. Tromm-
arinn Lars Ulrich segir Metallica
dá plötuverslanir, sjálfstæðir plötu-
salar séu hluti af DNA sveitarinnar.
Bataclan-tónleikar
Lars Ulrich
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Víðkunn finnsk þjóðlagasveit, Värtt-
inä, kemur fram á tvennum tón-
leikum hér á landi á næstu dögum. Á
sunnudagskvöld
kl. 20 spilar sveit-
in ásamt Sinfón-
íuhljómsveit
Norðurlands í
Hofi á Akureyri,
undir stjórn
Guðna Franzson-
ar, og á mánu-
dagskvöldið
verða listamenn-
irnir komnir suð-
ur og leika þá í Norræna húsinu.
Värttinä er skipuð þremur söng-
konum og þremur hljóðfæraleik-
urum, þeim Mari Kaasinen, Susan
Aho og Karoliina Kantelinen sem
syngja, Lassi Logrén sem leikur á
fiðlur og lýru, Matti Laitinen sem
leikur á ýmis strengjahljóðfæri og
harmónikku- og flautuleikaranum
Matti Kallio sem er búsettur hér á
landi og hefur komið víða við í ís-
lensku tónlistarlífi á undanförnum
árum.
Nútímaleg en byggja á hefðum
Allt frá árinu 1983 hefur Värttinä
notið vinsælda í heimalandinu auk
þess að koma fram á tónleikum víða
um lönd. Hljómsveitin hóf starfsemi
í þorpinu Rääkkylä í norðurhluta
Karelíu í austurhluta Finnlands og
hefur síðan þá átt nokkrar endur-
komur á tónlistarsviðið, ætíð við
miklar vinsældir.
Í tilkynningu segir að í þrjá ára-
tugi hafi tónlist sveitarinnar verið
leiðandi í straumum þjóðlaga-
tónlistar og eru listamennirnir eft-
irsóttir til tónleikahalds víða.
Ný plata Värttinä, Víena, situr nú
í fjórða sæti yfir vinsælustu þjóð-
lagaplöturnar í Evrópu. Á plötunni
gera hljómsveitarmeðlimir uppruna
sveitarinnar hátt undir höfði og vísa
til þeirrar hefðar sem hún sprettur
úr, sem er meðal annars karelíu-
mállýska finnskunnar. Þá er í Karel-
íu sterk hefð fyrir að konur leiði
sönginn að hætti fornrar ljóðahefðar
sem kallast runos.
En þótt byggt sé á hefðum þá
leggur hljómsveitin upp með það að
skapa frumsamda og nútímalega
tónlist sem hefur aflað Värttinä
fjölda verðlauna úr þjóðlaga- og
heimstónlistargeiranum.
Hljómsveitin kemur alla jafna
órafmögnuð fram og segja sérfræð-
ingar hljóm raddanna í bland við
taktvissan hljóðheim fiðlu, harm-
ónikku og strengjahljóðfæra skapa
samhljóm sem sé í senn mjúkur og
seiðandi.
Aðdáendahópur Värttinä út um
löndin er sagður fara sífellt stækk-
andi og ferðast hljómsveitin reglu-
lega til að leika fyrir aðdáendur sína.
Nýlega lék sveitin með Lundúna-
sinfóníunni og styðst Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands við útsetn-
ingarnar sem voru gerðar fyrir þá
tónleika.
„Er mjög flott“
„Þetta er mjög flott,“ segir Guðni
Franzson, stjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands, um tón-
list Värttinä og útsetningarnar sem
þau leika í Hofi á sunnudagskvöld.
Sinfóníuhljómsveitin verður við
þetta tækifæri skipuð um þrjátíu
hljóðfæraleikurum og þar á meðal
verða djassmennirnir kunnu Sig-
urður Flosason og Haukur Gröndal
sem blása í klarínett og kallast á við
söngkonurnar.
„Þetta er þjóðlagatónlist sem
byggist á gömlum og mótuðum hefð-
um,“ segir Guðni og bætir við að
raddbeiting söngkvennanna sé sér-
stök og minni á búlgarska þjóðlaga-
tónlist og balkanskan brjóstraddar-
söng. Hann segir þetta mjög
taktvissa tónlist með hrífandi hrynj-
andi. „Nótnaskriftin er nokkuð flók-
in en virkar síðan mjög einföld þegar
maður hlustar á tónlistina. Það er
gríðarmikið „grúv“ í þessu,“ segir
Guðni og bætir við að hún fari í raun
nokkuð nálægt prog-rokki. „Þetta er
þrælrokkuð tónlist,“ segir hann.
Þegar spurt er um hlutverk Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands á
sunnudagskvöld segir hann það ekk-
ert ósvipað því sem þau í Caput-
hópnum gerðu með Þursaflokknum
á sínum tíma.
„Aðkoma okkar þéttir hljóminn
mikið þótt söngurinn og tríóið með
þeim séu í forgrunni. En útsetning-
arnar eru gríðarvel unnar og bæta
miklu við flutning Värttinä. Þetta
eru engar „strengjamottur“, heldur
er hljómsveitin mjög virk og bætir
við litunum í tónlistina. Þá leikum
við í nokkrum laganna ein með söng-
konunum, tríóið stígur þá til hliðar,“
segir Guðni.
„Þetta band hefur unnið frábært
starf á liðnum árum og hefur að auki
komið fram með sinfóníuhljóm-
sveitum víða þannig að þau eru orðin
mjög sjóuð í þessari uppsetningu.“
Gagnrýnandi Billboard-
tímaritsins segir tónlist Värttinä
„ægifagra og frumlega, þótt hún
byggist á ríkulegum hefðum, ein-
staklega finnska“ en þó alþjóðlega.
Taktviss tónlist og hrífandi
Víðkunn finnsk
þjóðlagasveit,
Värttinä, kemur
fram í Hofi og
Norræna húsinu
Ljósmynd/Seppo Samuli
Söngkonurnar Þjóðlagasveitina Värttinä skipa þrjár söngkonur frá austurhluta Finnlands og þrír slyngir hljóð-
færaleikarar. Guðni Franzson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, segir mikið „grúv“ í tónlistinni.
Guðni Franzson
Sönghópurinn Boudoir kemur fram
á Rósenberg undir stjórn Julian
Hewlett í kvöld, föstudag, kl. 22.
Yfirskrift tónleikanna er Rómó á
Rósenberg, en efnisskráin verður
helguð þekktum og vinsælum róm-
antískum dægurlagaperlum úr ýms-
um áttum frá ólíkum tímum. Meðal
laga sem munu óma er „The Man I
Love“, „All I Ask of You“, „It Aint
Necessarily So“, „Saving All my
Love for You“, „For All Time“, „I
Want to Spend my Lifetime Loving
You“, „Stormy Weather“, „Sogno di
te“, „Crazy“, „Heyr mína bæn“, „I
Dreamed a Dream“, „Volare“og
„Íve got Rythm“. Auk þess verður
frumflutt nýtt lag eftir Julian Hew-
lett sem nefnist „For All Time“.
Samkvæmt upplýsingum frá
hópnum hélt Boudoir tónleika á
sama stað undir sömu yfirskrift í
fyrra sem mæltust vel fyrir og því
var ákveðið að endurtaka leikinn.
Gestaleikari með hljómsveitinni
verður eins og í fyrra Ian Wilk-
inson, sem leikur á básúnu, barí-
tonhorn og túbu, en Julian leikur á
hljómborðið. Einsöngvarar á tón-
leikunum eru Guðlaug Pétursdóttir,
Kristín R. Sigurðardóttir, Rós
Ingadóttir og Vilborg Birna Helga-
dóttir.
Sönghópurinn Boudoir sam-
anstendur af tólf söngkonum, sem
allar eiga það sameiginlegt að vera
sönglærðar. Sönghópurinn var
stofnaður haustið 2013, og hefur
hópurinn nú þegar haldið allnokkra
tónleika, og komið víða fram.
Hæfileikaríkar konur Stjórnandinn Julian Hewlett ásamt sönghópnum
Boudoir sem skipaður er tólf söngkonum sem allar eru sönglærðar.
Rómó á Rósenberg
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -