Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Enskar þýðingar á spennusögum Ragnars Jón- assonar, Snjó- blindu og Nátt- blindu, hafa undanfarið verið mest seldu nor- rænu glæpasög- urnar fyrir Kyndil á ama- zon.co.uk. Þá hafa dómar um bækur hans verið lofsamlegir. Rýnir The Times skrif- aði: „Breskir aðdáendur norrænna glæpasagna þekkja tvo frábæra ís- lenska rithöfunda, Arnald Indriða- son og Yrsu Sigurðardóttur. Hér kemur sá þriðji: Ragnar Jónasson.“ Góð sala á vefnum Ragnar Jónasson Björk Guðmundsdóttir var verð- launuð sem besta alþjóðlega tónlist- arkonan þegar bresku tónlistar- verðlaunin, The Brit Awards, voru afhent sl. miðvikudagskvöld. Þetta voru fimmtu Brit-verðlaun hennar, en árið 1994 var hún verðlaunuð bæði sem besti nýliðinn og besta al- þjóðlega tónlistarkonan, en síðast- nefndu verðlaunin vann hún einnig árin 1996 og 1998. Hún hefur sam- tals tíu sinnum verið tilnefnd til Brit-verðlaunanna og er því ásamt bandaríska rapparanum Eminem í fjórða sæti yfir sigursælasta alþjóð- lega listafólkið á Brit-verðlaun- unum. Björk var ekki viðstödd verð- launaafhendinguna, en sendi rafræna kveðju íklædd sérstakri grímu. Í þakkarávarpi sínu þakkaði hún aðdáendum sínum „fyrir besta titil í heimi. Ég mun njóta þess í botn að vera besta alþjóðlega tón- listarkonan allt árið. Bestu þakkir.“ Yfirnáttúrulegir hæfileikar Óhætt er að segja að breska tón- listarkonan Adele hafi komið, séð og sigrað á verðlaunaafhendingunni, en hún hlaut samtals fern verðlaun. Hún var valin besta breska tónlist- arkonan, plata hennar, 25, var valin sú besta þetta árið, hún þótti eiga bestu smáskífu ársins sem var „Hello“ og var loks verðlaunuð fyrir alþjóðlega velgengni. „Það er ómet- anlegt að vera boðin jafn hjart- anlega velkomin þegar maður snýr aftur eftir svona langa fjarveru,“ sagði Adele við verðlaunaafhend- inguna, en afhendingunni lauk með því að Adele flutti lag sitt „When We Were Young“. Besti breski tónlistarmaðurinn var valinn James Bay. Besta al- þjóðlega hljómsveitin þótti vera Tame Impala, en hún atti kappi við m.a. U2 og Eagles of Death Metal. Besta breska hljómsveitin þótti vera Coldplay, en aðrar tilnefndar sveitir voru m.a. Blur og One Direction. Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber þótti besti alþjóðlegi tónlist- armaðurinn þetta árið. Breska tónlistarmannsins Davids Bowie, sem lést fyrr á þessu ári, var minnst með tilfinningaríkum tónlist- arflutningi. Liðsmenn hljómsveitar hans stigu á svið í dagskrá sem Gary Oldman, kvikmyndaleikari og vinur Bowie, og söngkonan Annie Lennox leiddu. „David, þú varst dauðlegur, en hæfileikar þínar voru yfirnáttúru- legir. Tónlistin þín lifir áfram,“ sagði Oldman þegar hann tók við sér- stökum heiðursverðlaunum fyrir hönd Bowie og fjölskyldu hans. Þegar hljómsveit Bowie hafði leik- ið lagasyrpu bættist nýsjálenska söngkonan Lorde í hópinn og flutti með þeim lagið „Life on Mars“ við mikinn fögnuð viðstaddra. Sonur Bowie, Duncan Jones, virtist einnig sáttur við flutninginn því í tísti um Brit-verðlaunaafhendinguna þakk- aði hann sérstaklega fyrir kvöldið. Björk vann í fimmta sinn  Adele hlaut fern verðlaun þegar Brit-verð- launin voru afhent AFP Stjarna Liðsmenn hljómsveitar breska tónlistarmannsins Davids Bowie heiðruðu meistarann sem lést fyrr á árinu. Ferna Breska tónlistarkonan hlaut fern verðlaun enda hæfileikarík. Hrærður Justin Bieber var valinn besti alþjóðlegi tónlistarmaðurinn. Á skjánum Björk var valin besta al- þjóðlega tónlistarkonan þetta árið. Tónlistarmaðurinn Gordon Sum- ners, betur þekktur sem Sting, og eiginkona hans Trudie Styler seldu fjölda verðmætra húsgagna og myndlistarverka á uppboði hjá Christie’s í vikunni. Gripirnir höfðu verið metnir á allt að tvær milljónir punda, um 400 milljónir króna, en seldust fyrir tals- vert hærri upphæð, um þrjár millj- ónir punda. Ástæða uppboðsins er, samkvæmt breskum fjölmiðlum, sú að Sting og Styler hafa selt herra- garð sinn skammt frá London og munu minnka við sig og flytja í eina af íbúðunum sem verið er að útbúa í hinni fyrrverandi raforkustöð Batt- ersea Power Station í borginni. Með- al þess sem þau seldu voru mynd- verk eftir Matisse, Braque, Picasso og Ben Nicholson, og flygillinn sem Sting hefur samið fjölda laga á. Verðmæti Grafíkserían Jazz eftir Henri Matisse var slegin hæstbjóðanda fyrir um hundrað milljónir króna og var meðal verðmætustu verkanna. Sting og Styler seldu AFP Hjónin Sting og Trudie Styler minnka við sig og selja listaverk. TRIPLE 9 8, 10:25 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8 ZOOTROPOLIS 2D 4, 6 ÍSL.TAL ZOOTROPOLIS 2D 6 ENS.TAL DEADPOOL 8, 10:20 ZOOLANDER 2 6, 10 ALVIN & ÍKORNARNIR 2D 3:50 ÍSL.TAL NONNI NORÐURSINS 2D 3:50 ÍSL.TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 4 -T.V., Bíóvefurinn Morgunblaðið gefur út þann 10. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 7. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 10.-13.03.2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.