Morgunblaðið - 03.03.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.03.2016, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2016SJÁVARÚTVEGUR Á Suðureyri hefur orðið til fyr- irtæki sem tengir saman sjávar- útveg og ferðaþjónustu. Lesendum kann að þykja það undarlegt en fyrir mörgum erlendum ferðamann- inum er það hápunktur heimsóknar til Íslands að upplifa allt ferli fisks í litlu sjávarþorpi, frá hafi og ofan í maga. „Þetta er nákvæmlega það sama og Íslendingar eru að sækjast eftir þegar þeir ferðast til Frakklands til að skoða vínbúgarða, eða þekkta matvælaframleiðslu annarra þjóða. Erlendir gestir vilja upplifa at- vinnumenningu Íslendinga. Við er- um fiskveiðiþjóð en ekki banka- þjóð,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman (www.fisherman.is). Fjölskyldan gerði upp lítið hús Saga fyrirtækisins hófst fyrir fimmtán árum þegar fjölskylda Elí- asar eignaðist lítið hús í þorpinu. Átti að rífa húsið, svo ekki þurfti að borga mikið fyrir bygginguna. „Þetta byrjaði sem lítið áhugamál hjá okkur. Fyrir húsið greiddum við 50.000 kr. og endurbyggðum hvenær sem laus stund gafst. Vorið 2001 gátum við leigt þar út fjögur herbergi til ferðamanna. Á þessum tíma var ekkert sem hét ferðaþjón- usta á þessum slóðum og var hótel- reksturinn í raun algjört aukatriði og snerist þessi iðja okkar fyrst og fremst um að gera eitthvað upp- byggilegt við dauðar stundir.“ Smám saman hefur starfsemi Fisherman vaxið og dreifist nú yfir nokkur hús í bænum. Frá og með næsta vori verða 19 herbergi í út- leigu og stefnt á 26 herbergi með nýrri viðbyggingu sem er verið að undirbúa fyrir framkvæmdir. Sam- hliða hótelrekstrinum rekur Fisher- man veitingastað og kaffihús og tvinnast öll starsfemin saman við sjávarútvegs- og matartengdar ferðir um svæðið. „Í ferðunum blöndum við saman þremur áhersluþáttum í ólíkum hlutföllum: sögu svæðisins, matar- menningunni og nátúrunni,“ segir Elías. „Í náttúruferðinni liggur leið- in meðal annars að Dynjanda, með stoppi á Þingeyri og Suðureyri á bakaleiðinni, og komið við á völdum stöðum þar sem má smakka fisk- rétti heimamanna. Söguferðin sýnir ferðalöngunum elstu verstöð lands- ins í Bolungarvík, sjóminjasafnið á Ísafirði, fræðir um hvernig Ísland byggðist upp í kringum sjómennsk- una og endað á fiskismakki á Suð- ureyri.“ Steinbítur undir berum himni Loks er í boði sjávarréttaferð. „Þetta köllum við gúrme-ferð og m.a. er komið við í fiskhjalli þar sem má smakka hjallþurrkaðan harðfisk, barinn á steini. Við heim- sækjum fiskvinnslu og skoðum hvað er um að vera niðri við bryggju. Einn af hápunktunum er þegar við bjóðum fólki að smakka þorskhnakka matreidda í tapas-stíl og leyfum gestunum að gæða sér á steinbít undir berum himni. Endar ferðin í því sem við köllum Fiski- skólann, í rými á bak við kaffihúsið. Þar læra ferðalangarnir að elda suður-amerískan skyndirétt, ce- viche, sem er gerður án allrar ut- anaðkomandi orku, og gæða sér á kræsingunum.“ Suðuramerísku áherslurnar í matnum í sjávarréttaferðunum eru komnar til vegna þess að Fisherm- an vill sýna erlendu ferðalöngunum breiddina sem hráefnið býður upp á og sýna nýstárlega eldun á fiski. „Við erum vistvænt veiðisamfélag og við þurfum, sem dæmi, ekki orku til að elda fiskinn,“ segir Elí- as. „Á veitingastaðnum og kaffihús- inu gerum við sjávarafurðunum hins vegar skil á hefðbundnari nót- um, að hætti heimamanna.“ Aldrei er neitt sett á svið og frekar reynt að haga ferðunum þannig að eitthvað sé um að vera á þeim stöðum sem hópurinn heim- sækir. „En ef svo ber til að ekkert er að gerast í fiskvinnslunni lýsum við því einfaldlega fyrir fólki hvað þar er gert.“ Sýna vinnu sína með stolti Segir Elías að útlendingunum þyki mikil upplifun að sjá vönduð handtökin og fullkomna tæknina í veiðum og vinnslu sjávarafurða, og vitaskuld eru allir klæddir í viðeig- andi hlífðarfatnað til að tryggja ör- yggi og fullnægja ströngum gæða- kröfum matvælafyrirtækjanna. Virðist það ekki trufla fólkið sem starfar við sjávarútveginn þó fylgst sé með því við störfin, og raunar sýna sjómennirnir og fisk- vinnslufólkið vinnu sína með glöðu geði. „Íbúarnir á svæðinu eru mjög stoltir af því sem þeir eru að gera, enda atvinnugrein sem ber af í samanburði við önnur lönd og há- tækniframleiðsla eins og best þekk- ist.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Elías segir sjávarútveginn spennandi í augum útlendinga rétt eins og franskar vínekrur laða til sín Íslendinga. Ferðamennirnir heillaðir af slorinu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fisherman gefur erlendum gestum innsýn í íslenskan sjávarútveg. Heimsótt er fiskvinnsla, kíkt á höfnina og fjölbreyttir réttir smakkaðir. ÞORSKUR Þorskveiði á Íslandsmiðum fer vel af stað og á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur veiðin verið rúm 54 þús- und tonn eða um 27% meiri en á sama tíma í fyrra. Aukinn afli hefur fyrst og fremst skilað sér í auknum útflutningi á ferskum flakaafurðum. Norðmenn eru á sama tíma að mokveiða þorsk og senda hann ferskan til Evrópu. Af- urðaverð er farið að gefa aðeins eftir en samt ekki eins mikið og búast hefði mátt við. Vera kann að markaðurinn sé farinn að aðlagast hinni norsku holskeflu en fyrir Íslendinga hefur verið afar mikilvægt að hafa sterka stöðu á breskum og bandarískum markaði fyrir fersk flök. Á meðfylgjandi mynd sést glögg- lega að þegar Norðmenn flytja hvað mest út í febrúar, mars og apríl gef- ur verðið á íslenskum flökum eftir í Evrópu en helst stöðugt í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Það sést einnig á myndinni að Norðmenn byrjuðu veiðina snemma í ár og flakaverð lækkaði bæði á Bretlandsmarkaði og Evrópumarkaði í janúar 2016. Þetta getur stafað af því að norski kvótinn náðist ekki í fyrra og norskir sjó- menn ætla ekki að brenna inni með kvóta. Þeir veiða því af kappi núna þegar vel gefur og olíuverð er lágt. ÞRÓUN KORTLÖGÐ Fersk þorskflök og bitar Útflutningur frá Íslandi FOB verð í € Magn (t) Kg verð í € 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 12 10 8 6 4 2 0 Verðþróun og spá Bandaríkin Bretland (tonn) EB (tonn) Bandaríkin €/kg Bretland €/kg EB €/kg Janúar Desember 8,41 9,77 9,62 1 .5 4 1 1 .5 9 6 1 .7 3 1 Samantekt markofish.com Mikill gangur í þorsk- veiði í upphafi ársins Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Ásþétti • Dælur - dæluviðgerðir • Belzona viðgerðarefni • Rafmótorar • Vélavarahlutir viftur íshúsið S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur viftur.is -andaðuléttar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.