Morgunblaðið - 03.03.2016, Page 13

Morgunblaðið - 03.03.2016, Page 13
Siglt milli tveggja turna á sundunum út af Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2016 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Sumar hugmyndir breyta heim- inum og gera fólk að milljarðamær- ingum. Aðrar hugmyndir mislukk- ast og sóa bæði tíma og peningum. Yf- irleitt er ekki hægt að greina milli þeirra hugmynda sem virka, og hinna sem virka ekki, fyrr en á hólm- inn er komið. Þess vegna er best að prófa sem flestar hugmyndir, sem hraðast og með sem minnstum tilkostnaði. Þetta er inntakið í nýrri bók eftir þrjá lykilmenn hjá Google Ventures sem er áhættufjárfestingaarmur Alpha- bet. Bókin heitir Sprint: How to Solve Big Problems and Test New Ideas in Just Five Days. Er Sprint væntanleg í sölu 8. mars en er þeg- ar farin að príla upp metsölulistana enda höfundarnir engir aukvisar. Jake Knapp, John Zeratsky og Braden Kowitz þykja snjallir reynsluboltar og hafa látið rækilega að sér kveða innan Google sam- steypunnar. Sprint kynnir til sögunnar að- ferðafræði sem gerir það mögulegt að þjóta frá hugmynd til frumgerðar á fimm dögum, og taka rétta ákvörðun um fram- haldið. Hefur þessi nálgun reynst vel hjá Google og sparað bæði tíma og peninga við alls kyns þróunarvinnu. Hefur sýnt sig að það er ekki alltaf skynsamlegast að vanda sig og hafa allt fullkomið í fyrstu til- raun. Grófar frumgerðir duga oft vel til að sjá hvað er spunnið í nýja vöru eða nýtt forrit. Ef í ljós kemur að vit er í því sem smíðað var, þá má halda áfram á sömu braut, bæta og endursmíða. Ef frumgerðin, sem klambrað var saman í snarheitum, er ekki að standa undir væntingum þá fóru ekki nema fimm dagar í súginn. ai@mbl.is Hlutirnir gerðir í hvínandi hvelli Nýverið lést bandaríski hæstaréttardómarinn Ant-onin Scalia. Hans verður einkum minnst fyrir lög-skýringar hans sem kenndar eru við „originalism“ eða upprunatúlkun sem er ein tegund textaskýringar. Í lögskýringaraðferð Scalia felst að við beitingu laga er eink- um stuðst við texta þeirra og horft til þess hvað í textanum fólst þegar lögin voru sett (en m.a. að teknu tilliti til tækni- breytinga sem orðið hafa frá setningu laganna). Við túlk- unina er því fyrst og fremst horft til textans þegar þessari aðferð er beitt en ekki hvort útkoman teljist æskileg eða vinsæl. Það sé hlutverk löggjafans en ekki dómara að breyta lögum séu þau talin óæskileg. Í Bandaríkjunum, og þá einkum í Hæstarétti landsins, má segja með mikilli ein- földun að uppi séu tvenns konar sjónarmið við túlkun, þar á meðal við túlkun stjórnarskrár- innar. Annars vegar áður nefnd túlkun sem oft var kennd við Scalia og hann hélt á lofti um áraraðir (þó hann hafi ekki verið upphafsmaður hennar). Hins vegar er túlkun sem tekur einatt mið af öðrum þáttum en lagatextanum sjálfum. Er þá stundum vísað til „anda laganna“, hvað sagt hafi verið á þingi við lagasetninguna án þess að það hafi ratað í textann, og breytts tíðaranda. Þessi túlkun er stundum kölluð framsækin eða breytileg túlkun og er, a.m.k. í Bandaríkjunum, kennd við frjálslyndi en túlkun sú sem Scalia beitti er kennd við íhaldssemi. Sjónarmið af þessu tagi eru ekki bundin við Bandaríkin þar sem Scalia starfaði heldur eiga þau við í lagatúlkun um allan heim, m.a. hér á landi. Fyrir sjónarmiðum Scalia um að textinn eigi að ráða öðru framar eru óneitanlega mjög sterk rök. Verða hér nokkur þeirra nefnd. Í fyrsta lagi leiðir af 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrí- skiptingu ríkisvaldsins að löggjafinn setur lög, ekki dóm- stólar. Dómstólar eiga því að horfa til textans eins og hann kemur frá löggjafanum. Tengt þessu er sú staðreynd að lög eru birt með tilteknum hætti og er ætlast til að borg- arar hagi háttsemi sinni í samræmi við birt lög. Ef dóm- stólar geta breytt lögum með túlkun stenst það illa sjón- armiðin um að hin birtu lög gildi. Í öðru lagi er textaskýring og þar með talin áðurnefnd kenning um „originalism“ til þess fallin að gera niður- stöður dómstóla fyrirsjáanlegri. Ef farið er eftir tíðar- andanum hverju sinni getur það leitt til þess að ólíkar nið- urstöður fáist í öldungis sambærilegum málum sem er óæskilegt hvernig sem á það er litið. Sem dæmi um mál þar sem telja má að farið hafi verið eftir tíðarandum er dómur Hæstaréttar Íslands frá 2011 (mál nr. 100/2011) en þar reyndi á það hvar mörkin lægju milli annars vegar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis og hins vegar stjórn- arskrárvarins friðhelgis einkalífs. Kunnur knattspyrnu- maður höfðaði mál gegn blaðamanni og ritstjórum DV til m.a. greiðslu miskabóta vegna ummæla sem birtust í blaðinu. Ummælin vörðuðu nánar tiltekið fjármál manns- ins og kom m.a. fram að hann væri í fjárhagslegum „kröggum“ og upplýst um hvað hann skuldaði en upplýs- ingarnar höfðu borist til blaðsins gegn vilja knattspyrnu- mannsins. Í dómi Hæstaréttar sagði m.a. að við mat á hvar mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs lægju skyldi taka tillit til þess að bankahrun varð á Íslandi. Opinber umræða hefði í kjölfarið orðið nærgöngul og því voru upp- lýsingarnar um fjárhagsmálefni hans ekki brot gegn friðhelgi einkalífs hans. Niðurstaða Hæsta- réttar virðist byggð á því að það skipti máli við mat á því hvort um- mæli fari gegn friðhelgi einkalífs að það varð bankahrun á Íslandi og þá leyfist að tala með nærgöngulum hætti um fjármál manna. Verndin sé þannig minni en ella vegna þeirra aðstæðna sem komu upp á landinu árið 2008. Í þriðja lagi er niðurstaða dómsmála meira háð geð- þótta einstakra dómara ef miðað er við breytilega skýr- ingu. Hann getur látið eigin viðhorf ráða því hvert mark- mið lagaákvæðis er á meðan sá sem einskorðar túlkun sína við textann er síður til þess fallinn. Í fjórða lagi verður að hafna þeirri gagnrýni sem túlkun Scalia hefur fengið að óbreytilegar lögskýringar taki að- eins tillit til þeirra atriða sem stjórnarskrárgjafinn sá þeg- ar stjórnarskrárregla var sett. Taka má tjáningarfrelsi sem tilbúið dæmi. Gefið er að reglan um vernd þess hafi verið sett áður en tölvur voru fundnar upp. Ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið verndi túlkun með tölvuskeyti er ekki verið að túlka regluna með breyti- legum hætti í samræmi við frjálslynda túlkun. Regla stjórnarskrárinnar er til að vernda tjáninguna en ekki að- ferðina við tjáninguna sem slíka. Arfleifð umrædds dómara við Hæstarétt Bandaríkj- anna er meðal annars hversu mikið hann virti þá meg- inreglu sem finna má í bandarískum grundvallarlögum, og raunar einnig stjórnarskrá Íslands, að þrískipting rík- isvaldsins leiði til þess að það er löggjafinn sem setur lög en ekki dómstólar. Eiga rökin fyrir kenningum hans því að sama skapi við hér á landi. Arfleifð Scalia LÖGFRÆÐI Eiríkur Elís Þorláksson lektor við Háskólann í Reykjavík ” Í lögskýringaraðferð Scalia felst að við beit- ingu laga er einkum stuðst við texta þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.