Víkurfréttir - 25.11.1993, Qupperneq 3
25. NÓVEMBER 1993
WRURFRÉTTIR
íslensk vara
- innlend atvinna
oooooooooooooooooo
REYKURí
FESTI
Slökkvilið Grindavíkur og
lögregan í Grindavík voru kölluð
að skemmtistaðnum Festi í
Grindavík sl. fimmtudag. Mikill
reykur var í húsinu og kom hann
frá rafmagnsspólu í töflu. Engar
alvarlegar skemmdir urðu.
• VÖRUBÍLSTJÓRAR finna pólitíska lykt. • SLÖKKVILIÐ GRINDAVÍKUR reyklosaði samkomuhúsið Festi
í Grindavík eftir bruna í rafmagnstöflu.
VERSLUNARMANNAFÉLAG
SUÐURNESJA
Nauðgun kærð
Kona á fertugsaldri hefur kært
nauðgun til lögreglunnar í Kefla-
vík. Samkvæmt framburði kon-
unnar á nauðgunin að hafa átt sér
stað í skrúðgarðinum í Keflavík.
Það var snemma á sunnu-
dagsmorgun sem formleg kæra
barst lögreglunni í Keflavík. Lög-
regan í Ketlavík vinnur að rann-
sókn málsins.
ÁSTAND BÍLA
MJÖG GOTT
Lögreglan í Grindavík hefur
staðið fyrir átaki síðustu daga
ásamt lögreglunni í Keflavík og
víðar. Meðal þess sem lög-
reglumenn hafa fengist við er að
klippa númeraplötur af bílum.
Grindvfskir lögreglumenn hafa í
átakinu aðeins klippt af fimm
bifreiðum, þar sem að fyrr á árinu
hafði lögreglan klippt skrán-
ingamúmer af 10% bílaflota
Grindvíkinga. I stað þess að
klippa af bílum, hefur lögreglan
kannað ástand bifreiða og er það
mjög gott, að sögn Sigurðar
Agústssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í Grindavík.
VBK-MENN
ÓÁNÆGÐIR
Vörubílstjórar á Vörubílastöð
Keflavíkur eru óánægðir með að
hafa ekki mátt bjóða í flutninga á
vegum Eimskipafélags Islands
frá Keflavík til Reykjavíkur.
Skipaafgreiðsla Suðurnesja ann-
ast llutningana og hefur samið
Heiðargarður 11, Keflavík
120 ferm. raðhús ásamt 29
ferm. bílskúr. 4 svefn-
herbergi. Hagstæð lán á-
hvílandi. “ 10.500.000.-
Faxabraut 32C, Keflavík
Glæsileg 3ja herbergja íbúð
á annari hæð. ásamt mikilli
sameign. Ibúðin er öll ný-
tekin í gegn. Mjög hagstæð
lán áhvílandi. 5.700.000,-
Smáratún 16, Keflavík
3ja herbergja neðri hæð.
með sérinngangi. Góður
staður. Mjög hagstæð lán á-
hvílandi. ’ 4.100.000.-
Mávabraut 6A, Keflavík
79 ferm. neðri hæð með sér-
inngangi. Ný hitaveitulögn
og nýir miðstöðvarofnar.
Mjög vel með farin íbúð.
Tilboö
Vallargata 7, Keflavík
95 ferm. einbýlishús ásamt
bílskúr. Húsið er mikið end-
urnýjað m.a. nýtt rafmagn og
miðstöðvarkerfi o. fl. Hag-
stæð byggingarsjóðslán á-
hvílandi.” ' 7.000.000,-
Hafnargata 66, Keflavík
3ja herbergja neðri hæð. í
góðu ástandi. Sérinngangur.
Skipti á dýrari íbúð kemur til
greina. 2.500.000,-
Austurgata 17, Keflavík
3ja-4ra herbergja efri hæð,
með bílskúr. Nýleg eld-
húsinnrétting. Sérinngangur.
6.100.000,-
Hásevla 22, Njarðvík
143 ferm. einbýlishús ásamt
28 ferm. bílskúr og stórri
sólverönd. Vandað hús.
Skipti á fasteign í Keflavík,
eða Ytri-Njarðvík koma til
greina. 11.500.000,-
Lyngholt 10, Keflavík
103 ferm. 4ra herbergja neðri
hæð með sérinngangi. Ný-
legir gluggar, skolp- og mið-
stöðvarlagnir. Hagstæðir
greiðsluskilmálar.
Laus strax. 5.900.000,-
Heiðarhorn 14, Keflavík
152 ferm. einbýlishús ásamt
42 ferm. bílskúr. Vandað hús
á eftirsóttum stað. Skipti á
góðri íbúð kemur til greina.
12.500.000,-
Lyngholt 7, Keflavík
3ja herbergja neðri hæð, með
sérinngangi. Bílskúrsréttur.
Nýir gluggar í stofu og
svefnherbergi. 4.700.000.-
Heiðarvegur 23, Keflavík
2ja herbergja íbúð á neðri
hæð með sérinngangi. 3ja
herbergja íbúð á efri hæð.
með sérinngangi. Eign sem
gefur ýmsa góða möguleika.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni. Tilboð
við Hauk Guðmundsson um
aksturinn milli Keflavíkur og
Reykjavíkur. Magnús Kol-
beinsson á VBK sagði í samtali
við Brosið að honum virtist sem
málið lyktaði af pólitík.
NÝR SORP-
TÆTARI
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
hefur fengið nýja sorptætara sem
mun auka afköst stöðvarinnar um
25%. Tætaranum er ætlað að
vinna á timbri og grófum pappa
og verður tekinn í notkun um
mánaðarmótin. Framtíðaráform
með Sorpeyðingarstöðina er að
stækka hana um helming og bæta
við nýjum brennsluofni. Sú
framkvæmd kostar um hálfan
milljarð króna.
VIDEOTÖKUVÉL
TIL KEFLAVÍKUR
Bergur Sigurðsson, Heið-
arholti 2 í Keflavík, vann video-
tökuvél að andvirði 82 þúsund
krónur í lukkuleik Pampers og
Bylgjunnar á þriðjudagsmorgun.
Dregið er vikulega í leiknum í
þætti Önnu Bjarkar á Bylgjunni.
Bergur og Guðjónína Sæmunds-
dóttir eiga son og það voru bleiu-
kaup fyrir guttann sem gáfu af sér
videotökuvélina.
BISKUPINN
VÍSITERAR HAFNIR
Herra Ólafur Skúlason, biskup
vísiterar Kirkjuvogssókn í Höfn-
um nk. miðvikudag, 1. desember.
Hátíðarmessa verður í kirkjunni
kl. 20:30. Biskupinn predikar og
þjónar fyrir altari ásamt sókn-
arpresti, sr. Jónu Kristínu Þor-
valdsdóttur. Organisti er Siguróli
Geirsson og kór Grindavíkur-
kirkju syngur.
Fermingarbörn úr Höfnum að-
stoða við athöfnina og eru
Hafnabúar hvattir til að fjöl-
tnenna.
Björgunarsveitin Ægir, Garði:
W
KAUPIR RUSSNESKAN
HERTRUKK
Björgunarsveitin Ægir í Garði
hefur fest kaup á sex hjóla rúss-
neskum URAL hertrukk. Kaupin
voru ákveðin á félagsfundi hjá
björgunarsveitinni í síðustu
viku.
Ágúst Arnar Jakobsson, for-
maður björgunarsveitarinnar
Ægis, sagði í samtali við blaðið
á mánudagskvöldið að þarna
væri sveitin að kaupa mikinn
vinnuþjark sem væri góður í
ófærð, þó svo að í venjulegum
akstri fari bíllinn ekki hratt yfir.
URAL hertrukkurinn er smíð-
aður í Rússlandi árið 1989.
Trukkurinn sem sveitin í Garð-
inum fær var staðsettur hjá her-
deild í austurhluta Þýskalands, en
að sögn söluaðila lítið notaður.
Bíllinn er nú á hafnarbakkanum í
Hamborg og býður eftir að kom-
ast til Islands.
í URAL hertrukknum er 210
hestafla V-8 dieselvél. Bíllinn er
sex hjóla með drifi á öllum. Hægt
er að hleypa lofti úr dekkjunum
og pumpa aftur í á ferð. Trukkn-
um er hægt að aka í 1,7 metra
djúpu vatni og spil er að aftan og
framan. Einn farþegi getur verið
með ökumanni í stjórnklefa, en á
bílnum er að auki stálhús sem
verður innréttað til fluttninga á
mannskap.
Verð bílsins á hafnarbakka í
Hamborg í Þýskalandi er 750
þúsund krónur.
N-iistinn í Njarðvík:
Ástmar tippaði rétt
* m W •
a Ja-m
í kosningunum
N-listinn í Njarðvík var með kosningagetraun um síðustu helgi
í tilefni af kosningum um sameiningu sveitarfélaga. Spurt var:
Hve margir segja já við sameiningu sveitarfélaga í Njarðvík?
Fyrstu verðlaun, verðlaunagrip frá Karli Olsen jr., hlaut Ást-
mar Ólafsson, Hæðargötu 3 í Njarðvík. Aðeins munaði þremur
atkvæðum að hann hitti á rétta tölu og verður það að teljast mikil
getspeki hjá pilti.
Önnur verðlaun, mat fyrir tvo á Þristinum, lilaut Guðrún Ág.
Steinþórsdóttir og þriðju verðlaun. góðgæti frá Valgeirsbakaríi,
hlaut Snorri Páll Jónsson.