Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.1993, Page 7

Víkurfréttir - 25.11.1993, Page 7
WffUÆFRÉTTm 25. NOVEMBER 1993 7 SVART& SYKUR UMSJÓN: PÁLL KETILSSON OG HILMAR BRAGI Bílabíó Það var engu líkara en opnað hefði verið bílabíó við höfnina í Grindavík í síðustu viku þegar flóðin voru þar hvað mest. Síðdegis á mánu- deginum fjölmennti fólk á bílum sínum niður að hafnarsvæðinu til að sjá bryggjurnar á kafi í sjó og fyll- urnar ganga á land. Það má segja að það hafi verið bíll við bíl á bakk- anum við ftskvinnsluhúsin í Grindavík. Áhugi ó kynlífsmólum mikill Ahugi fycir kynlífinu og málum því tengdu virðist vera mjög mikill á Suðurnesjum. A.m.k. hafa fyr- irlestrar Ottars Guðmundssonar, læknis, um tilfinningar, ástina og fyrstu samfarirnar verið vel sóttir. Um eitthundrað stúlkur og mæður sóttu fund í Z-unni á mánu- dagskvöldið, en þar talaði Ottar op- inskátt um kynlífið og svaraði fyr- irspurnum. Fundur um sama mál var haldinn með stúlkum og mæðrum þeirra í Grindavík á þriðju- dagskvöidið og í gærkvöldi mættu strákar í Keflavík með feðrum sín- um til að ræða kynlífið og til- finningarnar. Nóðu þér í stelpu til að vígja rúmið! Athygliverð dæmisaga kom upp á fundinum um kynlífið í Z-unni á mánudaginn. Ein móðirin sagði frá því að strákur hafi verið að fá nýtt rúm og faðirinn hafi sagt við stráksa: „Farðu nú út og náðu þér í stelpu til að vígja rúmið". Dæminu var snúið við og spurt var hvort faðirinn hefði sagt við dóttur sína. „Farðu nú út og náðu þér t' strák til að vígja nýja rúmið". Eða hver hefðu orðið við- brögð föðursins ef dóttirin á heim- ilinu hefði sagt: „Nú er ég farin út að ná mér í strák til að vígja skeið- völlinn". Með eyrnatappa ó rokktónleika Það var margt fróðlegt og skemmtilegt sem fram komaá fundi Ottars Guðmundssonar á Z-unni á mánudagskvöldið. I umræðum um getnaðarvarnir kom fram að strákar á Islandi eru lítið gefnir fyrir smokka þegar kentur að samförum við stúlkur og þeir vilja að kven- þjóðin sjái alfarið um getn- aðarvarnirnar. Það kont fram á fundinum að strákarnir líta á smokkinn í samförum eins og að fara með eyrnatappa á rokktón- leika. Sœkja fróðleik í klómmyndir Það kom einnig fram á fyrir- lestrinum á Z-unni að samkvæmt könnun fjölmiðla sækir mikill fjöldi unglinga kynlífsþekkingu sína í klámmyndbönd. Aðallega væru það þó drengir sem horfðu á slíkar myndir. Það varð allavega lítið um svör þegar Ottar spurði hvort ein- Itver stúlknanna inni á Z-unni hafi sé slíkt myndband. Ottar sagði að úr klámmyndböndunum fengju menn miklar ranghugmyndir, enda byggjast klámmyndirnar á því að allir séu með öllum. Raun- veruleikinn er hins vegar allt öðru- vísi. Rétti andinn? Myndlistarmenn eiga oft auð- veldara með að koma viðfangsefni sínu á strigann eftir að hafa kynnt sér viðfangsefnið vel og verið í snert- ingu við það. Nú velta menn því fyrir sér hvort Emil Páll Jónsson, ritstjóri vikublaðsins Beztablaðsins, hafi farið eins að og málararnir. Emil sást nefnilega á uppboði í Trésmiðju Þorvaldar Olafssonar á dögunum og gerði betur, því hann keypti skrifstofuhúsgögn inn á rit- stjórnarskrifstofu sína á uppboðinu. Rétti andinn hefur því verið yfir rit- stjórnarskrifstofunni þegar greinin um gjaldþrot fyrirtækis Þorvaldar Olafssonar var skrifuð. JUVENA SNYRTIV ÖRUKYNNIN G FÖSTUDAGINN 26. NÓVEMBER frá kl. 13-18. Bobba kynnir. /7 SNYRTIVORUVERSLUNIN CTjnndta Hafnargata 37 A Keflavík - Sími 13311 »Grindavík: Aftanákeyrsla Umferðarslys varð á gatnamótum Grindavíkurvegar og Vigdísarvalla á þriðjudag í sl. viku. Bifreið var ekið aftan á aðra bifreið með þeim af- leiðingum að hlutaðeigandi kvörtuðu undan eymslum í hálsi og brjósti.. ímpldimpí Eitt mesta úrval landsins af skíðagöllum og úlpum. Barna og fullorðins Á MJÖG GÓÐU VERÐI! Verið tímanlega að velja fyrir jólin á meðan úrvalið er gott. OPNUM AFTTJR EFTIR n nrvn &n laugardaginn BREYTINGAR kí“or STÆRRI OG BETRIVERSLUN MEÐ FJÖLBREYTTU VÖRUÚRYAU í TILEFNI OPNUNARINNAR BjÓÐUMVIÐ 15% AFSLÁTT AF ÖLLUM LjÓSUM. ATHUGIÐ! Verslunin verður lokuð mióvikudag, fimmtudag og föstudag vegna breytinganna. YERIÐ VELKOMIN RAFLAGNAVINNUSTOFA SIGURÐAR INGVARSSONAR Heiðartúni 2. Garði - Sími 27103

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.