Víkurfréttir - 08.02.1996, Blaðsíða 2
Reykjanesbœr fyrirtœkja,, Fjöldi fyi „Það eru mörg fyrirtæki að huga að flutningum til Reykjanesbæjar enda eru aðstæður hér til margs konar starfsemi mjög góðar frá ýmsum hliðum séð“, sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri en mörg fyrirtæki, stór sem smá hafa haft samband við forráðamenn bæjarfélags- ins vegna áhuga þeirra á því að flytja starfsemina til Reykjanesbæjar. vœnnk pirtækja Ekki alls fyrir löngu ákvað fyrirtækið Bakkavör sem staifar í sjávarútvegi að flytja starfsemi sína úr Kópavogi til Keflavíkur og hefur tekið húsnæði þar sem Jökulhamrar voru til húsa, á leigu. Sólning sem hefur rekið hjólbarðaverk- stæði í Njarðvík í mörg ár hefur ákveð- ið að söðla um og flytja dekkjafram- leiðslu sína úr Kópavogi til Njarðvíkur. vill til bs Mun fyrirtækið stækka við sig á þeim stað sem það er við á Fitjabraut. Þá er fyrirtæki sem framleiðir toghlera að færa starfsemi sína í húsnæðið þar sem Skipasmíðastöð Harðar hf. í Njarðvík var áður. Fleiri fyrirtæki munu vera í startholunum hvað flutning varðar og önnur að hugleiða þau mál. Ellert segir nokkur atriði vega þungt í ejarins þessum efnum. í fyrsta lagi er skatt- heimta í bæjarfélaginu fyrirtækjum hagstæð. I öðru lagi má nefna nálægð við útflutningsaðstöðu, þ.e. alþjóða flugvöllinn á Keflavíkurflugvelli og þriðja atriðið sem Ellert nethdi er öflugt starf Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofu bæjarins.
✓
Uttekt á skattheimtu sveitarfélaga:
Reykjanesbær kemur
vel út út könnuninni
Staifsmannafélög
Suðurnesjabyggða og
Reykjanesbær fær góða einkunn í úttekt
Viðskiptablaðsins á skattheimtu sveitarfé-
laga og er meðal skatt-„vænustu“ sveitarfé-
lögum á landinu.
I úttekt blaðsins fá sveitarfélög einkunn,
þannig að hæsta einkunn vísar til lágra op-
inberra gjalda. Reykjanesbær er í 6. sæti af
rúmlega þrjátíu stærstu sveitarfélögum
landsins og fær 4,98 í heildareinkunn. Ein-
kunnagjöfin gefur vísbendingu um hversu
hagstætt er fyrir einstaklinga að búa eða
fyrirtæki að reka starfsemi í bæjarfélaginu,
þó skýit sé tekið fram að ekki sé hægt að
meta ýmsa aðra þætti, s.s. húshitunarkostn-
að, lóðaverð og þá þjónustu sem bæjarfé-
lagið veitir fyrir sína skattpeninga. í
Reykjanesbæ er húshitun hagstæð sem og
gatnagerðagjöld og gjöld fyrir lóðir em í
lægri kantinum.
I könnun Viðskiptablaðsins er skattheimtan
metin út frá álagningu útvars. Mörg sveitar-
félög nýta sér hæstu prósentu 9,2% en
Reykjanesbær er þar með 9,0%. Fasteigna-
skattur á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði
er 0,360% og 1,0% og er með því lægsta
sem gerist. I Reykjanesbæ er lagður 0,9%
skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði
sem mörg sveitarfélög gera alls ekki. Þá er
bæjarfélagið í þokkalegu meðaltali hvað
álagningu holræsagjalds varðar, bæði á
íbúðir og fyrirtæki.
Garðabær og Seltjamames em á toppnum í
þessari könnun blaðsins en þar á eftir koma
Bessastaðahreppur og Vestmannaeyjar.
Ólafsfjörður er í 5. sæti en Reykjanesbær
eins og áður segir í 6. sæti.
♦ Fjöldi fyrirtækja er að flytja til Reykja-
nesbæjar.
HAFNARGOTU 27 -
usteicmasala n
7 - KEFLAVÍK<_> SÍMAR 421-1420 og 421-4288
Akurbraut 1, Njarðvík
129 ferm. raðhús ásamt 28 ferm. bíl-
skúr. Nýleg eldhúsinnrétting. Mjög
hagstæð Byggingarsjóðslán áhvílandi
(4,9%) Skipti á 3ja herb. íbúð koma úl
greina 10.000.000
Hringbraul 77, Keflavík
7 herb., hæð og kjallari með sérinn-
gangi. Stærð 196 ferm. Hægt að leigja
út 4 svefnherb. í kjallara. Skipti á
minni fasteign koma úl greina.
7.500.000
Heiðarholt 20, Keflavík
2ja herb. íbúð á l.hæð í góðu ástandi.
Góðir greiðsluskilmálar. Laus strax.
3.700.000
Vesturgata 12, Keflavik
3ja herb. íbúð á n.h. með sérinngangi.
Nýjar skolp- og raflagnir.
3.700.000
Fílúmói 1, (0102) Njarðv'ík
2ja herb. ibúð á l.hæð. Getur losnað
fljóúega. Hagstæð lán áhvílandi.
4.000.000
Hringbraut 86, Keflavík
77 ferm., 3ja herb. íbúð ásamt 40 femt.
bflskúr. Sérinngangur. Ibúðin er í góðu
ástandi. Hagstæð lán áhvflandi. Góðir
greiðsluskilmálar. Útborgun 250.000.
Ttlboð.
Faxabraut 8, Keflavík
127 fetjn. raðhús ásamt 28 ferm. bíl-
skúr. Á e.h. 3ja herb. íbúð í góðu
ástandi m.a./tý eldhúsinnrétúng. Sér-
inngangur. Á n.h. 2ja herb. íbúð með
sérinngangi. Húsið getur losnað fljót-
lega. Hægt að selja hvora ibúð sér.
7.800.000
Garðbraut67,Garði
120 ferm. einbýlishús ásamt 39 ferm.
bflskúr. Nýlegir gluggar og gler, ein-
nig hitalögn.
5.500.000
Fífúmói ld, Njarðvík, (0302)
2ja herb. ibúð á 3.hæð í góðu ástandi.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
Útb.kr. 200.000 3.300.000
éflavíkurbœjar:
vnja
sam-
einingu
Samkvæmt niðurstöðu
úr skoðanakönnun sem
gerð var meðal félaga í
Starfsmannafélögum
Keflavíkurbæjar og
Suðumesjabyggða vilja
um 80% félagsmanna
að félögin verði
sameinuð.
„Það er náttúrlega allt
sem mælir með samein-
ingu. Með því yrðu um
500 manns í nýja félag-
inu og þannig hefðum
við möguleika á að ráða
starfsmann í hálft starf‘,
sagði Óskar Guðjóns-
son, formaður Starfs-
mannafélags Suður-
nesjabyggða. Undir
ftetta tekur formaður
Starfsmannafélags
Keflavíkur, Hólmar
Magnússon. „Við mun-
um halda áfram að ræða
saman en síðan verða
það aðalfundir félag-
anna beggja að taka
ákvörðun".
Rétt innan við 50% fé-
laga tóku þátt í skoð-
anakönnuninni um en
um 80% þeirra voru
sammála því að sam-
eina félögin.
2
Víkurfréttir