Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.1996, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.02.1996, Blaðsíða 7
 URVALÚTSYN S E R F_E R D I R Framtíðarsýn í húsnæðis málum menningarlífsins Eins og öllum ætti að vera kunnugt, sem eitthvað fylgjast með umræðum um menningar- mál, hafa eigendur Félagsbíós boðið bæjaiyfirvöldum Reykja- nesbæjar bíóið til kaups undir menningarstarfsemi og þegar þetta er skrifað standa viðræður á milli aðila yfir. Leikfélag Keflavíkur hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld að þau ráði bót á húsnæðisvanda félagsins og hafa húsnæðisvandræðunum verið gerð góð skil á síðum bæj- arblaðanna. Öllum er Ijós þörfm á góðu húsi undir alls konar menningarviðburði s.s. leiksýn- ingar og tónleika og hefur Menningamefnd Reykjanesbæj- /1zamni og alvöru KJARTAN MÁR KJARTANSSON ar ályktað um þessi mál æ ofan í æ. Nú hafa bæjaryftrvöld ákveðið að leggja áherslu að mótuð verði stefna til framtíðar í þessum málum svo þeir, sem láta sig menningarlífið varða, viti nokkum veginn hvað framtíðin ber í skauti sér. I stuttu máli em hugmyndimar þær að Byggða- safnið fái Duus húsin til varð- veislu og nýti þau sem sýningar- húsnæði., myndlistarmenn fái humarvinnsluhúsin sem bærinn eignaðist við kaupin á húsnæði Keflavíkur h.f. við Hafnargötu 2-6 og síðast en ekki síst verði farið í forhönnun á Qölnota sal fyrir alls konar sýningar, þar með taldar leiksýningar og tón- leika, þar sem nú eru rústir fisk- vinnslusalanna í sama húsi. Með því að gera fiskvinnsluhús- in að menningarmiðstöð fæst góður heildarsvipur á alla Duus t torfuna, tenging við gamla hverfið í Keflavík er aðlaðandi hugmynd svo ekki sé talað um þá byltingu sem verður í um- hverfismálum svæðisins þegar endurbyggingu húsanna er lok- ið. En allt er þetta framtíðarmús- ík sem stefnt verður að. Vonandi tekur þetta þó ekki allt of langan tíma því þörfrn er mjög brýn nú þegar. Ttl þess að leysa brýnustu vandamál Leikfélagsins hafa bæjaryfirvöld ákveðið að bjóða félaginu aðstöðu að Vesturbraut 17 en þar á bæjarfélagið eitt stykki samkomuhús sem stend- ur ónotað. I þessum sal getur Leikfélagið æft og sýnt og í rauninni verið með allt sitt starf á meðan ekki þarf að nota hús- næðið undir einhverjar aðra mikilvægari starfsemi. Vonandi nær Leikfélagið að fóta sig á Vesturbrautinni og halda áfram því mikilvæga starfi sem á vett- vangi þess er unnið. Fjöldi ung- linga hefur nú gengið til liðs við félagið og þar er unnið mjög gott og gagnlegt uppbyggingar og forvarnarstarf. Ef draumur- inn um menningarmiðstöðina á Hafnargötunni rætist á þetta sama unga fólk eftir að sk- emmta okkur hinum á fjölum leiksviðsins innan gamla grjót- garðsins þar sem Duus gamli ætlaði eiginkonu sinni, frú Duus, að rækta matjurtir og trjá- plöntur, eins og hún hafði gert heima í Danmörku, í skjóli fyrir rokinu á Suðumesjum. Þessi sami veggur á vonandi eft- ir að veita viðkvæmum og fi'n- gerðum tilfinningum leikaranna skjól í átökum við stór og erfið verkefni bókmenntanna. kveðja kmk Skattframtalsgerð fyrir einstaklinga ogfyrirtœki. • • Bókhaldsþjónusta og ráðgjöf. Orugg og góð þjónusta. Sœki umfrest. FRAMTALSÞJONUS TAN Katrín H. Árnadóttir, viðskiptafrœðingur, Hafnargötu 90 - símar 421 2125 og 896 4480 Opib alla virka daga kl. 9:00 til 17:00 4 4 ^NRVAL'ÍTSÝN Hajhargötu 15 - Keflavík - sími 421 1353 - fax 421 1356 Opib hús í nýrri söluskrifstofu okkar ab Hafnargötu 15 sunnudaginn 11. febrúarkl. 13:00til 16:00. Bangsi bangsafararstjóri mætir á stabinn meb nammi fyrir krakkana. Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.