Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.1996, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.02.1996, Blaðsíða 17
þegar vaktstjórinn kemur niður úr stjómherberginu því þar gáfu ljós til kynna að ekki væri allt með felldu. Hann kallaði þá strax til björgunar- lið". GÓÐUR BATI Læknum á Borgarspítalanum tókst á miðvikudaginn að græða höndina á Júlíus. Eftir aðra aðgerð á laugardag- inn spurði Júlíus hjúkrunarliðið hvenær hann fengi að fara heim og fékk þau svör að hann yrði að vera a.m.k. viku í viðbót á sjúkahúsinu. A mánudag var Júlíus farinn að geta kreppt fingur og sagði að með þjálfun ætti hann að geta náð góðum bata. - En þú vinnur varla mikið nteira á þessu ári? „Ef ég fæ að ráða þá mun ég mæta aftur til vinnu en sjáum til hvernig gengur að koma mætti í höndina. Ég er jákvæður og það hefur niikið að segja í að sigrast á svona meiðslum". 31. KL. 09:30 Þetta er ekki fyrsta slysið sem Júlíus lendir í um ævina því 31. maí 1972 missti hann Ijóra fingur í slysi til sjós. Mánaðardagurinn 31. virðist ætla að hafa mikla merkingu í lífi Júlíusar því slysið í síðustu viku varð miðviku- daginn 31. janúar. Það er lfka athygl- isvert að slysið varð kl. 09:30 um morguninn en slysið árið 1972 varð á sama tíma. Dansaðí sundlaug „Urvalsdeild" Keflavíkur í sundi hélt sitt árlega þorrablót í Sundmiðstöð Keflavíkur sl. laugardag. I úrvalsdeild- inni eru morgunhanar sem synda og ræða lífsins heitustu málefni alla virka daga frá klukkan sjö á morgnana. A myndinni má sjá tvo af morgunhön- unum stíga dans í rennubrautarpottin- um, þau Gunnu „skó" og Óla í Radfó- nausti. Fjörið var mikið, eins og sjá má. VF-mynd/pket. KÁTAR SKVÍSUR Þær vom aldeilis í miklu stuði þessar skvísur sem skemmtu sér á Kaffi Keflavík um síðustu helgi. Við vomm þar og smelltum af mynd ii MhitH! • UHF • VHF • ÖRBYLGJU • FM Einnig tilheyrandi tengibúnaður og magnarar! RAFBÚÐ R.Ó. Hafnargötu 52 - sími 4213337 ÁÐ VIÐ STEKKJARKOT Göngufólk á vegum Útivistar hefur síðustu sunnudaga gengið gömlu landnámsleiðina um Suðumes. Hópurinn var á ferð við Stekkjarkot sl. sunnudag þegar ljósmyndari blaðsins átti þar leið um. Sól skein í heiði og það var létt yfir mannskapnum sem þennan daginn rölti frá Gróf og inn í Voga. VF/mynd: hbb Skattframtöl Tökum að okkur gerö skattframtala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Traust og góð þjónusta á sanngjörnu verði. SiyunÁun S&úti údl. P&neLun. ^ayuan&iau Grundarvegi 23, Njarðvík Tímapantanir í síma 421 5767 Bréfsími 421 5075 Opið frá kl. 16.00 til 22.00 virka daga og um helgar frá kl. 10.00 til 16.00 Visa/Euro greiðslukortaþjónusta. Víkuifréttir 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.