Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.1996, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 08.02.1996, Qupperneq 6
Vila- og hafnamálastofnun: Innsigllngin til Grindavíkur pr Undanfarið hafa staðið yfir prófanir á innsiglingunni til Grindavíkur í liliaunahúsnæði Vita- og hafnamálastofnunnar. Staifsmenn stofnunar- innar hafa komist að lausn sem mun gjörbreyta allri aðkomu að Grindavíkurhöfn og gera innsiglinguna örugga. Líkanið af innsigling- unni til Grindavíkur var sýnt almenningi sl. sunnudag. Fjölmargir Suðurnesjamenn lögðu leið sína í Kópavoginn að sjá það sem fyrir augu bar. Innsiglingin vakti að vonum mesta athygli og kom mörgum á óvart hversu mikil bylting það yrði í sjávarútvegi frá Grindavík ef af þessum breytingum verður. Talið er að grjótgarðar og dýpkun kosti nærri 700 milljónum króna. Við kynnumst þessum fram- kvæmdum betur f blaðinu í næstu viku. ♦ Innsiglingin til Grindavíkurhafnar VF/mynd: Hilmar Bragi tilraunahúsi Vita- og hafnamálastofnunnar. ♦ Karl Hermannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórir Mar- onsson yfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni í Keflavík. Myndina tók Hilmar Bragi. ÆT Umrilt Iriut- of tuflyiinftHadið é imtnrmjiin Ji**i*» Útgefandi: Víkurfréttir hf. Kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjóm og auglvsingar: Vallargötu 15, símar 421-4717 og 421-5717. Box 125, Keflavík.Fax 421-2777. Bílas. 853-3717. Ristjóri ug ábm.: Páll Ketilsson, heims. 421-3707 ogGSM 893-3717. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heims. 422-7064 ogbnas. 854-2917. Auglýsingadeild: Sigríður Gunnarsdóttir og Inga Brynja Magnúsdóttir. Víkurirettum er dreift ókeypis uin iill Suðurnes. Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Stafræn útgáfa: http://www. spomet.is/vikur fr Netfang/rafpóstur: vikurfr@spomet.is Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt, nema heiinildar sé getið. Útlit og auglýsingahönnun: Víkurfréttir hf. Umbrot, filmuvinna og prentun: Stapaprent hf. s. 421 -4388. I aratugi hja lögreglunni! Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn og Karl Hermannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, báðir hjá Lögreglunni í Keflavík, áttu stór starfsafmæli síðasta fimmtudag. Þórir hefur starfað í 30 ár hjá lögreglunni en Karl í 20 ár. Af þessu tilefni var lögreglumönnum boðið upp á rjómatertur og heitt súkkulaði. Það var I. febrúar 1966 sem Þórir hóf störf hjá lögreglunni. Fyrstu átta árin var hann í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en 1. jan- úar 1974 hóf hann störf hjá lögreglunni í Keflavík. Karl hefur starfað frá upphafi hjá lögreglunni í Keflavík, ef undan er skilið ársleyfi frá störfum. Lögreglumenn eru 38 með aðsetur bæði í Keflavík og Grindavík. Lögreglan stöðv- aði fíkniefnaveislu Lögreglan í Keflavík stöðvaði fíkniefna- veislu í húsi í Keflavtk um síðustu helgi. Fimm aðilar voru handteknir grunaðir um neyslu fíkniefna. Við húsleit fundust bæði hass og amfetamín ásamt tækjum og tólum til neyslu eiturlyljanna. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík hefur tekið saman upplýsingar um fíkni- efnabrot á Suðumesjum á síðasta ári. Þar kemur frarn að lögreglan hafði afskipti af 33 fíklum á nýliðnu ári og þar af var ein kona. Að sögn Stefáns Thordersen hjá lögreglunni er oft um sama fólkið að ræða sem lögreglan er að hafa afskipti af vegna neyslu eiturlyfja. Samkvæmt samantekt lögreglunnar voru fjórir aðilar á aldrinum 16-19 ára teknir vegna fíkniefnamála á síðasta ári, ellefu 20 til 30 ára, tólf 31-40 ára og sex 41-50 ára. Stefán sagði það áberandi fyrir síð- asta ár að sprautufíklum hefur fjölgað rnikið og einnig að byijendur í neyslu em í „harðari" efnum en áður þekktist. Það kenndi ýmissra „grasa" f þeim efn- um sem lögreglumenn lögðu hald á. 1,3 gr. af sveppum voru tekin, 4,4 gr. af kannabisfræjum, tóbaksblandað hass vóg 2,4 gr., Alsæla 0,8 gr. og óþekkt efni 3 grömm. Þá lagði lögregan í Keflavík hald á 11,3 gr. af amfetamíni og 25,6 gr. af hassi. Tvær vel gróðursettar kannabis- plöntur vom gerðar upptækar ásamt 78,6 grömmum af ýmsum lytjum. Stoppaði til að pissa en varð fyrir bíl Ungur maður varð fyrir bfi á Reykjanesbraut í Kúagerði fyrir helgi. Maðurinn var farþegi í bfi sem hafði stoppað til að hleypa honum út til að pissa. Ekki vildi betur til en svo að þeg- ar maðurinn steig út úr bflnum varð hann fýrir öðrum bfl. Lögregla og sjúkrabfll vom köll- uð til. Maðurinn var fluttur á Borgarspítalann en þegar þangað var komið neitaði maðurinn að fara inn og hvarf á braut. Ekki er vitað hve meiðslin vom mikil. Talið er víst að hinn slasaði hafi hafi náð að kasta af sér vatni áður en það var of seint. LEIÐARIM PÁLL KETILSSON Fyrirtæki til Suðurnesja Sú stefna bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að hafa skattlagningu í lámarki virðist vera að skila sér. Mörg fyrirtæki hafa ákveðið að flytja starfsemi sína til bæjarins vegna þess að skilyrði hér eru góð. Skattheimtan vegur þar nokkuð þungt og er hún hagstæð fyrir fyrirtæki, s.s. lág gjöld fyrir lóðir og vegna gatnagerðar og fasteignaskattur á atvinnu- húsnæði er lægstur á öllu landinu í Reykja- nesbæ að undanskildum Garðabæ. I þeirri naflaskoðun og þrengingum undanfarinna ára hafa fyrirtæki þurft að draga saman í starfsemi sinni, hagræða eins og kostur er og þá fara ekki alltaf saman byggðasjónar- mið og bestu viðskiptin. Þarna kemur til samspils bæjaryfirvalda og fyrirtækja á svæðinu. Reykjanesbær og sveitarfélög á Suðurnesjum standa vel að vígi gagnvart mörgum þáttum sem vega þungt í starfsemi fyrirtækja bæði í lágri skattlagningu og að- stöðu. Hægt er að benda á all nokkur dæmi þar sem fyrirtæki frá öðrum sveitarfélögum hafa flutt eða eru að flytja starfsemi sína til Suðurnesja vegna hagstæðra skilyrða. Þar kemur nálægð við útlfutningsleið sterkt inn í ekki síst hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem senda til útlanda í flugi. Nærtækasta dæmið hvað þetta varðar er flutningur Islenskra íg- ulkera fyrir nokkrum árum frá Sauðárkróki til Njarðvíkur. Þar spilaði flugvallarþáttur- inn stórt atriði. Hjá fyrirtækinu starfa nokkrir tugir manna í ígulkeravinnslu. Eitt af þyngri verkefnum bæjarfélagins und- anfarin ár í miðri „kreppu" hafa verið at- vinnuátaksverkefni. A þessu ári er gert ráð fyrir að setja 50 millj. kr. í þann þátt. Mun hærri tala var sett í þann málalið undanfarin tvö ár. Með fleiri fyrirtækjum á Suðurnesj- um styrkist atvinnustigið og er það fljótt að segja til sín í atvinnulegu tilliti. Bæjarfé- lagið getur því sett þetta fjármagn í aðra liði, í félagsþjónustu. menningu. íþróttir eða farið að greiða niður langtímaskuldir, sem ekki hefur verið gert undanfarin ár. Hefur framboð á vinnu aukist jafnt og þétt og á að öllum líkindum eftir að gera það áfram. Er þar horft til vaxtabrodds í Helgu- vík samfara nýrri fiskimjölsverksmiðju og fleiri þátta, s.s. flutning fleiri fyrirtækja á svæðið. Ferjuflugið Umræða um flutning ferjuflugs frá Reykja- vík til Keflavíkur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þar er einnig rætt um flutn- ing alls innanlandsflugs. Hér spila öryggis- sjónarmið stóran þátt en þar er mikill mun- ur á og borgarstjórn Reykjavíkur hefur ályktað um málið og vill að þetta flug fari til Keflavíkur. Samgönguráðherra hefur ekki verið jafn sammála en þó þykir nokkuð ljóst að ferjuflugið mun smám saman flytj- ast hingað og þegar þjónustumiðstöð fyrir ferju- og innanlandsflug sem er að rísa, verður komin upp, verður fátt hægt að benda á sem ekki kallar á að þessi „til- færsla" verði að veruleika. 6 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.