Víkurfréttir - 08.02.1996, Side 9
Eru rauðhærðir
Framsóknarmenn kyntröll?
Það var sannarlega gaman að horfa á
Þeytinginn í sjónvarpinu í næst síðustu viku
þegar Reyknesingar og örfáir Keflvíkingar
geystust fram nteð mikilli músik og
eðalleikurum í öllum útgáfum. Já, þeir
hreinlega sprungu út í sinni víðustu mynd.
Ég var virkilega hreykinn af því að vera
ættaður úr Höfnunum, fæddur og uppalinn í
Keflavík en bæði búsettur og innsiglaður
Njarðvíkingur að loknum þessum þætti!
Sérstaklega þótti mér þó fallegar myndimar
sem birtust af bæjarfélaginu okkar og
nánasta umhverfi þess. Ekkert gúanó eða
herbraggarusl neinstaðar og meira að segja
fundu sjónvarpsmenn ekki bakhliðina á
Hafnargötunni! Suðumesin öll em að verða
augnayndi og hvers manns hugljúfi á hvaða
tíma sem er enda græna byltingin að verða
allsráðandi og umhverfisvakning einkenn-
andi. Það er engu að síður ægileg synd að
við skulum ekki þekkja þetta umhverfi
okkar betur. Sennilega myndi ég vita meira
um Borgarfjörðinn eða austursveitimar ef
ég yrði spurður heldur en um Reykja-
nesskagann, ef undanskilið er ættarsetrið
mitt suður í Höfnum. Það á ég Jóni
Thorarensen allt að þakka enda maðurinn
ritað fjölmargar bækur um lífið þama suður
frá.
Eitt er þó víst og ég hef lofað sjálfum mér
því, að ferðast og fræðast meir um skagann
minn sem legið hefur allt of lengi í túnfæt-
inum ef svo má að orði komast og ég hefi
virt að vettugi. Ætli ég eti bara ekki der-
húfuna mína að hætti höfuðstórra pistla-
höfunda þessa blaðs ef ég stend ekki við
stóm orðin?!
Ég má einnig til með að lýsa velþóknun
minni á öllum þeim sem komu fram fyrir
okkar hönd í þættinum og þá sérstaklega
leiklistarfólkinu, sem stóð fyllilega fyrir
sínu. Einnig fannst mér hún Hjördís koma
okkur öllum vel til skila og e.t.v. of vel,
miðað við smáborgarasmjattið sem við
eigum oft til með að sökkva okkur í annað
slagið. Ég vil meina að við séum ægilegir
sveitamenn oft á tíðum, ....ég verð að segja
það...!! Annars var músikin kraftmikil og
breið enda við þekkt fyrir allt annað en eitt-
hvert mömmuvæl og mjálm í jteim málum.
Ferðamálafulltrúinn hefur sennilega aldrei
verið virkari en einmitt nú og það kemur til
með að fjölga íslenskum ferðmönnum hér í
sumar, vitið þið til.
Kynlífsráðgjafamir komu mér hinsvegar í
opna skjöldu fyrir ftjálsa túlkun sína á eigin
athöfnum og má segja þessu fólki það til
hróss, að það heldur svo sannarlega uppi
meðaltali þæjarbúa í þeim efnum og í raun
og veru guðs mildi að sjónvarpsmenn
skyldu hafa valið þessa einstaklinga til þess
að tjá hug sinn í jressu viðkvæma máli. Ég
veit bara það og þið vitið það öll sem komin
emð yfir Bergástímabilið, að þetta meðaltal
sem kom út úr könnuninni er blessunarlega
langt yftr öllum velsæmismörkum og megi
þcir sem telja sig mögulega geta státað af
þessu meðaltali í viku hverri, vinsamlegast
gefa sig fram við ritstjóm þessa blaðs hér
og skrá sig á fyrirsælulistann fyrir sex síðu-
na enda vel þess virði að kanna þessi kyn-
tröll, sem þykja bera af hvað varðar tíðni
líkamlegra atlota.
Sérkennilegast var þó hversu rauðhærðir
Framsóknarmenn vom í miklum meirihluta
jreirra sem héldu uppi háu meðaltali því hjá
þeim dugði varla vinnuvikan öðmvísi en að
fá smávegis næturvinnu á annaðhvort laug-
ardegi eða sunnudegi. Svo getur það
náttúrulega vel verið að þetta fylgi pró-
gramminu hjá heilsuræktarstöðvunum,
þ.e.a.s. að fólkið sé svona spriklandi hresst
eftir púlið á mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum að það eigi jafnvel eih'tinn
afgang eftir um helgar! Eg segi hinsvegar
við ykkur; heill sé mannkyni öllu fyrir svo
hraust og heilbrigt fólk!
Valur Ketilsson.
Sjö sóttu um
skólamála-
stjórann
Með áfengi og hnúajárn
Lögreglan stöðvaði á fóstudagskvöld §óra pilta
fædda 1979 með áfengi um hönd. Einn þeirra var
jafnframt með hnúajám sem eru heimatilbúin.
Tjáði pilturinn lögreglunni að hann hefði búið
hnúajámið til handavinnutíma í skólanum. Lög-
reglan lagði bæði hald á áfengið og hnúajámið.
MUNIÐ
ESTEÉ LAUDER
KYNNINGUNA
FIMMTUDAG
OG FÖSTUDAG
Fagmennska (fyrirrúmi
Apótek Keflavíkur
SNYRTIVÖRUDEILD -sími421 3200
&
&
tr,
&
&
&
&
HEFJAST 1|
% A já
Takið eftirí
Örfá pláss laus.
Lokaðir tímar fyrir
konur.
Frábær árangur á
undanförnum
námskeiðum.
Látið skrá ykkur
strax!
2S«í
Hafnargötii 32 - Keflavík
sÍDii 121 4455
Sjö einstaklingar sóttu um starf skólamála-
stjóra í Reykjanesbæ en hann mun stýra
nýni skólamálaskrifstofu sem verður opnuð
síðar á árinu.
Umsækjendur eru þessir: Leifur Isaksson,
Njarðvík, Kristinn Kristjánsson, Reykjavík,
Þór H. Ásgeirsson, Reykjavík, Anna Mar-
grét Ákadóttir, Reykjavík. Þórður Gunnar
Valdimarsson, Reykjavík, Eiríkur Her-
mannsson, Garði og Steinunn Helga Lárus-
dóttir, Vogum.
Á bæjarstjómarfundi í Reykjanesbæ í fyrra-
dag lýstu margir bæjarfulltrúar yftr ánægju
sinni með umsóknimar og sögðu marga um-
sækjendur mjög hæfa.
VARMAMOT
Sími 421 6800-Fax 421 4910
Iðavöllum 3, Keflavík
Yíkurfréttir
9