Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.1996, Síða 14

Víkurfréttir - 08.02.1996, Síða 14
Lífeyrissjóður Suðurnesja: Eipnir hafa rumlega fimm- faldast á síð- ustu átta árum -og eru nú 5,6 milljarðar króna ♦ Stjórn Lífeyrissjóðs Suðurnesja er skipuð fjórum mönnum þeim Halldóri Ibsen, varaformanni, Halldór Pálsson, formanni, meðstjórnendunum Birni Jóhannssyni og Jóni Ægi Ólafssyni. A myndinni er f.v. Halldór Ibsen, Hall- dór Pálsson og Daníel Arason, framkvæmdastjóri. VF-mynd/pket. „Áætlað ráðstöfunarfé Lífeyrissjóðs Suðurnesja á þessu ári nemur rúmlega einum milljarði króna en fjárfesting þess fer nú orðið eftir fjárfestinga- stefnu sem stjórn sjóðsins samþykkti á síðasta ári“, sagði Daníel Arason, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs Suðurnesja. I kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins um lífeyris- mál, sem undirritaður var í desember 1995 er meðal atriða að skýrari ákvæði verði sett um ávöxtun á vörslufé sjóðanna m.a. krafa um tjárfestingastefnu. Daníel sagði að stjórn Lífeyrissjóðs Suðumesja hafi samþykkt Ijárfestingastefnu fyrir sjóðinn í júlí 1995 og var hún í undirbúningi frá upphafi árs 1994 eða um eitt og hálft ár. Á þessum tíma var gerð ítarleg út- tekt á verðbréfasafni sjóðsins og aðstoðaði Verð- bréfamarkaður Islandsbanka við úttektina og veitt ráðgjöf við gerð ljárfestingastefnunnar. I þessari nýju stefnu segir m.a. í inngangi hennar: „Markmið með eftirfarandi fjárfestingastefnu og áætlunum um eignastýringu Lífeyrissjóðs Suður- nesja er fyrst og fremst að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu á tjármuni sjóðsins og gera þannig sjóðinn hæfari til að sinna því hlutverki sínu að ávax- ta iðgjöld sjóðfélaga á sem bestan og öruggastan hátt og standa undir lífeyrisskuldbindingum í framtíð- inni“. SAMBÆRILEG ÍSLENSKUM MARKAÐSBRÉFUM Þá segir einnig að Ijárfestingastefnan miðist við að ná sambærilegri ávöxtun og íslensk markaðsbréf á hverjum tíma og ávallt skuli hafa varfæmissjónarmið í huga við tjárfestingar, bæði hvað varðar sveiflur í verðmæti verðbréfa, tryggingar og einstaka skuldara. Stefna um eignaskiptingu sjóðsins tekur mið af skiptingu skuldabréfa og hlutabréfa á innlendum verðbréfamarkaði og til erlendra verðbréfa og skal hlutfall þessara verðbréfa vera 90%, þar af erlend verðbréf allt að 10%. Þó er gert ráð tyrir til að leitast við að ná hæiri ávöxtun að heimilt sé að víkja frá vægi hvers flokks markaðsverðbréfa um sem nemur helming af vægi flokksins. Gert er ráð fyrir að óstöðluð bréf verði eigi hærra hlutfall en 10% þ.m.t. skuldabréf sjóðfélaga. Þó verður tekið tillit til eftirspumar sjóðfélaga eftir lán- um hvetju sinni. SKIPTINGU VERÐI NÁÐ ÁRIÐ 2000 Daníel segir að tjárfestingastefnan miðist við að ákveðinn skipting á verðbréfaeign sjóðsins verði náð árið 2000 og er því leitast við að kaupa verðbréf í eftirfarandi hlutföllum, þó með heimild til frávika um allt að helming í hveijum flokki, heimiluð frávik vegna erlendra verðbréfa er þó einungis til lækkunar: Spariskírteini ríkissjóðs 18,0% Húsbréf og húsnæðisbréf 23,0% Önnur skuldabréf m/ábyrgð ríkissjóðs 7,0% Samtals skuldabréf m/ábyrgð ríkissjóðs 48,0% Skuldabréf sveitarfélaga 10,0% Skuldabréf banka og sparisjóða 7,0% Skuldabréf eignarleigufyrirtækja 2,0% Önnur markaðsskuldabréf 8,0% Innlend hlutabréf 5,0% Erlend verðbréf 10.0% Markaðsverðbréf alls 90,0% ENDURSKOÐIST ÁRLEGA Daníel segir að gert sé ráð fyrir að fjárfestingastefna sjóðsins endurskoðist árlega og við breytingar á stefnunni verði fyrst og fremst tekið mið af breyting- um sem verða á íslenska verðbréfamarkaðnum en nú í upphaft nýs árs er ekki talin ástæða til að gera breytingar á henni, en hún verður aftur til skoðunar á miðju þessu ári. ♦ David Pitt, kunnur kaupsýslumaður úr Reykjavík, Jónína Sand- ers, bæjarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur og Unnur Þorsteinsdóttir afgreiðsludama úr Apótekinu höfðu um margt að spjalla. Fyrsti viðskiptavinurinn heppinn! ♦ Benedikt og Heiðrún með yfirsmiðunum þeim Héðni Skarphéðinssyni og Ásgeiri Ingi- mundarsyni en þeir sáu um smíði nýju innrétt- inganna í Apóteki Keflavíkur. Fyrsti viðskiptavinurinn f nýrri snyrtivömdeild Apóteks Keflavíkur, hún Elín Elíasdóttir hafði heppnina með sér þegar hún kom fyrst allra í Apótekið klukkan tt'u síðast- liðinn laugardag. Hún fékk að gjöf af þessu tilefni glæsi- Iegt Caitier ilmvatnsglas, sem heitir ,.So pretty“ og kostar litlar tíu þúsund krónur. Það var reyndar svolt'úð spaugi- legt að fylgjast með Elt'nu þegar hún kom. Hún skoðaði ýmsar vömr í smá stund og fór svo út. Af einhvetjum ástæðum kom hún inn í verslunina aftur eftir smástund og keypti þá einhvern vaming. Það borgaði sig svo sann- arlega! Síðdegis var boðið til opnunarhófs í tilefni breytinganna og stækkun apóteksins og vom meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. VF-mynd/pket. ♦ Heiðrún Þorgeirsdóttir afhenti fyrsta viðskiptavininum í nýrri snyrtivörudeild apóteksins, Elínu Elíasdóttur glæsilegt ilmvatnsglas að gjöf. VF-mynd/pket. 14 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.