Víkurfréttir - 15.05.1996, Blaðsíða 14
Álfasala S.Á.Á
Hin árlega Álfasala S.Á.Á. fer
fram helgina 17-19. maf næst-
komandi. Þetta er í sjöunda
skipti sem Álfurinn er seldur
og er hann að þessu sinni í
nokkrum litaútgáfum. Álfa-
salan er ein mikilvægasta
tekjuöflunarleið S.Á.Á. og
verður hann seldur fyrir unga
fólkið undir kjörorðinu „For-
varnir í framkvæmd". Sölu-
stjóri Álfsins á Suðurnesjum
verður Valur Margeirsson
Bjarnavöllum 9 og geta þeir
sem hafa áhuga á að selja
Álfinn haft samband við hann
í síma 421-5483. Góð sölu-
laun verða í boði.
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í
verkið „36 kv STRENGJALÖGN KÁLFATJÖRN -
VATNSLEYSA“
Verkið felst í lagningu 36 kv háspennustrengja
og fleiri strengja frá Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd
og að spennistöð HS við Vatnsleysu. Heildarskurðlengd
er um 4,6 km og heildar- strengjaiengd, þ.e.
háspennustrengir og aðrir strengir, er um 18 km.
Verkið skal að fullu lokið eigi síðar en 30. september1996.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja,
Brekkustíg 36, Njarðvík gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
29. maí 1996 kl. 11.00.
HITAVEITA SUÐURNESJA
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
í verkið „36 kv STRENGJALÖGN
KEFLAVÍK - GARÐUR, 2. ÁFANGI“.
Verkið felst í lagningu 36 kv háspennustrengja og fleiri
strengja frá Mánagrund að aðveitustöð HS í Garði.
Heildarskurðlengd er um 5,6 km og heildar- strengjalengd,
þ.e. háspennustrengir og aðrir strengir, er um 23 km.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. október 1996.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja,
Brekkustíg 36, Njarðvík gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
29. maí 1996 kl. 11.00.
HITAVEITA SUÐURNESJA
Dagbók
lista og menningarlífsins
Tónlist
Miðvikudagur 15. maí. Ár-
legir tónleikar Tónlistarfé-
lags Gerðahrepps í Sæborgu
kl. 20.30.
Fimmtudagur 16. maí:
Vortónleikar lúðrasveita
Tónlistarskóla Njarðvfkur á
sal Njarðvíkurskóla kl.
14.00.
Lúðrasveitir og Léttsveit
Tónlistarskólans í Kellavík
halda tónleika í Stapanum
kl. 15.00.
Karlakór Keflavíkur í Ytri-
Njarðvíkurkiiju kl. 20.30.
Laugardagur 18. maí: Vor-
tónleikar Tónlistarskóla
Njarðvíkur í Ytri-Njarðvík-
urkirkju kl. 17.00
Bamakóratónleikar í Kjama
kl. 16.00
Sunnudagur 19. maí: Tón-
leikar strengjadeildar Tón-
listarskóla Keflavíkur í
Keflavíkurkirkju kl. 16.00
Þriðjudagur 21. maí: Tón-
leikar eldri nema á sal Tón-
listarskóla Keflavíkur kl.
20.00.
Myndlist
Bókasafn í Kjarna: Brynja
Ámadóttir sýnir pennateikn-
ingar 11-24. maí.
Gamli kvennó: Samsýning
11. listamanna til 19. maí.
Tryggvi Gunnar Hansen:
sýnir á veitingastaðnum
Samuraj.
Tónleikar og kaffisala í Stapa
Á uppstigningardag munu
lúðrasveitir og Léttsveit Tón-
listarskólans í Keflavík halda
tónleika í Stapanum og hefjast
þeir kl. 15.00. Foreldrafélag
Léttsveitarinnar mun verða
með kaffisölu og rennur ágóð-
inn í ferðasjóð sveitannnar.
I tónlistarskólanum em starf-
ræktar 3 lúðrasveitir. Sú yngs-
ta er skipuð nemendum sem
byrjuðu í haust. Stjórnandi
hennar er Áki Ásgeirsson.
Næsta sveit er skipuð nem-
endum sem hafa lært í 1-3 ár
og er Sigrún Sævarsdóttir
stjómandi hennar. Elsta sveit-
in er skipuð nemendum sem
lært hafa um árabil og eru á
aldrinutn 11-19 ára. Stjórn-
andi þeirrar sveitar er Karen
Sturlaugsson en hún stjórnar
einnig Léttsveitinni sem er á
leið til Bandaríkjanna í tón-
leikaferð um hvítasunnuna.
Þar mun Léttsveitin flytja
stóran hluta af efnisskrá sinni
á tónleikunum og munu ein-
nig tveir meðlimir sveitarinnar
dansa við undirleik hljóm-
sveitarinnar. Það em þau Þor-
valdur H. Bragason og Sigrún
D. Guðjónsdóttir sem bæði
hafa æft og sýnt samkvæmis-
dansa um árabil.
Auk þeirra hljómsveita sem
hér hafa verið nefndar mun
jasssveit skólans leika 2 lög.
Röö vortónleika hjá
Tónlistarskóla Njarðvíkur
Nú standa yfir vortónleikar
Tónlistarskóla Njarðvíkur og
er tvennum þeirra lokið. Á
morgun, uppstigningardag,
halda báðar lúðrasveitir skól-
ans yngri og eldri deild, sína
árlegu voitónleika á sal Njarð-
vflcurskóla kl. 14.00. Stjóm-
endur em Einar St. Jónsson og
Haraldur Árni Haraldsson.
Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir
fullorðna og er kafft og með-
læti innifalið í miðaverði.
Eldri deildin hyggur á tón-
leikaferð til Hollands sumarið
1997 og rennur ágóðinn í
ferðasjóð sveitarinnar.
Fjórðu og síðustu tónleikamir
verða svo í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju laugardaginn 18. maí
kl. 17.00. Þá koma fram nem-
endur í einleiks og samleiksat-
riðum og er efnisskráin mjög
fjölbreytt. Aðgangur að þess-
um tónleikum er ókeypis og
öllum heimill. Skólaslit verða
sunnudaginn 19. maíkl. 14.00
í Yh'i-Njarðvíkurkirkju.
Ökukennsla
Er með prófí ökukennslu
frá Kennaraháskóla íslands.
Kenni á TOYOTA Corolla,
árgerð 1995.
Gunnar Þór Jónsson
Kennari
sími 421-3017
14
V íkurfréttir