Víkurfréttir - 15.05.1996, Blaðsíða 15
Sameinaðir stöndum vér
Sýningum á revíu Leikfélags
Keflavíkur „Sameinaðir
stöndum vér'‘ eftir Omar Jó-
hannsson lauk 5. maí sl. og
sáu alls 2.090 manns sýning-
una.
Leikfélagið vill þakka bæjar-
búum frábærar móttökur en
slík aðsókn er sem besta
vítamínssprauta fyrir félagið
og gerir því um leið kleift að
íjárfesta í ýmsum tækjabúnaði
sem er nauðsynlegur s.s.
ljósabúnaður, hljóðkerfí ofl.
Leikfélagið þakkar einnig
fjölmiðlum staðarins, fjöl-
miðlafulltrúum landsmála-
blaðanna og fréttaritara stöðv-
ar 2 fyrir góðan fréttaflutning
en það er ljóst að góð umíjöll-
un í fjölmiðlum er afar mikil-
væg.
Síðast en ekki síst þatócar leik-
félagið höftndinum Omari Jó-
hannssyni gott samstarf og
viljum við geta þess að Omar
hefur ákveðið að leggja hlut
af höfundarlaunum sínum til
stofnunar menningarsjóðs
sem hafi það hlutverk að veita
styrki til félaga sem vilja
sækja námskeið í hverju því
sem varðar starf í áhugaleik-
húsi.
Agætu bæjarbúar, enn og aft-
ur sannast það fomkveðna að
Sameinaðir stöndum vér. Við
hjá Leikfélagi Keflavíkur
munum halda áfram að leggja
okkar af mörkum til eflingar
menningar í bænum okkar og
vonandi tekst okkur að vekja
áhuga ykkar sem oftast.
Leikfélag Keflavíkur
Afmæli
Þorbjörg Sigfúsdóttir, Blika-
braut 11, Keflavík verður 80
ára á uppstigningardag. Hún
og eiginmaður hennar Arn-
grímur Vilhjáimsson munu
taka á móti gestum í sal
Kiwaniskiúbbsins Keili, Iða-
völlum 3c, Keflavík kl.
16.00-19.00.
Afmœli
Hún Sigríð-
ur Sesselja
varð 9. ára
14. maí.
Elsku Sigga
frænka, til
hamingju
með afmæl-
ið.
Brynja og Bryndís
Þann 10.
maí verður
litli strákur-
inn minn 5
ára.Til
hamingju
snáði.
Þín
niamma,
afi og amma, Dalbert
Loksins, loks-
ins, þann 11.
maí er hún
Magga orðin
árinu eldri og
með einu hár-
inu grárra. Til
hamingju með daginn Magga
mín. Þín (systir) Dagga
Þann 18.
maí n.k.
mun þessi
ungi
hjálegubúi,
sjálfstæðis-
maður,
Liverpool
aðdánandi
og rus-
lamálaráðherra Suðumesja
verða 30 ára. Þessi öskukarl er
ekki á lausu lengur því hann á
sér orðið viðhald.
Ben Famile og kunningjar úr
Keflavík
STÓR - BINGÓ STÓR - BINGÓ
TIL ÍRLANDS MEÐ LI0NS
Síðasta Bingó fyrir sumarfrí, í kvöld verða
LUKKUVINNINGURINN kr. 36.000 og
ÍRLANDSFERÐIN að verðmæti kr. 32.000
SPILUÐ ÚT, NÚ VERÐA ALLIR AÐ MÆTA.
MÆTUM Á BINGÓ í STAPANUM í KVÖLD
Garðbúar!
Takið eftir
Skólaslit Tónlistarskólans
verða í Sæborgu mánudaginn
20. maí kl. 18.00
Skólastjóri
Sölusýning í Kjarna
Tískusýning frá versluninni Annettu verður á morgun, fimmtu-
daginn 16. maí kl. 15 íKjama. Sýndar verða vömr úr verslun-
inni og verður allt til sölu sem sýnt verður. Einnig verða snyrti-
vömkynningar frá Juvena og Revlon. Böm úr forskóla Tónlist-
arskólans í Keflavík skemmta undir stjóm Steinunnar Karlsdótt-
ur og einnig verður happdrætti þar sem góðir vinningar em f
boði. Kaffisala verður í Café Flug. Stjómandi verður Anna Lea
Bjömsdóttir og eru allir velkomnir.
Tónlistarskólinn í Sandgerði
Vortónleikar
og skólasllf
verða fimmtudaginn 16. maí k.L 14.00
í sal Grunnskólans.
Allir velkomnir.
Skólastjóri
...—i------
Tónlistarskólinn í Keflavík
Vortónleikar og skólaslit
verða sem hér segir
Fimmtudagur 16. maí kl.15.00
Tónleikar og kaffisala í Stapa. Fram koma allar 3 deildir
lúðrasveitarinnar, Jassbandið og Léttsveitin.
Sunnudagur 19. maí kl. 16.00
Tónleikar í Keflavíkurkirkju kl. 16.00. Fram koma yngri og eldri
strengjasveitir auk Suzukifiðlunemenda.
Þriðjudagur 21. maí kl.20.00
Tónleikar á sal skólans að Austurgötu 13.
Fram koma elstu og lengst komnu
nemendur skólans. Fjölbreytt efnisskrá söng- og
hljóðfæranemenda.
Fimmtudagur 23. maí kl.17.00
Skólaslit, tónleikar og afhending námsvottorða
Aðgangur að öllum tónleikunum ókeypis og öllum
heimill á meðan húsrúm leyfir.
Skólastjóri
Víkurfréttir
15