Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Side 9

Víkurfréttir - 19.09.1996, Side 9
^ -J Islensk verslun - allra hagur I haust standa hagsmunasamtök í verslun fyrir kynningarátaki undir kjörorðinu Islensk verslun- allra hagur. Þeir sem standa að átakinu eru: Kaup- mannasamtök íslands, Samtök samvinnuverslana (kaupfélögin), Félag íslenskra stórkaupmanna og Hagkaup. Auk þess hafa viðskiptaráðuneytið og Ijár- málaráðuneytið komið að verkefninu. Markmið átaksins er að minna á versl- unina hér á landi og mikil- vægi hennar sem atvinnu- greinar nú þegar haustar og verslunarferðir ent að hetjast til erlendra stórboiga. Það er forráðamönnum verslana að sjálfsögðu fagnaðarefni að Islendingar geti ferðast til útlanda á viðráðanlegu verði og dvalist í erlendum stór- borgum við skemmtun. Verslun almennings erlendis er að mörgu leyti af hinu góða og veitir íslenskri verslun aðhald og santkeppni og hvetur til þess að íslensk verslun geri betur. Samkeppnin snýst hins vegar ekki eingöngu um verð, margir aðrir þættir koma þar við sögu, þættir eins og skilaréttur, gæði, þjónusta og ábyrgð. Hætt er við að samanburðurinn verði oft ósanngjarn og á misskilningi byggður. Merkjavara hérlendis með fullri þjónustu og ábyrgð er borin saman við vöruhúsakaup erlendis þar sem óvfst er með möguleika á að skila eða skipta ef varan hentar ekki eða passar ekki. Virðisaukaskattur er enginn af barnafamaði í sumum vinsælum löndum, hérer rúmlega 20 % af vöruverði út úr búð virðis- aukaskattur, en aukþess bætist á vömgjöld og toll- ar, svo er verslunin hér heima skömmuð fyrir háa álagningu. { haust er áætlað að um 20.000 íslendingar fari í stórborgarferðir og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Samanlögð innkaup í þessum ferð- um í október, nóvember og desember nema Ifk- lega um 2 milljörðum . Þessar tölur em byggðar á veltutölum frá greiðslukortafyrirtækjunum. A einu ári eyða íslendingar um 10 milljörðum í versl- unum erlendis og erþað um 1/10 af heildarveltu smásöluverslunar á íslandi en smásöluverslunin er um 100 milljarðar. Þessir 10 milljarðar jafngilda allri veltu ÁTVR á einu ári. Verslun okkar erlendis try'ggir þar af leiðandi um 2.000 störf í erlendri verslun, en geta má þess að hvert starf í verslun er áætlað að skapi 0.25 störf í öðmm atvinnugreinum vegna margfeldisáhrifa. Við skulum líka í þessu samhengi minnast þess að um 800 manns úr versl- unarstétt á íslandi eru atvinnulausir . Erlendir ferðamenn kaupa vömr hér á landi árlega fyrir um 2 milljarða. Við breytingar á fyrirkomulagi Tax- free shopping nú síðastliðið sumar má búast við aukningu í framtíðinni og reyndar gefa tölur frá öðmm löndum vísbendingar að eftír 10 ár verði sala til erlendra ferðamanna u.þ.b. 8 milljarðar á ári. íslensk verslun er þar fyrir utan sú atvinnu- grein í landinu sem greiðir mest til samneyslunnar. Um 31 % af sköttum sem lagðir em á atvinnu- greinar í landinu koma ífá versluninni, það em því augljósir hagsmunir íyrir samneysluna í landinu og ríkissjóð að íslensk verslun dafni sem best. Skúli Skúlason MMverkasýning í Risinu! Þjóðháttamálarinn Bjarni Jónsson opnaði málverkasýningu í Risinu Tjarnargötu 12 í Keflavík laugardaginn 14. september sl. Sýningin stendur til 22. september og er opið um helgar kl. 14:00 til 20:00. Fimmtudaginn 19. sept. og fóstudaginn 20. sept. er opið kl. 16:00 til 20:00. / A sarna tíma sýnirAstrid Ellingsen prjónaða kjóla ogjakka. Góð greiðslukjör. Sérhæfð skrifstofutækni Kennsla á haustönn í Keflavík • Almenn tölvufr. og l/l/indows stýríkerfi, 10 klst • Word fyrir Windows, 24 klst • Excel fyrir Windows, 24 klst • Glærugerð og auglýsingar, 10 klst •Tölvufjarskipti og Internet, 12 klst • Bókfærsla, 16 klst • Verslunarreikningur, 16 klst • Tölvubókhald, 16 klst Markvisst og hagnýtt nám. Kennt verður þrisvar í viku. Veglegar bækur fylgja. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. oivuskou Hí Borgartúni 28, sími 5616699 Innritun er hafin V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.