Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 19.09.1996, Qupperneq 19
Grindavík og Keflavík eigast við í næst síðustu umferð Sjó- vá-Almennra deildinni í knatt- spyrnu á laugardag í Grinda- vík. Bæði liðin eru í grimmri botnbaráttu. Keflvfkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli í Keflavík sl. stinnudag. Að- stæður voru skelfilegar, mikil rigning og völlurinn var á floti og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Boltinn stöðvaðist nánast alltaf þegar hann snerti grasflötinn. Fá tækifæri litu dagsins ljós. Besta færi Kefl- víkinga átti Adolf Sveinsson á 20. mín. síðari hálfleiks þegai' hann reyndi að vippa boltan- um yfir markvörð Fylkis en hann sá við honum og varði. Fylkismenn voru nálægt því að skora á lokamínútunum en ónýtur grasvöllurinn sem líkt- ist frekar sundlaug að þessu sinni. bjargaði heimamönnum þegar boltinn stöðvaðist í markteignum og sóknaimaður Fylkis náði ekki til hans. Grindvíkingar fengu háðug- lega útreið á Skipaskaga. Eftir hetjulega byijun gegn Islands- meisturum Skagamanna og 0-2 forystu í byrjun síðari hálfleiks réðu Grindvíkingar ekkert við heimamenn sem þó vom einum fæixi. IA skoraði fimm mörk á 14 mínútum en lokatölur urðu 6:3. Mörk UMFG skoruðu Óli Stefán Flóventsson, Kucic og Zoran Ljubicic. Keflvíkingar eru í fjórða neðsta sæti með sextán stig, Fylkir er með 15 stig, UBK 14 stig og Grindavík rekur lestinameð 13 stig. ♦ Það var mikill fögnuður í Sandgerði eftir sig- urinn og stemmningin leiknum mikil. Hér að ofan grípur Sigurður Bjarnason markvörður boltann í einni sókn Víðis en hér að neðan má sjá glaða Reynismenn og fjöldann á áhorf- endapöllunum. VF-myndir/hbb. Botnbaráttu- og ná- grannaslagur í Grind Reynismenn upp Reynir Sandgerði tiyggði sér sæti í 2. deild að ári með sigri á nágrönnum sínum úr Garði í úrslita- leik liðanna í Sandgerði sl. laugardag. Lokatölur urðu 3:0 fyrir heimamenn. Liðið varð í 2. sæti í 3. deildinni, Víðismenn í því þriðja. Dalvík sigraði í deildinni. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.