Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 13.02.1997, Blaðsíða 10
I Kvenfélag Njarðvíkur: Ferðanefndin tekin til starfa Ferðanefnd Kvennfélags Njarðvíkur er nú tekin til starfa eftir jólafrí. Vetrarstarfíð hefur gengið vel og frainundan er ýmislegt til fjáröflunar s.s. bióma- og kertasala, kökubasar off. Starfsemin hefst á félagsvist nk. sunnudagskvöld í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík stundvíslega kl. 20.00. Kefla víkurkirkja: Samræða um sjálfsímyndina Sigurlína Davíðsdóttir, háskóla- kennari flytur erindi um fíkniefna- vandann og sjálfsímynd alkóhól- istans í Keflavíkurkirkju, íKVÖLD fimmtudaginn 13. febrúar 1997 kl. 17:30. Allir velkomnir. Kefla víkurkirkja. Innilegar þakkir sendum vid þeim fjölmörgu, sem stutt hafa okkur, sent kvedjur og sýnt vinar- og hlýhug vid andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Elísabetar Maríu Jóhannsdóttur Baldursgarði 12, Keflavík Óskar K. Þórhallsson Hrefna Björg Óskarsdóttir Þórhallur Óskarsson Karl Einar Óskarsson Anna Pálína Árnadóttir Kristinn Óskarsson Steinþóra E.Hjaltadóttir og barnabörn. Kirkja Keflavíkurkirkja: Fimmtudagur 13. feb: Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslustund kl. 17:30. Sigurlína Davíðsdóttir fjallar um fíkniefnavandann og sjálfsímyndina. Við vekjum sérstaka athygli á fræðsluátaki um fíkniefna- vandann, sjálfsvíg og samkynhneigð, sem verður næstu fimmtudaga á sama tíma. Sjá kynningu í Fréttabréfi Keflavíkurkirkju og í staðarblöðunt. Sunnudagur 16. feb: Sunnudagaskóli kl. II. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. (altarisganga). Sr. Bragi Friðrikson, prófastur, prédikar og kveður söfnuðinn. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason og sr. Ólafur Oddur Jónsson þjóna fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Einar Öm Einarsson. Þriðjudagur 18. feb: Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk á sama tíma í Kirkjulundi. ■ A-flokkarnir: Skólamál til umræðu Sameiginlegur bæjarmála- fundur Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í Reykja- nesbæ verður haldinn mánu- daginn 17. febrúar kl. 20.00 í göngugötunni í Kjama. Fundurinn er framhald af samvinnu flokksfélaganna og óháðs félagshyggjufólks frá því f haust og er aðalumræðu- efni fundarins að þessu sinni skólamál í Reykjanesbæ. Einnig verða fundarefni bæj- arstjómarfundar þriðjudaginn 18. febrúar rædd. Eiríkur Hennannsson, skóla- málastjóri Reykjanesbæjar verður sérstakur gestur fund- arins og gefst bæjarbúum öll- um kostur á að koma og leita svara við spurningum um skóla þ.á.m. um gengi skól- anna í samræmdu prófunum og stöðu skólabyggingar í Heiðarbyggð. Endurmenntunar- námskeið Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum og Iðnsveinafélag Suðurnesja standa fyrir námskeiði í parketgólfum dagana 20.-22. febrúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu Iðnsveinafélags Suðurnesja í síma 421-2976. Miðvikudagur I9. feb: Biblíunámskeið í Kirkjulundi kl. 20-22. Prestarnir Njarðvíkurprestakall Innri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 16. feb: Sunnudagaskóli kl. 11 og fer hann fram íYtri- Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safnaðarheimilinu kl. 10:45. Miðvikudagur 19. feb: Foreldramorgunn kl. 10:30. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagur 16. feb: Sunnudagaskóli kl. 11. Brúðuleikhús. Messa kl. 14. Altarisganga. Fenningarböm og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Fundur með þeim að messu lokinni. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm organistans Steinars Guðmundssonar. Baldur Rafn Sigurðsson. Grindavíkurkirkja Fimmtudagur 13. feb: Fermingarfræðsla kl. 11-13. Spilavist eldri borgara kl. 14- 17. Eldri boigarar hvattir til að koma. Sunnudagur 16. feb: Sunnudagaskóli kl. 11. Hvetjum foreldra, ömmur og afa til að koma með bör- nunum. Helgistund í Víðihlíð kl. 12:30. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarböm aðstoða við helgihaldið. KafFiveitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna í umsjá fer- mingarbama og foreldra þeir- ra. Þriðjudagur 18. feb: Foreldramorgnar kl. 10-12. TTT-starfíð kl. 18-19. Allir krakkar 10-12 ára velkomnir. Poppmessa kl. 20:30. Létt kirkjuleg sveifla í kirkjunni. Hljómsveitin Nýjir menn (skipuð hljómlistamtönnum úr Reykjavík), sér um tónlist og söng. Unglingar taka þátt í stundinni og bjóða vöfflur og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Allir hjartan- lega velkomnir. Sóknamefndin, sóknarprestur og samstarfsfólk í saf- naðarstarfl. Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egvptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig. (2. Mósebók 20.2.) Hvítasunnukirkjan Vegurinn Samkoma alla sunnudaga kl. 14. Barnakirkja á sama tima. Vidtalstími prestanna í Keflavíkursókn Viðtalstími sr. Ólafs Odds Jónssonar, sóknarprests, er kl. 18:30-19:30 mánudaga til fimmtudaga á Hringbraut 74, nedri hæð, og á skrifstofu prestanna í Kirkjulundi eftir samkomuiagi í síma 421-1080. Viðtalstími sr. Sigfúsar Baldvins Ingvasonar, adstoðarprests, er þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 17-18 í Kirkjulundi og á öðrum tímum eftir samkomu- lagi í síma 421-4345. Sóknarprestur. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.