Víkurfréttir - 20.03.1997, Síða 15
■ Köifíiknattleikur DHL-deildin, undanúrslit
KR-ingar snéru dæminu
við gegn Keflavík
KR jafnaði metin gegn Keflavík á
Seltjamamesi á þriðjudagskvöld í
annarri viðureign liðanna um rétt-
inn til að leika til úrslita um
íslandsmeistaratitilinn í körfuk-
nattleik karla. Lokatölur urðu
103:93 en staðan í hálfleik var
57:51. „Við fengum á okkur 103
stig sem er alltof mikið og segir
okkur það að vörnin var ekki
nógu góð. Svæðisvömin klikkaði
í seinni hálfleik en þá vomm við
ekki nógu hreifanleigir og féllum
of langt inn. Við það losnaði um
Hermann og hann fékk frið til að
skjóta sem gengur ekki. Bow fékk
einnig of mikinn frið og því
töpuðum við leiknum. 1 kvöld
kemur ekkert annað en sigur til
greina. Þá verðum við búnir að
kippa því sem aflaga fór í síðasta
leik í liðinn og munurn beita mör-
gum afbrigðum af vamarleik og
keyra upp hraðann. Við gerum
okkur grein íyrir því að KR-ingar
em með mjög gott lið. Leikurinn í
kvöld er sá mikilvægasti á tíma-
bilinu því verður allt gefið í
hann,“ sagði Guðjón Skúlason
fyrirliði Ketlavíkur. Staðan í ein-
víginu er nú 1:1 og ljóst að liðin
þurfa að eigast við a.m.k. tvisvar í
viðbót. Næsti leikur fer fram í
Keflavík í kvöld kl. 20.00 og sá
fjórði á Seltjamamesi á sunnudag
kl. 16:00. Komi til ftmmta leiks
verður hann í Keflavík á
þriðjudag kl. 20.00.
I öðrum leiknum snérist dæmið
við því nú var það KR sem
tryggði sér sigurinn á fyrstu 10
mín seinni hálfleiks, þá skorðu
þeir 20 stig á móti 5 Kefla-
víkurstigum. Fyrri hálfleikur var
mjög skemmtilegur. liðin skomðu
grimmt, leikinn var hraður og
skemmtilegur bolti sem áhor-
fendur kunnu vel að meta.
Stórskotalið Keflavíkur sankaði
niður þriggja stiga körfum og þar
var Falur Harðarson fremstur í
flokki og setti niður 20 stig, aftur
á móti skoraði hann ekki stig í
þeim síðari. Eins og áður segir
gerði KR út um leikinn á fyrstu
10 mínútum seinni hálfleiks en þá
klikkaði einnig svæðisvörn
Keflavíkur og með öguðum leik
síðustu 10 mínútumar tryggði KR
sér sanngjaman sigur.
Stigahæstu menn Keflavíkur:
Guðjón Skúlason 22, Falur
Harðarson 20, Damon Johnson
20.
Grindvíkingar meö
þægilega stööu
I hinni viðureigninni í fjögurra
liða úrslitunum eigast við
Grindavík og Njarðvík. Þar eru
Grindvíkingar komnir með þægi-
lega forystu, 2:0 eftir að hafa
sigrað í Njarðvík á þriðjudag
77:90, hálfleikstölur 43:44. Það er
ljóst að róðurinn verður eifiður
fyrir Njarðvíkinga sem þurfa nú
að vinna þtjá leiki í röð ætli þeir
sér í úrslitaleikinn og þar af tvo á
heimavelli Grindvíkninga. Næsti
leikur liðanna fer fram í
Grindavík í kvöld kl. 20.00.
Fjórði leikurinn, komi til hans
verður á sunnudag í Njarðvík en
þegar blaðið fór í prentun var ekki
vitað hvort hann yrði kl. 16.00
eða 20.00. Komi til fimmta leiks
verður hann í Grindavík á
þriðjudag kl. 20.00.
| Grindvíkingar byrjuðu betur á
þriðjudaginn í öðmm leiknum og
náðu strax 7 stiga forystu 4:11. Þá
gerðu Njarðvíkingar 7 stig í röð
og jöfnuðu leikinn 11:11. Það sem
eftir lifði fyrri hálfleiks skiptust
liðin á að leiða. í seinni hálfleik
var jafnræði með liðunum framan
af hálfleiknum en síðan dró í
sundur og Grindvíkingar tryggðu
sér sanngjaman sigur með skyn-
sömum leik. Bestir hjá Grindavík
voru þeir Jón Kr. og Herman
Myers en hjá Njarðvík var Sverrir
Þór Sverrisson áberandi bestur.
, J>að er erfitt að lenda undir gegn
Grindavík en við náðum alltaf að
jafna í fyrri leiknum og með smá
heppni hefðum við getað unnið
þótt það hefði verið stuldur á sigri
því þeir vom alltaf yfir. Þetta er
þó ekki búið fyrr en Sigga (stuðn-
ingsmaður nr. 1 hjá Grindavík) fer
að syngja og það hefur hún ekki
gert enn þannig að við eigum enn
möguleika. Það er ekki uppgjöf í
liðinu og ef okkur tekst að vinna í
kvöld þá er þetta allt opið á ný.
Það er rétt að það er erfitt fyrir
okkur að stöðva Herman Myers
þar sem hann er stór og sterkur og
fær í ofanálag að ýta okkur til og
frá en okkur leyfist ekki að gera
það sama á móti. Við ætlum þó í
sameiningu að stöðva hann því
það er ekki fyrir neinn einn mann
að stöðva hann með þessu móti,“
sagði Ástþór Ingason þjálfari
Njarðvíkinga.
Stigahæstu menn Njarðvíkur:
Torrey John 18, Friðrik
Ragnarsson 17, Kristinn
Einarsson 10.
Stigahæstu menn Grindavíkur:
Herman Myers 31, Jón Kr.
Gíslason 14, Helgi Jónas
Guðfinsson 11.
Anna María hefur ekki gefið út
yfirlýsingu um að hún ætli að hætta
! I Morgunblaðinu á þriðjudag
■ birtist grein um það að
I burðarásar hjá kvennaliði
I Keflavtkur í körfuknattleik
| haft ákveðið að hætta. Voru í
| þessu sambandi nefndar þær
■ Anna María Sveinsdóttir,
■ Björg Hafsteinsdóttir, Anna
^JVlaría Sigurðardóttir og Mar-
grét Sturlaugsdóttir. Víkur-
fréttir hefur það eftir áreiðan-
legurn heimildum stuðnings-
manna að Anna María
Sveinsdóttir haft ekki gel'ið
út neinar yftrlýsingar um að
hún hyggðist hætta körfuk-
nattleik og engin ákvörðun
um það hafi verið tekin.
Anna María Sigurðardóttir !
og Björg Hafsteinsdóttir ■
sögðust vera hættar og I
Margrét Sturlaugsdóttir var I
óákveðin vegna þess að hún |
hafði sagst ætla að hætta sem |
Islandsmeistari eins og stóð í ■
Morgunblaðinu.
___________________________I
/ Hátídarkaffid erfyllt og ilmandi
þ með Ijúffengu eftirbragði.
ÍÞað nýtur sín best með
tertum og eftirréttum.
Sannkallað veislu- og páskakaffi.
KAFFI
T Á R
Ferða- og Fræðasetrið
m Sandgerði
Frædasetrid býður upp á tengsl við náttúru staðarins
með áherslu á „effin fjögur" sem eru fjaran, fiskurinn,
fuglinn og ferskvatnslífið.
Boðið er upp á fjöruferðir, tjarnarferðir og
fuglaskoðunarferðir með leiðsögumönnum. I vor og
sumar verður auk þess boðið upp á hvalaskoðunarferðir.
Inni í Fræðasetrinu er sýning á fuglum frá svæðinu,
sýnum frá Botndýrarannsóknarstöðinni (BIOICE),
steinasafni og sjóbúrum með sjávardýrum. Auk þess eru
víðsjár og gott safn bóka og fræðirita sem gestir geta
notað eftir þörfum og margt, margt fleira.
Opnunartímar: Laugardaga og sunnudaga kl. 13-17.
Frá 1. júní - 31. ágúst er opið virka daga kl. 9-17 og
um helgar kl. 13-17. Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Gjald: Fullorðnir kr. 200, börn 12 ára og yngri kr. 100.
Sími/fax: 423-7551 og 897-8007.
Ferða- og Fræðasetrið - Fyrir alla!
Geymið auglýsinguna.
Víkurfréttir
15