Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 17.04.1997, Blaðsíða 9
-Ný þjónusta í öllum afgreiðslum Kaupþing hf. og sparisjóðimir keyptu allt hlutafé í Alþjóða líftryggingarfélaginu hf. á síðastliðnu ári. Fyrirtækið er mjög öflugt á sínu sviði með umtalsverð viðskipti og trausta eiginfjárstöðu og markaðs- hlutdeild í kringum 20%. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í líftryggingum með sérstakri áherslu á sjúkdómatryggingar. Kaupin á fyrirtækinu eru liður í því að styrkja betur markaðs- rkur Margar umsóknir um náms- styrki hafa borist en þrír styrkir, hver að upphæð eitt- hundrað þúsund krónur verða veittir félögum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. Námsmenn frá mennta- eða fjöl- brautaskóla eða sambæri- legum skóla og eru að ljúka framhaldsnámi sem er á háskóla- eða tækniskóla- stigi geta sótt um þessa styrki. Umsóknarfresti lýk- ur í þessari viku en styrk- imir verða veittir í júní. Startkort námsmannakort debetkort -Frí myndataka l'ms og uiKl.mlat in .11 ef o viðskiplamöniumi Sparisjisðsins hoðið upp a ftiar inyiulalokm i lyrii Stait, uainsuiauna ou tlobeikon. stöðu sparisjóðanna og gera þá betur í stakk búna til að bjóða viðskiptavinum sínum heild- arlausn í fjármálum. Síðustu vikurnar hefur hluti starfsmanna Sparisjóðsins sótt námskeið í sölu líftrygginga. Nú þegar er farið af stað átak til kynningar á þessum nýja þjónustuþætti. Það má segja að nú hafi Sparisjóðurinn stigið fyrsta skrefið inn á trygginga- markaðinn. Fljótlega verður síðan farið að bjóða upp á slysatryggingar. Möguleikar á þessu sviði eru miklir og allt eins víst að um frekari umsvif á þessum málum verði að ræða. Hvað er líftrygging? Líftrygging er öryggisventill í fjármálum fjölskyldunnar sem ráðlegt er að hafa þegar fram- færslubyrðin er mest, fólk er með fjárhagslegar skuldbind- ingar og böm á framfæri. Líftrygging byggist á því að fólk velur sjálft bótafjárhæðina og greiðir iðgjald sem byggist á aldri þess og bótafjárhæðinni. Ef líftryggður fellur frá á trygg- ingartímanum er bótafjárhæðin greidd út til bótaþega; oftast maka eða bama. Líftrygging gildir hvar sem er, hérlendis og erlendis. Bætur eru greiddar f einu lagi við ffáfall af hvaða völdum sem er, að undanskildu sjálfsvígi innan eins árs frá töku líftrygg- Góð viðbrögð við Peningamarkaðsreikningi Fvrir nokkru var stofnaður nýr reikningur hjá sparisjóðunum, Peningamarkaðsreikningur. Þetta er reikningur sem er sérstaklega hugsaður fvrir þá sem vilja fá góða ávöxtun á fé sitt í skamman tíma, allt upp í eitt ár. Reikningurinn er bæði fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. Markmiðið er að búa til tengingu milli bankareiknings og verðbréfamarkaðar og geta með þessu boðið upp á öryggi og sveigjanleika venjulegs bankareikn- ings og þá vaxtaviðmiðun sem fæst á markaðnum. Þetta er leið sem bankar hafa ekki farið áður. Reikningurinn hentar sérstaklega fyrirtækjum og rekstraraðilum sem em að leita eftir hagkvæmri lausafjárávöxtun. Enda oft þannig að þessir aðilar liggja með fé í skamm- an tíma inn á venjulegjum veltureikningum sem gefa litla ávöxtun. Einnig má segja að einstakl- ingar sem ekki eru virkir á verðbréfamarkaði en vilja njóta þeirra kosta sem þar bjóðast komi til með að nota þennan reikning. Það má nefna sem dæmi að ef einstaklingur selur bfl eða húsnæði og fær greitt fyrir með peningum sem hann síðan ætlar að nota í eitthvað annað eftir einhverja daga eða vikur þá ætti sá aðili hiklaust. að nota Pen- ingamarkaðsreikninginn meðan hann bíður. Hvers vegna nýr reikningur? Sparisjóðurinn vill stemma stigu við flutning fjár- magns til verðbréfafyrirtækjanna, en það hefur verið þó nokkuð um það að viðksiptavinir hans sem eru að leita eftir góðri skammtíma ávöxtun hafi flutt veltufé sitt yfir til verðbréfa- fyrirtækjanna. Peningamarkaðsreikn- ingurinn er mjög einfalt spamaðarform og mjög aðgengilegur fyrir sparifjár- eigendur. Hann sameinar einnig kosti bankabókar og verðbréfa. Skilmálar Peningamarkaðsreikningsins eru mjög sveigjanlegir, aðeins tíu daga binding er á reikningnum, eftir það er hann laus til úttektar. Ekkert þjónustu- eða innlausnargjald eða önnur þóknun tengist honum. Lágmarksinnstæða er 250 þúsund krónur. Vextir reikningsins miðast við vexti þriggja mánaða rfldsvíxlarútboðs ríkissjóðs að frádregn- um 75 punktum og taka vaxtabreytingar gildi næsta vaxtabreytingardag á eftir ríkisvíxlaútboði. Vextir á Peningamarkaðsreikningi í dag eru 6,42%. ♦ Jón H. Jónsson var leystur út med gjöfum eftir tuttugu ára stjórnarsetu. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík: Um eitthundrað stofnaðilar sóttu aðalfund Sparisjóðsins í keflavík á Glóðinni 14. mars sl. Heildartekjur Sparisjóðsins voru á síðasta ári 903,5 m.kr. en heildarútgjöld 790,5 m.kr. Afskriftir vegna útlána námu 86,8 m.kr. Hagnaður fyrir skatta var því kr. 26,2 m.kr. en 17,1 mkr. að þeim frádregnum. Jón H. Jónsson sem gegnt hefur stjómarformennsku síðustu þrettán ár og setið í stjóminni undanfarin tuttugu lét af formennsku á þessum fundi. í hans stað var Eðvarð Júlíusson úr Grindavík kjörinn í stjómina. Aðrir í stjóm vom kjömir Benedikt Sigurðsson og Karl Njálsson en þessir þrír vom kjömir á aðalfund- inum. Auk þeirra em í stjóminni tveir fulltrúar frá sveitarstjómum á Suðumesjum: þær Drífa Sigfúsdóttir frá Reykjanesbæ og Jóhanna Reynisdóttur frá Vamsleysu- strandarhreppi. Benedikt var kjörinn formaður stjómar á fyrsta fundi hennar. yfí) I, Elsa Skúladóttir, þjónustu- fulltrúi veitir viðskiptavini Sparisjóðsins upplýsingar um Liftryggingu. ingarinnar. Þær eru undan- þegnar tekjuskatti. Fyrst um sinn verða ýmiskonar tilboð í gangi fyrir viðskipta- vini Sparisjóðsins. Upplýsingar um þau er hægt að fá í afgreiðslum Sparisjóðsins auk þess sem þau verða auglýst síðar. SM AFRETTIR Skipulagður sparnaður Sparisjóðurinn býður við- skiptamönnum sínum auð- velda og þægilega leið til að spara skipulega og aðstoðar þá við að setja sér markmið í spamaði. Með því að nýta sér Skipulagðan spamað má stuðla að góðu skipulagi á fjármálum sínum og þannig hægt að auka sparifé sitt án teljandi fyrirhafnar. Þetta er mjög einfalt og þægilegt fyrirkomulag. Fólk kemur í Sparisjóðinn og gerir samning um að láta skuldfæra ákveðna tjárhæð reglulega af launareikningi eða öðmm reikningum. Greiðsluþjón- ustan vinsæl -ótrúlegur árangur Ekkert lát er á vinsældum Greiðsluþjónustu Spari- sjóðsins en stöðug aukning hefur verið í þjónustuna frá upphafi hennar. Ohætt er að segja að Greiðsluþjón- ustan sé ein athyglisverð- asta þjónusta sem Spari- sjóðurinn hefur boðið viðskiptavinum sínum uppá á síðustu misserum. í dag hafa um níuhundruð samningar verið gerðir milli Sparisjóðsins og viðskipta- vini hans. Víkurfréttir AUGLYSING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.