Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.1997, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 15.05.1997, Blaðsíða 14
Karen Sævarsdóttir keppir á mótaröð atvinnukvenna í golfi í Bandaríkjunum: Þrumur og eldingar í Ameríkugolli hjá Karenu -lenti svo í umferðaróhappi eftir eitt mótið Karen var nýbúin að setja niður pútt fyrir „fugli" þegar óveðrið skall á. Hún tók því þó létt og gantaðist við Ijósmyndara Highland Today sem smellti þessari mynd afhenni. Myndin birtist á forsíðu blaðsins með frásögn afmótinu og óveðrinu. „Eg var nýbúin að pútta niður fyrir fugli á 9. holu þegar mikið þrumuveður hófst með tilhcvrandi eld- ingum“, sagði Karen Sæv- arsdóttir var nálægt því að komast í hann krappann á fyrsta atvinnumannamóti sínu í golfi á Sun 'N Lake golfvellinum í Sebring í Florida í lok aprílmánaðar. Karen var að leika í sínu fyrsta móti á Futures móta- röðinni þar sem hún freistar nú gæfunnar í hinum stóra heimi atvinnukylfinga í Bandaríkjunum. Karen var í öðrum hring í mótinu þegar óveðrið skall á. Þrumur og eldingar gengu yfir í rúmar þrjár klukkustundir og laust eldingu niður í stórt tré í ná- grenninu og tætti það niður að hluta. Karen hafði leikið lista- vel fyrstu níu holumar. Með Smáauglýsingar ÓSKASTTIL LEIGU 3 ja herh. íbúð óskast fljótlega helst í Keflavík. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 421-2290 Asa. Kúmgóð 2ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. hjá Kristjáni Möller í símum 587- 5334 og 421-6015. Eldri kona óskar eftir góðri 2ja herb. íbúð í Keflavík. Langtímaleiga. Reglusemi. Skilvísum greiðsl- um heitið. Uppl. í síma 421- 2676. 3ja-4ra herb. íbúð óskast í Keflavík eða Njarðvík. Öruggum greiðslum og reglusemi heitið. Uppl. í síma 423-7532 á kvöldin. TILSÖLU Athvarf í Reykjavík. Til sölu falleg ein- staklingsíbúð að Vallarási 5 austast í borginni. Stærð 40 ferm. Verð kr. 3.9 millj. Uppl. gefur Hrafnhildur Gísladóttir í síma 565-7855. Vel með farinn grænn Silver Cross prinsessu- vagn plast fylgir. Verð kr. 35.000.- Einnig ónotað Fast- track tæki verð kr. 15.000.- Uppl. í símum 421-3951 og 896-3951. Níu rnánaða Emmaljunga kerra með svuntu, skermi og plasti. Uppl. í s. 421 6949. Farseðlar 6 farseðlar til Billund. Brottför 26. júní, komudagur 9. júlí. Verð kr. 12.000,- pr. miða. Uppl. gefur Ásta í síma 421- 3878 eða Erla í síma 421 -4350. Hjónarúm einnig Britax barnabílstóll 5 punkta fyrir 1-3 ára og barnarimlarúm. Uppl. í síma 421-1049. Mjög fallegir skrautsteinar frá Brasilíu ásamt silfur skartgripum. Verslun Óla- far Vigdtsar, Austurgötu 3, Sandgerði. Sími 423-7676. Ath. opið um helgar frá 14-18 til 1. júní. Einbýlishús í Grindavík. Uppl. í síma 421- 2219. Mazda 626, 2000 árg. '87. Benz station 300d árg. '81 þarfnast viðgerð- ar. Á sama stað Sega Mega dri- ve leikjatölva, bílstóll 9-36 kg. og bamastóll á hjól ásamt hjál- nti. Uppl. í símum 421-4302 og 898-2213. Opel Corsa '88, verð 100 þús. stgr. Uppl. í síma 421-3474 eftirkl. 17:30. Flísalagnir Tek að mér flísalagnir. Vönduð vinna, gott verð, Euro og Vtsa. Uppl. í síma 421-4753 eða 894- 2054 Hermann. Prófarkalestur Tek að mér prófarkalestur. Dag- ný Gísladóttir B.A. Sími 421- 1404. Sprunguviðgerðir Tek að mér múrviðgerðir og flísalagnir. Ábyrgð, greiðslu- kjör. Uppl. í' síma 896-1702 Gunnlaugur. Óska eftir atvinnu helst í frystihúsi. Á sama stað til sölu traktor Sedor með pressu. Uppl. í síma 421- 3094. ÝMISLEGT Bílapartasala Suðurnesja Varahlutir í flestar gerði bfla. Kaupum bíla til niðurrifs, ekki eldri en árg. '87-'88. Opið mánudaga til laugardaga til kl. 19.00. Uppl. í síma 421- 6998. Fluguveiðiskóli G.G. verður með námskeið við El- liðavatn í maí og júní. Hvert námskeið er 5 kvöld. Skaffa stangir og fl. Uppl. í sfmum 421-2586 og 897-9528. Viðtalstímar forseta bæjarstjórnar eru i húsnædi Reykjanesbæjar í Kjarna, Hafnargötu 57, 2. hæð á þriðjudögum kl. 9-11. svipaðri spilamennsku á seinni níu holunum hefði hún komist í gegnum niðurskurð- inn eftir tvo hringi af þremur. Fresta varð leik á meðan veðr- ið gekk yfir. Þessi rúmlega þriggja tíma bið virðist hafa sett Karenu aðeins útaf laginu því hún náði sér ekki á strik á seinni níu holunum og endaði á 78 höggum en fyrri hringinn lék hún á 81 höggi. Hún var þrjú högg frá því að komast áfram. í næsta móti lék Karen á 80- 80=160 höggum og var að- eins tvö högg frá því að kom- ast í gegnum niðurskurðinn af rúmlega eitthundraðog þrjátíu þátttakendum. Þá var mótið einnig stöðvað um tíma vegna óveðurs. Karen lék ekki í þriðja Fut- ures-mótinu en verður í eld- línunni í dag og næstu daga í fjórða mótinu sem fram fer á London Downs golfvellinum í Virginiu. Heildarverðlaunafé í því móti em um fjórar millj. króna. Karen segir að hún sé búin að vera allt að því jafn mikið á hraðbrautunum og á golfvell- inum því hún hefur þurft að keyra allt upp í átta tíma á milli móta sem haldin eru víða um Bandaríkin en mörg em þó í Flórída. Hún lenti í óhappi þegar ekið var á bifreið hennar án þess þó að miklar skemmdir hlyt- ust af en ökumaðurinn sem keyrði á bifreið hennar var ótryggður og því þarf Karen að kosta viðgerðina sem var upp á nokkur hundmð banda- ríkjadali. Aðspurð um golfið sagði Karen að hún væri ekki vand- ræðum með upphafshöggin sem skipta afar miklu málin á þröngum skógarvöllummeð vötnum út um allt. Hins vegar hefði henni ekki gengið nógu vel að koma boltanum nálægt holunni og hún þyrfti einnig að bæta sig í styttra spilinu og í púttunum. „Kannski spilar reynsluleysi og örlítil spenna þar inní“ sagði Karen. Kirkja Keflavíkurkirkja Föstudagur 16. maí: Jarðarför Rósu Guðnadóttur Kirkjuvegi 11, Keflavík, fer fram kl. 14. Hvítasunnudagur 18. niaí: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Einar Öm Einarsson. Þau sem eiga 50 ára fermin- garafrnæli nú í vor fjölmenna til kirkju. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. Njarðvíkurprestakall Njarðvfkurkirkja: Hvítasunnudagur 18. maí: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:30. Bam borið til skímar. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar. Hestamönnum í Mána og á Suðumesjum er sérstaklega boðið. Rafmagnsgirðingu verður komið fyrir í grend við kirkjuna. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Hvítasunnudagur 18. maí: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Böm borin til skímar. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar. Njarðvíkurkirkja Hvítasunnudagur kl. 14:30. Hestamessa. Baldur Rafn Sigurðsson. Grindavíkurkirkja Fimmtudagur 15. maf: Spiladagur eldri borgara kl. 14- 17. Þriðjudagur 20. maí: Foreldramorgunn kl. 10-12. Sóknamefndin, sóknarprestur og samstarfsfólk í saf- naðarstarfi. Kálfatjarnarkirkja Hvítasunnudagur 18. maí: Messakl. 14. Annar umsækjen- da um Garðaprestakall Hans Markús Hafsteinsson canteol predikar. Kirkjukórinn syngur, organisti Frank Herlufsen. Sóknarnefnd. 14 Y íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.