Víkurfréttir - 15.05.1997, Page 15
Sjóvá-Almennra deildin í knaltspyrnu ao hefjast. Keflvfkingar leika gegn Fram í sinum fyrsta leik og Grindavík heimsa^kir Valsmenn:
Leikmannahópur Keflvíkinga með þjálfurunum Sigurði Björgvinssyni og Gunnari Oddssyni.
VF-mynd/pket.
Markmiðið að gera
betur en í fyrra
-segja þeir Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson, þjálfarar liðsins
„Markmiðið hjá okkur er að
gera betur en í fyrra. Strák-
arnir eru reynslunni ríkari
eftir erfitt tímabil í fyrra“,
sögðu þeir Gunnar Oddsson
og Sigurður Björgvinsson,
þjálfarar Keflavíkurliðsins í
knattspyrnu.
Sjóvá-Almennra deildin er að
hefjast og Keflavík leikur sinn
fyrsta leik á mánudag gegn
Fram og fer hann fram á gras-
vellinum í Keflavík.
„Undirbúningurinn hefur geng-
ið vel. Hópurinn hefur æft
meira og minna síðan í nóvem-
ber og á 26 dögum frá lok mars
og fram í apríl æfðum við 23
sinnum. Það var m.a. gert með
tilliti til stífrar byrjunar á mót-
inu en við leikum fimm leiki á
tólf dögum en svo kemur mán-
aðarkafli þar sem við leikum
aðeins einn leik“, sögðu þeir
Sigurður og Gunnar og bættu
því við að veruleg óánægja væri
með uppröðun leikja sumarsins
en þar spilar inn í Evrópukeppni
félagsliða og landsliða undir 18
ára.
Leikmannahópurinn er lítið
breyttur frá síðasta tímabili en í
honum eru 25 manns, þar af
Gunnar Oddsson sem mun jafn-
framt leika með liðinu. Nokkrir
af eldri Ieikmönnunum eru
hættir, m.a. Ragnar Margeirsson
og Jóhann Magnússon. Róbert
Sigurðsson er og farinn til
Reynis í Sandgerði.
Meiðsli hafa ekki verið að hrjá
mannskapinn og því er hópur-
inn tilbúinn í slaginn. Sigurður
segir aðspurður að hann hefði
ekki tekið við liðinu nema með
Gunnari. ,íg var ekki á leiðinni
í meiriháttar þjálfun. Hafði
kannski hugsað mér það síðar
en úr því Gunni kom inn í
dæmið þá var ég til“, segir Sig-
urður sem þjálfaði lið Víðis
hluta af keppnistímabilinu í
fyrra og lék sitt síðasta tímabil
árið á undan með Reynismönn-
um. Sigurður er leikjahæsti
maður 1. deildar frá upphafi en
hann og Gunnar léku saman
með KR í 3 ár fyrir nokkrum
árum ásamt Ragnari Margeirs-
syni og þar á undan léku þeir
með Keflavík í mörg ár. Gunnar
lék síðustu tvö ár með Leiftri,
tvö þar á undan með Keflavík
eftir árin þrjú hjá KR. Hann
segist feginn að vera kominn
heim á nýjan leik eftir land-
flutninga á sumrin norður til
Olafsfjarðar. „Það er þreytandi
að vera á flakki milli landshluta.
Nú er ég alkominn heim og er
mjög ánægður að vera hjá mínu
gamla félagi“, sagði Gunnar
sem starfar hjá Sjóvá umboðinu
í Keflavík. Sigurður rekur sem
kunnugt er verslunina K-sport
og segir þess vegna að hann
hefði ekki treyst sér til að vera
einn með liðið. En eruð þið ekki
mjög ólíkir, eins og kannski
hundur og köttur? „Við fengum
að heyra það en það er fjarri
lagi. Þetta hefur gengið mjög
vel og við eru bjartsýnir á sam-
vinnuna. Gunnar sér um liðið á
vellinum en ég verð á hliðarlín-
unni“, sagði Sigurður.
Aðspurðir sögðust þeir halda að
mótið yrði jafnara í ár en í fyrra.
Fjögur lið myndu verða í topp-
baráttunni og síðan yrði hitt
„pakki" fyrir neðan. ,,Það verða
fleiri óvænt úrslit í sumar en í
fyrra“, sögðu þeir að lokum.
Suðurnesjamennirnir sterkir
í fyrsta Bláa lóns mótinu
Meistaraflokksmenn úr GS
röðuðu sér í þrjú efstu sætin í
fyrsta Bláa lóns mótinu í golfi
sem fram fór á Hólmsvelli í
Leiru sl. sunnudag. Davíð
Jónsson „hélt haus" á meðan
jaxlar á borð við Björgvin
Sigurbergsson, fyrrverandi
Islandsmeistari og Helgi
Þórisson úr GS ýmist misstu
dampinn á síðustu holunum
eða fengu 11 högg á
Bergvíkin, 3. holu sem er par
þnr. Það gerði Helgi og sendi
þrjá bolta út á haf. Hinar 17
holumar lék hann hins vegar
á 2 undir pari og endaði á 78.
Úrslit án forgj.
1. Davíð Jónsson GS
2. Öm Æ. Hjartarson GS
3. Guðm. R. Hallgr. GS
4. ívar Hauksson GKG
5. Bjöigvin Sigurb. GK
Með forgjöf
1. Þórhallur Óskars GSG
2. Guðni V. Sveins GS
3. Jón H. Bergsson GKG
73
73
74
74
75.
Matjuitir í heim-
ilisgarðinum
Garðyrkjuskóli ríkisins,
Reykjum Ölvusi, verður
með námskeið um matjur-
tir í heimilisgarðinum og
lífræna ræktun fást næg
þátttaka í Fjölbrautaskóla
Suðumesja (stofu 222) lau-
gardaginn 24. maí nk. kl.
13-18. Leiðbeinandi verður
Gunnþór Guðfinnsson,
kennari við Garðyrkju-
skólann. Sjá nánari í
auglýsingu í blaðinu.
-SPORTMOLAR - SPORTMOLAR -
Ný andlit í Keflavíkurbúninga
Það má búast við því að ungir peyjar sem stuðningsmenn Kefla-
víkurliðsins þekkja varla með nafni muni hlaupa inn á völlinn í
Keflavíkurtreyjunni í sumar. 2. flokkur félagsins hefur yfir
mörgunt ungunt og efnilegum strákum á að skipa sem æfa í
meistaraflokknum. Sællar minningar þá var það ungur strákur
sem bjargaði 1. deildarsætinu í fyrra en þá skoraði Þórarinn
Kristjánsson leikmaður með 3. flokki sigurmarkið í sinni fyrstu
snertingu í síðasta leik liðsins gegn ÍBV.
Stuðningur mikilvægur
Sigurður og Gunnar, þjálfarar Keflvikinga sögðu að stuðningur
við liðið í leikjunt væri tólfti leikntaðurinn í hverjum leik og
skipti þar af leiðandi ákaflega miklu máli. Liðið fékk góðan
stuðning á erftðum tímum í lok síðasta tímabils og liðið þakkaði
fyrir sig með því að sigra og halda sæti sínu í deildinni. „Undan-
farin ár hefur verið beðið um það að ungu strákamir fengju að
spreyta sig. Það hefur verið gert og vonandi fá þeir þann stuðn-
ing sem þeir eiga skilið í sumad', sögðu þeir Sigurður og Gunn-
ar.
Þakka Garðmönnum
Keflvíkingar hafa að undanfömu æft mikið út á Garðskaga á
gamla velli Víðisntanna. Aðstöðuleysi í Keflavík er ntikið og í
vikunni æfði liðið á Iðavallasvæðinu þar sem ekki er auðvelt að
æfa knattspymu auk þess sem alla búnings- og salemisaðstöðu
vantar. „Við erum ákaflega þakklátir Víðis- og Garðmönnum
fyrir þeirra hjálp í þessu", sagði Sigurður sem kom Garðmönn-
um til hjálpar á miðju síðasta tímabili þegar hann tók við þjálfun
liðsins.
Keflavík í 7. en Grindavík í 8.-9 sæti
Suðumesjaliðin verða fyrir neðan miðju í árlegri spá fyrirliða
liðanna. Keflvíkingunt var spáð 7. sæti en Grindvíkingum 8.-9.
sæti. KR er spáð titlinum fimmta árið í röð en nýliðunum frá
Borgamesi neðsta sætinu.
Við segjum nánar frá gangi mála hjá Grindvíkingum í næsta
tölublaði fyrir fyrsta heimaleikinn sem verður gegn KR.
Stapafell - Atvinna
Starfskraftur óskast í
varahlutaverslunina.
Stapafell Keflavík.
m
Iþrótta- og leikjaskóli
KEFLAVÍKUR
Óskum eftir starfsfólki frá 2. júní til
16. júlí. Ýmist allan daginn eða eftir
hádegi. Leitað er að hressu fólki, í
góðu formi sem á auðvelt með að
umgangast börn, helst eldri en
20 ára. Nánari upplýsingar veitir
Jóhann í síma 421-3044 eftir kl. 16,
15.-20. maí (einnig um helgina).
V íkurfréttir
15