Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 03.07.1997, Blaðsíða 1
 FRETTIR 27. TÖLUBLAD 18. ARGANGUR FIMMTUDAGURINN 3. JULÍ 1997 °! % - &t ? C / Tvær Concorde í Keílavík Tvær Concorde farþegaþotur höfðu viðkomu í Keflavík í síðustu viku. Þoturnar voru hér samtímis með ferðalanga í ævintýraferð til íslands. Far- þegarnir fóru í jeppasafarí um Reykjanesskagann. Þoturnar tvær biðu hér í um 10 klukkustundir meðan fólkið skemmti sér. VF-mynd: Páll Ketilsson Haberg GK strandaði Háberg GK strandaði í innsigl- ingunni til Þórshafnar í fyrrinótt. Nótaskipið Jón Sigurðsson GK kom Hábergi GK til hjálpar og dró skipið af strandstað. Háberg var á útleið eftir að hafa landað fullfermi af loðnu á Þórshöfn. Bæði skipin eru úr Grindavík. Það er Sigluberg sem á skipin en Jón Sigurðsson GK hefur verið seldur til Færeyja, en afhending hefur ekki farið fram ennþá. Q Q -4 03 CD —i CD Q CD O r Meistaraflokksliði Keflavíkur hefur gengið vel í knattspyrnunni á þessu sumri. Nú síðast lögðu Keflavíkurstrákarnir Fram af velli í Coca Cola bikarnum og eru komnir í átta liða úrslit. Leikurinn var spennandi og m.a. varði Ólafur Gottskálksson markvörður Keflvíkinga vítapsyrnu í leiknum. Fyrir leikinn slepptu stuðningsmenn 700 gasblöðrum á loft í tilefni af umræðu í fjölmiðlum að nú færiKeflavikur„blaðran" að springa. VF-myndir: Páll Ketilsson h- m cc u_ K co cc * </3 Árás á nýársdagsmorgun: Tveggja og hálfs árs fangelsi Átján ára Keflvíkingur sem stakk 19 ára mann með dúkahnífi í heimahúsi á nýársdagsmorgun var dæmdur í 2ja og hálfs árs fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness. Piltamir vom í samkvæmi í húsi við Faxabraut í Keflavík þegar at- burðurinn átti sér stað. Deilur upphófust milli þeirra tveggja sem enduðu með því að annar þeirra réðast að hinum með dúkahnífi og skrúfjámi. Fékk sá sem ráðist var á allmikla áverka á hendi og á fæti. Gleðskapur hafði staðið yfir í íbúð- inni alla nóttina og ölvun mikil. Ákæruvaldið höfðaði mál gegn þeim báðum. Annars vegar piltinum sem ráðist var á en honum var gefið að sök að hafa ráðist á hinn dæmda, slegið hann og veitt honum áverka. Var hann dæmdur til að greiða allan kostnað af sínum þætti sakarinnar en refsing að öðru leyti felld niður. Árásarmanninum var hins vegar gefið að sök að hafa lagt til hins piltsins með dúkahnífi og skrúfjámi þannig að af hlaust stórt sár á hægra læri og hægri framhandlegg. Héraðsdómur tók tillit til þess að atlagan var gerð í mikilli reiði og geðshræringu og því þótti skilyrði til að færa refsinguna verulega niður. „Eftir að við fengum bolina náðum við hámarks vinnuhraða", sögðu vinnu- skólakrakkar í Keflavíl. þegar Ijósmyndara Víkurfrétta bar að. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf öllum vinnuskólakrökkum á Suðurnesjum boli og voru þau Jón H. JúUusson, Elisabet Lára, Torfi Már Hreinsson og Tryggvi Ingason hress í bragði. fqrir voxandi fölh HSÞIRfilSJpftURINN I KEFLAVIK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.